Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 24

Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÍMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 V örurnar eru ódýrari í Bónus en hjá heildsalanum GÖMUL kona kemur á morgnana með pillustaukinn sinn og biður Erlu eða hann Einar í Skjólakjöri að stilla hann á réttan dag fyrir sig. Stundum bilar útvarp hjá öldruðum viðskiptavini og hann Einar sér um að koma því í lag. Nágranni þarf aðstoð við að hringja og Einar flettir upp í skránni fyrir hann. Svo gefa þau Iijónin sér tíma til að spjalla við krakkana þegar engjnn er heima hjá þeim. Skjólakjör er nokkurs konar félagsmiðstöð í Sörlaskjólinu. ■J* í 39 ár hefur hann staðið við afgreiðsluborðið og þjónað viðskipta- 9 vinum sinum vestast í vesturbænum, spurt um líðan þeirra sem tSm eru veikir, börnin sem eru flutt að heiman og lánað föstum við- 2E skiptavinum þegar lítið var í buddunni. Otí Einar Strand er búinn að moka sjö hverfaverslanir hér á litlu snjóinn frá dyrunum og er í svæði. Samkeppnin var næg en þá [ óðaönn að taka við vörum morg- uninn sem ég heimsæki hann. [ Erla, eiginkona hans, er veik og næstum hver viðskiptavinur sem [ rekur inn nefið spyr hvemig 1 heilsan sé hjá frúnni. Það eru engin stórinnkaup ! gerð, brauð, mjólk, jógúrt og I annað sem hverfur ofan í pok- I ana. Einar var verslunarstjóri í [19 ár í búðinni sem þá hét [ Sunnubúðin áður en þau hjón 1 keyptu hana fyrir 20 árum. i Verslanirnar voru 7 í hverfinu „Þegar ég var að byija voru datt engum í hug að fara í annað hverfí til að kaupa inn.“ í þá daga var Einar með tvo stráka á hjóli sem höfðu ekki við allan daginn að sendast með vörur heim til fólks. „Við vorum að vinna héma fimm eða sex en nú erum við hjónin hér að mestu leyti tvö og önnum því sem þarf að gera.“ Um svipað leyti og Einar keypti verslunina fór stórum matvöruversl- unum að fjölga. „Pólitísk stefna borgaryfirvalda hefur verið stórmörkuðum í vil. Það átti að sporna við Sambandsveldinu og nú er verslun þeirra dauð. Við litlu kaupmennimir urðum á milli. Bókhaldsnám. 72 klst. Markmiðið er að verða fær um að starfa sjáifstætt og annast bókhaldið allt árið Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði Námið felur m.a. í sér: ♦ Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðalok. ♦ Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagreinum m.a. um staðgreiðslu og tryggingagjald. ♦ Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. ♦ Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. ♦ Afstemmingar. ♦ Merking fylgiskjala, gerð bókhaldsbeiðna. ♦ Fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Innifalin er m.a. skólaútgáfa fjárhags- og viðskiptamannabókhalds og 30% afsláttur frá verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Innritun er hafin. Kennt er á glænýtt Windows Stólpa fjárhagsbókhald frá Kerfisþróun hf. Bókhaldsnám, 36 klst. Námið felur m.a. í sér: ♦ Merkingu fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. ♦ Fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Innritun er hafin. Kennt er á glænýtt Windows Stólpa fjárhagsbókhald frá Kerfisþróun hf. TölvubókhaldsnámT 24 klst, Námið felur m.a. í sér: ♦ Fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Innritun er hafin. Kennt er á glænýtt Windows Stólpa fjárhagsbókhald frá Kerfisþróun hf. TöfvuskóU tv.-v.v.-.vi Borgartúni 28, sírai 616fi99, §.í.S »: *.* JÍ É En hvað með öll þessi gjaldþrot sem orðið hafa? Einhverjir þurfa að borga brúsann og hver er það þegar upp er staðið sem ber kostnaðinn? Þjóðfé- lagið?“ Mismunandi verð á sama hlutnum hjá heildsalanum Einar er ómyrkur í máli þegar hann talar um búðina sína síðustu ár. „Við getum engan veginn keppt við það magn sem stórmarkaðir eru að kaupa. Heildsalar hafa mismun- andi verð í gangi eftir því við hveija verið er að versla. Verstir eru sumir sem selja undir orðunum Veljum ís- lenskt — já takk“, segir Einar. Hann kemur með dæmi. „Ein dós af Ora baunum kostar í heildsölu 62 krónur. Þá á eftir að leggja á virðis- aukaskatt og álagninguna mína. Ef ég fer hinsvegar í Bónus og kaupi sömu dósir fyrir búðina mína þar þá fæ ég þær á 54 krónur með álagn- ingu Bónus og vsk. Það liggur í hlut- arins eðli að þetta margborgar sig að gera. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum. Þessi þróun þýðir að verslun við kaupmanninn á hominu verður úr sögunni. Vill fólk það? Næsta skref er hjá okkur hjónum að hafa opið á kvöldin og um helgar til að hafa ofan í okkur. Vinnutíminn í dag er óhóflega langur eins og í stórborgum Bandaríkjanna." Stefnan að útrýma hverfaverslunum? Sárast segir Einar að sé skilnings- leysi borgaryfirvalda á nauðsyn kaupmannsins á hominu. „í sjö mán- uði í fyrrasumar var ekki fært í versl- unina hjá mér því það var verið að leggja skolprör í götunni. Ég sæi forsvarsmenn hjá stórmörkuðum SKJOjHKJOn Einar Strand, kaupmaðurinn á horninu vestast í vesturbænum. sætta sig við slíkt. Ég vildi helst vera laus við pólitíkina í sambandi við vinnuna mína. Erlendis er stutt við bakið á kaupmanninum á horninu og í Finnlandi og í Noregi er til £Íæmis mikil áhersla lögð á að hafa hann á horninu. Pólitíkin hér virðist vera að útrýma þeim,“ segir Einar. Hann bendir á að ef hverfisbúð hætti deyi hverfið að hluta. Hverfisbúðir eru félagsleg nauðsyn. Stefnan er að aldraðir geti Skólanesti minnkar hjá eldri krökkunum Hvert barn borðar að jafnaði 167 g af sykri á dag og þar af eru 96 g hreinn strásykur. Svo mikil sykurneysla hefur vart verið skráð í nokkurri neyslukönnun meðal nágrannaþjóða. Gos- drykkir og aðrir sykraðir svala- drykkir eiga drjúgan þátt í þess- ari miklu neyslu og lætur nærri að um helmingur sykursins sé innbyrtur í gegnum þá. Nýleg könnun Manneldisráðs á matar- æði skólafólks sýndi auk þess að þótt flestir nemendur í yngri bekkjum grunnskóla komi með ágætt nesti að heiman, fækkar nestispökkum umtalsvert þegar komið er í efri bekki. Starfshópur um næringu barna, sem stofnaður var sl. vetur, hefur rætt raunhæfar lausnir á matarmál- um nemenda á skólatíma og komið með einfaldar ábendingar um mat í skóla. Manneldisráð hefur nú gef- ið út ábendingar á veggspjaldi, en rétt er að taka fram að tilgangurinn var ekki að setja skólum fyrirmæli heldur draga fram mikilvæg atriði um matarmál nemenda og hvetja þannig til gagnlegrar umræðu með- al kennara og foreldra og stuðla að raunhæfum úrbótum þar sem þeirra er þörf. Ábendingar í sjö liðum - Allir nemendur fái matarhlé um það bil 2-3 klst. eftir að skólatími hefst eða á eðlilegum matmálstíma miðað við hefðir í þjóðfélaginu. - Nemendur hafi nægan tíma til að matast, í það minnsta 15 mín. Leitast skal við að búa nemendum eins þægilega aðstöðu og hægt er. - Umsjón sé með nemendum meðan þeir matast þannig að mat- málstíminn geti verið notaleg stund sem veitir tilbreytingu, frá öðru skólastarfi. - Nemendur hafí greiðan aðgang að góðu drykkjarvatni. - Allir skólar bjóði léttmjólk til sölu. Ef aðrir drykkir eru seldir í skólanum skal leitast við að beina neyslunni til mjólkur, meðal annars með því að bjóða hana á vægu verði. - Skólar hafi á boðstólum ávexti og smurðar samlokur sem eru út- búnar á staðnum fyrir þá nemendur sem ekki koma með nesti að heim- an. Að sjálfsögðu gerist þessa ekki þörf þar sem heitur matur er fram- reiddur í mötuneyti. - Ef kennsla hefst á tímabilinu 11 árdegis til 12.30 hafi nemendur aðstöðu til að matast í skólanum aður en skólastarf hefst. ■ Morgunblaðið/Ámi Sæberg verið heima sem lengst og séð um sig sjálfír. í því sambandi gegna hverfísverslanir mikilvægu hlutverki. Síðustu tvö árin verst — Minnkar ekki vöruúrvalið hjá ykkur með minni veltu? „Auðvitað en við reynum að halda því eftir bestu getu sem gerist æ erfiðara með hveiju ári.“ Einar segir að verslanir með meira bolmagn en hans búð hafi brugðið á það ráð að panta inn beint erlendis frá en það þarf að panta inn gám og hans verslun hefur ekki ráð á því. — En bestu árin í Skjólakjöri? „Öll árin hafa verið betri en undan- farin tvö ár. Ætli það hafi ekki ver- ið mest að gera uppúr 1970.“ Skemmtilegast fannst honum hins- vegar þegar hann var að byija upp úr 1955 og verslunin var rifín upp i Sörlaskjólinu. — Ætlið þið að halda rekstrinum áfram? „Já því þó að á móti blási í bili þá er hópur fólks í hverfinu sem vill hafa sína hverfisbúð áfram og við munum reyna að þjóna eftir fremsta megni. Það væri hinsvegar gaman að geta boðið þeim vöruna á lægra verði en núna.“ ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Útsölur að byrja og vörur lækka 30-70% ÞESSA dagana eru útsölur að byrja. í Kringlunni og Borgar- kringlunni eru nokkrar verslanir þegar byijaðar með útsölu og um miðjan mánuð ættu flestar verslanir að vera byrjaðar að Iækka vörur sínar. í dag hefst útsala í Cosmo, hjá Hagkaup á morgun og hjá Engla- börnum við Bankastræti á laug- ardag, en þá er svokallaður lang- ur Laugavegur. Ýmsir verslunar- eigendur við Laugaveg ætla að nota tækifærið og byija með út- sölu þann dag. Flestum forsvarsmönnum verslana, sem haft var samband við, bar saman um að lækkunin yrði frá 30% og sumir töluðu um allt að 70% afslátt. Yfirleitt var erfitt að fá upplýsingar um hversu lengi útsölurnar ættu að standa en þó virtust margir ætla að taka nýjar vörur inn í febrúar. Útsala hjá Hagkaup Hagkaup byijar með útsölu á föstudaginn. Það sem fer á útsölu þar eru vetrarvörurnar, dömu- og herrafatnaður, barnafatnaður, náttfatnaður, nærfatnaður, sokkar, skór, hluti af búsáhöldum, nokkuð af leikföngum, rúmfatnaður, sessur og handklæði. Útsalan verður með sama sniði og síðastliðið sumar, mikil lækkun strax í byijun og lækkunin er að sögn forráðamanna að meðaltali 50%. Stefnt er að því að lækka vörurnar aðeins einu sinni. „Harkan 50“ er yfirskrift útsölunnar eins og síðastliðið sumar og einhveijar . uppákpnur^rða í.yeijsiunppum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.