Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 35

Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 35 I f. ) > > i i I í i af þeirri óeigingjörnu gestrisni sem aldrei verður að makleikum lofuð. Þetta var gestrisni þeirrar tegundar sem gleður hugann, gestrisni sem kom beint frá hjartanu. Þótt þröngt væri um fjölskylduna á þeim tíma var jafnan sjálfsagt að ég fengi að gista hjá vinkonu minni þegar okk- ur hugnaðist það og aldrei sagði amma hennar Ellu erð í ávítunar- átt þótt við værum stundum að flissa og hlæja löngu eftir að viður- kenndur svefntími væri kominn. Með hægð sagði hún okkur bara að fara nú að reyna að sofna og var aldrei höst þótt að við lofuðum öllu góðu en efndirnar væru kánnski ekki í samræmi við það. Elín Sveinsdóttir var skynsöm kona, hæglát og góðgjörn, gædd eindæma miklu jafnaðargeði og eftir því orðvör. Það var gott að vera ungur og glaður í návist henn- ar. Árin liðu og við Ella urðum ung- ar konur með sameiginlegar ljúfsárar endurminningar unglings- áranna í farteskinu þegar við héld- um út í lífsbaráttuna. Fram á þenn- an dag höfum við unað glaðar við að riíja þær upp þegar við hitt- umst eða tölum saman í síma, í bland við fréttir af hinu daglega lífi hvorrar um sig. í sumar sem leið hittumst við Ella í 95 ára af- mæli ömmu hennar sem afkomend- ur hennar héldu veglega uppá. „Viltu kaffi eða gos, Gunna,“ spurði Ella þá og það þurfti ekki meira til að við skelltúm uppúr. Báðum datt í hug ein uppáhalds- saga frá unglingsárunum. Ella hafði verið lasin og amma hennar vildi að venju gera henni gott. „Viltu flóaða mjólk, Ella mín,“ spurði Elín eldri nöfnu sína. „Nei, ég vil ekki drekka neitt nema gos,“ svaraði Ella. Amma hennar fór fram og kom að vörmu spori með gráleitan drykk í glasi. „Gerðu svo vel væna mína,“ sagði hún við Ellu. Ella fékk sér sopa og spurði svo fussandi hvað þetta væri. „Ég átti ekki til neinn gosdrykk svo ég setti svolítinn matarsóda út í vatn, það er þó allténd gos í því,“ svaraði amma hennar með hægð. Til þeirr- ar lífsvisku og háþróaðrar gaman- semi sem birtist í þessari gjörð Elinar eldri hefur mér oft orðið hugsað þegar börn min og annarra hafa verið rellótt í áheyrn minni um dagana. Elín Sveinsdóttir var af þeirri kynslóð sem lærði að láta sér lítið nægja og hún tók því með ró þó úr rættist þegar velferðin jókst hér á landi. Hún fór sparlega með efni og orð en hjartahlýju sinni miðlaði hún óspart. Þess naut ég ríkulega á þeim árum þegar gott og hlýtt viðmót getur skipt sköpum og einn- ig síðar. Fyrir það er ég þakklát nú. Þegar ég horfði yfir íjölmennan og mannvænlegan afkomendahóp Elínar Sveinsdóttur í afmælinu hennar í sumar sá ég svo ekki varð um villst að hún hafði uppskorið mikið. Allt þetta fólk syrgir hana nú að leiðarlokum, ekki síst er vera frelsuð sem við þorum að horf- ast í augum við syndir okkar. Þessi öryggiskennd er ekki ólík þeirri sem ég upplifði hjá Stínu. Þegar hún hafði tekið á móti mér vissi ég að mér hafði verið tekið í eitt skipti fyrir öll. Ég þurfti ekki framar að fela galla mína. Stína hefði aldrei rekið neinn út í ystu myrkur. Þannig myndi ég mála mynd af Stínu. Og um leið myndi ég reyna að sýna þar eitthvað af umhverfi hennar; staðnum þar sem hún bjó. Því sumir litirnir líkjast litunum sem ég sá heima hjá henni þegar ég heimsótti hana í kvöldhúminu haust og vor. Fyrir miðju sviði stendur gróðurhús í gullinbjarma, umlukið dökkbláum himni út frá bjarman- um. í fjarska ljallahringurinn, skín- andi hvítur af snjó. Ég kallaði Stínu „mömmu á ís- landi“. Hún hafði ekkert á móti þessu nafni og skrifaði stundum sjálf „Stína mamma" undir bréfin til okkar. Eða hún ávarpaði okkur „fjölskylda mín“. Þegar við hjónin eignuðust dóttur missirinn mikill hjá Ólöfu, sem annaðist móður sína af virðingu og umhyggju fram á síðasta dag. Ég bið Guð að blessa minningu Elínar Sveinsdóttur og þakka hon- um jafnframt þau forréttindi af hafa notið vináttu hennar og ýmissa afkomenda hennar, ekki síst minnar tryggu vinkonu Elínar Sigurðardóttur. Guðrún Guðlaugsdóttir. í dag er kvödd hinstu kveðju elskuleg vinkona míh, Elín Sveins- dóttir, og langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Kynni okkar Elínar hófust fyrst að marki á árunum 1958-59. Þá urðum við nágrannar. Hún fluttist ásamt dóttur sinni og fjölskyldu hennar í raðhús númer 8 við Álf- heima, en ég og mín fjölskylda í númer 10. Frá þessum tíma hefur ríkt vinátta á milli þessara tveggja heimila. Elín vann ekki utan heimlis eftir að hún fluttist í Álfheimana. Hún leit eftir börnunum og sá um heimilið fyrir Ólöfu dóttur sína, sem er samkennari minni við Langholts- skóla. Ég naut svipaðrar aðstoðar, átti móður í húsinu sem leit eftir börnunum mínum og hjálpaði mér. Hún og Elín urðu mjög góðar vin- konur, enda áttu þær margt sam- eiginlegt. Báðar voru fæddar og uppaldar í sveit, húsfreyjur á Suðurlandi, fluttust síðan til Reykjavíkur, komu börnum sínum til mennta og urðu ekkjur á besta aldri. Eftir að móðir mín lést árið 1970 má segja að Elín, þessi góða kona, hafi gengið börnunum mín- um í ömmustað. Það var alveg sam- an hvenær og hvemig á stóð, alltaf var hún boðin og búin að hjálpa. Ég gat „hent“ börnunum inn til hennar án nokkurs fyrirvara, faðm- ur hennar var alltaf opinn. Ég veit að ekkert þeirra mun nokkum tíma gleyma henni. Og mikið var oft notalegt að koma inn til hennar í erli dagsins, setjast niður og fá kaffisopa og oftast voru hennar frábæm pönnu- kökur komnar á borðið áður en nokkur vissi og ég tala nú ekki um flatkökurnar hennar, sem voru þær bestu í heimi. Ógleymanlegar eru allar stundirnar sem við raðhúsa- konur áttum saman, ýmist úti í görðum okkar eða innandyra. Osjaldan var það Elín sem kom hlaupandi með veitingamar, hún var ótrúlega fljót að útbúa heilt veisluborð. Eftir að ég og mitt fólk fluttumst úr Álfheimunum hafa fundir okkar orðið stijálli, en alltaf var jafngott að hitta þessa elsku- legu konu, sem bar velferð okkar fyrir brjósti. Ólöf mín og þið sem áttuð Elínu. Ég og fjölskylda mín þökkum ykk- ur alla elskusemi við okkur fyrr og síðar og að hafa leyft okkur að eiga Elínu með ykkur. Megi hún hvíla í friði. Vilborg Þorgeirsdóttir. haustið 1991, var eðlilegt að spyija hvort Stína vildi gerast skírnarvott- ur. Hún vildi — og næsta sumar kom hún að heimsækja guðdóttur sína. Mér brá þegar ég sá hana. Eitt- hvað sagði mér að hún væri ekki alveg hress. En ég sagði ekkert — og hef iðrast þess síoan. En ég hélt hún væri aðeins slitin, ekki veik’. Síðast þegar ég talaði við Stínu í símann, óskaði ég þess svo inni- lega að ég gæti farið til hennar. Ég vildi sitja við hliðina á henni og syngja: „Ó Jesús, það er játning mín ...“ Ég þorði samt ekki að segja þetta svona beint — svo að ég sagði: „Ég sakna íslands. Mig langar til að fara þangað aftur.“ Og hún svaraði mildilega: „Ó, þú kemur nú víst aftur til íslands." En einhver aukahreimur í rödd hennar kom öðrum skilaboðum til mín. Það var eins og hún hefði bætt við: „En þá hitumst við ekki.“ 'Stína mamma — takk! Og vertu sæl. Jóhanna í Noregi. Morgunblaðið minnir lesendur á fréttatengda áramótagetraun sem birtist í blaðinu 31. desember sl. Getraunin er þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. BARNAGETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 5-11 ára) 1. Skíði, skíðaskór, skíðastafir og bindingar frá Hummel-búðinni að andvirði 15.000 kr. 2. Barnabækur að eigin vali frá Mál og menningu að andvirði 8.000 kr. 3. Geisladiskar að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. UNGUNGAGETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára) 1. Fatnaður að eigin vali frá Levi‘s-búðinni, Laugavegi, að andvirði 15.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Mál og menningu að andvirði 8.000 kr. 3. Geisladiskar að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. FULLORÐINSGETRAUN (ætiuð öllum 18 ára og eldri) 1. Nýja Times-Atlas bókin frá Mál og menningu. 2. Málsverður á Skólabrú að andvirði 10.000 kr. 3. Geisladiskar að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar úr merkt Morgunblaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir 17. janúar. -kjarni málsins! Sfe zieem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.