Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 36

Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Minning Eðvald Hinriks- son Mikson Fæddur 12. júlí 1911 Dáinn 27. desember 1993 Kveðja frá barnabörnum Þó að ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. ... En þegar þið hlæið og syng- ið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar. Eðvald Hinriksson gerði sér alltaf grein fyrir því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hann lifði skrítna og viðburðaríka ævidaga og sagði sjálfur um líf sitt: „Þetta er undarleg súpa. í henni eru kart- öflur, hrísgijón, rófur, rúsínur og alls konar hlutir." Eðvald var mik- ill húmoristi og kannski var það -sinmitt kímnigáfan sem fleytti hon- um yfir erfiðleikana og mótlætið sem oft steðjuðu að honum og fjöl- skyldu hans. En hann var einnig baráttujaxl og harður sem eik, og þótt baráttuvilji hans dygði skammt þegar hart var að honum sótt á gamals aldri, var hann síður en svo á því að gefast upp. Ég kynntist þessari öldnu kempu fyrst fyrir ári, en þá hafði hann staðið af sér orrahríð svívirðinga og heiftúðugra ásakana, sem enn ^eru að öllu leyti ósannaðar. Þrátt fyrir þetta bar Eðvald sig vel í þung- um straumi lífsins. Hann var orðinn móður af baráttunni og slæmur til gangs en hugurinn var enn óbugað- ur. Eðvald lifði klikkaða tíma á bijál- aðri öld í heimalandi sínu Eist- landi. Hann mundi tvær heimsstyij- aldir og þá geðveiki mannsandans sem þeim var samfara. Hann var því óspar á lof til handa hinu frið- sæla eyríki íslandi, sem hann fann, nánast fyrir algöra tilviljun, þegar skip hans Rosita strandaði hér 1946. Þótt hið framandi norræna tungumál vefðist fyrir honum allt til æviloka var Eðvald Hinriksson mikill íslendingur í sér. Hér fann hann frið til að starfa að hugðarefn- um sínum, íþróttum og nuddi, og hér fann hann ást íslenskrar stúlku sem síðar varð eiginkona hans og stóð líkt og klettur við hlið hans. Það varð Eðvald mikill missir þegar eiginkona hans Sigríður Bjarna- dóttir lést árið 1990. Nú finnast þau væntanlega á ný eftir þriggja ára aðskilnað. Þau Sigríður eignuð- ust þijú börn: Jóhannes, Önnu Jón- ínu og Atla. Eðvald þreyttist aldrei á baráttu sinni gegn sovét-kommúnismanum sem hann áleit böl mannkynsins og heimalands síns Eistlands. Hann skrifaði margar greinar í Morgun- " blaðið um innlimun Eystrasaltsríkj- anna í Sovétríkin og það harðræði Erfidrykkjur Glæsileg kaiii- hlaðborð íidlegir salir og mjög g(>ð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HtTEL LOFTLIIISIR _______________i_____ sem Sovétmenn beittu þegna Eist- lands. Hann vildi vara Islendinga við því að falla í gildru heimskomm- únismans. Eins og svo margir íþróttamenn trúði hann statt og stöðugt á mátt einstaklingsins og frumkvæði. Á yngri árum lék Eðvald með landsliði Eistlands í knattspyrnu og hann var alla tíð afar áhugasamur um íþróttir og fylgdist grannt með fréttum af íþróttakappleikjum enda synir hans, Jóhannes og Atli, báðir nafntogaðir knattspyrnumenn. Þeir studdu báðir föður sinn af einurð og festu þegar andstreymt varð í lífi hans enda hafði hann þjálfað þá báða og stutt út í harðan heim atvinnumennskunnar í fótbolta. Eðvald kynnti tvær nýjar íþrótta- greinar fyrir íslendingum skömmu eftir að hann kom hingað til lands. Þær voru ísknattleikur og körfu- bolti. Sú síðarnefnda hefur orðið gríðarlega vinsæl meðal yngri kyn- slóðarinnar á síðustu árum. Þegar litlir drengir spila körfubolta minn- ast þeir áreiðanlega ekki Eðvalds Hinrikssonar sem kenndi öðrum ís- lenskum strákum íþróttina fyrir tæpum fimmtíu árum. Eðvald var mjög fær nuddari og góður sjúkraþjálfari segja þeir sem til þekkja. Hann opnaði nuddstofu sína árið 1962 og linaði þjáningar margra á farsælli starfsævi. Nú er hann farinn á vit nýrrar veru í öðrum heimi. Vonandi verður sú lífselfur lygnari en sú sem rann hér. Með þökk fyrir góð kynni þótt stutt væru. Samúðarkveðja. Bjarni Brynjólfsson. Gamli Melavöllurinn við Suður- götu var miðstöð íslensks íþróttalífs í marga, marga áratugi. Völlurinn var samastaður æfinga og keppni helstu íþróttamanna landsins, hvort heldur í knattspyrnu eða fijálsum íþróttum. Hann var þungamiðjan í iþróttalífi höfuðborgarinnar og þangað lögðu allir leið sína, kepp- endur jafnt sem forystumenn, unn- endur og áhugamenn um íþróttir, ungir sem aldnir. Á gamla Melavell- inum sló hjarta íþróttanna og allar minningar um þennan stað eru þeim kærar sem þangað komu. Þetta var þjóðfélag út af fyrir sig. Eðvald Hinriksson, sem allir þekktu undir nafninu Mikson, var hluti af þessu umhverfi. Á Melavell- inum setti hann upp sinn fyrsta nuddbekk og gufukassa og þar starfaði hann í marga áratugi sem ómissandi hlekkur í þeirri veröld sem þar myndaðist. Mikson kom hingað til lands fyr- ir fimmtíu árum, sem landlaus skip- brotsmaður, settist fyrst að í Vest- mannaeyjum en síðar í Reykjavík og helgaði ævistarf sitt íþróttum og íþróttamönnum. Hann kenndi ungum mönnum í Eyjum körfuknattleik, fyrstur manna, og þjálfaði síðar knatt- spymumenn og var alla tíð boðinn og búinn til að gera að meiðslum þeirra og búa þá undir keppni. Hann var frumkvöðull í nuddi og vöðvamýkingu og óþreytandi að koma mönnum í skilning um gildi þess að keppandi eða iðkandi í íþróttum væri ekki nema hálfur maður, ef upphitun, slökun og mýkt líkamans væri ekki til staðar. Sjálfur ól hann af sér mikla af- reksmenn í knattspyrnu, syni sína Jóhannes og Atla, sem lengi voru burðarásar íslenska landsliðsins. Mikson var sérstæður persónu- ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- p f R L A n sími 620200 leiki. Hann var mikill á velli, jafn- vel mikilúðlegur, stórskorinn en hjartahlýr, vinur vina sinna og fast- ur fyrir. Ekki dró það úr áhrifum hans að hann náði aldrei góðu valdi á íslensku máli og bjó til sitt eigið hrognamál, sem bæði var kómískt og dularfullt og jók á goðsögnina um þennan rammsterka og svip- mikla mann. Nú á seinni árum var grafist fyrir um fortíð Eðvalds Hinriksson- ar og sjálfsagt hafa þær nornaveið- ar beygt gamla manninn án þess að buga hann. í augum kunningja hans og samferðamanna í hálfa öld hér á iandi var Mikson aldrei neinn annar en sá Mikson, sem lagði sinn skerf til íþrótta og íþróttalífs, með starfi sínu, áhuga og nærveru. Fyr- ir það framlag er Miksons minnst af íþróttamönnum og fyrir það er honum þakkað að leiðarlokum. Megi sú minning hvíla í friði. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Tengdafaðir minn, Eðvald Hin- riksson, Mikson, verður jarðsunginn í dag. Eðvald fæddist í borginni Tartu í Eistlandi 12. júlí 1911. Hann var eina barn foreldra sinna, Önnu og Hendriks Mikson. Móðir hans vann við saumaskap og versl- un og faðir hans var lögreglumað- ur. Eðvald ólst upp í Tartu og dvald- ist á sumrin á sveitabæ föður- bræðra sinna í nágrenni borgarinn- ar. Á skólaárum sínum áttu íþróttir hug hans allan og síðar var hann valinn í landslið Eistlands bæði í knattspyrnu og íshokkí. Hann.lagði einnig stund á körfuknattleik og tennis. Eðvald gerðist hálfatvinnu- maður í knattspyrnu árið 1933 með félagsliðinu Estonia. Með spila- mennskunni stundaði hann nám í lögregluskólanum í Tallin, höfuð- borg landsins. Að námi loknu gekk hann í lífvörð forsetans, Konstant- íns Pats, sem nefndur var faðir eist- neska lýðveldisins. Síðar gekk Eð- vald til liðs við stjórnmálalögregl- una PolPol. Árið 1940 var Eistland hemumið' af Sovétríkjunum. Eins og sönnum þjóðernissinna sæmdi barðist Eðvald með andspymu- hreyfingunni gegn hernámsliðinu. Eftir að þýski herinn náði yfirráðum í Eistlandi 1941 tók Eðvald upp þráðinn við fyrri störf í lögreglunni en var handtekinn af þýska innrás- arhernum fyrir þær „sakir“ einar að búa yfir mikilvægri vitneskju eftir að hafa yfirheyrt eistneskan alþjóðanjósnara. Honum var haldið föngnum í tvö ár og vinir hans, eistneskir þjóðernissinnar, komu honum undan aftöku. I september- mánuði 1944 flúði Eðvald á báti 'yfir Eystrasalt til Svíþjóðar. Tug- þúsundir Eistlendinga flúðu fóstur- landið undan grimmdarverkum hernámsliðsins. Eftir dvöl í flótta- mannabúðum og réttarhöld fór Eð- vald frá Svíþjóð í ágúst 1946. Eðvald Hinriksson var skipveiji á flutningaskipinu Rositu sem strandaði við Keflavík síðla árs 1946. Það hafði legið fyrir honum að setjast að í Bandaríkjunum. Ör- lögin höguðu því þannig til að hér settist hann að og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1955. Þá tók hann sér nafnið Eðvald Hinriksson í stað Evald Mikson samkvæmt ís- lenskri málvenju. Eðvald kynntist stúlku frá Vestmannaeyjum, Sigríði Bjarnadóttur, og gengu þau í hjóna- band 1940. Eðvald vann við ýmis störf, þ. á m. sem iðnverkamaður í fataverksmiðju, en mest helgaði hann starfskrafta sína þjálfun íþróttamanna og sem nuddari. Hinn 17. september 1962 stofnuðu þau hjónin Nudd- og gufubaðsstofuna Sauna í Hátúni 8 í Reykjavík. Nudd- og gufubaðsstofuna ráku þau af myndarskap og samhug allt til árs- ins 1990 og barst hróður stofunnar víða. Margir töldu sig seint geta fullþakkað þeim hjónum bót meina sinna. Þau hjón Eðvald og Sigga voru einstaklega samrýnd og virtu stöðu hvors annars þannig að aðdáun var. Heimili þeirra var lengst af í Miðtúni 8. Þar í fallega garðinum sem Sigga hafði ræktað var plata á vegg, máluð í eistnesku fánalitun- um, gegnt svefnherbergisglugga þeirra hjóna. Það sem einkenndi heimili þeirra mest voru íþróttir og iðkun þeirra. Börnin þeirra þijú voru öll á kafi í íþróttum og foreldr- arnir studdu þau af alhug alla tíð. Sigga lést árið 1990 og tók Eð- vald lát hennar mjög nærri sér. Minningin um Siggu lifði á heimili hans það sem eftir var þar sem ávallt voru ný blóm við myndina af henni á stofuborðinu. Ég vil minnast ferðalags síðast- liðið sumar þegar Eðvald dvaldist með okkur fjölskyldunni í sumabú- stað í Borgarfirði. Árið á undan hafði verið honum erfitt sökum hræsnislegra ofsókna á hendur hon- um, háöldruðum manninum. Þessa viku náði Eðvald að gleyma sér og gefa sig að barnabörnunum, afa- strákunum sem dýrkuðu afa sinn. Hann föndraði með þeim, spilaði og sagði sögur. Við ferðuðumst mikið þessa viku og komum meðal annars við á sveitabæ hjá vina- fólki. í spjalli okkar við unga bónd- ann á þeim bænum gleymdi Mikki, eins og Eðvald var gjarnan kallaður af okkur, sér alveg við upprifjun æskuáranna úr sveitinni hans í ná- grenni Tartú. Hann trúði okkur meira að segja fyrir því að ef Eist- land hefði ekki lent í hrammi ná- grannaþjóðarinnar hefði hann sjálf- sagt tekið við búi föðurfójks síns, sem stóð honum til boða. I þessari ferð okkar talaði hann um hve ein- stakt landið okkar ísland væri og þvílíkt happ það hafi verið fyrir sig að forsjónin skilaði honum að ströndum þessa lands. Mikki lagði mikið upp úr því að vera með fjöl- Skyldu sinni. Síðastliðið haust gafst kostur á því að ná allri fjölskyld- unni saman og blómstraði hann þá með öll barnabömin í faðmi sínum. Eðvald var sterkur maður bæði líkamlega og andlega og vel af Guði gerður. Hann mátti þola of- sóknir á hendur sér, a.m.k. tvívegis á lífsleiðinni. Þær síðari hófust í febrúar 1992 og eru einhverjar þær ógeðfelldustu sem sögur fara af hér á landi, sérstaklega fyrir þær sakir að misvitrir og óvandaðir frétta- menn geysast fram á ritvöllinn í æsifréttakeppni einstakra fjölmiðla. Þessi ofsókn tók sinn toll. Ég vil að lokum grípa niður í bók Eðvalds Hinrikssonar „Úr eldinum til íslands" þar sem segir í niðurlagi: „Eistland, föðurland mitt, hefur verið mér „terra fata morgana" síð- an hina örlagariku septemberdaga 1944. Ég hef nú búið á íslandi í meira en fjörutíu ár, það er mitt heimaland og ég elska það heitt og hef mikla aðdáun á atorkusömum og drenglyndum íbúum þess. Fjöl- skyldulíf mitt er ánægjulegt og syn- ir mínir hafa báðir komið fram fyr- ir Islands hönd sem knattspyrnu- menn úti í heimi. Bráðlega mun stormasömu lífí mínu ljúka og þá langar mig til að leggjast til svefns í moldu þessarar sögueyjar, landi hrauns, elds og frelsis. Ég hef gegnt skyldum mínum við Eistland, við hina ógæfusömu þjóð mína, eins og ég hef best getað. Ég hef einnig átt í því örlítinn þátt að vara hinar fijálsu þjóðir við glóandi hraunflóði úr eldfjallinu mikla í austri, sem á sér það takmark að kaffæra jörðina alla.“ Gísli Guðmundsson. Það kemur svo margt í hugann við lát Eðvalds. T.d. hvað ég sakna þess að eiga ekki eftir að sjá oftar kankvísa brosið hans og líflegu brúnu augun. Og eiga ekki eftir að heyra hann segja frá ættlandi sínu ogtímanum milli heimsstyijaldanna er friður gafst þar til uppbyggingar og framfara. En það var líka átakanlegt að skyggnast inn í tíma ófriðarins sem hann upplifði. Þann hrottaskap og ólýsanlega grimmd hrokafullra stórþjóða sem fótum troða lýðræði og frelsi, jafnt einstaklinga sem heilla þjóða. Og maður skynjaði betur en áður hvílíkt Guðslán var yfir landi okkar og fámennri þjóð, sem auðveldlega hefði verið hægt að nánast þurrka út á skömmum tíma með samskonar aðferðum og beitt var í Eistlandi í seinni heims- styijöldinni. Ein frásögn varð mér sérstaklega minnisstæð frá árum fyrri heims- styijaldar. Lítill drengur fór báts- ferð með móður sinni, sem átti er- indi að reka handan vatnsins. Allt í einu sér drengurinn eitthvað tor- kennilegt á floti í kringum bátinn. Þetta voru mannslík. Hvað hafði gerst? Um veturinn hafði verið höggvin stór vök í ísinn og þangað farið með „óæskilegt fólk“, og það skotið þar niður. Er ísa leysti flutu líkin í vatnsborðinu. „Og hveijir gerðu þetta?“ var spurt. „Þeir sem það gerðu báru rauða fána,“ var svarið. Þessi óhugnanlega sýn greyptist í barnshugann og gleymd- ist aldrei. Ekki er ólíklegt að þá hafi fyrst vaknað ót’tinn við hættuna að aust- an. Og alla tíð reyndi Eðvald að vara við þeirri ógnarstefnu, sem þar var rekin og ætti nú öllum að vera Ijóst hversu rétt hann hafði fyrir sér. Að Eðvald skyldi enn á gamals aldri hafa þurft að veijast hættunni að austan þó að í breyttri mynd væri, er hreint með ólíkindum. Enn einu sinni var vakið upp mál KGB, sem Eðvald hafði reyndar verið sýknaður af í réttarhöldum í Svíþjóð fyrir hálfri öld og voru þó þá til staðar mörg vitni sem þekktu til og voru kunnug lífi hans. Þeir örfáu sem vitnuðu gegn honum gátu haft af því persónulegan ávinning. Mik- ill meirihluti vitnanna sögðu hann saklausan og einlægan föðurlands- vin. Nú var það ekki KGB, heldur Wiesenthal-stofnunin, sem stóð fyr- ir ofsóknum á hendur Eðvald sem kunnugt er. Eðvald hafði vonast eftir lokum þessa málareksturs fyr- ir jól. Því miður tókst það ekki svo að hann fékk aldrei að vita hvernig málið var unnið. í rauninni er fráleitt að setja sig í spor fólks í svo stríðshijáðu landi sem Eistland var. Það er helst ef horft er á hörmungarnar í Bosníu. En við erum bara áhorfendur en ekki þátttakendur í stríðinu þar frekar en í Eistlandi áður. Við göngum ekki fram á hálfbrunninn kofa fullan af lemstruðum líkum og finnum þar meðal annarra besta vin okkar tunguskorinn og á allan hátt hræðilega útleikinn. Við höfum ekki þurft að sjá nána vini eða ættingja hrakta í útlegð eða pínda og deydda fyrir augum okkar. Við getum ekki sett okkur inn í líf manna í andspymuhreyfingunni, er þeir urðu að hafast við í skóginum í gaddhörkum vetrarins. Þar reyndu þeir að veija bændurna fyrir yfir- gangi sovéska hersins, meðal ann- ars með því að stöðva flutningabíla hlaðna matvælum, sem stolið hafði verið eða kúgað af þeim og flytja átti yfir til Rússlands. Eðvald mátti sæta fangavist bæði hjá Rússum og Þjóðveijum og var hann mjög aðframkominn er hann slapp úr haldi. Að lokum neyddist hann til að flýja land. Örfá- um minningabrotum hefur hér verið brugðið upp frá þessum tímum. Það er mér óskiljanleg siðfræði að þeir sem reyna að veija land sitt og þjóð gegn ofbeldinu séu tald- ir sekir, en árásarþjóðir og þeirra þý lausir allra mála. Hef ég marg- oft undrast fréttaflutning íslenskra ljölmiðla, sem hafa að mínu mati ekki gætt hlutleysis varðandi mál Eðvalds, svo að ekki sé meira sagt. Það vekur ekki síður furðu að til skuli vera svo lítilsigldar sálir að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.