Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 37

Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 37 þær finna hvöt hjá sér að hringja til fólks og vera með ókvæðisorð og hótanir. Eða skyldi líka vera greitt fyrir slíkt hátterni? Ekki þorðu þessir vesalingar að segja til nafns. Svona framferði máttu Sig- ríður og Eðvald þola þegar KGB reyndi að fá hann framseldan áður fyrr. Það sama endurtók sig þegar þetta var orðið að Wiesenthal-máli. Var þá stundum hringt erlendis frá með slíku óþverraorðbragði að mörgum hefði þótt nóg um og því miður er líka til fólk hérlendis með svona sjúkt sálarlíf. En Eðvald var sterkur persónuleiki og hafnaði því að fá leyninúmer þó að það hefði losað hann við óþægindin af þessu. Hann taldi að hann myndi þá e.t.v. missa samband við ýmsa sem hringdu og veittu honum ómetan- legan styrk og hlýju. Eðvald kom hingað til lands árið 1946 og festi ást á okkar fallega landi, en hann unni líka ættlandi sínu og vildi vinna því það gagn sem hann framast gat. Það gladdi hann ósegjanlega er eistneska þjóð- in endurheimti sjálfstæði sitt og var hann þakklátur stjóm íslands fyrir hennar hlut í því máli. Hann hafði samt áhyggjur af því hvernig gengi að vinna sig út úr erfiðleikunum í Eistlandi svo mjög sem allar að- stæður eru breyttar eftir langvar- andi hersetu og yfirgang Sovétríkj- anna þar. Það væri mikið ánægjuefni ef barnabörnin okkar yrðu jafnmiklir ættjarðarvinir og Eðvald afi var. Ég hef reyndar góða von um að það erfist ef marka má hvað Atli var duglegur við að kynna okkar góða land er hann dvaldist erlendis. Eðvald var farsæll í sínu einka- lífi. Hann kvæntist Sigríði Bjarna- dóttur árið 1949. Þau voru mjög samhent og höfðu svipuð áhuga- mál, bæði vom miklir íþróttaunn- endur. Þau stofnuðu og ráku saman um árabil sauna-nuddstofu í Reykjavík. Þangað leituðu margir og fengu mikla hjálp og lækningu, ekki síst íþróttafólkið með sín marg- víslegu meiðsl. Áður hafði Eðvald unnið við þjálfun í boltaíþróttum auk fleiri starfa. Eftir að börnin voru uppkomin áttu þau hjón kost á því að ferðast töluvert og höfðu af því mikla ánægju. Þau fóru í sólarlandaferðir í sumarfríum og heimsóttu synina til Bandaríkjanna, Þýskalands og Skotlands. Sigríður lést í júní 1990 og tók Eðvald veikindi hennar og fráfall sér mjög nærri. Sigríður átti einn son áður en þau Eðvald giftust, hann heitir Bjarni Jónsson, sambýl- iskona hans er Alda Sigurðardóttir. Bjarni ólst upp hjá Jónínu móð- urömmu sinni. Börn Sigríðar og Eðvalds eru þijú: Jóhannes, hans kona er Cathrene Bradley, Atli, kvæntur Steinunni Guðnadóttur, og Anna, gift Gísla Guðmundssyni. Barnabörnin eru orðin tíu. „Þau eiga að verða tíu,“ sagði Eðvald eitt sinn í gamansömum rómi þegar það 9. var á leiðinni, og honum varð að ósk sinni. Eðvald var góður afi eða „besti afi í heimi“ eins og eitt barnabarnið sagði um hann. Hann lét sér mjög annt um alla meðlimi fjölskyldunnar og það var honum mikið gleðiefni að Jóhannes sonur hans gat komið í heimsókn í október sl. með sína íjölskyldu. Því miður vantaði elsta barnabarnið sem ekki gat komið frá Skotlandi. Áreiðanlega hafa margir vinir og vandamenn fengið síðustu jóla- kveðjuna frá Eðvald með mynd af honum umkringdan ijölskyldunni, sem hann var svo stoltur af. Þann stutta tíma sem hann var á spítalan- um var hann að sýna hjúkrunarfólk- inu myndirnar og tala um hvað hann væri ríkur að eiga þennan hóp. Við hjónin kveðjum Eðvald og þökkum góðu stundirnar sem við áttum saman. Við biðjum honum blessunar Guðs yfir í landið eilífa þar sem fyrir eru vinir frá báðum löndunum hans. Fjölskyldu hans og vinum færum við innilegar samúðarkveðjur. Vilborg Pétursdóttir. Fleirí minningargreinar um Eðvald Hinriksson Mikson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hrefna Eyjólfs- dóttir — Minning Fædd 16. nóvember 1928 Dáin 27. desember 1993 I dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín Hrefna Eyjólfsdótt- ir, Hafnarfirði, sem lést 27. desem- ber sl. eftir erfiða baráttu við krabba- mein. Hrefna hafði lengst af búið við góða heilsu og því var það mikið reiðarslag þegar sjúkdómurinn illvígi gerði vart við sig fyrir þremur árum og þá í annað sinn. Hún var lífsglöð og þráði að lifa og átti því erfitt með að taka þessum tíðindum þegar þau komu. Hún var þó undrafljót að taka gleði sína á ný og fá það út úr lífinu sem hún gat meðan hún hafði heilsu. Lokabaráttuna háði hún af einstöku hugrekki og æðruleysi og hafði það sterk áhrif á okkur sem við hlið henn- ar stóðum. Við Hrefna kynntumst fyrir 22 árum þegar við Eyjólfur sonur henn- ar kynntumst og giftumst. Fyrst í stað sætti hún sig treglega við að elsti sonurinn færi að heiman og ein- kenndist samband okkar í upphafi af gagnkyæmri virðingu en seinna af mikilli væntumþykju sem hélst til síðasta dags. Hún gladdist mjög þeg- ar fyrsta barnabarnið fæddist í ág- úst 1973. Hún lagði mikið upp úr góðum samskiptum innan fjölskyld- unnar og heimsótti börn sín oft. Þeg- ar tveir elstu synimir voru erlendis við nám heimsótti hún þá árlega. Það er erfitt að tala um Hrefnu nema hafa Sæma með, þ.e. eigin- mann hennar, Sæmund Hörð Björns- son flugumsjónarmann. Þau voru samrýnd og nutu fiestra frístunda saman. Þau höfðu mikið dálæti á ferðalögum innan lands sem utan, allt frá stuttum bíltúrum niður á höfn til að fylgjst með skipaumferð- inni upp í langferðir til íjarlægra staða. Lengst fóru þau held ég til Hawaii fyrir nokkrum árum. Hér innanlands var Laugarvatn uppá- haldsstaður hennar. Áður fyrr var Sæmi keppnismaður í brids en á síð- ari árum spiluðu þau saman í góðra vina hópi en einnig í keppnum. Sæmi á nú um sárt að binda að missa eiginkonu sína og sinn besta vin. Þau Hrefna og Sæmi eignuðust fjögur börn. Elstur er Eyjólfur Þór, fæddur 1950, verkfræðingur að mennt og forstjóri Vinnueftirlits rík- isins, kvæntur Gerði Sigurðardóttur kennara við Víðistaðaskóla og eiga þau tvö börn, Helgu og Baldur Þór. Gunnar Hörður er fæddur 1956, tæknifræðingur að mennt og for- stöðumaður tæknideildar Granda hf., kvæntur Sigríði Stefánsdóttur þjón- ustufulltrúa hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar og eiga þau tvo syni, Stefán og Hörð. Sæmundur er fæddur 1961, verkfræðingur að mennt og hefur verið í framhaldsnámi, ókvæntur. Þórey Ósk, fædd 1971, háskólanemi, ógift. Ég vil með þessum orðum þakka minni kæru tengdamóður samfylgd- ina og bið Guð að blessa Sæma, Eyva, Gunna, Sæma S. og Þóreyju. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gerður. Hún elsku amma er dáin. Okkur bárust þessar sorgarfréttir að kvöldi hins 27. desember. Það er svo erfitt að trúa því að um miðjan nóvember fórum við saman út að borða og í bíó í tilefni af 65 ára afmælinu hennar. En margt getur breyst á stuttum tíma. Þótt erfítt sé að takast á við þessa miklu sorg vitum við þó að þetta var henni fyrir bestu úr því sem komið var. Eftir fremur stutta en erfiða sjúkdómslegu fékk hún frið. Hún amma var ofsalega góð kona. Hún var mjög hress og skemmtileg og alltaf var nóg um að vera þar sem hún var. Hún var mjög vinmörg og vinsæl af samstarfsfólki sínu. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og fór víða. Hún hafði yndi af því að fara á kaffihús og skoða mannlífið og ein af kærustu æskuminningum okkar eru sunnudagsbíltúrarnir þar sem við, amma, afí og Þórey fórum á Kjarvalsstaði eða í Norræna húsið og fengum okkur svo ís á eftir. Amma elskaði friðinn og var góður sáttasemjari þegar svo bar undir. Hún leit á allar hliðar málanna og sýndi okkur oft að hún hafði mikla trú á okkur. Svo bakaði hún bestu pönnukökur í heimi. Þegar við kom- um í heimsókn á Hellisgötuna, sem gerist oft, stóð hún oft allt kvöldið og bakaði heilt fjall af pönnsum. Við biðjum Guð að styrkja afa, Þóreyju og alla aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna, en minningin um góða konu mun lifa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Helga og Baldur. Mig langar til að minnast með örfáum orðum tengdamóður minnar Hrefnu Eyjólfsdóttur, en hún lést á St. Jósefsspítala 27. desember síðast- liðinn. Ég kynntist Hrefnu um haustið 1974 þegar ég hóf störf hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar, 17 ára að aldri. Tveimur árum síðar giftist ég syni Hrefnu, Gunnari Sæmundssyni. Við Hrefna unnum saman í Sparisjóði Hafnarfjarðar í 18 ár. Hrefna var elsti starfsmaður Sparisjóðsins ásamt Elsu Guðjónsdóttur. Hrefna var starfi sínu trygg og sinnti því mjög vel. Hrefna var mjög vel liðin af vinnufélögum sínum og var alltaf kát og glöð, enda mjög lífsglöð kona. Hrefna átti við erfiðan sjúkdóm að stríða sem kom í ljós fyrir þremur árum. Þá var framkvæmd skurðað- gerð sem heppnaðist vel miðað við aðstæður en ekki tókst að uppræta sjúkdóminn að fullu. Hrefna átti gott tímabil allt fram á haustmánuði 1993 og var hún í vinnu til 20. nóv- ember sl. Hrefna lét sér annt um fjölskyldu okkar og áttum við margar góðar samverustundir, meðal annars fórum í sumarbústaðaferðir og eyddum oft kvöldunum við spil. Ein slík ferð var farin í sumar í Skyggnisskóg og ekki grunaði mig að það yrði okkar síðasta sumarbúðstaðaferð. Þú félagi, vinur, þín för enduð er á framandi stundu að landi þig ber. Við syrgjum og gleðjumst hér saman um stund en seinna við mætumst á unnari grund. Sá líknandi faðir er lífíð gaf þér hann leiði þig áfram um eilífðar veg. en minningin lifir oss mönnunum hjá á meðan að dveljum við jörðinni á. Þó leiðir hér skilji og lund okkar sár þú læknar það getur og þerrað hvert tár. Þú bæn okkur kennir við biðjum þig nú að breyta þeim harmi í eilífa trú. (E.B.V) Elsku Sæmi tengdapabbi, Þórey, Sæmi yngri, Eyjólfur og fjölskylda, guð styrki okkur öll á sorgarstundu. Blessuð sé minning þín, elsku Hrefna. Sigríður Stefánsdóttir. Hrefna Eyjólfsdóttir mágkona mín er iátin. Hún fæddist 16. nóvember 1928 og lést 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þuríður Bjarnadóttir húsmóðii' og Eyjólfui- Bjarnason sjómaður. Þau ágætu hjón bjuggu alla sina hjúskapartíð á Norð- urbraut 7, hér í Hafnarfírði, þar sem Hrefna Eyjólfsdóttir fæddist og ólst upp. Hún var einbirni. Hrefna sótti skóla hér í Hafnarfirði. Ég man eftir að hún sagði að það hefði verið tölu- vert langt að labba í barnaskólann og svo í Flensborg, sem hún kláraði 17 ára gömul, og hóf þá strax að vinna í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þar vann hún til dauðadags. Henni var mjög annt um sparisjóðinn og vildi velgengni hans sem mestan. Hrefna Eyjólfsdóttir giftist bróður mínum, Sæmundi Herði Björnssyni stýrimanni, 8. apríl 1951. Þá fyrst kynntist ég henni. Þau bjuggu síðan hér í Hafnarfirði, fyrst á Norður- braut 7 þangað til þau fluttust í eig- ið hús á Heliisgötu 29. Hrefna og Sæmundur áttu fjögur mannvænleg börn, Eyjólf verkfræðing, Gunnar tæknifræðing, Sæmund verkfræðing og Þóreyju, nema í Háskóla Islands. Hrefna Éyjólfsdóttir var glaðlynd manneskja, hló mikið og hafði gaman að ýmsu í lífinu. Var hrókur alls fagnaðar. Hún hélt margar góðar veislur og skemmtilegar. Hrefna var sérstaklega hugrökk kona. Talaði aldrei um veikindi sín eða hvað hefði komið fyrir hjá henni eða þeim hjón- um, var samt tilfinningarík. Hún var sérstakur persónuleiki. Ansi mikil samskipti voru og eru á milli okkar bræðranna og oft spil- uðum við hjónin brids og áttum margar skemmtilegar stundir saman. Ég man að þegar Sæmundur og Hrefna voru að byggja húsið sitt á Hellisgötu 29 og ég var að hjálpa bróður mínum að koma þakinu á húsið, kom Hrefna með nýbakaðar flatkökur og pönnukökur og kaffí, og allir voru glaðir og verkið gekk vel. Hrefna var mjög dugleg að ferð- ast og fór með manni sínum um all- an heim. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum, sem voru hennar, en alltaf var hún tilbúin að miðla málum og gera gott úr öllu. Fyrir nokkrum árum byijuðum við að spila brids aftur, fast tvisvar í mánuði. Þá var Knútur bróðir kominn í spilið. Það var mjög gaman, en stundum var hart barist og Sæmundur harður við Hrefnu sína og erfíður, en hún hélt ávallt sínu. Alltaf jafn hress og kát. Þetta voru ánægjustundir sem eru horfnar og koma ekki aftur. Hrefna mín, ég sakna þín. Þú varst góð mágkona. Guð fylgi þér. Þinn mágur, Sveinn Björnsson. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Hrefnu Eyjólfsdóttur, en við vor- um vinnufélagar í nærri 30 ár. Hrefna dó 27. desember síðastliðinn, var fædd 16. nóvember 1928. For- eldrar Hrefnu voru þau Eyjólfur Bjarnason og Þuríður Bjarnadóttir, kunnir Hafnfirðingar á árum áður, og var hún einkabarn þeirra hjóna. Hrefna hóf störf hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar 1. nóvember 1946 og starf- aði þar síðan með stuttum hléum. Hún var elsti starfsmaður sparisjóðs- ins þegar hún lést. Eftirlifandi eigin- maður Hrefnu er Sæmundur Bjöms- son flugumsjónarmaður. Þau hjón áttu íjögur börn, Eyjólf, Gunnar, Sæmund og Þóreyju. Kynni mín af Hrefnu ná svo langt sem ég man. Það var ekki langt á milli húsanna í vesturbænum í Hafn- arfirði þar sem Hrefna bjó hjá for- eldrum sínum og þar sem ég ólst upp. Á hveijum degi öll mín uppvaxt- arár sá ég Hrefnu bregða fyrir. Aldr- ei kom mér í hug á þessum árum að við Hrefna ættum eftir að vinna saman í um 30 ára skeið. Eftir svo langan tíma fara í gegnum hugann margar og góðar minningar. Þær minningar eru umfram allt ljúfar og góðar, um vinkonu og góðan starfs- félaga. Minningarnar ná líka aftur til þess tíma er Hrefna eignaðist sitt fyrsta bam Eyjólf. Það riíjast upp fyrir mér nú að þegar Eyjólfur var lítill snáði að leika sér í garðinum hjá afa og ömmu, en þar bjuggu Hrefna og Sæmundur á þeim tíma, þá þurfti . litli drengurinn ekki að hrópa oft eða hátt. Áður en varði var mamma kom- in hlaupandi til að sinna drengnum og ekki fór það fram hjá mér þó að ungur væri að vel væri Eyvi passað- ur og að hann ætti góða mömmu. Ég man líka vel eftir því þegar Sæ- mundur byijaði í vinnu við grunn að húsi þeirra hjóna við Hraunbrekku sem nú heitir Hellisgata 29. Oft sát- um við strákarnir á klettunum í kring og horfðum á þegar ungu hjónin lögðu grunn að framtíðarheimili fjöl- skyldu sinnar. Það var svo í Sparisjóði Hafnar- fjarðar að við Hrefna urðum starfsfé- lagar. Eftir nærri 30 ára samstarf er margs að minnast. Ég man vel eftir því að fyrir ungan byijanda í starfi var gott að leita til Hrefnu og ávallt var spurningum og beiðni um leiðbeiningar vel tekið og ekki sleppti hún af mér hendi fyrr en hún hafði fullvissað sig um að ég hefði skilið hlutina rétt. Fyrstu ár okkar í sam- starfi voru mikil breytingaár hjá sparisjóðnum. Flutt var í nýtt hús- næði og allt bókhaldsfyrirkomulag gjörbreyttist. Hrefna tók þátt í þessu öllu ásamt okkur hinum. Aldrei var hún sátt við að framkvæma nokkurn hlut, bara af því að henni var sagt að svona ætti þetta að gerast, hún vildi ávallt skilja af hveiju þetta ætti að vera svona, og líka að sjá hvar hlutirnir enduðu í bókhaldi sparisjóðsins. Stundum fannst mér þetta óþarfi hjá henni og hvað vildi Hrefna alltaf vera að ræða vel og ítarlega sjálfsagðar breytingar. Ég var þó fljótur að átta mig á því að Hrefna vildi gera vel og ávallt sem best. Hún hafði sterka tilfinningu og mikinn metnað fyrir störfum sínum. Hrefna var því ávallt traustur og virkur bandamaður í að drífa starfs- hætti Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá fortíð til nútímans eins og best verð- ur á kosið. Ekki má gleyma því að alltaf var stutt í hláturinn þegar talað var við Hrefnu og sá dillandi hlátur sem henni var svo eðlilegur alla tíð, var svo smitandi að oft hlógum við sam- starfsmennimir með án þess að vita tilefnið. Ekki minnist ég þess að öll þau ár sem við Hrefna unnum saman hafi svo kastast í kekki að orð væri á gerandi. Væri ágreiningur eða smá deilur, var slíkt alltaf leyst á stund- inni með brosi og hlátri frá Hrefnu. Það var fyrir um það bil 21 ári að Hrefna ásamt öðrum starfsfélög- um voru mér stoð og stytta í veikind- um, eins og Hrefna átti síðar að stríða við. Þegar Hrefna fyrir all mörgum árum skýrði mér frá veik- indum sínum snerist dæmið við að hluta. Við áttum oft saman samtöl um reynslu okkar, þau vora mér al- veg jafn mikils virði eins og fyrir tuttugu árum. Aldrei fann ég það á Hrefnu að hún væri að bugast, ávallt kom það fram hjá henni að hún tæki þessu eins og öðru sem að höndum bæri og með sama jákvæða hugar- fari sem alltaf var hjá henni gagn- vart starfínu og starfsfélögum. Viku áður en Hrefna hvarf frá störfum hjá sparisjóðnum vegna veikinda ræddum við saman. Hrefna var já- kvæð og ákveðin í að halda áfram svo lengi sem hægt væri eins og ekkert hefði í skorist. Á aðfangadagsmorgun sá ég síð- ast Hrefnu þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið. Eftir að hafa staðið við rúm hennar nokkra stund duldist mér ekki að nú væri stutt eftir, við héldumst í hendur í nokkrar mínút- ur. Örfá orð vora sögð. Nokkrum dögum síðar var Hrefna öll og geng- in til síns Herra. Mér er í dag efst í huga minning um góða og fallega konu, konu sem alla tíð gerði vinnustað okkar ánægju- og skemmtilegri með hlátri sínum og framkomu og umfram allt gerði allt eins og hún best gat gert. Frá Sparisjóði Hafnarfjarðar, stjórn og starfsfólki, sendum við inni- legustu samúðarkveðjur til Sæmund- ar og allrar fjölskyldunnar, um leið og færðar eru bestu þakkir fyrir öll þau mörgu ár sem Hrefna starfaði með okkur. Við blessum minningu hennar og biðjum góðan guð að styrkja fjöl- skyldu hennar. Þór Gunnai sson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.