Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Guðjón B. Ölafsson forstjóri - Minning Fæddur 18. nóveraber 1935 Dáinn 19. desember 1993 Við fráfall Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, sem lést á sjúkrahúsi' á fyrrum heimaslóðum sínum í Harrisburg, Pennsylvan- íuríki í Bandaríkjunum 19. desember sl., réttum mánuði og degi af 58. aldursári, er fallinn í valinn og langt um aldur fram sá lánsmaður, sem einn drýgstan þátt átti í því að rétta Sambandið fjárhagslega af í umróti efnahagserfiðleika þess fyrir röskum aldarfjórðungi. Þessi góði drengur háði nær þriggja ára einbeitta ör- lagaglímu við einn skæðasta sjúk- dóm sögunnar, blöðruhálskirtil- skrabbameinið. I hildarleiknum var hann svo kappsfullur um að yfirbug- ast ekki að vinum hans og samfylgd- armönnum, sem í nálægð stóðu, verður lengi í minni hetjuleg varnar- barátta, þar sem staðið var á meðan stætt var. Hann laut þó í gras að lokum, enda koma forlögin ofan að og við þeim spymir ekki til lengdar mannlegur máttur. Það eru því þung spor, sem eiginkonan og bömin, ásamt einkasystur Guðjóns, og skyldulið allt, á þessa jóla- og nýárs- daga, meðan sest að sámm. Á rösk- um 20 mánuðum hafa þau öll kvatt, hann og foreldrar hans báðir, og notaði hann síðustu líkamsorku sína, í ágúst sl., við að bera sjálfur móður sína til grafar. Gæfan er sú að linnt er þungbæmm þrautum, — og ást- vinir geta grátið minnisverðan mann, sem var stór af sjálfum sér. Þessa vinar míns og fyrrum hús- bónda vil ég minnast hér örfáum orðum í kveðjuskyni. Guðjón Baldvin, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Hnífsdal við Skutulsfjörð hinn 18. nóvember 1935, einkasonur hjónanna Ólafs Kjartans Guðjónssonar, f. 3. október 1913, d. 13. apríl 1992, og Filippíu Jónsdóttur frá Jarðbrú í Svarfaðar- dal, f. 25. ágúst 1914, d. 13. ágúst 1993, en auk Guðjóns áttu þau eina dóttur, Ásgerði, sérkennara, f. 12. febrúar 1950, sem gift er Sigurði Rúnari Jónssyni, hljómlistarmanni, og eiga þau hjón einn son og eitt bamabam. í föðurkyn átti Guðjón til ramm-vestfírskra að telja, en föð- urforeldrar hans vora þau Ásgerður Guðmundína Jensdóttir, f. 9. október 1891, bónda í Amardal, f. 1846, Jónssonar, einnig bónda í Arnardal við Skutulsfjörð, f. 1822, Halldórs- sonar bónda í Fremri-Amardal, f. 1793, og Guðjón f. 30. júní 1883 frá Fæti við ísafjarðardjúp, Ólafssonar frá Fæti, Sigurðssonar, f. 29. júlí 1820, bónda að Strandseljum, Þor- steinssonar óðalsbónda í Ögri, Sig- urðssonar í Ögri, f. 1730, Ólafsson- ar, f. 1654, lögsagnara á Eyri í Seyð- isfírði vestra. I móðurkyn átti Guðjón til eyfírskra að telja, en móðir hans var dóttir Jóns Baldvins, f. 2. apríl 1873, bónda á Jarðbrú í Svarfaðar- dal, Hallgrímssonar, bónda á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd, Hallgrímssonar, en sá var sonarson- ur Þorláks dannebrogsmanns í Skriðu. Föðuramma Filippíu var nafna hennar Stefánsdóttir frá Ups- um, Baldvinssonar prests, f. 20. júní 1781 (15. apríl 1780?), þess er fékk þau eftirmæli: „Hann var gáfumað- ur, góður kennimaður, hirðumaður, búhöldur og fjáraflamaður", en sá var sonur Þorsteins Hallgrímssonar prests í Stærra Árskógi og konu hans Jómnnar Lámsdóttur fæddrar í Presthvammi í Aðaldal. En móðir Filippíu var Þóra Jóhannsdóttir f. 15. janúar 1874, dóttir Jóhanns Jónssonar hreppstjóra á Ytrahvarfi og konu hans Solveigar Jónsdóttur. En því er ættstofn rakinn að sumir spyija hverrar ættar sá gengni sé, minnugir þess að sjaldan fellur ak- amið langt frá eikinni, þótt einnig skuli haft í huga hið fomkveðna „segðu mér hveija þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert“. Að loknum bamaskóla f Hnífsdal tók við Gagnfræðaskólanám á Isafírði og lauk Guðjón landsprófí þaðan vorið 1951. En hann festi hendur á fleira en námsbókunum á ísafírði, því þar kynntist hann æsku- unnustu sinni, Guðlaugu (Lúlú) Brynju Guðjónsdóttur, kjördóttur Gúðjóns E. Jónssonar, bankastjóra, en móðir hennar og seinni eiginkona bankastjórans, Jensína S. Jóhanns- dóttir, systir Jóns Jóhannssonar, fyrrv. skattstjóra á ísafirði, og þeirra systkina, er arnfírskra ætta. Þau vom öll kunn af einstökum gjörvi- leika, sem m.a. endurspeglast í af- komendunum, þar sem Lúlú, að aflo- knu íþrótta- og teiknikennaranámi, átti íslandsmet í hástökki á keppnis- ámm sínum og Bjami Friðriksson (en þau Lúlú em systkinabörn) var afburðamaður í júdó á löngum og glæsilegum keppnisferli og bar hróð- ur okkar víða um lönd, sem sigur- sæll og háttvís íþróttamaður. Öll önnur systkinabörn hafa og staðið vel fyrir sínu. Mesti hamingjudagur í lífi þeira beggja, Lúlúar og Guðjóns, stóð hinn 25. júlí árið 1959, er þau gengu í hjónaband eftir margra ára festar, en svo samvalin hafa þau verið allar götur síðan að eitt hefír yfír bæði gengið, bæði meðlætið og hin síðari árin „nægt“ mótlæti. En bæði í raun- um sem velgengni hafa þau haldið reisn sinni og skaphöfn þannig að til fyrirmyndar er. í hjúskap sínum hafa þau hjónin eignast fimm mannvænleg börn, en þau eru: 1. Guðjón Jens, f. 23. nóv- ember 1960 í Reykjavík, kvæntur Kimberli Ólafsson og eiga þau einn son, Guðjón, f. 31. júlí 1991, nafna afa síns, sem hér er kvaddur. En Guðjón Jens rekur eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum. 2. Bryndís, f. 18. júlí 1963 í Reykjavík, hjúkmnar- fræðingur, og á hún einn son, Ólaf Friðrik, f. 16. apríl 1986, og hefír hann verið augasteinn afa síns og mildað allt umhverfið eins og sak- lausra barna er einatt háttur. 3. Brynja, f. 11. apríl 1965 í þáverandi heimaborg Guðjóns, Brentwood á Englandi, og 4. Ása Björk, f. 17. september 1967 á sama stað í Brentwood, en báðar hafa þær syst- ur verið við nám og störf í Bandaríkj- unum hin síðari ár. 5. Ólafur Kjart- an, f. 3. október 1973 í Reykjavík, og er við framhaldsskólanám í Bandaríkjunum. Strax að samvinnuskólaprófí loknu, vorið 1954, hóf Guðjón störf hjá Sambandinu, m.a. í Hagdeild og Utflutningsdeild, en réðst árið 1956 vestur um haf til Iceland Products í New York í tvö ár, kom þá heim og starfaði sem fulltrúi í Sjávaraf- urðadeild uns hann var skipaður framkvæmdastjóri Lundúnaskrif- stofu, aðeins 28 ára að aldri. Þar gegndi hann störfum í rúm íjögur ár, uns hann er kvaddur heim árið 1968 til að taka við framkvæmda- stjórastörfum í einni vandasömustu deild Sambandsins um þær mundir, Sjávarafurðadeild, — en þá steðjuðu örlagaríkir erfiðleikar að Samband- inu I tengslum við ábyrgðir og greiðsluskil á sjávarafurðum, sem verðfall hafði orðið á í Bandaríkjun- um. Þessa erfíðleika axlaði Guðjón um langan tíma, en varð að lokum, að sérstakri beiðni æðstu manna Sambandsins, að hverfa vestur um haf í ársbyijun 1975 og veita sölu- fyrirtæki Sambandsins, Iceland Products Inc., forystu, því nú valt allt á að þar yrði róið rösklega, sam- fara hyggindum og dugnaði, í fyrir- rúmi, ef takast ætti að forða fyrir- tækjunum, bæði heima og ytra, frá sögulegum áföllum. Með elju og út- sjónarsemi, ágætu samstarfí við nánustu samstarfsmenn heima í Sjávarafurðadeild, öraggu bakhaldi í þáverandi forstjóra, góðu verk- smiðju-samstarfsfólki ytra, ásamt ábatasamri vél- og sjálfvirkni á framleiðslulínum og stækkun verk- smiðjunnar, tókst að forða öllum viðkomandi frá klettóttum Furðu- ströndum. Að sjálfsögðu átti ívið hagstæðari markaðsþróun sina þátt í batanum, en með guðs hjálp og löngum starfsdegi, ásamt ótal and- vökunóttum, heppnaðist ungum kjarkmanni að rata grýtta og vandr- ataða leið. En það var einmitt á Sjávaraf- urðadeildardögum hans, sem við endurnýjuðum okkar fyrri kynni, því af honum vissi ég í fjarlægð, allt frá því að þeir námsgjörnu og kappsömu Hnífsdælingar sóttu Gagnfræða- skólann á Isafírði. Guðjón var þá, árið 1948, krýli í 1. bekk, ásamt verðandi unnustu og jafnaldra, en ég í efsta bekk. Síðar tók ég eftir honum, heima í „grænlituðum" hos- um sínum neðan Sjónarhæðar, bú- staðar bankastjórahjónanna í góðu slagtogi með aldarvini sínum „Halla" Hamar, síðar ritstjóra, sem var hon- um betri en enginn í þeim „ævintýra- ferðum". Og aftur bar okkur saman, er hann haustið 1953 hóf Samvinnu- skólanám ári síðar en ég, en þá var þar kominn hár og gjörvilegur mað- ur, sem þreytti íþróttir úti á Mela- velli af kappi, en hafði einnig tíma til að ljúka prófí frá skólanum með hárri 1. einkunn. Er ég tók við Lundúnaskrifstofu, um einu ári eftír að Guðjón var kall- aður þaðan heim, bar henni, eins og löngum áður, að sjá um alla sjávaraf- urðasölu Sambandsins í Bretlandi, Frakklandi, Niðurlöndum og víðar, svo og sölu á margs konar landbún- aðarafurðum, ásamt innkaupum á fjölbreyttum söluvarningi Innflutn- ingsdeildar og hráefniskaupum fyrir verksmiðjumar, og lá þá í hlutarins eðli að samstarf okkar yrði allnokk- urt, en hann var manna fúsastur að miðla af fenginni reynslu og á ég honum enn skuld að gjalda frá þeim tíma. Þá fóru í hönd, með tiltölulega stuttu millibili, fískveiðideilumar við Breta, bæði áhrærandi 50 og 200 sjómflumar, en sökum þeirra átaka dró mjög úr sölumöguleikum skrif- stofunnar með sjávarfang og þótti okkur það mjög miður, báðum tveim, því þá átti Sambandið og rak litla fískverksmiðju í Morley í nágrenni Leedsborgar, sem Lundúnaskrif- stofa bar ábyrgð á og við urðum að loka fyrir bragðið. Að sjálfsögðu kom það fyrir að við átum hvor úr sínum aski og vomm ekki á eitt sáttir, en ávallt leystust mál í bróð- emi og var það ekki síst að þakka einstæðri þekkingu og góðu lundarf- ari þessa öðlings, sem ég mat því meir, sem leiðir okkar lágu nánar saman, þótt snerrar tækjum við á stundum um stefnur og ákvarðanir allt fram á síðustu tíma. Það var því ekki að ófyrirsynju + MAGNGEIR VALUR JÓNSSON matsveinn, Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Jón Magngeirsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fóst- urfaðir, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR ÖRN LAURSEN bifvélavirkjameistari, Álfheimum 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Amalía Jóna Jónsdóttir, Bergþóra Vilhjálmsdóttir, Matthías Eydal, Garðar Ö. Vilhjálmsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Ósk H. Vilhjálmsdóttir, Valur Norðdahl, Perla Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Viggósdóttir, Jón Bergvinsson og barnabörn. __________.iBðisihsnlsH iu6ójaiisq3_________________ + Útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, KRISTÍNAR VESTMANN VALDIMARSDÓTTUR frá Gunnarshólma f Vestmannaeyjum, fer fram föstudaginn 7. janúar kl. 14.00 frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ. Þorsteinn Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, MARTA ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, Miðfelli, Þingvallasveit, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hinnar látnu, er bent á sjúkraheimilið Ljósheima á Selfossi. Ingólfur Guðmundsson, Kristján H. Ingólfsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Sonja Jónsdóttir, ' Hjörtur Jónsson, Ingólfur Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Kristín Hafdís Jónsdóttir, Brynjólfur John Gray, Marta Ólöf Jónsdóttir, Silja Ingólfsdóttir. w.vu t 3*Krvui utunu ’a.t* iu •luöia iiíieii i/inu ixas uo ímíí&íu< að hugur margra reikaði vestur um haf, þegar þáverandi forstjóri til- kynnti að hann mundi láta af störf- um í ágústlok 1986, eftir lengstum farsæla stjórn, en þá þegar var Sam- bandið orðið mjög „þungt í sjó“, sökum margvíslegra áfalla, bæði óviðráðanlegra sem fyrirsjáanlegra. Margt kom til eins og t.d. vilji Sam- bandsins til að efla þjóðarhag með fiskeldi, sem það fór of geyst í, og tapaði, sem aðrir, háum fjárhæðum. Var stjórn íslandslax hf. þó í höndum valdra manna, sem samt gátu ekki við neitt ráðið. Eftirtekjan af Holta- görðum, stórhýsinu inn við nýju höfnina, varð í öfugu hlutfalli við væntingamar, en þar vom fjárfestar ótaldar upphæðir, sem skila áttu sér með aukinni verslun við dreif- og ljölbýli, en samstaða innan hreyfmg- arinnar var þá ekki meiri en svo að veltan og eftirtekja varð aðeins í rósrauðum draumum. Margvíslegur samdráttur á landsbyggðinni í land- búnaði, fiskvinnsu og iðnaði kom ákaflega hart niður á kaupfélögun- um og var Sambandið eina hjálpar- stofnunin, sem þau gátu og leituðu í raun til, en markmið samvinnu- hreyfíngarinnar um þær mundir var að styðja við byggðastefnu stjóm- valda af fullu afli, í því einlæga trausti að landsstjómin, hvert sem stjómarmynstrið væri hveiju sinni, yrði sama sinnis frá morgni til kvelds. En því var ekki að heilsa, og sat Sambandið því uppi með „langlegusjúklinga", sem það hafði ekki afl til að framfæra og ríkis- stjómin hafði enga löngun til að sinna. Útgerðarfélög og fískvinnslur vom þá óðum að sligast af erfiðleik- um og eyddi Sambandið geysimiklu fé við að aðstoða þessa atvinnugrein í ljósi þeirra staðreynda að um undir- stöðu-lífæð íslendinga væri að tefla. Þá fóm svimandi fjárhæðir forgörð- um í vonlausa björgun ullariðnaðar landsmanna, en allt þetta hjálpar- starf er nú, við endalok Sambands- ins, flestum gleymt, eða hlegið er að þeim „óvitum", sem unnu af trún- aði og góðum hug við að styrkja, styðja og forða hreyfingunni frá hmni. Aukakaflar eru svo á víð og dreif, eins og óðaverðbólga og „okur- vextir", — fullkomlega heiðarlegt kauptilboð samvinnuhreyfíngarinnar á falri hlutabréfaeign ríkissjóðs í Útvegsbankanum, sem ráðherrar ógiltu. En hvergi í siðmenntuðum heimi mundi slíkt líðast og veit ég fyrir víst að þeim, sem þessi minn- ingarorð em tileinkuð, var mjög bmgðið, þegar heiðarleg viðskipti vom „annúlemð" af landsstjóminni, — og það viðskipti sem ráðherrum hafði ekki mánuðum saman tekist að koma á, unz Sambandið kom til og hreyfði við hagsmunum einhverra aðila úti í bæ. Ég er fullkomlega viss um að Guðjón gerði sér hvergi nærri fulla grein fyrir hversu þungt í sjó „Sam- bandsfleyið" lá er hann þáði boð um forstjórastólinn, því ytra var hann kominn með arðsamt fyrirtæki og fjölskyldan bjó við bestu aðstæður. En óskin að verða Sambandinu að gagni færði hann heim á ný, ásamt hvatningu margra mætustu manna samvinnuhreyfingarinnar, en þá tók við einn allsheijar darraðardans, sem lok fást ekki í fyrr en við upp- gjör hærri staðar. Að sjálfsögðu á hann sök, eins og við allir samstarfs- félagar hans, að nokkm marki, en þar sem ég starfaði í innsta hring Sambandsins um langt skeið og þekkti margt, sem ekki lá á glám- bekk, vil ég fullyrða að hjartað var gott og hann vildi veg samvinnu- hreyfingarinnar sem mestan, án þess að níðast á neinum, andstæðingi eða öðrum. Guðjón var á vegum embætta sinna kosinn í margvíslegar stjórnir, bæði hérlendis sem erlendis, t.d. stjórnarformaður í North Atlantic Seafood Association á árabilinu 1981-1986, og gegndi hann þeim störfum með alúð, enda maðurinn víðlesinn í viðskiptafræðum svo sér- staka athygli vakti. Hann var orð- heppinn og málsnjall maður bæði á íslenska tungu sem enska og átti einkar gott með að skýra flókin við- skiptamál og efnahagsþætti á lipru mæltu máli, en um það vitna best ótal sjónvarpsviðtöl sem hann veitti um erfið og viðkvæm mál. Er mér til efs að nokkur hefði getað gert þeirn njálum, betur skil eða páð, betur fhprfctxtepg áhlýðepda sinna um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.