Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Sverrir Barnabörn Hans Jónssonar, Eva Mjöll og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdætur, ásamt vinkonu sinni Sunnu Þórsdóttur, taka við kerti úr hendi Unnar Tessnow hjá dagvist Sjálfsbjargar. Með þeim á myndinni eru nokkur börn sem færðu forstöðukonunni Steinunni Finnbogadóttur konfektkassa að gjöf. FAGNAÐUR Jólagleði hjá dagvist Sjálfsbjargar Aárlegri jólaskemmtun dagvistar Sjálfsbjargar afhentu barna- barna Hans Jónssonar stofnuninni peningagjöf, sem þau höfðu safnað með hlutaveltu. Hans lést í sumar, en hafði verið vistmaður dagvistar frá upphafi. Við sama tækifæri flutti Svava Hansdóttir frumort þakkarljóð til stofnunarinnar, sem hún hafði samið í minningu föður síns. Meðal annarra dagskráratriða á jólagleðinni má nefna söng Hjálm- týs Hjálmtýssonar við undirleik Brynju Guttormsdóttur, hugvekju séra Guðnýjar Hallgrímsdóttur og íjöldasöng við undirleik Sigrúnar Bárðardóttur. Einig spilaði Wemer Tessnow á harmonikku og Aríel Pétursson spilaði á fiðlu við undir- leik Helgu Ragnheiðar Óskarsdótt- ur. Aríel Pétursson, 6 ára, spilaði á fiðlu við undirleik móður sinnar, Helgu Ragnheiðar Óskarsdóttur. Starfsstúlkur dagvistar fylgjast af ánægju með dagskránni. Richard Nixon fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dóttir hans, Tricia Nixon Cox, voru viðstödd minningarathöfn um rithöfundinn Norman Vincent Peale í New York 29. desember sl. BANDARLKIN Rithöfundurinn Norman Vincent Peale látinn Bandaríski rithöfundurinn Nor- man Vincent Peale lést á að- fangadag 95 ára gamall. Á ævi- skeiði sínu gaf hann út 46 bækur á móðurmálinu. Voru sjö bækur hans gefnar út af Erni og Örlygi, auk þess sem bókaútgáfan Reyk- holt gaf út örfáar bækur hans. Ein mest selda bókin bæði erlendis og hérlendis, „The Power of Positive Thinking", eða Vörðuð leið til lífs- hamingju eins og hún nefnist í ís- lenskri þýðingu Baldvins Þ. Krist- jánssonar, hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi. Önnur íslensk bók eftir Peale náði einnig mikilli sölu hér á landi en það er bókin Lifðu lífinu lifandi. Peale var lærður prestur og lét sig mannleg málefni miklu skipta, enda ijölluðu marga bóka hans um hvernig fólk gæti þroskað og bætt sjálft sig meðal annars með já- kvæðu hugarfari. „Ég veit það per- sónulega að bækur Peales hafa hreinlega bjargað lífi margra, jafn- vel komið sem frelsandi þrumu- Norman Vincent Peale var kom- inn hátt á tíræðisaldur þegar hann lést. fleygur inn í líf manna á örlaga- stundu,“ sagði Örlygur Hálfdánar- son bókaútgefandi. Sophia Loren ásamt eiginmann- inum Carlo Ponti. STJÖRNUR Carlo Ponti þungt haldinn Leikstjórinn Carlo Ponti er sagð- ur vera veill til heilsunnar um þessar mundir og eru eiginkonu hans, leikkonunni Sophiu Loren, ekki gefnar miklar vonir um að hann nái sér. Ponti gekkst undir smáaðgerð síðla hausts og átti ekk- ert að standa í vegi fyrir að hann næði heilsu. Hann varð hins vegar miður sín þegar hann sá í sjónvarp- inu hvernig eldurinn gleypti hvert húsið á fætur öðru í Malibu í Kali- forníu þar sem þau hjón eiga stórt hús. Fékk hann alvarlegt hjartakast og í kjölfarið dó náinn vinur hans Federico Fellini. Hafði það ekki síð- ur áhrif á gamla manninn, sem er rétt tæplega áttræður. Eru horfur hans því ekki taldar mjög góðar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.