Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
CD
CZD
BAN
C 1
CD
O 1992 Fvcus Círloons/Dtstnbuied by Unrversal Press Synckcate
10-7
LJAISá>i-A SS/CóOC-TUAP-T
//
AfsakaJba.-.en Pú ert meh penn.anyi
okkcur "
Með
mí)rgunkaffinu
En sniðugt að við skyldum
hittast, það er afmælisdag-
urinn minn í dag!
Ást er. . .
2-H
... að lesa ástarbréfin aft-
ur og aftur og aftur ...
TM Reg. U.S Pat OH.-all rlghts raservod
* 1994 Los Angetes Times Syndicate
f
HÖGNI HREKKVtSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Fyrsta hóphnattferðin?
Frá Birni Stefánssyni:
Fyrir nokkru birtist í Morgun-
blaðinu frétt frá „hnattförum á
vegum Heimskiúbbs Ingólfs“, þar
sem skýrt var frá því, að „fyrsta
hópferð Islendinga kringum hnött-
inn“ væri þá nær hálfnuð.
Keilmlík frétt birtist í Morgun-
blaðinu, að mig minnir síðari hluta
árs 1985 eða árið 1986, frá ferða-
skrifstofu Ingólfs Guðbrandssonar,
sem á þeim tíma hét Ferðaskrif-
stofan Utsýn. Þá stærði ferðaskrif-
stofan sig af fyrstu hópferð íslend-
ing_a til Suðurálfu.
Ég fann mig þá knúinn til að
mótmæla þeirri fullyrðingu og fékk
svargreinina birta í Morgunblað-
inu. Það sama geri ég nú, í sam-
bandi við þessa nýju frétt. A um
það bil sex vikna hringferð um
hnöttinn fóru íslendingar meðal
annars í hópferð til Suðurálfu í
janúar til marz 1985!
Á íslandi eru starfandi félags-
skapur fyrrverandi skáta og stuðn-
ingsmanna skátahreyfingarinnar,
sem heitir St.Georgs gildin á ís-
landi. Félagið er grein á alþjóðleg-
um meiði, „International Fellowship
of former Scouts and Guides", sem
hélt sambandsþing í borginni
Christchurch á suðureyju Nýja Sjá-
lands í janúarlok og byrjun febrúar
1985. íslenzku gildin áttu um þess-
ar mundir fulltrúa í stjóm samtak-
anna, sem var að ljúka sex ára
kjörtímabili, en annar Islendingur
var í framboði til stjómarkjörs.
Ekki þótti annað fært en mæta
til leiks. Var því ákveðið með góð-
um fyrirvara, að gildin efndu til
hópferðar á þingstað. Hópurinn,
sem í ferðinni ætlaði, var ekki stór,
aðeins þrettán manns — en hópur
þó. Löng ferð var framundan. Svö
löng, að fljótlega kviknuðu hug-
myndir um að gera hana að virki-
legri heimsreisu.
Haft var samband við ferða-
skrifstofur, bæði innanlands og
utan. Samþykkt var, eftir nána
skoðun tilboða, að semja við Ferða-
skrifstofuna Útsýn, þótt dönsk
ferðaskrifstofa hefði boðið nokkru
hagstæðara verð, og ákveðið að
leggja upp 20. janúar 1985. Undir-
búningur virtist í góðum farvegi
og tilhlökkun feðafélaganna mikil,
þegar skilaboð komu frá Útsýn um
miðjan nóvember 1984 í þá veru,
að því miður gæti hún ekki skipu-
lagt ferðina! Engan skyldi undra,
þótt vonbrigðin yrðu mikil.
Ekki var þó gefizt upp, og sam-
dægurs var haft samband við
dönsku ferðaskrifstofuna Hans H.
Kristensen, Rejsebureau. Ekki
þurfti lengi að veljast í vafa, því
strax morguninn eftir var komið
símbréf frá Kaupmannahöfn með
fullkominni ferðaáætlun og verðtil-
boði, miðað við gistingu á fyrsta
flokks hótelum, ýmist með hálfu
eða fullu fæði og fjölbreyttar skoð-
un arferðir. Verðið reyndist tiltölu-
lega lítið hærra en á jafnlangri
sólarlandaferð íslenzku ferðaskrif-
stofanna, þrátt fyrir að danskur
fararstjóri ferðaðist með hópnum
alla leiðina, sem reyndist happa-
dijúgt.
Lagt var upp í ferðina 21. jan-
úar 1985 og flogið til Lundúna.
Þar var gist í eina nótt, en síðan
flogið beint til Los Angeles, þar
sem dvalið var í nokkra daga í
Beverly Hills og famar skoðunar-
ferðir um borgina og nágrenni
hennar. Þaðan var síðan flogið til
Auckland á Nýja Sjálandi, með
milliiendingu á Hawaii, en í Auck-
land var skipt um flugvél og flogið
til Christchurch. Tók ferðin milli
hótela í Beverly Hills og Christ-
church samtals 26 klukkustundir.
Það fældi okkur þó ekki frá því
að bregða okkur í rússneskan ís-
sirkus, er við höfðum skolað af
okkur ferðarykið og neytt kvöld-
verðar.
Talsvert var ferðazt um báðar
eyjarnar og ýmsir merkir og fagrir
staðir skoðaðir, áður en flogið var
til Sydney í Ástralíu. Þar var dval-
ið í nokkra daga og lystisemda og
fegurðar borgarinnar notið í ríkum
mæli, áður en haldið var til Singa-
pore, þar sem við tókum meðal
annars þátt í austurlenzkum ára-
mótafagnaði 19. feþrúar.
Eftir nokkurra daga viðdvöl í
Singapore var haldið til Tælands,
eða nánar tiltekið til Bangkok, þar
sem einnig skyldi eytt nokkrum
frábærum dögum, en móttökur þar
og skipulagning voru til fyrirmynd-
ar, ferðast vítt og breitt um borg-
ina og nágrenni hennar og merkir
staðir skoðaðir.
Að lokum var flogið aftur til
Lundúna, með millilendingu í
Bahrain. Það voru ánægðir ferða-
langar, sem komu heim til Islands,
eftir sex vikna ótrúlega vel skipu-
lagða og heppnaða „hópferð kring-
um hnöttinn“.
í upphaflegri ferðaáætlun hafði
verið ráðgerð áning á einhverri af
Suðurhafseyjunum, en því miður
hafði dönsku ferðaskrifstofunni
ekki reynzt unnt að útvega gisti-
rými á neinni þeirra með svo
skömmum fyrirvara, svo við urðum
að sleppa þeim að sinni, og bætti
klukkustundar dvöl á Hawaii þar
lítið úr.
Áður en lagt var upp í ferðina,
var haft samband við innlenda
hljómplötuútgefendur og sníktar
af þeim hljómplötur með flutningi
íslenzkra tónlistarmanna á
rammíslenzkri tónlist. Plöturnar
voru afhentar útvarpsstöðvum í
Christchurch, Auckland og Sydney
og íslendingafélaginu í Sydney að
gjöf. Eiga útgefendurnir miklar
þakkir skildar fyrir. Vonandi hafa
þessar hljómplötur orðið suðurálfu-
hlustendum til nokkun-ar ánægju
og reynzt góð kynning íslenzkrar
tónlistarmenningar á fjarlægri
slóð.
BJÖRN STEFÁNSSON,
Háholti 27,
Keflavík.
segja að þetta fallega torg er
gamla Miðbænum mikil lyftistöng.
Það hlýtur að vera næsta skref að
gera myndarlega upp gömlu húsin
í kringum torgið, ljarlægja ýmsar
missmekklegar síðari tíma breyt-
ingar á þeim og gera þetta torg
að þeirri borgarprýði, sem það
hefur alla burði til að verða.
xxx
Víkverji sér nú ástæðu til að
fagna því að búið er að ijar-
lægja staurana, sem troðið var nið-
ur við listaverk Jóns Gunnars
Árnasonar, Sólfar, við Skúlagöt-
una. Brottnám stauranna kostaði
baráttu og eiga þeir, sem þar
gengu fram fyrir skjöldu, miklar
þakkir skildar.
Hitt er svo aftur að listaverkinu
stendur nú ógn af garði þeim sem
hlaðinn hefur verið meðfram göt-
unni. Er með ólíkindum að borgar-
yfirvöld skuli enn og aftur vilja
ganga á hlut þessa listaverks. Sól-
farið á auðvitað að standa það
hátt, að það njóti sín, hvaðan sem
það er litið augum.
Víkverji leggur til að pallurinn
undir listaverkinu verði hækkaður
upp fyrir skammsýni borgaryfir-
valda í garð þessa listaverks.
Víkveiji skrifar
Yíkveiji fagnar mjög kjöri Sig-
urbjörns Bárðarsonar, hesta-
íþróttamanns, sem íþróttamanns
ársins. Áður en til úrslitanna kom
var enginn vafi í huga Víkveija
um það, að Sigurbjörn væri sá, sem
útnefndur skyldi. Hins vegar verð-
ur að segjast eins og er, að Vík-
veiji hafði von en ekki vissu um
það, að íþróttafréttamenn þekktu
sinn vitjunartíma og gætu séð út
fyrir hinar hefðbundnu íþrótta-
greinar, þegar til efsta sætisins
kæmi. Þeim til ævarandi hróss
svöruðu íþróttafréttamenn kalli
tímans.
Það er ástæða til að óska öllum
til hamingju með þessa útnefningu.
Kunningja Víkverja, sem bú-
settur er í Englandi, var
tvennt efst í huga þegar hann kom
heim í jólafrí og hitti skrifara að
máli. I fyrsta lagi hafði flugi Flug-
leiða frá London seinkað um þijá
klukkutíma þegar kunninginn var
á leiðinni heim og hann hímdi því
á Heathrow-flugvelli í fjóra tíma.
En kunninginn lét vel af þjónustu
Flugleiða; farþegum var boðið upp
á myndarlegan málsverð og flug-
fréyjurnar lögðu sig fram um að
þóknast farþegum á leiðinni heim.
Til fyrirmyndar, sagði kunninginn.
xxx
Hitt atriðið, sem kunningjanum
lá á hjarta, var auðvitað
munurinn á biðraðamenningu Eng-
lendinga og íslendinga. Útlaginn
sagðist ekki fyrr hafa verið kominn
á Keflavíkurflugvöll en farið var
að ryðjast fram fyrir hann í biðröð-
um. Svo fór hann í Kringliina og
kvartaði sáran yfir því að íslend-
ingar kynnu ekki að nota rúllu-
stiga. Víkveiji getur tekið undir
það og hefur bent á þennan vanda
áður. Með siðmenntuðum þjóðum
standa menn ævinlega hægra meg-
in í rúllustiganum, til þess að þeir,
sem eru að flýta sér, geti skotizt
fram úr vinstra megin. Þetta er
svipuð regla og sú, að ökumenn
eigi að taka fram úr á vinstri ak-
rein og hægfara farartæki að halda
sig á hægri, þar sem tvær akrein-
ar eru í hvora átt. En íslendingar
kunna hvoruga regluna.
Víkverji lagði leið sína niður í
Miðbæ í fyrsta sinn um nokk-
urt skeið óg sá þá Ingólfstorg fúll-
búið: Það er skemmst frá því að'