Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - Finnland Flj úga svörtu fiðrildin ... Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir Finnar leggja fram tvær skál- dögur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Það eru bækurnar Heimili svörtu fiðrild- anna (Tummien perhosten koti) eftir Leenu Lander og Síbería (Siberien) eftir Ullu Lenu-Lund- berg. Orlagaþrungin eyja Heimili svörtu fiðrildanna eftir Leenu Lander (f. 1955) á margt sammerkt með bók Peters Hoegs sem Danir leggja fram. Báðar bækurnar fjalla um munaðarlausa drengi sem fara illa út úr „hjálpar- stofnunum" sem eiga að gera þá að mönnum. En þó að þema bók- anna sé það sama er líka margt sem sRilur þær að. Juhani Johansson í Heimili svörtu fiðrildanna kemur níu ára gamall út í eyjuna þar sem Herrann Sebaot („El Sebaot“ (hebr.) þýðir „Drottinn hersveitanna") stjórnar betrunarhæli fyrir drengi. Herra Sebaot er einóður maður og sann- færður um að hans eigið stór- mennskubijálæði sé í þágu drengj- anna, eins og skólameistarinn Biehl í sögu Peters Hoegs. Munurinn á drengjunum tveimur, söguhetjun- um, er þó afgerandi því að Juhani á foreldra á lífi, foreldra sem vilja fá hann til sín. Það fær hann hins vegar ekki að vita fyrr en hann er orðinn rígfullorðinn. Foreldrar hans eru hryllilegir gallagripir, svo miklir að Juhani og bróðir hans eru teknir frá þeim enda er líf yngra bróðurins í hættu. Ein af mörgum siðferðilegum spurningum sem vakna eftir lestur þessarar sterku og grimmu bókar, er hvort og hvenær sé réttlætan- legt að taka börn frá foreldrum sínum. Eitt er víst að eyjan þar sem drengurinn er vistaður er hræðileg smámynd af samfélagi, „heimili" þar sem óttinn en ekki ástin, lestir en ekki dyggðir hafa náð yfirhönd. Ulla-Lena Lundberg Þegar silkifiðrildi herra Sebaots koma úr púpunum eru vængir þeirra svartir, en slíkt gerist ef dýr eru ræktuð í svo afbrigðilegu um- hverfi að stökkbreytingar eiga sér stað. Síbería „Einu sinni stóð ég í Síberíu, snyrti fjaðrir og sperrti stél og tísti og skríkti. Ég hneigði mig og beygði og goggaði í jörðina svo að mosinn þyrlaðist upp. Hann, sem ég var að horfa á, hóf sig til lofts á þöndum vængjum. Flugið breytt- ist í sjónarspil þar sem merki voru gefin með litum og hljóðum. Eins og ég viti ekki hvernig það er að vera fugl í Síberíu." Svo segir Ulla-Lena Lundberg (f. 1947) í bókinni Síbería. Þetta er eiginlega ferðabók sem lýsir ferðalagi lítils hóps breskra og nor- rænna fuglaskoðara um Síberíu þvera og endilanga. Fyrstu ferðina yfir Síberíu fór Ulla-Lena tuttugu og eins árs, á leið frá Helsinki til Japan, svo ástfangin að landsvæðið varð í hennar augum undursamleg- asti staður ájörð. Tuttugu árum síðar, árið 1989, fór hún svo aftur á vit minninganna og hefur farið þangað á hveiju ári síðan með hópi fuglaskoðara. Árin 1989-1993 Leena Lander hafa verið dramatískt tímabil í sögu Sovétríkjanna fyrrverandi eins og allir vita. Ulla-Lena steypir öllum þessum ferðum saman í eina ljóð- ræna ferðasögu þar sem sagt er frá náttúru, sögu og samfélagi Sí- beríu með ívafi persónulegra minn- inga og ríkrar kímnigáfu. Að mínu mati þarf ríka kímni- gáfu til að ganga blautur og kaldur meira en tuttugu kílómetra yfir þiðnandi túndrur til að sjá sjald- gæfar fuglategundir. En bók Ullu- Lenu Lundberg er mjög athyglis- verð. Henni tekst að lýsa hinum ijölbreytilegu fuglategundum Sí- beríu á svo lifandi hátt að það er næstum eins og hún sé að lýsa þjóðflokkum. Um leið persónugerir hún ekki fuglana og hún er blessun- arlega laus við tilfinningasemi eða ódýrar líkingar. Fuglarnir sleppa mönnunum ekki of nálægt sér en við erum úr sama efni, segir Ulla- Lena og „flest okkar muná hvernig það er að hafa vængi“. Erfiðleikarnir sem hún og félag- ar hennar leggja á sig, virðing þeirra og ást á náttúrunni gera umhverfisboðskap bókarinnar trú- verðugan. Sömuleiðis ótta hennar um hvað verði af náttúru Síberíu í þeirri bremsulausu einkavæðingu sem nú á sér stað. Júlíus Hafstein borgarfulltrúa í 2. sætið. Kröftugan málsvara sjálfstæðisstefnunnar. REYNSLA - FORUSTA - ÁRANGUR Nýjar bækur ■ Út er komin Heimildaskrá um Rómarkirkju á íslandi, um sögu íslands til siðaskipta og sögu ka- þólsks trúboðs, líknar-, mennta- og kirkjustarfs á 19. og 20. öld eftir Olaf H. Torfason. Heimildaskráin er 165 bls. í A4-broti, í henni er vís- að til mörg hundruð titia á íslensku og erlendum málum. Í kynningu útgefanda segir: „ís- landssagan á miðöldum er samofin kirkjusögunni. Heimildaskrá um Ró- markirkju á íslandi er því jafnframt góður lykill að fjölmörgum þáttum í sögu lands og þjóðar. Skráin er ítar- legasta bókfræðirit sem út hefur komið hérlendis varðandi þætti úr sögu íslands frá upphafí til 1550.“ Einnig er komin út Kaþólskur annáll Islands eftir Ólaf H. Torfa- son. Annáilinn er 68 bls. rit í A5- broti. Hann er að stofni til hluti kynn- ingarefnis sem útbúið var handa fjöl- miðlum vegna komu Jóhannesar Páls II páfa til íslands 1989. Rakin er í stuttum klausum saga rómversk- kaþólskrar kirkju hérlendis, fyrst frá tímum papa til siðaskipta 1550 og síðan frá upphafi Norðurheimskauts- trúboðsins 1857 og til ársins 1993. Annálnum fylgja heimilda-, manna- nafna-, staðanafna- og atriðisorða- skrár. Útgefandi verkanna er Þorláks- sjóður og dreifingaraðili er Bók- sala Félags kaþólskra leikmanna, Hávallagötu 14, Reykjavík. Ólafur H. Torfason. Próf kjör sjálf stæóismcinna 30.-31. janúar nk. Kjósum iónu Gróu í 3. sætió. Skrifstofa okkar á Suðurlandsbraut 22 er opin frá kl. 14-22 daglega. Símar 880812, 880813, 880814, 880815. Sluðningsntenn. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING Vegna prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu bórgarstjórnarkosningar, fer fram utankjörstaðakosning í Valhöll, Háaleitisbraut 1, alla virka daga frá kl. 9.00-17.00 og laugardaga 10.00-12.00. Utankjörstaðakosningin er ætluð þeim, sem verða fjarverandi úr borginni aðalprófkjörsdagana 30. og 31. janúar, eða geta ekki kosið þá af öðrum ástæðum. ÁBENDING TIL KjÓSENDA í PRÓFKJÖRINU: Klippið út meðfylgjandi sýnishorn af kjörseðli og merkið þar eins og þér hyggist fylla út atkvæðaseðilinn. Hafið úrklippuna með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðri kosningu. ATKVÆÐISRÉTT EIGA: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem þar eru bú- settir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Einnig þeir sem skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn prófkjörsdagana en þeir þurfa að hafa náð 18 ára aldri við borgarstjórnarkosningarnar 28. maí 1994. ATHUGIÐ. Kjósa skal fæst 10 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan frambjóðendur í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi á endanlegum framboðslista. Þannig að talan 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans, talan 3 fyrir frainan nafn þess sem óskað er að skipi þriðja sæti framboðslistans o.s.frv. Yfirkjörstjórn Sjálfsta-ðisflokksins í Reykjavík ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 30.-31. janúar 1994 FÆST 10 — FLEST 12 í TÖLURÖÐ Sigríður Sigurðardóttir, fóstra - Sigurjón Á. Fjeldsted, skólastjóri Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræðingur Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra Þorleifur Hinrik Fjeldsted, sölumaður Amal Rún Qase, stjórnmálafræðinemi Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræðingur < Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Axel Einlcsson, úrsnu'ðameistari Björgólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Einar G. Guðjónsson, yei^^iamiaður Guðrún Zoega, \ erklra*ðingur Gunnar Júhann Birgksoti, lögmaður Hataldur Blöndal, hrl. Helga Jóháhnsdóttir, húsmóðir Hilmar Guðlaugsson, múrari Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur Jóna Gróa Sigurðardóttir Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Katn'n Gunnarsdóttir. húsmóðir Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Ólafur F. Magnússon, læknir Páll Gíslason, læknir FÆST 10 - FLEST 12 í TÖLURÖÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.