Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Á Listasafni íslands Myndlist Bragi Ásgeirsson Þriðjudaginn fjórða janúar leit ég inn í Listasafn Islands, og skoðaði það sem til sýnis er um þessar mundir. Safninu hafði verið lokað frá því um miðjan desember eða fyrr vegna við- gerða, og sömu sögu er að segja um Kjarvalsstaði, sem einnig hafa verið lokaðir frá því að Rod- in-sýningunni lauk í byijun des- ember og opnaði fyrst laugardag- inn 8. janúar. Á þetta er sérstak- lega bent hér, vegna þess að lista- menn og vafalítið listunnendur svo og ferðamenn, eru ekki par hrifnir af þessum desemberlok- unum helstu sýningarsala höfuð- borgarinnar. - Ekki svo að skilja, að fram- hald eigi að vera á einhæfum síbyljusýningum allt árið, því að meira en gjarnan mættu listhúsin hvíla sig jólamánuðinn og halda úti annars konar starfsemi. Einn- ig söfnin og stóru sýningarsalirn- ir og væri einmitt gullið tækifæri fyrir þau að skarta hátíðarbún- ingi og bjóða landsmönnum í heimsókn á hressilegar og óvenjulegar sýningar. Mun það víðast einsdæmi að söfn loki þannig jólamánuðinn, og væri nær að nota janúarmánuð til að flikka upp á salina, því að það er hvarvetna frekar daufur mán- uður. Hins vegar bjóða söfn víða upp á sérstakar uppákomur í desember, og nota tækifærið til að laða einnig að gesti sem alla jafna venja ekki komur sínar á söfn. Að vísu hafa söfnin okkar þá afsökun, að fólk hefur ekki ennþá lært að njóta listasafna á sama hátt og víða annars staðar, og kemur þangað frekar af skyldu- rækni og forvitni en í leit að sér- stæðum lifunum. Þetta hlýtur að breytast og einkum er áríðandi að söfnin reyni að ná til almenn- ings og miðli nytsömum upplýs- ingum um eðli og gildi sjónlista. Fá hér fjölmiðla í lið með sér og þá einkum sjónvörpin, um hlut- læga umfjöllun. Víðast hvar troðfylla söfnin sali sína jólamánuðinn, og sums staðar kemur fólk langt að til að njóta þess sem þau bjóða þá upp á sérstaklega og einungis þennan mánuð. Aldrei líður mér t.d. úr minni heimsókn á Metró- pólitansafnið í New York í des- emberbyijun fyrir nokkrum árum og jólastemmningin í anddyri þessa risastóra safns. Hið eina sem minnti á jólin á listasafninu var listaverkadagat- alið fallega, sem dreifist um allan heim, en yfir 100 þjóðir munu eiga aðild að útgáfunni, og má enn fá það í afgreiðslunni. Er dagatalið gott dæmi um vandaða og hlutlæga miðlun. Það eru óvenju fjölskrúðugar upphengingar í sölum listasafns- ins um þessar mundir, eða allt frá gömlu meisturunum í stóra salnum til yngri kynslóðar í sal tvö. Ekki er það rétt, að allir þekki gömlu meistarana, frekar að margur þekki þá frá þeirri hlið sem mest er haldið fram. Hugmyndaríkur listsögufræðing- ur ætti að geta nálgast þá frá alveg nýrri hlið og skapa með því ný og fersk viðbrögð. Ungu listamennimir, sem kynntir eru núna, eru málararnir Jón Axel, Eggert Pétursson, Einar Gari- baldi, Georg Guðni, Jón Óskar, Grétar Reynisson, Erla Þórarins- dóttir og Margrét Jónsdóttir ásamt myndhöggvaranum Bryn- hildi Þorgeirsdóttur. Það er satt að segja ansi mik- il grámóska í verkum þeirra, en óneitanlega eru málverkin sam- stæð og heildarsvipurinn sterkur. Grámóskan getur þó naumast talist tákngervingur lífsfirringar síðustu ára, sem þetta fólk hlýtur þó sumt hvert að hafa upplifað. Helst finnur maður hana í verk- um Jóns Axels, en sú firring er frekar meginlands-evrópsk í eðli sínu. Það hafa orðið svo miklar breytingar á íslenzku þjóðfélagi á fáum árum, að líkja má við sprengingu, og þá frekar margar en eina, og þróunin er um margt dapurleg. En hvar sér þessarar þróunar stað í íslenzkri myndlist og þýðir þetta kannski að listin er ekki lengur sú sagnfræði og spegilmynd samtíðarinnar sem hún var til skamms tíma? Þá værð og ró sem blasir við í saln- um kannast maður frekar við í stemmningaríkum myndum Dan- ans Vilhelms Hammershöi (1864- 1916), svo og einstakra málara síðmódemismans sem sökktu sér niður í hinar dýpri og hreinni lí- fæðar málverksins, en þann nornaseið sem segja má að síð- ustu ár hafi boðið upp á. Hins vegar má segja þessu fólki til hróss að það vinnur af þekkingu og einlægni sem eru alltaf góðir eðliskostir. Mestar umræður manna á meðal hefur þó portretmyndasýn- ingin „Ásjónúr", í stóra salnum uppi, vakið og sýnist sitt hveij- um. Um er að ræða að íjöldi portrettmynda, genginna og eldri málara, hafa verið teknar úr römmunum og þeim raðað saman eftir ákveðnu mynstri hlið við hlið á alla veggi salarins og hon- um svo skipt með tveim rétt- hymdum skilrúmum fyrir miðju, og svo er höggmyndaþyrping á stalli beggja vegna þeirra. Ur verður mikið og yfirþyrmandi kraðak og er hér visast kominn sá angi listarinnar sem nefnist „installation“ og hefur bæði verið útlagður sem uppsetning og inn- setning á íslenzku. Þykir sumum sem starfsfólk safnsins hafí farið út fyrir hlutverk sitt, framið helgispjöll og að listamennirnir hafí sumir lítinn sóma af að vera í þessum félagsskap, en öðrum finnst þetta lífleg uppstokkun og fróðleg til samanburðar. En þá eru það vísast í meirihluta þeir sem litla tilfinningu hafa fyrir málverki, en leggja þeim mun meira upp úr hugmyndafræði- lega rammanum. Án nokkurs vafa liði mörgum gengnum málaranum illa ef hann mætti sjá þessa meðferð verka sinna og hví var ekki kallaður til einhver innsetningar- og lista- maðurinn og gerður ábyrgur fyr- ir frmkvæmdinni? spyija sumir. Hvað sjálfan mig áhrærir, upp- götvaði ég að við nánari skoðun kemur í ljós mjög áhugaverður möguleiki til samanburðar á ólík- um stílbrigðum og listamönnum og - að þannig séð hafi fram- kvæmdin dijúgan tilgang. Að auki verður sýningin smám sam- an ekki eins yfirþyrmandi og við fyrstu kynni, en framkvæmdin er vissulega nýstárleg á sasfninu og kemur því mörgum í opna skjöldu. Ég hafði í öllu falli mestan lærdóm af að skoða hana í sjöttu heimsókn sunnudaginn 9. janúar (!) og jafnvel þá var eitthvað nýtt að koma í ljós sem mér hafði yfirsést og sennilega hefur ekki beinlínis verið á dagskrá þegar sýningin var sett upp. Það er annars áberandi hve Jón Stefánsson sker sig úr, það stafar bókstaflega myndrænum ljóma frá hveiju verki sem hann hefur lagt hönd að og myndir hans eru Iíkast að verða tímala- usar eins og öll góð list. Hér kemur nefnilega fram að góð list er alltaf nútímaleg og að ekki er hægt að staðla hugtakið svo sem menn eru að rembast við sem aldrei fyrr. Þá er eins og að Þór- arinn B. Þorláksson sé stöðugt að nálgast nútímann og litla sjálfsmyndin hans fær mann til að hugleiða ýmislegt. Til að mynda hefði hún verið mun sterkari ein sér á veggnum og vafalítið væri mögulegt að nota hana á ýmsa vegu í magnaða innsetningu. Sýningin í heild gefur þannig tilefni til margvíslegra hugleið- inga, m.a. eignar safnsins á port- rettmyndum og þannig séð hefði hún verðskuldað mun meiri at- hygli og umfjöllun. En hér er fjöl- miðlafólk víðs fjarri eins og svo oft, er það ætti einmitt að vera með skilningavitin galopin um hlutlæga miðlun og þjónustu við fólkið í landinu. Fyrir vikið vita fáir af þessari forvitnilegu framkvæmd og mun færri koma á safnið en ella myndi leggja leið sína þangað. Loks er sýning á óhlutbundn- um pappírsverkum í salnum uppi er veit að Tjörninni, en það er langsamlegast erfiðasti salur safnsins. Þar er margt ágæta verka, en það er óráð að hafa salinn svona galopinn þegar um verk er að ræða sem eru uppfull af nánd, ef svo má að orði kom- ast (intimitet). Hér hefðu skilrúm og fleiri verk aukið á áhrifamátt heildarinnar. Mest kom á óvart hér hve verk Hjörleifs Sigurðssonar nutu sín vel, og þau undirstrika að hann er einn ljóðrænasti málari hreinn- ar abstraksjónar sem íslenzka þjóðin hefur eignast og töfrar fram einfaldar og lífrænar mynd- heildir á þann hátt sem einungis er á færi mikilla málara. Af framanskráðu má ráða að innlit á safnið um þessar mundir er lifun út af fyrir sig og á það skal bent að senn fer fram ný uppstokkun á veggjum þess. Að lokum, - eitt truflaði mig mjög við skoðun myndanna eftir áramótin og það var hið gljáf- ægða gólf og sú endurspeglun sem það býður uppá og þá eink- um í stóra salnum niðri, - væri ekki frekar ráð að reyna að gera það mattara og leitast við að minnka endurspeglunina? ÚTSALA 10 - 60% AFSLÁTTUR Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, »hUtnfllGl^ íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. sportbúðin Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.