Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 25 Tilbúinn matur ber 24,5% virðisaukaskatt á matstöðum en 14% í verslunum Ef keyptur er hamborgari í gegnum sjoppu- lúgu ber hann 14% virðisaukaskatt, en ef keyrt er upp að skyndibitastað og pantaður hamborgari ber sá 24,5% virðisaukaskatt. Þetta kallar Samband veitinga- og gistihúsa ójafna samkeppnisstöðu og hefur ítrekað og án árangurs leitað eftir leiðréttingu, allt frá því að frumvarp um breytingar í skattamál- um var samþykkt á Alþingi fyrir jól, en með samþykkt þess lækkaði virðisaukaskattur á matvælum í verslunum úr 24,5% í 14%. Sala matvöru- verslana á til- búnum mat, jafnt heitum sem köldum, hefur farið vax- andi og er nú orðin mjög um- fangsmikil. Það er skýlaus krafa Sambands veit- inga- og gisti- ííúsa að veit- ingahúsin verði í lægra skatt- þrepinu á sama hátt og mat- vöruverslan- Sala mat- vöruversl- ana ó tilbún- um mat er nú orðin mjög um- fangsmikil. Skatturinn er mismikill þó um sams- konarvöru sé að ræöa. irnar, að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SVG. „Okkur finnst óeðlilegt að tilbúinn matur, t.d. þorramatur, steiktir kjúklingar og fleira, sem fólk kaupir til að taka með sér heim, beri tvenns konar virðisaukaskatt og fari skatt- urinn eftir því í hvaða fyrirtæki verslað er. Stjórnvöld eiga auðvitað að sjá til þess að sama varan sé í sama skattþrepinu alls staðar. Þetta er gjörsamlega óþolandi samkeppn- isstaða." Að sögn Ernu kom löggjafinn lítið eitt til móts við veitingahúsin með því að setja inn ákvæði um að þau gætu blásið upp innskattinn, þ.e. gert var ráð fyrir þvi að 93,75% álag á innskatt komi fram sem lækkun á hráefnisverði veitinga- húsa. „Það er hinsvegar langur vegur frá því að það dugi til að jafna þennan samkeppnismun. Við höfum lagt fram útreikninga því til staðfestingar að sú framkvæmd dugir ekki hálfa leið. Að okkar mati er ótrúlegt að nokkrum skuli detta það í hug að setja sitthvort skattþrepið á sömu vöruna. Flóknari skattareglur, mis- munun fyrirtækja sem selja sömu vöruna og hagræðing fyrir svarta markaðinn stingur átakanlega í stúf við þá stefnu, sem við héldum að væri uppi.“ ® JI Leigubílstjórar eiga ekki að tala í farsíma með f arþega Lesandi hafði samband við Daglegt líf og var að velta fyrir sér hvórt leigubílstjórar mættu vera að mala í síma á meðan þeir væru með farþega í bílnum. Hallkell Þorkelsson hjá Bæjar- leiðum segir að sú almenna regla sé hjá þeim að á meðan farþegar eru í bílnum eigi bílstjórar ekki að tala í síma og sömu sögu höfðu forsvarsmenn hjá BSR og Hreyfli að segja. Hvergi eru þessar reglur þó skráðar heldur eru þetta óskráð- ar reglur sem ætlast er til að leigu- bílstjórar fari eftir. Á öllum stöðv- unum sögðust forsvarsmenn vilja hvetja viðskiptavini til að kvarta ef leigubílstjórar sætu á spjalli í síma á meðan þeir væru að keyra viðskiptavini sína og auðsjáanlegt að erindið væri ekki brýnt. Hversvegna mega leigubílstjórar reykja í reyklausum bílum? Þá vakti það furðu sama lesanda að farþegum væri bannað að reykja en um leið og þeir stigu útúr bif- reiðinni mættu leigubílstjórarnir kveikja sér í sígarettu. Leigubílar eiga að vera snyrtileg- ir og lyktarlausir og að sögn for- svarsmanna hjá leigubílastöðvum er fylgst vel með því. Þegar leigubíl- stjóri er ekki að aka með farþega hefur hann sína bifreið til einkanota og þá hafa stöðvarnar ekki leyfi til að hafa afskipti af reykingum svo framarlega sem bíllinn ber þess ekki merki. Þá var bent á að farþeg- ar gætu beðið sérstaklega um alveg reyklausa bíla. Hversvegna þurfa fatlaðir að borga meira en aðrir? Þá hafði fatlaður einstaklingur einnig samband og spurði hveiju það sætti að fatlaðir þyrftu að borga 20% hærra gjald en aðrir sem ferð- uðust með leigubílum. „Þegar sérútbúinn bíll er pantað- ur fyrir fatlaðan einstakling er leigubílstjórum heimilt samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofunar að taka 20% hærra gjald“, segir Sigfús Bjarnason hjá Frama. Hinsvegar eiga fatlaðir að borga sama gjald og aðrir ferðist þeir með venjuleg- um leigubíl. Ekki eru allar leigubíla- stöðvar sem taka 20% hærra far- gjald af fötluðum. ■ grg Askrifendur Sinfóníuhljómsveitar fá 10% afslátt á Sögu HÓTEL SAGA hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða áskrifendum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands 10% afslátt af veitingum í Grilli, Skrúð og á Mímisbar í tengslum við áskriftartónleika. „Við höfum ákveðið að bjóða veitingar í samræmi við þema tónleikanna hveiju sinni auk þess sem áskrifendur hljómsveitarinn- ar fá 10% afslátt af öðrum veit- ingum en þeim sem eru á sértil- boðum,“ segir Ingiveig Gunnars- dóttir sölu-og_ markaðsfulltrúi á Hótel Sögu. í kvöld verður til dæmis Vínarstemnming í Grilli í tengslum við Vínartónleika hljóm- sveitarinnar. „Grillið verður opið frá kl. 18 og í boði verður tvíréttaður Vínar- matseðill á 2.500 krónur. Eftir tónleika eru léttar veitingar í Skrúði, til dæmis Kaffi Strauss, Sacherterta, smurt brauð og hinn svokallaði sinfóníudiskur." ■ Laugavegi 41 Sími 13570 Skóverslun Þórðar Kirkjustræti 8 Sími 14181 TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP IMýtt símanúmer: Hagkaup, Skeifunni, 635000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.