Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 24
24 MQRQUNBLAÐIÐ PAGLEGT tÍ^|FIMMTUPAGUR 20. JANÚAR 1994 Reykskynjarar seljast mikið nú og flestir vilja þá sem “þefa“ af reyknum SALA á reykskynjurum hefur aukist töluvert eftir áramót og sögðu sölumenn sem Daglegt líf hafði samband við, að „salan tæki alltaf kipp“ í kjölfar alvarlegra bruna sem greint væri frá í fjölmiðlum. Algengast sögðu þeir að fólk keypti litla reykskynjara sem kosta 1.000-1.700 krónum eftir tegund- um. Að sögn viðmælenda okkar kaupa fæstir fleiri en einn reyk- skynjara. Þeir skynjarar sem al- gengastir eru, eru það sem kallað er jónískir en ennfremur eru á markaðnum optískir reykskynjar- ar. Annar þefar og hinn horfir Virkni þessara tveggja gerða reykskynjara er ólík og segja má að jónískir reykskynjarar þefi af reyk sem myndast af völdum elds, en hinir optísku sjái reykinn. Meðal annars var rætt við Sigurð Erlingsson deildárstjóra tæknideild- ar Securitas og Svavar G. Jónsson þjónustustjóra hjá Vara. Sögðu þeir að yfirleitt hentuðu jónískir reyk- skynjarar best í íbúðarhúsnæði. Þeir gefa frá sér viðvörunarhljóð þegar lykt af reyk berst að þeim eftir að eldur hefur kviknað. Optískir skynjarar sjá lyktarlaus- an reyk sem til dæmis myndast við svokallaðan glóðabruna en þess háttar bruni kom einmitt upp í Þjóð- minjasafninu fyrir skömmu. Að sögn þeirra sem til þekkja sviðnaði timburklæðning á þaki hússins og svokallaður „dauður reykur“ sem var lyktarlaus, ferðaðist um húsið. Jónískur reykskynjari mun hafa verið til staðar, en að framan- greindu má ætla að heppilegra hefði verið að hafa báðar gerðirnar í þessu tilviki. é. BUZZAT2D Þú finnur mun mmúTiLíFmm GUESIBÆ • SfMf 812922 Ekki er skylt samkvæmt reglum um brunavarnir að hafa slökkvi- tæki í íbúðarhúsnæði, en krafa er gerð um að það sé til staðar í bílskúrum. Morgunblaðið/Júlíus Reykskynjarar af þessu tagi eru algengastir en sumir láta hanna brunavamarkerfi sérstaklega fyrir sig. Ruglast á rykl og reyk „Við glóðabruna myndast mikill reykur þó ekki kvikni eldur,“ segir Sigurður og tekur dæmi um mat sem verið er að sjóða og gleymist á heitri eldavélarhellu. „Þegar vatn- ið gufar upp og maturinn brennur við, á sér stað bruni sem er sam- bærilegur við glóðabruna. Þá mynd- ast gífurlegur reykur sem optískur skynjari nemur samstundis." Hann getur einnig gefið frá sér falska viðvörun, til dæmis ef ryk í einhverjum mæli er nálægt honum, Sléttir pottbotnar og þétt lok spara rafmagn BOTN potta, panna og annarra suðu- eða steikingaráhalda þarf að vera sléttur svo hann falli vel að eldunarhellunni. Ef hann er ekki sléttur getur það valdið helmingi meiri rafmagnsnotkun en ella. Áríðandi er að stilla rofana rétt. Setja skal eldavélar- plötu á hæstu stillingu uns suðu er náð, en þá skal stilla á lægstu stillingu, sem haldið getur suð- unni við. Potta með íhvolfum botni, sem ætlaðir eru til notkunar á gasvél- um, skal varast og þykkir botnar eða mikil gufa, til dæmis eftir heitt sturtubað. Þetta eru einkum þeir þættir sem gera að verkum að op- tískir reykskynjarar eru ekki jafn hentugir á heimili og þeir jónísku. „Aftur á móti á sér stað jónískur bruni þegar verið er að grilla í ofni,“ segir Sigurður. „Þegar ofnhurð er opnuð eftir að matur hefur verið grillaður, gæti jónískur reykskynj- ari því gefið falska viðvörun.“ Ráð- legt er að hreinsa reykskynjara reglulega með því að ryksuga yfir- borð hans. Það dregur úr líkum á föskum viðvörunum, en algengt mun vera að fólk setji reykskynjara frekar upp á gangi framan við eld- hús en í eldhúsinu sjálfu, þar sem talsverðar h'kur eru á fölskum við- vörunum þar. Sérhannað brunavarnarkerfi Af samtölum við söluaðila reyk- skynjara má ætla að algengast sé að fólk hafí einn eða fleiri sjálf- stæða reyksynjara á heimilum sín- um. Til eru skynjarar sem eru sam- tengdir. Þeir eru nokkru dýrari og kosta í kringum 2.000 kr. hver. Samtenging þeirra er í því fólgin að allir gefa frá sér hljóðmerki ef einn skynjaranna nemur reyk. Einnig er unnt að fá flóknari búnað þar sem reykskynjunarkerfí er sérhannað fyrir húsnæði hvers og eins. Securitas og Vari eru með- al þeirra sem bjóða slíka þjónustu og er brunavarnarkerfí stundum hannað bæði með jónískum og op- tískum reykskynjurum. Þess má geta að Brunamála- stofnun gerir ekki kröfur um að reglum hennar sé fylgt í heimahús- um þó fólk láti setja upp brunavam- arkerfí. Reglurnar gera meðal ann- ars ráð fyrir að reyskynjari sé í hveiju herbergi húsnæðis, þ.á.m. í geymslum og á salemum. Svavar sagði að reglur um bruna- vamir gerðu kröfu um slökkvitæki í bílskúr en ekki í íbúðarhúsnæði. „Ég held að þessum reglum sé ekki framfylgt, enda er takmarkað eftir- lit með þeim. Öryggismeðvitund fólks þyrfti að vera meiri og allir ættu að hafa reykskynjara, eldvam- arteppi og slökkvitæki á heimili. Hið opinbera ætti ekki að þurfa að setja reglur þar af lútandi.“ ■ BT Málning í skærum litum er mun dýrari en ljós málning ÞEIR SEM vilja mála eldhúsið hárautt, vinnuherbergið heiðgult eða baðherbergið úthafsblátt, þurfa að reiða fram talsvert hærri upphæð fyrir málningnna en þeir sem kjósa ljósa liti. Af hvetju? var Atli Asbergsson yfirverkfræðingur hjá málningaverksmiðjunni Hörpu spurður. „Einfaldlega vegna þess að litar- efni eru mjög dýr,“ svarar hann og það gefur auga leið að meiri litar- efni þarf í sterkan lit en daufan. Á litaspjöldum málningaframleiðenda sést að þeir litir og tónar sem í boði eru skipta þúsundum. Munur á verði eftir litum getur hins vegar verið vemlegur, sérstaklega ef mála á mörg herbergi. Staðlaðír lltir eru ódýrari Þegar litur hefur verið valinn af litaspjaldi í málningaverslun eru mestar líkur á að hann verði bland- aður á staðnum samkvæmt formúlu frá framleiðanda. Málningaverk- smiðjur blanda einnig svokallaða staðalliti, sem eru tilbúnir á lager og jafnan ódýrari en málning í sér- staklega blönduðum lit. Mismunandi grunnmálning er notuð í hina ýmsu liti. Fagfólk kall- ar grunnmálninguna stofn og eru stofnar fyrir ljósa málningu hvítir eða jafnvel litlausir. Einnig er til rauður stofn, blár, appelsínugulur og gulur. Þeir eru notaðir sem uppi- staða í málningu í sterkum litum. „Litaður stofn er mun dýrari en hvítur stofn eða litlaus, en nauðsyn- þykja betri en þunnir. Pottar, katl- ar og pönnur þurfa að hylja alla hitaplötuna til að hiti fari ekki til spillis og sé potturinn breiðari en platan fer einnig hluti af hitanum til spillis. DÚXINN - námstækninámskeið og námið verður leikur einn! Inniheldur bók og tvær snældur. v Verð aðeins kr. 2.900. Fæst í flestum bókaverslunum. Sendum einnig frítt í póstkröfu. Sími 642100. HRAÐIJ3STRARSKÖLINN Sjóðið kartöflur og grænmeti í litlu vatni og minnkið með því raf- magnsnotkun um allt að 30%. T.d. nægja 2-3 dl af vatni til að sjóða hálft kg af kartöflum, að því til- skildu að lokið sé þétt. Bæði tími og orka fer til spillis við að mat- reiða frystan mat. Þíðið því allan mat áður en að matreiðslu kemur og hagkvæmast er að gera það í kæliskápnum því þá nýtist kuldinn frá frystivörunum til kælingar í ’skápnum. Takið lokið sem minnst af á meðan soðið er og notið ætíð þétt lok. Ef soðið er án loks þarf þrisv- ar til fjórum sinnum meira raf- magn en ella. Ohætt er að slökkva á hellunum nokkru áður en matur- inn er fullsoðinn og nýta á þann hátt hitann frá hellunum til fulln- ustu. ■ legt er að nota litaðan stofn til að ná frám ákveðnum litum í málningu án þess að rýra gæði hennar,“ seg- ir Atli. Litaspjöld Þegar vel er að gáð, koma í ljós margvíslegar upplýsingar á lita- spjöldum málningaframleiðenda. Til dæmis hvort málning er staðallitur og hvort hún er unnin úr hvítum stofni eða lituðum. Upplýsingamar eru ekki beinlínis aðgengilegar, alla vega ekki fyrir óvana, en líkast til eru sölumenn í málingaverslunum allir reiðubúnir að útskýra þessar skammstafanir og tákn. Annað sem hefur áhrif á verð málningar er hversu glansandi hún er. Málning með hátt gljástig er dýrari en málning með lágt glástig. Auðveldara er að þrífa glansandi málningu en matta og er hún því oftast notuð þar sem mikið mæðir á. Samkvæmt upplýsingum Dag- legs lífs getur málning með lituðum stofni, til dæmis hárauð eða heiðgul auðveldlega verið um eða yfír 50% dýrari en málning í stöðluðum lit. ■ BT ÞjófastimpiU á kaupmenn er með öllu ástæðulaus „MÉR finnst ástæðulaust að vera að setja einhvern þjófastimpil á kaupmenn, eins og mér finnst til dæmis að Neytendasamtökin og Alþýðusambandið hafi verið að gera að undanförnu með auglýs- ingum og tilkynningum þar sem allur almenningur er beinlínis hvattur til að vara sig stórlega á kaupmönnum," segir Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtakanna. „Ég leyfí mér að fullyrða að kaupmönnum hefur aldrei til hugar komið að stinga hluta verðlækkun- ar, sem nú er að koma til fram- kvæmda vegna lækkunar virðis- aukaskatts á matvæli, í eigin vasa, eins og sterklega má lesa út úr öll- um þeim viðvörunum hinna ýmsu samtaka sem nú dynja á landslýð. Ég vil meina að það sé ekki hafið yfír neinn vafa að kaupmenn lækki vörur sínar í kjölfar virðisauka- skattslækkunar úr 24,5% í 14%,“ segir Bjarni, sem bætir því jafn- framt við að Kaupmannasamtökin hafí alla tíð verið mótfallin tveggja þrepa virðisaukaskatti á matvæli þar sem að slíkt kerfí gæfi tilefni til tortryggni auk þess sem tveggja þrepa virðisaukaskattskerfi væri síður til þess fallið að auðvelda skattaskil. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.