Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994 Nýir eigendur teknir við rekstri SR-mjöls hf. KAFLASKIPTI urðu í rekstri SR-mjöls hf. í gær þegar nýir eigendur tóku við rekstri fyrirtækisins, en þeir eru tæplega 180 talsins. Formlega var gengið frá eigendaskiptum fyrirtæk- isins á fundi á Akureyri í gær og tók þá Þorsteinn Pálsson við fyrstu greiðslunni fyrir félagið úr hendi Benedikts Sveins- sonar sem kjörinn var formaður hinnar nýju stjórnar sem kosin var í gær. „Megi þetta skref sem nú er stigið verða heillaskref fyrir ís- lenskt atvinnulíf," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra við eigendaskiptin í gær. SR-mjöl hf. rekur loðnuverksmiðjur á fimm stöðum á landinu, Siglufirði, Rauf- arhöfn, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Skagaströnd og barst fyrsti loðnufarmurinn til verksmiðjunnar á Reyðarfirði skömmu eftir mið- nætti í fyrrinótt þegar Örninn KE kom með afla að landi. Hagnaður um 260 milljónir Stofnfundur SR-mjöls var hald- inn á Siglufirði í byijun júlí á síð- asta ári og tók félagið við rekstri af Síldarverksmiðjum ríkisins 1. ágúst. Á tímabilinu frá 1. ágúst til 31. desember tók fyrirtækið á móti tæpum 165 milljónum tonna af loðnu, sem er 51,3% af heildar- loðnuaflanum á tímabilinu. Tekj- ur félagsins námu um 1.720 millj- ónum króna en rekstrargjöldin voru liðlega 1.300 milljónir króna. Hagnaður eftir skatta og afskrift- ir er um 260-70 milljónir króna, að því er fram kom í máli Arndís- ar Steinþórsdóttur, fráfarandi formanns stjórnar SR-mjöls, og sagði hún það glæsilegan árangur á ekki lengri tíma. Ný sjö manna sjórn Á fundinum var samþykkt til- laga um nýja sjö manna stjórn fyrirtækisins en hana skipa þeir Benedikt Sveinsson, Gunnar Þór Ólafsson, Magnús Gunnarsson, Þorsteinn Húnbogason og Örn Erlingsson en varamenn voru kjörnir Ármann Ármannsson og Gísli Marteinsson. Þessi stjórn mun sitja til aðalfundar árið 1995. Benedikt þakkaði það traust sem honum hefði verið sýnt til að sinna vandasömu verkefni. Hann sagði það hafa verið margslungið verkefni að koma saman þeim hópi sem að kaupum fyrirtækisins stóð. „Við vonum að fyrirtækið eflist og dafni í framtíðinni landsmönnum öllum til heilla,“ sagði Benedikt. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 2. FEBRUAR YFIRLIT: Skammt norður af Langanesi er 950 mb lægð, sem hreyfist norður en síðar norðvestur. Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er önn- ur 950 mb djúp og víðáttumikil lægð, sem þokast norðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á öllum djúpum nema Suðaustur- djúpi. SPÁ: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi með allhvössum éljum um vestanvert landið. Fremur kalt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan átt, sumstaðar strekkingur. Élja- gangur sunnanlands og vestan, en bjart nprðaustanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg eða suðvestlæg átt, víðast fremur hæg. Þurrt inn til landsins á Norður- og Austurlandi, en ól í öðrum lands- hlutum. Frost á bilinu 2-10 stig báða dagana, mest á Norðurlandi. HORFUR Á LAUGARDAG: Útlit er fyrir norðaustanátt með éljum á land- inu norðaustanverðu, en þurru sunnanlands og vestan. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðrstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Alskyjaö Hálfskyjað Skyjað Heiðskirt Léttskyjað Skúrir Slydduel Snjokoma Slydda Rignmg Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-, í? FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgaer) Víðast á landinu er mikil hálka á vegum. Fært er um vegi á Suðvestur- landi og Snæfellsnesi svo og um Heydal i Reykhólasveit en Bratta- brekka er þungfær. Á Vestfjörðum er fært á milli Brjánslækjar og Bíldu- dals. Breiðadalsheiði er ófær vegna snjóflóða og Botnsheiði er þungfær og skafrenningur er á heiðum. Fært er um ísafjarðardjúp og Steingríms- fjarðarheiði, en þungfært er sunnan Hólmavíkur. Á Norðurlandi er þung- fært um Öxnadalsheiði og á Siglufjarðarleið og þar gengur á með snjó- éljum. Vegir á Noröausturlandi og Austurlandí eru flestir færir en þó er ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vegir um sunnanverða Aust- firði eru færir og sama er að segja um vegi á Suðurlandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 rigning Reykjavlk 0 skýjað Bergen 3 aiskýjað Helsinkf +16 léttskýjað Kaupmarmahöfn 2 rigningásíð.klst. Narssarssuaq +16 skýjað Nuuk +17 snjókoma Osló +4 atskýjað Stokkhóimur +7 iéttskýjað Þórshöfn 1 Algarve 17 heiðskfrt Amsterdam 5 alskýjað Barcelona 13 mistur Berlín 6 skýjað Chicago +22 léttskýjað Feneyjar g þokumóða Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 7 rigning Hamborg 6 skýjað London 9 súld Los Angeles aiskýjað Lúxemborg 2 alskýjað Madrid 9 skýjað Malaga vantar Mallorca 14 léttskýjað Montreal +22 léttskýjað New York 4-4 léttskýjað Orlando 10 alskýjað Paris 6 skýjað Madeira 16 skýjað Róm 14 þokumóða Vín 8 léttskýjað Washington +1 skýjað Wlnnipeg +18 snjókoma Hejmíld: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.30 í gær) 12.00 IDAG kl. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gengið var frá eigendaskiptum í SR-mjöli í gær. 20 starfsmönnum sagt upp hjá Stöð 2 og Bylgjiuini TUTTUGU starfsmönnum Stöðvar 2 og Bylgjunnar var sagt upp nú um mánaðamótin. Uppsagnirnar eru liður í aðhalds- og sparnaðar- aðgerðum sem gripið var til þegar rekstraráætlun fyrir árið lá fyr- ir. Hún gerir ráð fyrir tekjusamdrætti á þessu ári bæði í auglýs- inga- og áskriftíirtekjum. Páll Magnússon, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins, sagði að hagnaður ársins 1993 yrði svipaður og 1992 eða vel á annað hundrað milljónir, en ef ekki yrði gripið til aðgerða á þessu ári hefði sá hagnaður horfið. Skuldir félagsins væru þó enn miklar eða um 1.000 milljónir. Eiginfjárstaða var já- kvæð um 230-240 milljónir um áramót. Páll sagði að flestallar deildir fyndu fyrir samdrættinum. Á fréttastofu var sjö starfsmönnum sagt upp, á tæknideild sex og síðan skiptast hinir sjö m.a. á markaðs- deild og dagskrárdeild. Páll sagði að við uppsagnirnar hefði þess ver- ið gætt að hafa starfsaldursreglur í heiðri en það hafi þó ekki verið einhlítt. Hann sagði allt hafa verið skorið niður eins og hægt var annað en mannahald áður en gripið var til uppsagna. Þá sagði hann að þess hefði verið gætt að niðurskurðurinn yrði sem minnst tilfinnanlegur fyrir viðskiptavini félagsins. Páll sagði ótímabært að gefa upp hvað áætlanirnar gerðu ráð fyrir miklum tekjusamdrætti en að helm- ingur sparnaðar myndi liggja í minni launakostnaði, bæði með upp- sögnum og endurskoðun hluta launasamninga. F orvarnaraðgerðir „Síðan verður ráðist á alla aðra þætti og reynt að ná kostnaði nið- ur. Meðan við erum að skrapa botn- inn á kreppunni verðum við að hag- ræða eins og öll íslensk fyrirtæki önnur en keppinautur okkar, Ríkis- útvarpið, sem er hafinn yfir efna- hagsleg lögmál og innheimtir sín afnotagjöld með fógetavaldi. í áætlunum okkar er gert ráð fyrir að samdráttur verði bæði í áskriftar- og auglýsingatekjum þrátt fyrir góða afkomu á síðasta ári. Meginástæðan fyrir honum eru minnkandi áskriftartekjur en þær nema 80% af tekjum félagsins. Það sem skýrir þá minnkun er í fyrsta lagi hin almenna kreppa, í öðru lagi 14% virðisaukaskattur, sem lagður var á í sumar, og í þriðja lagi sá vaxandi þjófnaður út úr áskriftar- kerfinu sem við höfum orðið vör við. Þetta er fyrst og fremst for- varnaraðgerð, einfaldlega til að bregðast við því sem við teljum vera hugsanlegan tekjusamdrátt á þessu ári. Mín skoðun er sú að ís- lensk fyrirtæki hafa gert of mikið af því að bíða eftir vandræðum sem hefði mátt sjá fyrir án þess að bregðast við í tíma.“ Kostnaður vegna aðfanga hækkar Páll sagði að útgjöld féiagsins hefðu aukist m.a. vegna þess að á sama tírna-og áskriftargjöld hefðu ekkert hækkað, fyrir utan almennar verðlagsbreytingar og þá hækkun sem varð vegna virðisaukaskatts- ins, hefðu aðföng hækkað verulega en um þau væri að stærstum hluta samið í dollurum. „Þegar við hækk- uðum áskriftargjöldin síðast, 1. mars 1992, þá stóð Bandaríkjadoll- ar í 57 krónum en er núna 73 krón- ur. Við höfum hins vegar ekki treyst okkur til að hækka áskriftargjöld- in,“ sagði Páll. ■ ♦. Framhaldsskóli í Borgarholti Skólanefnd beiti sér fyrir opinni samkeppni BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beina því til bygginganefndar nýs framhaldsskóla í Borgarholti að hún beiti sér fyrir opinni sam- keppni um hönnun skólans. Áður hafði verið ákveðið að bjóða sex teiknistofum þátttöku í lokaðri samkeppni um hönnun skólahússins en borgarráði barst áskorun frá fjöi- mörgum arkitektum um að það beitti sér fyrir því að fyrirkomulag hönnunarsamkeppninnar yrði tekið til endurskoðunar og samkeppnin opnuð fyrir almennri þátttöku allra þeirra 42 arkitektastofa sem bygg- ingarnefnd skóians hafði metið hæfar auk annarra sem ekki hafí gefist kostur á að taka þátt í for- vali á vegum nefndarinnar. Arkitektarnir bentu á að fyrir- hugaður framhaldsskóli yrði ein stærsta framkvæmd á sviði skóla- mála hér á landi og áætlaður bygg- ingarkostnaður um 1 milljarður króna. Undirbúningur hinnar lok- uðu samkeppni væri skammt á veg kominn og útboðsgögn hafi enn ekki verið afhent keppendum og því sé augljósiega ekkert því til fyrirstöðu að halda opna sam- keppni; jafnframt var bent á að endanleg afmörkun ióðar skóla- hússins hafi ekki verið áfgreidd í skipulagsnefnd borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.