Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
Nýliðun og stærð
þorskstofnsins
eftir Guðrúnu
Marteinsdóttur
Því hefur verið haldið fram að
lítil fylgni sé á milli stofnstærðar
og nýliðunar í þorskstofninn. Ein-
staka aðilar, þar á meðal Kristinn
Pétursson (sjá t.d. Morgunbl. grein
20. jan. 1994) hafa jafnvel talið að
nýliðun sé í öfugu hlutfalli við stofn-
stærð. Kristinn hefur bent á, máli
sínu til stuðnings, að klak hafi oft
heppnast vel þó svo að stofninn
væri í lágmarki (sbr. árin 1973,
1983 og 1984). Þessi túlkun á sam-
spili stofnstærðar og nýliðunar er
byggð á misskilningi. Slíkur ‘mis-
skilningur, ef hann er tekinn trúan-
legur, getur reynst fiskveiðiþjóð
sem okkur hættulegur.
í þessari grein verður leitast við
að skýra á hvern hátt nýliðun í
þorskstofninn tengist stærð hans..
Rannsóknir á samspili stofnstærðar
^ og nýliðunar hafa leitt í ljós að
stærð árganga er ekki í beinu sam-
bandi við stærð stofnsins á þeim
tíma sem klak á sér stað. Stærð
árganganna tengist hins vegar ald-
urssamsetningu hrygningarstofns-
ins og hiutfallslegum fjölda þeirra
einstaklinga sem eru til staðar í
hverjum aldurshóp á þeim tíma sem
klak á sér stað. Eins og lesendur
munu sjá þá aukast líkurnar á að
fá góða nýliðun þegar hrygningar-
stofninn er samsettúr úr mörgum
aldurshópum og fjöldi einstaklinga
~*í elstu aldurshópunum er hlutfalls-
lega hár. Slík aukning í elstu aldurs-
hópunum kemur hins vegar ekki
fram nema að stofninn sé yfir
ákveðinni lágmarksstærð.
Aldurssamsetning
hrygningarstofnsins
Til þess að skilja í hveiju sam-
bandið á milli stofnstærðar og nýlið-
unar felst þá verðum við að byija
á að skoða þær breytingar sem
hafa átt sér stað í aldurssamsetn-
ingu hrygningarstofnsins. Þegar lit-
ið er á aldurssamsetningu hrygn-
ingarstofnsins eins og hún var hér
áður fyrr (sjá t.d. árin 1955-1958
á mynd 1) þá sjáum við að stofninn
'var yfirleitt mjög fjölbreytilegur,
þ.e.a.s. margir sterkir árgangar
voru til staðar í stofninum hveiju
sinni og þessir sterku árgangar
ndðu oft háum aldri áður en þeir
hurfu úr stofninum. Á síðari árum
er aldursdreifingin mun þrengri. í
flestum tilfellum er aðeins einn
sterkur árgangur til staðar hveiju
sinni og oft er búið að veiða megn-
ið af honum þegar hann hefur náð
7-8 ára aldri. Það er sérstaklega
áhugavert að líta á nýliðunina út
frá þessum breytileika. Til þess að
það sé hægt verðum við að meta
fjölbreytileika stofnsins á hveiju ári
þannig að hægt sé að skoða tölu-
legt samband á milli nýliðunar og
þess breytileika sem einkennir ár-
gangaskipan hrygningarstofnsins.
Þetta er hægt að gera með því að
reikna út eins konar breytileika-
stuðul (H). Þessi stuðull er óháður
stærð stofnsins hveiju sinni. Stærð
stuðulsins fer hins vegar eftir því
hversu margir árgangar eru fyrir
hendi í stofninum hveiju sinni og
hvernig fjöldi fiska dreifist á ár-
gangana. Stuðullinn er stærstur
þegar margir sterkir árgangar eru
fyrir hendi en minnkar eftir því sem
aldursdreifingin þrengist og ijöldi
sterkra árganga minnkar. Þannig
er breytileikinn t.d. mjög mikill árið
1955 (H = 0,88, sjá mynd 1) en
með minnsta móti árið 1991 (H =
0,66).
Breytileiki í
aldurssamsetningu
hrygningarstofns og nýliðun
Mynd 2 sýnir líkurnar á að fá
góða nýliðun þegar breytileiki í ald-
urssamsetningu er annað hvort
mikill eða lítill. Það er ljóst að ef
breytileiki er fyrir neðan meðallag
(<0,76) þá eru mjög litlar líkur á
að nýliðun verði fyrir ofan meðallag
(>205 milljónir þriggja ára fiska).
Af þeim 18 árum sem einkennast
af litlum breytileika, þ.e. þröngri
aldursdreifíngu, þá er nýliðun góð
í aðeins þremur tilvikum, eða 16%
tilfella. Hinsvegar ef breytileikinn
er fyrir ofan meðallag þá getum
við átt von á að fá góða nýliðun í
60% tilfella en einnig lélega nýliðun
í 40% tilfella.
Stærð hrygningarstofns,
breytileiki í
aldurssamsetningu og nýliðun
Ef við lítum á 3. mynd sjáum
við að breytileikinn virðist sveiflast
í öfugu hlutfalli við stærð hrygning-
arstofnsins. Þegar hrygningar-
stofninn er hlutfallslega stór eins
og t.d. á árunum 1969-1971 og
1979-1981 þá er breytileikinn hlut-
fallslega lágur. Ástæðurnar fyrir
þessu liggja í því að breytileiki í
Dr. Guðrún Marteinsdóttir
„Slíkur misskilningur,
ef hann er tekinn trúan-
legur, getur reynst
fiskveiðiþjóð sem okkur
hættulegur.“
stofninum hveiju sinni er háður því
hversu margir aldurshópar eru fyrir
hendi. Breytileikinn eykst því þegar
sterkir árgangar vaxa upp í gegn-
um stofninn og ná hlutfallslega
háum aldri (t.d. 10-12 ára aldri)
samfara auknum fjölda aldurshópa
í stofninum. Stærð hrygningar-
stofnsins er hinsvegar mest þegar
fiskarnir í þessum sterku árgöngum
eru ennþá aðeins 6-8 ára gamlir,
þ.e. á þeim árum sem að þeir eru
ennþá til staðar í miklum fjölda í
stofninum. Hár breytileiki í aldurs-
samsetningu hrygningarstofnsins
tengist því ekki stærð stofnsins á
hveijum tilteknum tíma heldur
frekar stærð stofnsins nokkrum
árum fyrr, þ.e. þegar þeir fiskar
sem mynda eldri árgangana eru
aðeins 6-8 ára gamlir og eru enn
til staðar í miklum fjölda.
Þetta skýrist best með því að
fylgja sterku árgöngunum upp í
gegnum stofninn. Ef við lítum á
árganginn frá 1964, þá sjáum við
að þegar hann hefur náð 6 ára aldri,
árið 1970, þá hefur stærð stofnsins
stækkað (einstaklingamir úr 1964
1955
H = 0.88
3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
80
60
40
20
0
1988
H = 0.68
1956 1989
1957
1990
1958
1991
H = 0.66
5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
I. mynd. Aldurssamsetning hrygningarstofnsins á árunum 1955-1958 og 1988-1991. Súlurnar sýna
fjölda fiska (millj.) í hveijum aldurshópi. Breytileikastuðull (H) er gefinn fyrir hvert ár.
Breytileikastuðull
2. mynd. Sambandið á milli árgangaskipanar hrygningarstofnsins
og nýliðunar á árunum 1955-1992. Línurnar skipta gögnunum í 4
hópa sem afmarkast af meðalnýliðun (lárétt) og meðalbreytileika
(lóðrétt).
Breytileikastuðull
1.0
65 60 65 70 76 80 85 90
Ár
Stærð hrygningarstofnsins (Þús. tonn)
Nýliðun í þorskstofninum (Millj. 3 ára fiska)
500,
Árgangar
3. mynd. Breytileiki í árgangaskipan, stærð hrygningarstofns og
nýliðun þorskstofnsins á árunum 1955-1992.
árganginum hafa aukið við sig í
þunga og eru ennþá til staðar í
miklum fjölda í stofninum). Breyti-
leikinn er hinsvegar lítill þar sem
aldursdreifingin einkennist aðallega
af mörgum 6 ára fiskum en færri
fiskum íyngri og eldri aldurshópun-
um. Það er ekki fyrr en þessir físk-
ar ná 9-10 ára aldri, á árunum
1973-1974, sem breytileikinn vex
að nokkru marki. Samfara auknum
breytileika vaxa líkurnar á að fá
góða nýliðun og árið 1973 verður
til stærsti árgangurinn á þessu
tímabili. Stærð stofnsins hefur hins-
vegar minnkað þar sem megnið af
1964 árganginum hefur verið veitt.
Á þennan hátt sveiflast stærð
stofnsins og breytileiki í árganga-
skipan stofnsins sitt á hvað.
Þar sem líkurnar á að fá góða
nýliðun aukast þegar margir ald-
urshópar eru fyrir hendi í stofninum
hveiju sinni, þá er ljóst að ein af
forsendunum fyrir því að fá góða
nýliðun felst ekki í því að stofninn
sé stór á þeim tíma sem klak á sér
stað, heldur að stofninn hafi verið
stór nokkrum árum áður, þ.e. á
þeim árum þegar sterku árgangarn-
ir voru aðeins 6-8 ára gamlir. Enn-
fremur er nauðsynlegt að þessir
árgangar hafi fengið að vaxa upp
í gegnum stofninn og ná tiltölulega
háum aldri (í það minnsta 10-11
ára aldri) þannig að sá breytileiki
sem felst í auknum Qölda aldurs-
hópa náist.
Friðanir á hrygningarslóð þegar
hrygning er í hámarki gegna m.a.
þeim tilgangi að minnka sókn í elsta
hluta hrygningarstofnsins. Þessi
friðun má þó ekki verða til þess að
sókn í yngri hluta stofnsins aukist.
Sú hætta sem blasir við okkur í dag
er augljós ef við lítum á stofnstærð-
arsveiflurnar sem myndast þegar
sterku árgangarnir ganga upp í
gegnum stofninn (3. mynd). Vegna
aukins veiðiálags þá eru topparnir
sem koma fram við 6-7 ára aldur
þeirra fiska sem mynda sterku ár-
gangana alltaf að verða minni og
minni. Að sama skapi þá eru það
alltaf færri og færri fiskar sem ná
10 ára aldri.
Sterku árgangamir frá 1983 og
1984 eru nú að vaxa upp í gegnum
stofninn og hafa þeir nú náð 10 og
11 ára aldri. Sú aukning sem á sér
stað í fjölda 10 ára fiska og eldri
mun leiða til aukins breytileika í
stofninum og þar með auka líkurn-
ar á að fá betri nýliðun en verið
hefur. Það er þó áhyggjuefni að
fyöldí fiska í þessum elsta hluta
stofnsins er ekki eins mikill og hann
var t.d. á árunum 1983-1984 þeg-
ar 1973 árgangurinn hafði náð
sambærilegum aldri. Líkurnar á að
fá jafn sterka árganga eins og á
árunum 1973, 1983 og 1984 eru
því ekki eins góðar en þær útiloka
hinsvegar ekki möguleikann á að
fá nægilega mikla nýliðun til þess
að hægt verði að byggja stofninn
upp aftur.
Höfundur er doktor í fiskvistfræði
ogstarfará
Hafrannsóknastofnun.