Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994 41 Eru Islendingar gáfumannaþjóð? Frá Halldóru M. Steingrímsdóttur: Ég er reið. Af hverju? Ég opna ekki svo útvarp eða sjónvarp, þegar fréttaþættir eru að ekki heyrist eitt- hvert neikvætt væl. Atvinnuleysið eykst dag frá degi. Gjaldþrot, eng- inn fískur. Fréttamenn gerið þið ykkur ekki grein fyrir því, hvað þið eruð að gera, kunnið þið ekkert í mannleg- um samskiptum? Þið eruð að bijóta landann markvisst niður og draga þrótt úr fólkinu í landinu. Það sem við verðum að gera, er að skoða pólitík út frá því sem ger- ist annars staðar í heiminum og draga ályktanir af því. Hvar gengur vel núna? Peningar Vesturlanda virðast flytjast mikið til Asíu. Hvað gera Japnir, þeir nota heilann vel, byggja fólkið markvisst upp og banna neikvæða umfjöllun um fjár- mál í fjölmiðlum. Þannig fá þeir jákvæða framleiðni, það er afköst hvers vinnandi manns aukast. Einn- ig leggja þeir áherslu á hreyfingu og leikfimi á hveijum degi. Japanir eiga enga gullnámu aðra en fólkið og heilastarfsemi þess. Þeir fram- leiða allskonar tæki og tól, sem gleðja Vesturlandabúa og Vestur- landabúar flytja því fjármagn sitt yfir til Asíu og Asíubúar verða því ríkari en við fátækari. Það sem við þurfum að gera, er að fækka alþingismönnum niður í 20, því færri sem stjórna, því fleiri mál vinnast í gegn og málin ganga hraðar fyrir sig. Þessir 20 menn ættu, öfugt við þá sem nú eru starf- andi, eingöngu að vera menn með reynslu af rekstri fyrirtækja og vera hæfir sölu- og markaðsmenn með hugsjónir til almenningsheilla. Dæmi um það sem við gætum gert er að styðja betur við þá sem eru að auglýsa ísland sem óvana- legt ferðamannaland, til dæmis íjalla- og jöklaferðir á vélsleðum. Éinnig að styðja við bakið á þeim sem vilja selja lífrænt ræktað græn- meti. Til dæmis með því að niður- greiða rafmagn til gróðurhúsa og annarra fyrirtækja sem framleiða vörur sem hægt væri að selja til útlanda. íslendingar! Einföld atriði úr þjóðhagfræði eru: Aukin framleiðni samasem meiri afköst, meiri velta í peningum. Meiri peningavelta: peningar koma í hendur fleiri aðila. Hvernig á að fá meiri peninga inn í landio? Meðal annars með fjöl- breyttari framleiðslu til útflutnings og góðri markaðssetningu. Síðan þurfum við að vera dugleg að eyða þessum peningum innaniands og í íslenskar vörur, þá hafa fleiri at- vinnu og meiri peninga, sem hald- ast þá innanlands. Við íslendingar eigum yfirleitt ekki eins bágt og ætla mætti, af öllum þeim barlómi sem heyrist. Þeir sem eiga verulega bágt eru börn, með útblásinn kvið af sulti, engin föt til að klæðast og sem hafa engan sem þykir vænt um þau og getur eða vill annast þau. HALLDÓRA M. DÓTTIR, snyrtifræðingur, Fannafold 217a, Reykjavík. STEINGRIMS- í sannleika sagt? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: Eftir áhorf á þáttinn „I sannleika sagj,“ miðvikudaginn 19. janúar og vegna lokaorða geðlæknis í þættin- um sem hann ætlaði ekki að „brenna inni með“ um það að fólk skyldi nú leita sér hjálpar í tíma, ákvað ég að dýfa penna í blek. Maðurinn minn var ábyrgur gerða sinna þegar hann sprengdi húsið sitt (og annarra) í loft upp sl. sumar. Það varð hans síðasta framkvæmd í lífínu, því hann lést í sprengingunni. í raun hrópaði hann á hjálp á svo afdrifaríkan VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Peningar töpuðust PENINGAR töpuðust sl. fímmtu- dag, gæti hafa verið í Austur- bergi, í strætisvagni nr. 112 eða við Kringluna. Hafi einhver fund- ið peningana er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 687563. Kuldahúfa tapaðist á Grettisgötu BRÚN kuldahúfa tapaðist á Grettisgötu sl. laugardagskvöld á milli Barónsstígs og Vitastígs. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 11261 eða 27446. Lyklar töpuðust ÓMERKTUR hringur með átta lyklum á tapaðist á leiðinni frá Landspítalanum að útvarpshús- inu um Eskihlíð og Hamrahlíð sl. miðvikudag. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að skila lyklunum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fundarlaun. Úlpa týndist í fyrra DÖKKBLÁ vatns- og vindheld úlpa tapaðist í fyrra. í staðinn fyrir flipann á rennilás úlpunnar var búið að setja silfurlitan lykla- hring og í vasa hennar var „skoskur" tweed-ullarhattur. Éigandinn man síðast eftir að hafa verið í úlpunni í heimsókn á Fæðingardeild Landspítalans síðast í nóvember og í sæluvímu eftir að hafa séð barnið sitt man hann ekkert hvað hann hefur gert við úlpuna, en hún gæti hafa verið skilin eftir hvar sem er í Reykjavík. Hafí einhver fund- ið úlpuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 18565. Lyklakippa með fjarstýringu LYKLAKIPPA með fjarstýringu merkt Globus fannst fyrir nokkru í Blesugróf. Upplýsingar í síma 675802. Lyklar fundust LYKLAR í svörtu veski merktu Umferðarskólanum fundust í Grafarvogi sl. sunnudag. Eigandi má hafa samband í síma 675802. Úr tapaðist GYLLT kvenmannsúr með gylltri spöng eða armbandi tapaðist, lík- lega fyrir utan LA kaffi, aðfara- nótt sunnudags. Hafi einhver fundið úrið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 98-22109. Handtaska tapaðist BRÚN sporöskulöguð handtaska tapaðist í Þjóðleikhúskjallaranum eða á leiðinni frá Hringbraut að Dvergabakka aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi vinsamlega hringi í síma 672658. Taska tapaðist LÍTIL rauð leðurtaska tapaðist á Café Amsterdam sl. laugardags- kvöld. Viti einhver um afdrif töskunnar er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 686757. Hjól tapaðist NÝTT blátt reiðhjól af gerðinni Diamond hvarf úr læstri reið- hjólageymslu við Hátún fyrir 1-2 mánuðum. Hafi einhver orðið var við þetta hjól er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 620418. Þór. Peningaveski hvarf SVART seðlaveski hvarf úr fata- geymslu í versluninni 10-10 í Hraunbæ sl. föstudagskvöld. í veskinu voru skilríki en engir peningar. Upplýsingar í síma 674275. GÆLUDÝR TVEIR kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 651050. hátt. Hann var í prísund, prísund þess manns sem sér ekki í örvænt- ingarfullum tilraunum raunveru- leikann í réttu ljósi, né heldur fyrir afleiðingar gerða sinna til fullnustu. Hann átti sín góðu og slæmu tíma- bil, eitt slæmt hafði gengið yfír fyrir rúmu hálfu ári, sem varð til þess að ég flutti í burtu. Ég reyndi hvað ég gat að fá hjálp honum til handa en lítið gekk í því efni, menn virtust hvorki hafa vilja, né vilja skilja alvöru málsins. ég hitti landlækni að máli í júní 1993, með ítarlega lýsingu á viðleitni hans og viðskiptum við lækna og fleiri, þar sem ýmsar brotalamir, að ég tel, bar á góma. Til dæmis hvers vegna geðlæknir símsendi sjúklingi svefntöflur án þess að hafa nokkuð verið í sam- bandi við viðkomandi um langt skeið? Hvers vegna einn læknir ráð- leggur innlögn á spítala og annar segir nei, o.fl., o.fl. Landlæknir sagðist skyldu tala við þessa menn alla, meira veit ég ekki en ég vona og bíð að ekki séu einstaklingar til hér sem þurfa að ganga píslargöngu í reiðileysi, vegna sinnuleysis, skipulagsleysis, ábyrgðarleysis eða viljaskorts innan heilbrigðiskerfís þessarar þjóðar. Virðingarfyllst, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARS- DÓTTIR, Látraströnd 5, Seltjarnarneai. LEIÐRETTINGAR Óskiljanleg'ur myndatexti Vegna mistaka í tæknivinnslu féllu niður orð í myndatexta með viðtali við Sólveigu Þorvaldsdóttur jarðskjálftaverkfræðing sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag og varð textinn við það óskiljanlegur. Textinn birtist undir fyrirsögninni í gegnum gólfíð og hljóðar svona réttur: Allir sem dóu í húsinu í Northridge voru sofandi í rúmum sínum og fundust þeir með því að fara inn í svefnherbergi á hæðinni fyrir ofan og ijúfa gólfið. Að sögn Sólveigar hafa bandarískir fjölmiðl- ar ekki haft aðgang að skaðasvæð- unum. Við lækkum byggingarkostnað 0 Handlaug 0 Salerni 0 Baökar 0 Blöndunartæki ÁLFABORG? KNARRARVOGI 4 • 686755 Námskeið og leshringar um dulfræði og heimspeki. Námskeiðin eru haldin vikulega og eru í 2 mánuði. í leshring verða m.a. lesnar bækurnar: Vitundarvígsla Manns og Sólar og Bréf um dúl- fræðilega hugleiðingu eftir Tíbetska ábótann Djwhal Khul og bókin A U M eftir Roerich. Báðir þessir kennarar eru leiðandi í Trans-Himalaya- skólanum. Bækurnar fjalla m.a. um þróun og framtíð mannsins, Hvíta bræðralagið og launhelgamar. Þátttökugjald á námskeið er kr. 2.000,- á mánuði. Upplýsingarí síma 91-79763. Áhugamenn um þróunarheimspeki. HHS/WAN IFULLUM GANGI 20-40% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 15-20% stgr. afsláttur af öllum vörum meðan á útsölunni stendur. Dæmi um verð: áður/ nú: 33,3x33,3 2.187 1-531 20x20 1/80 1.185 20x20 14580 1.099 31,6x31,6 /2.576 1.546 TT Tl JJ TT i K * r.i UJ 5 * ’ . wrmiiL l'JI’k ■■ Li 1j T 1 11 11 11 LLl Stórhöfða 17 við GulUnbrú, siml 67 48 44 Rangar tölur um úrslit á ísafirði I frétt um niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á ÍSafírði sem birtist á miðopnu blaðsins í gær var ranglega farið með tölur um fylgi lista sjálfstæðismanna við síðustu bæjarstjórnarkosningar á ísafirði. D-listinn fékk 655 atkvæði (ekki 532) og I-listinn 385 atkvæði (ekki 328 atkvæði). Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. • Sjálfstyrking * Námskeið þar sem á 30 stundum er unnið markvisst með nemendum að eftirtöldum markmiðum: • Kynnast betur eigin styrk og kostum • Koma sjálfum sér og eigin hugmyndum á framfæri • Læra að þola mótlæti og taka gagnrýni • Standa á rétti sínum og bregðast við yfirgangi • Laða það besta fram í sjálfum sér og öðrum • Læra að gefa af sér og gera eðlilegar kröfur • Móta eigin lífsstíl og persónuleika Leiðbeinandi er: Sœmundur Hafsteinsson sálfrœðingur Stiómtækniskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.