Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 14
14_____________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2, FEBRÚAR 1994_ NÚ ER KOMH) NÓG eftirÞröst Ólafsson Eitt sinn var boðorðið eitt í landi; eigi að víkja - nú er öldin önnur og önnur boðorð sem rikja - fyrsta boðorðið er: að svíkja. (Jóh. úr Kötium) Allt frá stofnun lýðveldisins fram á okkar daga hafa tvö megin sjónar- mið verið uppi í utanríkismálum þjóðarinnar, sem jafnframt endur- spegla hugmyndir hennar um sjálf- stæði og þjóðfrelsi. Annarsvegar eru sjónannið þeirra sem taka vilja fullan þátt í samstarfi vestrænna lýðræðisþjóða, hvort heldur á sviði menningarmála, viðskipta- eða varnarmála. Þeir telja framtíð landsins best borgið í opnu sam- starfi við grannþjóðir okkar. Að baki þeirri skoðun er sú sannfæring að opið markaðssamfélag tryggi best frelsi og framfarir þjóðarinnar. Sjálfstæðishugtak þessa fólks er framvirkt og breytingum undirorp- ið. Hinsvegar eru þeir sem vilja halda landinu utan við öll náin sam- skipti við vestræn ríki. Þeir vilja halda landinu sem mest lokuðu. Þetta eru einangrunarsinnar í sjálf- stæðismálum og telja okkur henta best lokað hagkerfi með takmarkað samstarf við nánustu grannþjóðir okkar. Sú sjálfstæðishugmynd byggist á ótta við of náin sam- skipti við aðrar þjóðir. Sjálfstæðis- hugtakið er hér staðnað og aftur- virkt. Sterk sjálfstæðis- og þjóðernistil- finning okkar var allar götur frá Fjölnismönnum mótuð af fornaldar- rómantík þar sem svokölluð Gullöld íslendinga var hafin upp til skýj- anna. Sá tími þegar glæstar hetjur riðu um héruð, þar sem hver undi glaður við sitt, var fyrirmynd þeirra tíma. Að lokinni seinni heimsstyijöld- inni og eftir að lýðveldið var stofn- að hófst nýr kafli í mótunarsögu íslenskrar þjóðernishyggju. Þá tóku sósíalísk skáld höndum saman við forystumenn Sósíalistaflokksins og fléttuðu þjóðernishyggju okkar saman við andvestræna einangrun- arhyggju. Þjóðrækni jafngilti andúð á öllu vestrænu. Þessar öldur þjóðemis- og ein- angrunarhyggju risu í takt við kalda stríðið og náðu hæst eftir inngöngu okkar í NATO og samþykkt her- verndarsamningsins við Bandarík- in. Stórskáldið orti jöfnum höndum um „Sóley sólufegri" og „Um gull- intypptar Kremlarhallir, kvöldsins svali fer,“ og „Land míns föður, landið mitt, ...“. Ást á landinu og menningu þjóð- arinnar var á listfenginn hátt flétt- uð kyrfilega saman við ástaijátn- ingu til austurs og tortryggni og eftir Janus Guðlaugsson og Reyni G. Karlsson Neysla á gosdrykkjum hefur auk- ist gífurlega hér á landi á undanförn- um árum. Slík neysla hefur mikil áhrif á heilsu þeirra er slíkra drykkja neyta. Neysla gosdrykkja tengist óneitanlega stöðum þar sem margir koma saman, eins og í íþróttahúsum og skólum, þá sér í lagi framhalds- skólum. I könnun sem gerð var á vegum Heilbrigðisráðuneytisins árið 1991 um mataraðstöðu nemenda í grunn- og framhaldsskólum kemur glöggt fram að í miklum meirihluta framhaldsskólanna er selt sælgæti, en það er sjaldgæft í grunnskólum. Því miður má segja um íþróttahús andúð til vesturs. Þeir sem ekki gengu undir þetta jarðarmen voru annaðhvort gerðir- tortryggilegir eða stimplaðir svikarar við íslensk- an málstað. Svo magnaður var kynngikraftur þessara miklu þjóðskálda að enn rista spor þessarar lífssýnar djúpt í hugsun margra vinstri manna hérlendis. Opnun samfélagsins svo ekki sé minnst á opnun landsins, flokkast enn undir svik í hugum þeirra. Stundum fínnst mér eins og jífssýn tveggja til þriggja kynslóða íslendinga hafi borið varanlegan skaða af þessu skáldlega gjörninga- veðri. Menn töldu sig vera í góðri trú og vera að að verja fjöregg þjóð- arinnar. Sá sem þetta skrifar var einn af þeim. Að vísu hlýtur hrun Sovétríkj- anna að hafa skilið eftir hugsjóna- legt tómarúm í heimsmyndinni, þótt átrúnaður á þau hafí ekki ver- ið fyrirferðarmikill hjá fjöldanum. Það sem eftir stendur af heims- myndinni er mikil tortryggni í garð vestrænnar samvinnu og trúin á blessun hins lokaða þjóðríkis er óspillt. Þetta eru undirstöður utan- ríkispólitískrar lífssýnar fjölmargra íslenskra vinstri manna á okkar dögum. Af þessum toga er mál- flutningur eins og sá að ógn sú sem Vesturlöndum stóð af Sovétríkjun- um hafi aldrei verið raunveruleg heldur hafi verið búin til „Rússa- grýla“ til að réttlæta sameiginlegar varnir. ‘ Einangrunarsinnar úr þessum herbúðum tala enn um „svokallaða öryggishagsmuni íslands“, eins og ísland sé eina landið í heiminum sem hafi ekki eigin öryggishags- muni. Þær byltingarkenndu breytingar sem heimurinn hefur gengið í gegn- um allt frá hruni Berlínarmúrsins hafa skilið eftir pólitísk og tilfinn- ingaleg sárindi hjá þeim sem sáu heimsmynd sína verða fyris áfalli. Leitin að landinu helga var árangur- laus. Fyrr á öldum töldu örsnauðir ís- lenskir bændur sig vera svikna um dalina grænu þar sem feitir sauðir gengu sjálfala árið um kring. Þjóð- sagan segir að Grettir hafi búið heilan vetur í slíkum dal og skorið fé eftir þörfum. Hafa margir leitað þessa Gósendals síðan en ekki fund- ið. Allt fram á þessa öld beindi þjóð- sagan hugum manna inn á Öræfin í von um að finna fyrirheitna sí- græna dali. Það væri ýmsum hollt að fara til fyrrverandi „bræðraríkja“ Sovét- ríkjanna og horfa upp á þá skelfi- legu mannlegu og efnahagslegu eymd sem þetta tímabil frá stríðs- lokum skilur eftir sig. Forystumenn þessara þjóða ljúka allir upp einum munni um að engin alþjóðastofnun hafi skipt meiri sköpum fyrir fram- á íslandi að það heyri í dag til undan- tekninga að ekki sé þar á boðstólum sælgæti eða sykraðir drykkir. Það er í raun mjög varasöm þróun að gang frelsisins í Mið- og Austur- Evrópu en NATO. Ekkert er ofar á óskalista þeirra en innganga í NATO. Það hefur verið undarleg tilfinning fyrir mig sem gekk Kefla- víkurgöngur að heyra málflutning þessara manna og ræða við þá. Krafan um úrsögn úr NATÖ sem kom nýverið frá landsfundi Alþýðu- bandalagsins hljómar að vísu kunn- uglega en svo ótrúlega út í hött og svo frjarri öllu raunveruleikaskyni að flokkast verður undir nútíma þjóðfræði en ekki pólitík. Þeir ís- lensku stjórnmálamenn sem leggja áherslu á trúverðugan varnarvið- búnað, þrátt fyrir hrun Sovétríkj- anna, eni í hugum þessa fólks svik- arar sem ganga betlandi fyrir „Sám Bolason". Söngurinn hófst að nýju eftir að náðst hafði samkomulag við Banda- ríkin um framhald varnarsam- starfsins. Formaður Alþýðubanda- lagsins fór hamförum. Úr rusla- haugi fortíðarinnar voru dregnar upp gömlu ásakanirnar um landsölu og Aronsku. Bandaríski herinn kom ekki hing- að til að gera okkur rík. Við megum aldrei verða honum efnahagslega háð eða halda í hann af efnahags- legum ástæðum. Nýr samningur við Bandaríkin um framhald varnar- samstarfsins tryggir þvert á móti að öryggishagsmunir munu ráða um framtíð varnarviðbúnaðar, en ekki deilur um fjölda starfa. Það mikilvæga við þennan samning er að með honum er tekið fullt tillit til mats okkar sjálfra á varnarþörf landsins. Þótt nú um skeið sé friðvænlegra í heiminum en áður, er skipulag hins alþjóðlega samfélags lítið breytt. Það eru sjálfstæð þjóðríki sem mynda þetta samfélag og reynsla síðustu ára segir okkur, að það séu vopnin sem ráða enn, þegar deilur spretta upp. Við höfum ekki frekar en aðrir efni á því að vera óviðbúin, vera án líftryggingar. Við verðum að geta brugðist við því óvænta sem þó vonandi kemur aldrei. En einangrunarlífssýnin tak- markaðist ekki bara við varnarmál. Flest öll þau mál sem snertu sam- starf við útlönd féllu undir innilok- unaráráttuna. Gamli Sósíalistaflokkurinn var ekki aðeins á móti inngöngunni í NATO heldur einnig á móti aðild okkar að Evrópuráðinu. Baráttan gegn inngöngu okkar í EFTA var háð undir forystu Alþýðubanda- lagsins. Sá sem þetta skrifar var í þá tíð andstæðingur inngöngu ís- lands í EFTA. Ástæðan var sú sama og áður; óttinn við að glata efna- hagslegu sjálfstæði. Sjálfstæði landsins og þátttaka í fríverslunar- bandalagi gat ekki farið saman. Vatnsskál í Vesturbæjarskóla. „ Vatnsdrykkja er nauð- synlegur þáttur í lík- amsuppbyggingu ein- staklinga.“ krakkar sem fullorðnir séu vandir á það að lokinni líkamlegri uppbygg- ingu í íþróttasal eða sundlaug að sækja í sykraða drykki og sælgæti. -Þröstur Ólafsson „Hugsanamynstrið er það sama; að þátttaka í efnahags- eða varnar- samstarfi við lýðræðis- legar grannþjóðir okk- ar, jafngildir svikum við íslenska þjóð. Er ekki komið nóg af svikabrigslum?“ Menn gáfu sér það að samstarf og samkeppni á sömu forsendum hlyti að beygja okkur í duftið. Við sem værum svo fá og smá. Auðvitað gerðu menn sér grein fyrir því að alþjóðlegt efnahagssamstarf var að aukast, en okkur var talið best borgið utan þess, ein með sjálfum okkur hér á eyjunni sumarbjörtu. Tíminn leiddi fljótt í ljós að stefnuljós þessi og viðmiðanir voru mýrarljós sem leiddu okkur í ógöng- ur. Það gerðist strax árið 1972. Fjandsamleg afstaða til erlendra fjárfestinga, í íslenksu efnahagslífí var af sama hræðslutoganum. Með'- an aðrar þjóðir lögðu á sig allmik- inn kostnað til að laða að erlent flármagn, eyddum við mikilli orku í að bægja því frá okkar dyrum. Hápunktur þessarar baráttu var átökin um Álverksmiðjuna og stór- iðju hérlendis. Sumir töluðu um ofsóknir í því sambandi. Hér voru Alþýðubandalagsmenn enn að verki. Þegar síðan kom að samningnum um Evrópskt efnahagssvæði og endumýjun GATT samkomulagsins voru viðbrögð þeirra sem ekkert höfðu lært af reynslunni þau sömu og áður. Slíkt hefur ekki einungis skaðleg áhrif á tannheilsu einstaklingsins heldur einnig á heilsu hans og lík- amsuppbyggingu. Til að vega á móti þessari þróun hefur tannverndarráð í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsdeild mennta- málaráðuneytisins hvatt til þess að drykkjarvatnsskálar verði settar upp í íþróttahúsum, sundstöðum og skól- um. Nokkrir aðilar hafa komið upp slíkum tækjum og eru forstöðumenn áðurnefndra stofnana hvattir til að kynna sér málið betur. Vatnsdrykkja íþróttamanna Hér á áðum áður og allt fram á okkar tíma var vatnsdrykkja bönnuð meðan æfingar íþróttamanna stóðu yfir. Talið var að það hefði m.a. truf- landi áhrif á blóðrásarkerfi líkam- ans. Sem betur fer hafa vísindin afsannað þessa kenningu og bent á nauðsyn þess að vatnsdrykkja íþróttamanna sé óijúfanlegur þáttur við alla hreyfingu. Sem dæmi má nefna að 1 til 1,5 1 vökvatap íþrótta- manns á æfingu eða í keppni getur orðið til þess að árangur hans minnki með tilliti til þols og þolþjálfunar Dregnar voru fram sömu fullyrð- ingarnar og árið 1969. Vafaatriði og efasemdir gerðar að megin máli, meðan lítið var gert úr aðalatriðum. EES samningurinn var gerður tor- tryggilegur á alla kanta og land- ráðastimpillinn dreginn aftur upp úr skúffunni. Andstæðingum samningsins tókst það sem fæsta hafði grunað. Þeim tókst að kljúfa þjóðina í tvær hatrammar fylkingar. Það var nokkuð vel af sér vikið og sýnir að lengi Iifir í gömlum glæðum. Hér mætti Alþýðubandalagið enn óskipt til leiks. Síðan tekist var á um varnar- samninginn við Bandaríkin, hefur ekki verið ausið öðrum eins svívirð- ingum eða ásökunum um svik, land- ráð og undirlægjuhátt yfir nokkurn íslenskan stjórnmálamann og Jón Baldvin. Sá mjunur var að vísu á, að nú var fóstuijörðin svikin í hend- ur skriffinna í Brussel í stað „Þamb- araþursins“ í Washington. Hugsanamynstrið er það sama; að þátttaka í efnahags- eða varnar- samstarfi við lýðræðislegar grann- þjóðir okkar, jafngildir svikum við íslenska þjóð. Er ekki komið nóg af svikabrigslum? Þau tíðindi gerðust í þetta sinn að samstaða náðist í málflutningi þeirra sem voru lengst til vinstri og öflum frá hægri. Ofgarnar tók- ust í hendur í sameiginlegum, helg- um málstað. Það hafði ekki gerst áður hérlendis, þótt erlendis fari dæmum um það ijölgandi. Þróun alþjóðamála undanfarin ár og hugmyndafræðilegt gjaldþrot hins austur-evrópska sósíalisma hljóta að leiða til meiri samstöðu um utanríkismál en áður. Sú tilfinningalega hollusta sem margir vinstri menn höfðu gagn- vart sósíalísku ríkjunum og endur- speglaðist í afstöðu þeirra til ís- lenskra varnarmála ætti að breyt- ast. Eftir stendur að fyrir ýmsa er erlendur her á íslandi ósamrýman- legur sjálfstæði þjóðarinnar. Sú af- staða er skiljanleg. Hún kallar hins- vegar á svar við þeirri spurningu, hvort þá þurfi að koma til innlendar landvarnir í stað varna af hálfu Bandaríkjamanna. Við gætum ekki einu sinni varið sjálfstæði okkar gagnvart hryðjuverkasamtökum. Er ekki forsenda sjálfstæðis einnar þjóðar að hafa trúverðugar land- varnir? Skilningur manna á innihaldi hugtaksins sjálfstæði hefur breyst frá því á dögum þjóðskáldanna. Alþjóðleg samskipti taka stakka- skiptum dag frá degi og það er keppikefli flestra þjóða í Evrópu að einangra sig ekki. Öryggi og áhrif með þátttöku í fjölþjóðlegum sam- tökum er óskastaða flestra Evrópu- ríkja. Þannig tryggja þær öryggi sitt best. Það gildir einnig um okk- ur. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. um allt að 20%. í knattspyrnuleik, þar sem heitt er í veðri getur hann orðið fyrir allt að þriggja lítra vatn- stapi. Slíkt magn leiðir af sér miklar truflanir í hinum ýmsu líkamskerf- um mannsins. Ekki er þó unnt að svara slíku vatnstapi í einu vet- fangi, en um Vi lítri af vatni í hálf- leik getur hjálpað mikið til að líkam- skerfin starfi eðlilega meðan á álagi stendur. Af þessu má m.a. sjá hve vatnsdrykkja er nauðsynlegur þáttur í líkamsuppbyggingu einstaklinga. Það er því nauðsynlegt að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að vatni, vatnsskálum, þar sem þau geta svalað þorsta sínum fyrir æf- ingar og leiki, meðan á æfingum og leikjum stendur og eftir að þeim lýkur. Leikur og hreyfing barna í frímínútum skólanna kallar einnig á þorstatilfínningu einstaklingsins. Það er því nauðsynlegt að börnin fái svalað þorsta sínum og eigi greiðan aðgang að tæru íslensku vatni. Höfundar eru starfsmcnn íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytis. Drykkjarskálar í íþróttahús og skóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.