Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 Kærður fyr- ir fjárkúg- un úr stefnu- mótasíma ÞRJÁTÍU og níu ára gamall maður hefur verið ákærður fyr- ir fjárkúgun með því að hafa tekið upp samtöl úr stefnumóta- símanum 99-1895 og hótað mönnum að birta upplýsingar úr samtölum þannig að það kæmi þeim illa nema þeir greiddu fé inn á bankareikning hans. Hann er ákærður fyrir að hafa með þessu móti haft 100 þúsund krónur af tveimur mönnum. í ákærunni er manninum gefið að sök að hafa tekið upp símtöl mannanna í því skyni að kúga af þeim fé en þar hafi komið fram ýmsar fullyrðingar mannanna um þá sjálfa, óskir þeirra á kynlífs- sviði og fullyrðingar um framhjá- hald. í ákæru segir að fjárkúgarinn meinti hafi sett sig í samband við mennina og krafið hvorn þeirra um fimmtíu þúsund krónur. Hann hótaði öðrum að segja eiginkonu hans eða samkeppnisaðila hans í atvinnurekstri frá samtalinu og hinum hótaði hann að senda spólur með samtalinu til heimabyggðar hans. Þórarinn og Jón innsigla niður- stöðuna með handabandi í gær. Þórarinn verð- ur í 3. sæti „Þetta er ekkert áfall í mínum augum. Niðurstaðan gat orðið á hvorn veginn sem er og ég gat því allt eins búist við þessu,“ sagði Jón Kr. Sólnes, sem laut í lægra haldi þegar dregið var um hvort hann eða Þórarinn B. Jónsson myndu skipa 3. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar á Akureyri í vor. Þeir Jón og Þórarinn fengu jafn- mörg atkvæði í prófkjöri flokksins, en þeir komust ekki að samkomu- lagi um hvor ætti að skipa sætið, þannig að kjörnefnd ákvað að höggva á hnútinn með því að draga um það. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður Jón í 5. sæti, en hann sagð- ist í gærkvöld áskilja sér allan rétt til að hugsa sinn gang í kjölfar þessa. í dag Umdeild gjaldheimta_____________ Eigendur verslana í Kringlunni óánægðir með að greiða STEF- gjöld samkvæmt fermetrafjölda 19 Hátt verðlag í Lillehammer Himinhátt verðlag í Lillehammer kann að draga athyglina frá íþrótt- um á Vetrarólympíuleikunum 20 Borgarstjóri fagnur Þátttakan í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík sterkur vitnis- burður um stöðu flokksins 22-23 Leiðari Úrslit prófkjörs 22 Á myndinni tað ofan les Ilannes J. Hafstein laganemi Ijóð eftir nafna sinn Hannes Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrann, að Ioknum ríkisstjórnarfundi í gær. Á myndinni til hægri gengur forseti Islands til hátíðardagskrár í ráðhúsi Reykjavíkur í gærkveldi í fylgd Júlíusar Hafstein formanns lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur og konu hans Ernu Hauksdóttur. Til hliðar er borgarstjóri að afhenda flóðlýsingarkerfi við stjórnarráðshúsið að viðstöddum forseta ís- lands og forsætisráðherra. Heimastj órnar minnst á margvíslegan hátt NÍUTÍU ára afmælis heimastjórnar var minnst með margvíslegum hætti í gær. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var afmælisterta á borðum í tilefni dagsins og laganemar fylktu liði frá Lögbergi, húsi lagadeildar, og efndu til hátíðardagskrár við Stjórn- arráðið í Lækjargötu. Þar ávarpaði Davíð Oddsson forsætisráðherra hópinn og Hannes J. Hafstein laga- nemi flutti ljóð eftir nafna sinn Hannes Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrann. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, afhenti stjórnan-áðinu flóðlýsingarkerfi fyrir stjórnarráðshúsið við athöfn í gær. Kerfið er framlag Rafmagnsveitu Reykjavíkur á 50 ára lýð- veldisafmæli íslands. í gærkvöldi var síðan hátíðar- dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðari umræða um fj árhagsáætlun Reykjavíkurborgar annað kvöld Engiii tillaga lögð fram af hálfu minnihlutans FULLTRÚAR minnihlutans í borgarstjórn munu ekki leggja fram tillög- ur eða ályktanir við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar, sem fram fer á fimmtudag. Markús Örn Antonsson borgar- s^jóri minnist þess ekki að það hafi gerst áður. Telur hann þetta merki um ósamkomulag milli minnihlutaflokkanna og málefnaskort. „Það er rétt að þetta er óvenjulegt, en þetta er áætlun sjálfstæðismanna og við viljum að þeir beri alfarið ábyrgð á henni,“ sagði Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og sem rætt er um að leiði sameiginlegan framboðslista minnihlutaflokkanna í komandi borgar- sljórnarkosningum. „Minnihlutinn hefur að jafnaði komið fram með breytingartillögur og þá frá fulltrúum hvers flokks um sig,“ sagði borgarstjóri. „Þeir hafa komið með tillögur um breytingu á fjárveitingum til einstakra mála- fíokka og jafnframt áiyktunartillögur um stefnumótandi atriði en ekkert slíkt kemur fram núna við afgre'iðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1994.“ Tákn um samstöðuleysi Borgarstjóri segist telja þetta til marks um að minnihlutinn og þeir flokkar sem hann myndar hafí ekki komið sér saman um tillögur og jafn- framt merki um algjöran málefna- skort í borgarstjórnarmálum. „Það er fyrst og fremst við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar sem ágreiningur kem- ur upp milli meiri- og minnihluta og svo hefur verið á undanförnum árum, en núna er því ekki til að dreifa,“ sagði Markús Örn. „Við hljótum að líta á þetta sem tákn um samstöðu- leysi. Þeir hafi ekki getað komið saman tillögum allir þessir flokkar en það hefði þeim vissulega verið nauðsyn í ljósi umræðna um sameig- inlegt framboð í vor. En þeir sleppa því og dæma sig þar með úr leik.“ „Það hafa þegar komið fram gall- ar á fjárhagsáætluninni og við tökum henni því með varúð,“ sagði Sigrún. „Við höfum oft varað við þeirri stefnu, sem ríkir við stjórnun borgar- innar og lágt fram tillögur, sem allar hafa verið feildar." Úr verinu Myndasögur ► Aukinn útflutningur á kældum ► Risaeðlur í heilsdagsskóla - fiski - Mikil aukning varð hjá Sagan hans Eyjólfs, Fólkið í Unipeche - Loks mikil loðnuveiði blokkinni - Gæludýr vikunnar - - Lítil b’ræðslugeta gæti dregið Kveðja frá Flórída - Pennavinir úr loðnuvinnslunni - Stafarugl FAIklð f blokklnot Vaniarliðsaðfóng itin og tslcnskur fiskur út yí'vrr. iiisiiii Sigrún var innt eftir því hvort minnihlutinn hefði gefist upp á að fá einhveiju breytt. „Við lítum svo á að sjálfstæðismenn hafi gefist upp við stjórn borgarinnar. Það er okkar að veita aðhald og það höfum við vissulega gert. Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar á fimmtudag munum við sanna mál okkar. Staða borgarsjóðs er mjög erfið og hefur orðið algjör kollsteypa í því hin síð- ari ár og samdráttur tekna hefur ekki verið slíkur að hann útskýri svo slaka stöðu. Sjálfstæðismenn virðast heldur ekki of sáttir við eigin fjár- hagsáætlun, því þeir leggja fram bunka af breytingartillögum. Það er þvílíkur glundroði, óráðsía og vit- leysa sem ráða ríkjum hjá þeim að það er ekki gott að átta sig á einu eða neinu. Minnihlutinn sér fram á að þurfa að taka við þessu búi í vor og við ætlum að geyma okkar út- spil þar til við getum mótað okkar áætlun," sagði Sigrún Magnúsdótt- ir. Húsnæðisbréf fyrir 500 millj. með 5% ávöxtun HÚSNÆÐISBRÉF fyrir 524 milljónir króna með 5% meðalávöxtun seldust í gær í fyrsta útboði húsnæðisbréfa sem haldið er á þessu ári. Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar, segir að stofn- unin sé mjög ánægð með þessar viðtökur, en í síðasta útboði stofnunar- innar fyrir jól seldust innan við eitt hundrað milljónir við 5% ávöxtun. Hann sagðist. telja að nú væri stofnunin komin á lygnan sjó í þessum efnum. Alls bárust 15 tilboð í húsnæðisbréfin frá 13 aðilum að nafn- virði 529 milljónir. Lægsta ávöxtun var 4,99% og sú hæsta 5,15%. Sigurður sagði að stefnt væri að tveimur útboðum húsnæðisbréfa í hveijum mánuði, eins og verið hefði framan af síðasta ári, en stofnunin þyrfti að afla sér að minnsta kosti níu milljarða króna í lánsfé á þessu ári og 11 milljarða ef vel ætti að vera. Hann væri bjartsýnn á að það gengi vel eftir að þessar niðurstöður lægju fyrir. Erlendir fjárfestar geta keypt Sigurður sagði að undanfarnar vikur hefði nefnd á vegum Húsnæðis- stofnunar, Lánasýslu og fjármála- og félagsmálaráðuneytis farið yfir skuldabréfamarkaðinn hér. Nefndin hefði nú lokið störfum og samkvæmt niðurstöðum hennar yrði ýmislegt gert til að betrumbæta markaðinn og gera hann aðgengilegri fyrir alla aðila. Aðspurður hvort erlend lántaka hefði verið undirbúin eins og rætt hefði verið um þegar útboð hús- næðisbréfanna gengu illa í lok síð- asta árs sagði hann að ekkert væri því til fyrirstöðu að selja húsnæðis- bréfin á innlendum markaði og er- lendum fjárfestum sem vildu kaupa húsnæðisbréf hérlendis. „Markaður- inn mun allur saman opnást fyrir okkur hér bæði varðandi sölu hús- næðisbréfa til innlendra aðila sem erlendra. I mínum augum jafngildir það því að við tækjum lán erlendis, enda er það í sjálfu sér opið fyrir okkur eins og annað,“ sagði Sigurður einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.