Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
37
STJÖRNUSPÁ
eftir Frattces Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Viðræður um fjármál bera
góðan árangur. Þú þarft að
sýna taugaspenntum vini
nærgætni. Varastu óhóflega
eyðslu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farðu gætilega í fjármálum
og vertu ekki með of mörg
járn í eldinum. Ástvinir eiga
góðar stundir með gömlum
vinum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér miðar vel áfram í vinn-
unni árdegis en einhverjir
erfiðleikar geta komið upp í
samskiptum við starfsfélaga
síðdegis.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) H|0
Góð skemmtun stendur þér
til boða í dag. Gættu þess
samt að ganga ekki of langt
þótt þú viljir gera þér glaðan
dag.
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú lætur þér ekki allt fyrir
btjósti brenna en eitthvað
getur komið þér úr jafn-
vægi. Reyndu að forðast fjöl-
skyldueijur.
Meyja
(23. ágúst - 22. septeinber)
Félagar vinna vel að sameig-
inlegum hagsmunum í dag
þótt smá vandamál geti kom-
ið upp. Láttu ekki óþreyju
draga úr afköstunum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú fagnar góðu gengi í vinn-
unni í dag og fjárhagurinn
fer batnandi. Þú ættir samt
ekki að taka neina áhættu í
peningamálum.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þér tekst að leysa vanda
barns í dag. Sýndu aðgát í
vinnunni svo ekkert fari úr-
skeiðis. Ættingi er eitthvað
önugur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Dugnaður þinn skilar góðum
árangri árdegis, en þegar á
daginn líður hefur þú til-
hneigingu til að taka lífinu
með ró.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ágreiningur getur komið
upp varðandi peninga. Hik-
aðu ekki við að láta álit þitt
í ljós. Kvöldið verður
skemmtilegt.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Láttu ekki gera of miklar
kröfur til þín þótt þér hafi
gengið vel að leysa vandamál
í vinnunni. Láttu skynsemina
ráða.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Reyndu að komast hjá deil-
um við þröngsýna starfsfé-
laga í dag. Hafðu skynsem-
ina að leiðarljósi við undir-
búning ferðalags.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staöreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
Eigum við að lesa meira úr „Baskervillehundinum“ í Allt í laei, éir er tilbúinn...
kvöld?
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Lightner-dobl á slemmum er sagn-
venja sem reyndir keppnisspilarar
vildu ekki vera án. En útspilsdoblin
eru ekki með öllu hættulaus. Hér er
líflegt dæmi um það úr danskri tví-
menningskeppni:
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 83
♦ 653
♦ ÁKG84
♦ 532
Vestur Austur
♦ KG10652 ♦ D974
♦ KG1084 ¥92
♦ 65 ♦ 97
♦ - ♦ D9864
Suður
♦ Á
♦ ÁD7
♦ D1032
♦ ÁKG107
Vestur Norður Austur Suður
- Pass Pass 1 lauf
2 lauf* 2 tíglar Pass 3 hjörtu,<
Pass 4 tíglar Pass 4 grönd
Pass 5 työrtu Pass 7 tíglar
Dobl Pass Pass 7 grönd
Allir pass
* hálitir
** cinspil eða eyða í hjaiia!!
Um leið og norður sýndi tígullit,
ákvað suður að keyra í slemmu, jafn-„
vel alslemmu. En það gat verið óþægi-
legt að fá út hjarta í gegnum ÁDx
og hugmynd suðurs með „splinter"-
stökkinu í þijú hjörtu var einmitt sú
að fæla frá hjartaútspili. Hann spurði
síðan um lykilspil, fékk upp tvö (þ.e.
ÁK i trompi) og lét það vaða f sjö á
þeirri forsendu að svíningin fyrir lauf-
drottningu væri líkleg til að heppn-
ast. Vestur staðfesti það mat strax
með Lightner-dobli! Suður hafði auð-
vitað enga hugmynd um hvort hann
ætti nóg af slögum í grandsiemmu,
en það var alla vega tilraunarinnar
virði að breyta sjö grönd frekar en
sætta sig við einn niður í sjö tíglum.
Besta útspil vesturs er vafalítið tíg-
ull, en hann trúði sögnum suðurs og
kom út með hjartagosa(!?) Hann bjóst
við að suður ætti einspil í hjarta og
ætlaði að skera á sambandið í litnum
strax í byijun. Suður fékk því ódýran
slag á hjartadrottningu. Hann fór síð-
an inn í borð á tígul, lét út lauftvist-
inn og djúpsvínaði sjöunni þegar aust-
ur lét fjarkann duga. Þrettán slagir.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp á alþjóð-
legu móti í Gausdal í Noregi í
ársbyijun í viðureign tveggja
norskra alþjóðlegra meistara.
Rune Djurshuus (2.460) hafði
hvítt og átti leik en stórmeistara-
efni Norðmanna Jonathan Tisd-
all (2.465) var með svart. Hann
lék síðast 26. — Bb7 — a8.
27. Hxh5+! - gxh5, 28. Hgl -
Hg8, 29. Bh6! og Tisdall gafst
upp, því eftir 29. - Kxh6, 30.
Dg5+ — Kh7, 31. Dg6+ verður
hann mát. Djurhuus sigraði á
mótinu, hlaut 6 vinninga, en þurfti
hálfum meira til að hreppa áfanga
að stórmeistaratitli. Röð annarra:'
2. Igor Ivanov, Bandaríkjunum
5>/2 v. 3.-4. Éinar Gausel og
Csom, Ungveijalandi 6 v. 5.-8.
Ernst, Svíþjóð, King, Englandi,
Tisdall og Bjarke Kristensen,
Danmörku 4 h 'h v. 9. Berge Öst-
enstad 3'/2 v. 10. Ivar Bern 2 v.
f kjölfar þessa móts var haldið
opið mót í Gausdal þar sem Þröst-^
ur Þórhallsson náði góðum árangrf
og varð í 3.-4. sæti.