Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994 11 Morgunblaðið/Sverrir Fúría fer á kostum _________Leiklist_____________ Guðbrandur Gíslason Fúría, Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík: Sjö stelpur eftir Erik Thorsteinsson. Þýðandi: Sigmundur Örn Arn- grímsson. Leiksljóri: Sigrún Valbergsdótt- ir. Búningar/leikmynd: Guðrún Auðunsdóttir. Ljósameistari: Kári Gíslason. Aðalleikendur: Þórhildur Ýr Valsdóttir, Kristín Eysteinsdótt- ir, íris Ösp Bergþórsdóttir, Ragnar Brynjúlfsson. Sýnt í Tjarnarbíói. Þetta leikrit er fjórða verkefni ieikfélags Kvennaskólans, en það hefur starfað síðan 1990. Leikritið er all viðamikið, tekur á þriðju klukkstund í flutningi, og það er því bæði skynsamlegt 'og réttlátt að þeir sem að því vinni fái það metið að nokkru til náms. Það fer ekki á milli mála að sá lærir margt sem starfar við sýningu af þessu tagi undir handleiðslu reynds leik- stjóra. Höfundur verksins lítur köldu, klínísku auga á þær persónur sem hann gefur líf á sviðinu. Þetta eru nokkrir meðferðarfulltrúar og unglingsstelpur sem hafa lent á upptökuheimili af ýmsum ástæð- um: ein hefur dópað of mikið, önn- ur farið til Amsterdam, reykt hass og tamið sér tungutak hippa, sú þriðja er fórnarlamb ofbeldis á heimili, sú ijórða vanelskuð o.s.frv. Það sem er skelfilegt við þetta leik- rit er að hér er sviðsett á raunsæan hátt hringekja stöðnunar og von- leysis. Þessar stelpur eiga einfald- lega engan „sjens“ í tilverunni. Þær þroskast ekkert þrátt fyrir mis- munandi upplag og reynslu og þess vegna verður þetta leikrit um þær í raun ódramatískt: drama er þegar eitthvað hrærist í átt að lausn og skilningi - hér stendur allt blikkf- ast eins og nál föst á sömu rauf- inni á hljómplötu. Að horfa á þetta leikrit er svipað og að virða fyrir sér glóðarauga. Maður ferðast ekk- ert. Og raunsæisbúningurinn hindrar allar frumspekilegar bolla- leggingar um stöðnun yfirleitt. Burtséð frá þessu er hér á ferð- inni ein' vandaðasta sýning áhuga- leikhóps sem ég hef séð á þessu leikári. Þýðingin er pt'ýðileg, tungutakið fjöibreytt og lagað að hverri persónu fyrir sig, leikmynd Guðrúnar Auðunsdóttur er einföld, stílhrein og nýtir sviðið afbragðs- vel. Það fer ekki framhjá neinum að meðal léikenda eru mikil leikara- efni og ber þar (að öðrum ólöstuð- um) helst að nefna Kristínu Ey- steinsdóttur og Þórhildi Ýr Vals- dóttur, sem hvor á sinn þróttmikla hátt skila eftirminnilegum persón- um. En ómótuð ungmenni þurfa styrka handleiðslu tii að skila jafn öflugum og sannfærandi leik og hér gerðist, og þá handleiðslu hefur Sigrún Valbergsdóttir veitt þeim. Líkamstjáning er oftast sköip og eðlileg, þótt stundum sé hún hömlulaus (hér kemur í ljós annar eðlisgalli verksins: það leyfir ekki breiðan túlkunarskala), en fram- sögnin er flestum til fyrirmyndar. Framsögn Kristínar var t.a.m. bæði blæbrigðarík og skýr, og býr persónu hennar þó meira í brjósti en hún fái sagt. Heildarsvipmót sýningarinnar er agað. Flæðið er svo gott að hvergi rennur undan leikendum og at- hygli áhorfenda. Sú brotalöm er í verkinu af hálfu höfundar að vart örlar á kímni og því verður leikrit- ið eintóna. Reynt er að veita áhorf- endum stundargrið með því að láta formann barnaverndarnefndar hafa uppi hommatilburði. Það er ósmekklegt. Allt annað ber að- standendum vitni um skýra hugs- un, aga, þrótt og leikræna hæfi- leika. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1994 tilkynnt Ekman fær verðlaunin tir í dómnefndinni nefndar og bókin hefði fengið eink- ar góðar undirtektir innan hennar. Þessi bók eins og fleiri bækur eftir Ekman væri ótrúlega víðfeðm og auðug. Lesandinn lyki lestrinum aldrei alveg. Ekki er venjan að gefa upp hverj- ar viðtökur aðrar bækur en verð- launabókin hafa fengið í dómnefnd- inni, en af viðtökum við nefndar- menn eftir að veitingin hafði verið tilkynnt kom fram að íslensku bók- unum hefði verið mjög vel tekið í dómnefndinni. Ingmar Svedberg, annar finnsku fulltrúanna, sagði að ekki síst hefði bók Vigdísar verið mikils metin. í dagblaðinu „Politi- ken“ i gær birtist síðasta umsögnin um bækurnar sem voru tilefndnar að þessu sinni og var hún um ís- lensku bækurnar tvær, skrifuð af Lisu Schmalensee Burgess, fyrrum dönskum sendikennara á íslandi. Fyrirsögnin er „íslenskar fyrirbæra- veiðar" og á við bók Vigdísar. Um bókina segir gagnrýnandinn að þar sé öllum mögulegum fyrirbærum rakað saman, án þess að innihaldið sé burðugt eftir því. í upphafí grein- arinnar segir um bókina að Vigdís hafi fengið tvær viðurkenningar fyrir bók sína, „aðra meira að segja frá Rithöfundasambandinu, svo þeim hlýtur að finnast þetta góð bók, þarna lengst uppi í Norður-Atl- antshafi". Því er greinarhöfundur ósammála, en hins vegar mjög hrif- in af bók Sigurðac. íslensku bækurnar hlutu góðar undirtek Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í GÆR var tilkynnt í Kaupmannahöfn að bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1994 kæmu í hlut sænska rithöfundarins Kerstin Ekman. Verðlaunin verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 8. mars og nema um tveimur milljónum íslenskra króna. Islensku verkin tvö, Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur og Ljóð námu völd eftir Sigurð Pálsson, hlutu góðar viðtökur dómnefndar. Kerstin Ekman er fædd 1933 og hóf feril sinn sem spennusagnahöf- undur. Eftir þrjár leynilögreglusög- ur sem hlutu mjög góðar viðtökur tók hún til við fagurbókmenntaskrif og hefur lengi verið með virtustu rithöfundum Svía. Hún á sæti í sænsku akademíunni, en hcfur ekki sótt fundi hennar síðan 1989 í mót- mælaskyni við afstöðu akademíunn- ar í máli breska rithöfundarins Sal- mans Rushdies. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs eru veitt fyrir ákveðin verk og að þessu sinni fyrir bók Ekmans, „Hándelser vid vatten" eða Atburðir við vátn. Um hana segir í ummælum dómnefndar að bókin sé nútíma vekjaraklukka. Sagan er spunnin í kringum spennu sem kem- ur upp þegar fólk brýtur hvert ann- að og náttúruna niður á umbrota- tímum. Fortíð Ekmans sem spennu- höfundar þykir skína í gegn, því bókin er einkar spennandi aflestrar. Bæði Sigurður A. Magnússon og Dagný Kristjánsdóttir, sem voru fulltrúar íslands í dómnefndinni, sögðust í viðtali við Morgunblaðið vera algjörlega sammála vali dóm- Einstakt ferðatillioð á lúxus SRemmtisidlindum um Ódýrara en Jyicf grunar Lífið um torð er sannkallað lúxuslíf og pað testa er að þú |?arft aldrei að opna veskið. 9 glæsimáltíðir á dag, Broadway Sliow á liverju kvöldi, fjölLreytt í|)rótta og keilsurækt - allt er ^etta innifalið í verði ferðarinnar. yiðurkenningin afhent. Hjónin Ragnheiður Ólafsdóttir og Vilhjálmur Árnason og Hjalti Hugason formaður Hagþenkis. Yilhjálmur Arna- son hlaut viðurkenn- ingu Hagþenkis UNDANFARIN ár hefur Hagþenkir, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi fræði- störf og samningu fræðirita og námsefnis. Ákvörðun um hver viður- kenningu skuli hljóta er í höndum sérstaks viðurkenningarráðs. Viðtakandi fær viðurkenningarskjal og fjárhæð sem er nú 250.000 kr. Viðurkenningu Hagþenkis 1993 hlaut Vilhjálmur Árnason heim- spekingur, í tilefni af b.ók hans Sið- fræði lífs og clauða sem kom út á árinu á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla íslands. Viðurkenningin var veitt við sérstaka athöfn föstu-' daginn 28. janúar. Vilhjálmur Árnason er yngstur þeirra sem hlotið hafa viðurkenn- ingu Hagþenkis til þessa, fæddur Eyjólfur Einarsson sýn- ir í Gallerí AllraHanda EYJÓLFUR Einarsson listmálari opnaði málverkasýningu í Gallerí AllraHanda á Akureyri sl. laugardag. Eyjólfur opnaði einnig sýningu í Gallerí Sólon íslandus fyrir skömmu og skiptir því myndefni sínu á milli tveggja sýningarstaða. Á sýningunni í Gallerí Sólon ís- landus sýnir hann stór olíumálverk þar sem hafið og dulúð þess eru honum viðfangsefni. Á sýningunni í Gallerí Allrahanda sýnir Eyjólfur einkum vatnslitamyndir. í vatnslita- myndunum tekst hann einkum á við landslag og beitir til þess margbreyti- legum litum. Eyjólfur nam við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1962 til 1966 og eru sýning- ar hans nú 16. og 17. einkasýningar hans. Sýningin í Galleríi AIlraHanda er auk þess þriðja málverkasýning hans á Ákureyri og stendur hún til- 12. febrúar. 1953. Hann lauk BA-prófi í heim- speki og almennri bókmenntasögu frá Háskóla íslands 1978 og prófi í uppeldis- og kennslufræði ári síð- ar. Doktorsprófi í heimspekilegri siðfræði lauk hann við Prudue- háskóla í Indiana í Bandaríkjunum árið 1982. Síðan hefur Vilhjálmur einkum stundað kennslu, ritstörf og rannsóknir. Hann hefur verið ritstjóri Skírnis síðan 1987. Árið 1990 varð hann lektor í heimspeki og dósent ári síðar. í greinargerð viðurkenningar- ráðs Hagþenkis 1993 segir m.a. um störf og ritverk Vilhjáms Árnason- ar: „Bókin Siðfræði lífs og dauða er byggð á traustum grunni sem Vilhjámur sækir annars vegar til ritheimilda og hins vegar til reynslu sinnar af viðræðum við starfsfólk heilbrigðiskerfisins og jafnvel af eigin störfurri á vettvangi barna- verndarmála. Hann skrifar texta sem er bæði áhugaverður frá heim- spekilegu sjónarmiði og um leið lif- andi og jarðbundinn á þann hátt að hann vekur áhuga þeirra sem vinna að þessum málum eða Iáta sig þau varða í framkvæmd." ÚRVALÚTSÝN LAgmúla 4: s(ml 699 300. (Hafnarfirði: síml 65 23 66. tið Rdðbústorg á Akurcrrt: s(mi 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um biná alll. ’ Innifalið I vcrði: Flug. Vikuiigling í 2ja manna Ucfa með (ullu íarði og «110 •Wnjmtun um W»ið. Giiting (tvd’tli i Bcit Wiilcm Occ*n»i<lc Inn ( Ft. LaudrnUlc ( 3 nwtur (1 nótl i útlcið ”g 2 u.vtur 4 Keimleió). llafnargjölil og flugv'alUnlrattar. Vikusigling og prjár nætur í Fort Lauderdale á einstöku verði. Ferðatillioðið gildir í brottíarir í febrúar og mars. KlúLLar og félög athugiðað kægt er að fá kynningarvídeó lánað á söluskrifstofum olekar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.