Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 Reuter Á viðhafnarbörum KISTA austurrísku skíðakonunnar Ulrike Maier, sem beið bana er hún féll í brunkeppni í Þýskalandi á laugardag, á viðhafnarbörum á heimili foreldra hennar í bænum Rauriz sem er suður af Salzburg í Austurríki. Alsamkomulag- inu vel tekið í Evrópuríkjum Brusscl. Reuter. HELSTU álframleiðsluríki heims hafa samþykkt að draga úr ál- framleiðslu sinni til að minnka offramboðið og Dick Dermer, for- seti Evrópska álsambandsins, sagði þetta stórt skref í rétta átt. Samningamenn Evrópubanda- lagsins (EB), Bandaríkjanna, Rúss- lands, Ástralíu, Kanada og Noregs hafa undirritað viljayfírlýsingu um að minnka álframleiðsiuna, að sögn framkvæmdastjórn EB á sunnudag. Ekki var skýrt frá því hversu mikill samdrátturinn yrði, en vestræn ál- fyrirtæki höfðu beitt sér fyrir því að framleiðslan yrði minnkuð um 10%, eða um 1,5-2 rniiljónir tonna á ári, á næstu 18 mánuðum. Samn- ingamennirnir koma aftur saman í Kanada 28. febrúar til að ræða ástandið á mörkuðunum. „Þetta er af hinu góða,“ sagði Dermer. „Næsta skrefið er að stjórn- völdin hafi samband við fyrirtækin." Tvö evrópsk álfyrirtæki, Hoogovens og Norsk Hydro, sögðust reiðubúin að draga úr framleiðslunni. Rússar hafa samþykkt að minnka framleiðsluna um 500.000 tonn á ári á næstu tveimur árum og vænta jafn mikils samdráttar hjá vestræn- um framleiðendum. Offramboðið á áli hefur valdið mikilli verðlækkun og er Rússum aðallega kennt um. Rússneskir ál- framleiðendur hafa stóraukið út- flutning sinn frá því þeir misstu stærsta viðskiptavin sinnt sovéther- inn fyrrverandi, í kjölfar hruns kommúnismans. ---» ■♦•■4- Friðarverðlaun Nóbels Rabin o g Arafat tilnefndir Evrópubandalagsskýrsla um erfiðleika evrópsku flugfélaganna Framtíðin er samkeppni en ekki opinberir styrkir Brussel. Reuter. NEFND, sem fjallað hefur um langvarandi fjárhagserfiðleika evr- ópskra flugfélaga og leiðir út úr vandanum, hvetur flugfélögin til að taka sjálfum sér tak en að öðru leyti segir hún framtíðina vera fólgna í samkeppni og ströngum takmörkunum við ríkisstyrkj- um. í skýrslu nefndarinnar ræður hún eindregið frá því, að dregið verði úr auknu frelsi í fluginu og segir, að það yrði aðeins til að géra evrópsku flugfélögin ósam- keppnisfær á alþjóðamarkaði. Segir formaður nefndarinnar, Herman De Croo, fyrrverandi fjar- skiptaráðherra Belgíu, að forráða- menn flugfélaganna verði að til- einka sér nýjan hugsunarhátt eigi þau að komast út úr kreppunni, sem haft hefur í för með sér gífur- Norðurlandaráð Ekmanfær bókmennta verðlaun Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt ur, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKI rithöfundurinn Kerst- in Ekman fær bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár. Verða þau afhent á þingi ráðs- ins sem haldið verður í Stokk- hólmi 8. mars. Kerstin Ekman er fædd 1933 og hóf feril sinn sem spennusagna- höfundur. Eftir þrjár leynilög- reglusögur sem hlutu mjög góðar viðtökur tók hún til við fagurbók- menntaskrif og hefur lengi verið meðal virtustu rithöfunda Svía. Hún á sæti í sænsku akademíunni en hefur ekki sótt fundi hennar frá 1989 í mótmælaskyni við af- stöðu akademíunnar í máli breska rithöfundarins Salmans Rushdie. legan taprekstur. „Tækninni hefur fleygt fram og lög og reglur hafa breyst en hugsunarhátturinn er gamall. Á honum veltur þó fram- tíðin.“ Nefndarmenn segja, að ríkis- styrkurinn við flugfélög og flug- stöðvar hafi gert þau ósam- keppnisfær, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum þar sem fram- leiðnin sé miklu meiri. Er fram- kvæmdastjórn Evrópubandalags- ins hvött til að taka harða afstöðu til ríkisstyrkja og veita þá aðeins einu sinni í sambandi við endur- skipulagningu fyrirtækja. Kröfum ríkisfyrirtækja hafnað Þá er vísað á bug kröfum Sa- bena í Belgíu, Air France í Frakk- landi og Alitalia á Ítalíu um að farið verði hægar í að auka frelsi í flugrekstri. Nefndin segir, að stjórnvöld í Evrópuríkjunum geti þó gert ýmis- legt til að létta flugfélögunum róðurinn, til dæmis með því að draga úr þeim mikla kostnaði, sem evrópsku félögin bera umfram flugfélög í Bandaríkjunum. Þá eru þau hvött til að auka athafnapláss á yfírfullum flugvöllum, að sam- eina margskipt flugstjórnarkerfi í eitt og uppræta einokun í flug- höfnunum. Ósló. Jcrúsalem. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra Israels og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO) eru á meðal þeirra sem tilnefndir eru til friðarverðlauna Nóbels í ár en frestur til tilnefn- inga rann út í gær. Þær streyma enn inn og verður ekki ljóst fyrr en að um tveimur vikum liðnum, hveijir verða tilnefndir. Undanfarin ár hafa tilnefningar verið um 125. Segja Norðmenn að framanaf hafi þeir talið að þær yrðu færri en venja er en síðustu vikur hafi þær hellst inn. Það var þing Evrópuráðsins sem tilnefndi Arafat og Rabin fyrir vegna friðarsamnings þjóðanna sem undirritaður var í Washington í september s.l. Þá var Johan Jörg- en Holst, fyrrum utanríkisráðherra Noregs tilnefndur fyrir milligöngu hans um friðarsamninginn en hann mun ekki hljóta verðlaunin þar sem reglur Nóbelsnefndarinnar koma í veg fyrir að verðlaunin séu veitt mönnum eftir lát þeirra en Holst lést í janúar. Hátt verðlag varpar skugga á ólympíuleikana í Lillehammer Lillehammer. Reuter. HIMINHÁTT verðlag í Lillehammer kann að draga athyglina frá íþróttum á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í norska smábæn- um í næsta mánuði. Víðlesið þýskt blað heldur því fram að jafn- vel ísbjörnum hrylli við því hversu dýr bjórinn er. íbúar Lillehammer höfðu gert er Noregur dýrt land fyrir. Við sér vonir um að leikarnir hefðu varanleg áhrif hvað fjölgun ferða- manna til bæjarins varðar en ótt- ast nú að verða sakaðir um græðgi og ekki verði minnst á bæinn í ferðamannapésum næsta árs. Norðmenn vona í lengstu lög að sagan frá skíðaheimsmeistara- mótinu 1982 í Ósló endurtaki sig ekki en þá fjölluðu fréttamenn allt eins mikið um hátt bjórverð í Noregi og um sjálfa íþrót.ta- keppnina. „Það er viðurstyggilegc hvemig menn notfæra sér aðstöðu sína og skrúfa upp verðlagið," sagði Gerhard Heiberg formaður fram- kvæmdanefndar Lillehammer- leikanna. „Það hefði skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir héraðið fari verðlag úr böndum því í augum margra útlendinga viljum að fólk komi hingað aftur eftir leikana," sagði Heiberg. Hóteleigendur segja að sökin liggi að hluta til hjá framkvæmda- nefnd leikanna sem tekið hafi heilu hótelin frá fyrir gesti sína og þar með skapað verðspennu. Þá er umdeild sú ákvörðun nefnd- arinnar að leigja út öskubakka í blaðamannamiðstöðinni á 30 krónur þar sem þeir kosta tals- vert lægri upphæð í verslunum í Lillehammer. Norska samkeppnisráðið heldur því fram að óeðlilegar verðhækk- anir hafi ekki átt sér stað í Lille- hammer þó dýrustu hótelin, krárnar og veitingahúsin hafi hlotið mikið umtal. „Verðlag er ekkert hærra í Lillehammer en annars staðar í Noregi. Það hefur engin verðsprenging átt sér stað,“ sagði Jan Erik Halvorsen, tals- maður ráðsins. Halvorsen segir að engin ástæða sé til að grípa inn í og gefa út hámarksverð, eins og samkeppnisráðið hefur völd til. I könnun stofnunarinnar á 175 bör- um og veitingahúsum hafi bjór- kollan kostað að meðaltali 38-39 norskar krónur, rúmar 350 ís- lenskar. Hærra verð fyndist ein- ungis á næturklúbbum en ekki venjulegum krám og börum. Dýr næturgisting Á einu hótelinu sem byggt var sérstaklega fyrir leikina, Tráseth Park, kostar nóttin í tveggja manna herbergi 4.200 norskar, jafnvirði 41.000 íslenskra króna. Veitingahús í Lillehammer, Lundegárden Brasserie, hleypti öllu í bál og brand er það ákvað að krefjast þess að greiðsla fylgdi fyrirframpöntunum fyrir mat meðan á leikunum stæði. Sá bögg- ull fylgdi skammrifi að ekki feng- ist endurgreitt gætu menn ekki notfært sér pöntunina eða kæmu nokkru seinna en upp var gefið. Á matseðli veitingahússins kostar flaska af frönsku hvítvíni 260 krónur en í vínbúð norsku einkasölunnar handan götunnar kostar hún 57 krónur. Stjómend- ur veitingahússins hafa þó boðað verðlækkun - í mars. Útbreiddasta blað Þýskalands, Bild, hvatti nýverið þýska bjór- framleiðendur til þess að senda þýska íþróttahópnum ókeypis birgðir af bjór þar sem þessi uppá- haldsdrykkur Þjóðveija yrði á óviðráðanlegu verði í Lilleham- mer. „Verðið er svo hræðilega hátt að jafnvel ísbjörnunum hryll- ir við,“ sagði í fyrirsögn blaðsins. Útbreiddasta blað Noregs, Verdens Gang, kannaði verð á bjór í Lillehammer og í fyrirsögn sagði: „Bjórhneyksli í Olympíu- bænum.“ Þar kom fram að bjór- kollan, hálfur lítri, kostar frá 37 og upp í 64,80 krónur norskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.