Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
17
Samvinna vegna lyfjaofneyslu
RÁÐSTEFNA um lyfjaofneyslu á Norðurlöndum verður haldin í Stokkhólmi í mars. Á kynningarfundinum, frá vinstri: Einar Magnússon,
yfirmaður lyfjamáladeildar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, Lena Westin og Jan Álbinson frá Kilen í Stokkhólmi og Ólafur Ólafs-
son landlæknir.
CR
STICLAÐ?
Fáöu þér þá brúsa al Fermitex og máliö er
leyst. Fermltex losar stíflur í Irárennslispíp-
um, salemum og vöskum. Skaölaust fyrir
gler, postulín, plast og flestar tegundir
málma. Fljótvirkt og sótthreinsandi.
V VATNSVIRKINN HF.
ARMÚLA 21 SIMAR 686455 - 685966
Ráðstefna um lyfjaávana á Norðurlöndum haldin í mars
Neysla róandi lyfja hefur dreg-
ist saman um helming hérlendis
TALIÐ er að 2,5% Svía eigi í erfiðleikum vegna neyslu ávanabind-
andi lyfja sem þeir hafa fengið samkvæmt læknisráði. Þetta kom
fram á kynningu Landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins
á norrænni ráðstefnu um lyfjaofneyslu sem haldin verður um miðjan
mars í Stokkhólmi. Er ráðstefnunni ætlað að vera vettvangur um-
ræðu um lyfjaávana á Norðurlöndum því læknar, lyfjaeftirlit og
framleiðendur hafi ef til vill daufheyrst við vanda þeirra sem taka
lyfin í góðri trú og ánetjast síðan. Neysla róandi lyfja hérlendis
hefur dregist saman um helming síðan 1970 en einnig kom fram
að neysla á þunglyndislyfjum sem innihalda flúoxetín, til dæmis
Fontex, hefði fjórfaldast síðan 1989 og hefur þetta gífurlegan kostn-
að í för með sér fyrir ríkið. Landlæknir segir aukninguna eiga sér
eðlilegar skýringar.
Fram kom að neysla róandi lyija
hafi dregist saman um helming frá
1970 hérlendis en nákvæmar tölur
yfir fjölda þeirra sem taka róandi
lyf án þess að misnota þau liggur
ekki fyrir að sögn landlæknis, Olafs
Ólafssonar. Þó er ljóst að fjöldi
þeirra sem tekur róandi lyf í stórum
skömmtum hefur dregist saman um
helming frá 1970. Neysla á geðlyij-
um sem innihalda flúoxetín og gef-
in eru við þunglyndi hefur fjórfald-
ast síðan 1989. Lyfið er dýrt en
landlæknir segir svo jafnan vera
um ný lyf. Fontex er eitt þriggja
skráðra sérlyfja sem innihalda þetta
efni og segir Þórarinn Tyrfingsson
læknir að skýringarinnar sé að leita
í því að lyfið komi í stað annarra
eldri lyfja með svipaða verkun. Um
sé að ræða ný lyf sem meðal ann-
ars hafi minni aukaverkanir. „Þetta
eru talin ágætis lyf, þau eru sér-
hæfð, hafa minni aukaverkun og
hafa ekki ávanahættu í för með
sér,“ segir Þórarinn.
Konur í meirihluta
Kynningarfundinn sóttu meðal
annars Lena Westin og Jan Albin-
son frá Kilen í Svíþjóð sem er með-
ferðarstofnun fyrir þá sem ánetjast
lyflum. Fram kom í máli þeirra að
í Svíþjóð ættu hundruð þúsunda
íbúa við vandamál að stríða vegna
ávanabindingar og þá er aðeins átt
við sjúklinga sem taka lyfin sam-
kvæmt læknisráði. Til Kilen-stofn-
unarinnar leitaði fólk sem kvartaði
yfir óþægindum vegna langvarandi
neyslu, sjúklingarnir hafi margir
hveijir neytt lyíjanna í tíu ár eða
lengur. Konur eru í meirihluta, eða
tveir þriðju hlutar. Ástæða þess er
ekki kunn en þetta hlutfall er svip-
að og annars stáðar á Vesturlönd-
um að þeirra sögn. Fram kom á
fundinum að 55% þeirra sem fá
róandi lyf samkvæmt læknisráði
taka ráðlagðan skammt eða minna.
Sjúklingarnir leita einkum til lækn-
isins í upphafi vegna kvíða eða lík-
amlegra verkja og eru læknar, aðr-
ar heilbrigðisstéttir, kennarar og
blaðamenn áberandi. Tveir af
hundraði sjúklinga leita læknis
vegna geðrænna vandamála og 13%
vegna líkamlegra kvilla.
6-8 vikur duga
Að sögn Lenu Westin og Jans
Albinson er heilladrýgst að beita
róandi lyíjum til lækninga í fáeinar
vikur, til dæmis 6-8, en margir
sjúklinganna hafa neytt þeirra frá
því þau skutu fyrst upp kollinum.
Eftir langvarandi neyslu verði sjúkl-
ingarnir gjarnan varir við frá-
hvarfseinkenni á borð við óþægind-
in sem ráku viðkomandi til læknis
upphaflega og því ljóst að langvar-
andi neysla leiði sem slik ekki til
bata. Að sögn landlæknis hafa ró-
andi lyf hjálpað mörgum þótt þau
leysi ekki vanda viðkomandi í sjálfu
sér. Neysla þeirra hefur dregist
saman um helming síðan 1970 en
þá voru 150 manns á á höfuðborg-
arsvæðinu sem neyttu lyfjanna í
talsvert stórum skönimtum að sögn
Ólafs Ólafssonar. Ólafur segir að í
dag sé hlutfallið 5-6% hjá fólki
undir fimmtugu, en 7% hjá þeim
sem eldri eru.
:aldmom
Skíðaskór
Evolution fyrir
dömur og herra
Verð kr. 17.790
S% staðgreiðsluafsláttur,
einnig af póstkröfum
greiddum innan 7 daga.
sra úTiLírm®
GLÆSIBÆ. SÍMI812922
Ingvar Helgason hf. gerir bílkaupendum tilboð
Býður tryggingar í sex
mánuði og þjónustu í ár
MEÐ því að bjóða frítt þjónustu- og smureftirlit í eitt ár, fría trygg-
ingu í sex mánuði og allt að 20% verðlækkun á vara- og aukahlutum
býður Ingvar Helgason hf. væntanlegum kaupendum Nissan- og
Subaru-bifreiða umtalsverða kjarabót og stuðlar að hámarks endur-
söluverð eftir því sem Július V. Ingvarsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, segir. Hann segir að bílaútsölur stuðli að lægra endursölu-
verði, þ.e. eyðileggingu á fjármunum fólks.
Júlíus sagði að ákveðið hefði ver-
ið að koma til móts við bíleigendur,
m.a. vegna aukinna álagna. „Við
höfum líka tekið eftir því að bíleig-
endur hafa kvartað yfir að fá reikn-
inga í bakið. Þó slíkt viðhorf hafi
ekki komið fram hjá okkar kaup-
endum höfum við tekið eftir þessu
almennt og viljum geta útilokað
alla slíka reikninga í ár. Af þessum
sökum bjóðum við upp á fríar upp-
herslur og olíuskipti fyrsta árið eða
fyrstu 20.000 kílómetrana og veit-
um allt að 20% afslátt af varahlut-
um enda höfum við orðið varir við
að verð á þessum vörum hefur kom-
ið fólki á óvart,“ sagði Júlíus.
Reynst vel ytra
Hann sagði að lengi hefði verið
legið yfir því hvernig skyldi að til-
boðinu staðið og þessi leið hefði
reynst vel erlendis. HÍns vegar
væri að auki boðið upp á fría trygg-
ingu fyrstu sex mánuðina. „Við
ákváðum að fara þessa leið til að
Iiðka fyrir viðskiptum með nýja bíla
vegna þess að oft getur verið erfitt
fyrir fólk, sem er að festa kaup á
nýjum bílum og þarf að greiða mik-
ið í upphafi, að fá reikning frá
tryggingunum strax í kjölfarið,"
sagði Júlíus.
Vel í stakk búið
Aðspurður hvernig fyrirtækið
hefði efni á að bjóða tilboð af þessu
tagi sagði hann að þrátt fyrir
minnkandi bílaeign landsmanna
undanfarið þyrfti fyrirtækið ekki
að kvarta. Þó auglýsingar hefðu
verið í lágmarki væri markaðshlut-
deild góð og fyrirtækið vel í stakk
búið ti) að bjóða upp á tilboð sem
þessi. Þegar hins vegar spurt var
hvers vegna ekki hefði verið farið
út í aðgerðirnar fyrr sagði Júlíus
að fyrirtækið hefði því miður stund-
um farið að dæmi keppinautanna
og efnt til útsala á notuðum og
nýjum bílum. Sem betur færi hefðu
slíkar útsölur þó verið í miklu hófi
enda leiddu þær til lægri endursölu-
verðs.
★ nCRDPRIWT
TIME RECORDER CO.
Stlmpilklukkur tyrlr
nútíð og framtíð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Nyr tækjasalur
Verð 1.900,-
pr. mán milli kl. 11 og 17.
immi.i.B
dag- og kvöldtímar pr. mán.
Leiðbeinandi á staðnum:
Viðar Guðjohnsen
(tek að mér einkaþjálfun
eftir samkomulagi).
Við hugsum um
gleði og heilbrigði
Mörkinni 8 v/Suðurlandsbraut,
108 Reykjavík, sími 683600