Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
7
Kristján Jóhannsson syngur hlutverk Gústafs III í Bayerische Staatsoper
Á fljúgandi ferð úr
Ölpunum í frumsýn-
ingu Grímudansleiks
Viðtal Agnes Bragadóttir
„MAESTRO!" „Ah! Boun Giorno!“ Þessi voru upphafsorðin að spjalli
stórsöngvarans Kristjáns Jóhannssonar og blaðamanns Morgunblaðs-
ins, símleiðis um hádegisbil í gær, en söngvarinn var þess fullviss
að menningarbiaðamaður Morgunblaðsins væri við Islandsenda si-
malínunnar, en ekki einn af stjórnmálafréttamönnunum. „Æ! Hæ!
Agnes, er það ekki?“ Þar með renndum við okkur i einskonar stór-
svigi inn í viðtal um glænýjan viðburð á listaferli Kristjáns, sem
söng titilhlutverkið, hlutverk Gústafs III Svíakonungs, í Grímudans-
leik í Bayerische Staatsoper, einu virtasta óperuhúsi Þýskalands, á
frumsýningu í fyrrakvöld, við leiftrandi undirtektir áheyrenda sem
gagnrýnenda. Það sem er makaiausast við þessa nýjustu skrautfjöð-
ur á ferli Krisljáns er, að hann var kallaður með engum fyrirvara
ofan úr Austurrísku ölpunum, þar sem hann, ásamt fjölskyidu sinni,
hugðist renna sér á skíðum í eina viku, til Miinchen seint á sunnu-
dag, beint inn á æfingu og frumsýningu á Grímudansleik Giuseppe
Verdis, sem fram fór í fyrrakvöld, eins og áður segir.
— Kristján, ég veit vel að Grímu-
dansleik kannt þú betur en Faðir
vorið — en var þetta samt sem
áður ekki svolítið hættuspil, svona
gjörsamlega fyrirvaralaust?
„Það má kannski segja það, en
þó ekki svo mikil áhætta, þar sem
þetta verk er annars vegar. Grímu-
dansleikur er náttúrlega mitt
sérfag, sem ég er búinn að syngja
í, líklega um áttatíu sinnum.“
— En hvað gerðist? — Þú varst
að syngja í sama óperuhúsi í Cavall-
eria Rusticana örfáum dögum áður.
Fimm barítónar á þremur
sýningum
„Ég er búinn að vera að syngja
hér í Bayerische Staatsoper Cavall-
eria Rusticana og I Pagliacci. Frum-
sýningin var 19. janúar og á þessum
fyrstu fjórum sýningum af sex, sem
ég samkvæmt samningi söng í, þá
gekk vissulega á ýmsu. Á frumsýn-
ingunni voru einkennilegar uppá-
komur. Piero Cappuccilli, þessi
heimsfrægi barítónsöngvari var að
syngja í fyrsta sinn utan síns
heimalands eftir slys sem hann lenti
í. Við höfum sungið saman nokkr-
um sinnum áður og gengið vel.
Hann lenti í slæmu umferðarslysi
fyrir tveimur árum, sem hefur
greinilega farið mjög illa með hann,
því honum gekk ekki vel á frumsýn-
ingunni og sagði upp. Á næstu
þremur sýningum á eftir vorum við
með samtals fimm barítóna í Ca-
valleria og Pagliacci. Þeir renndu
bara hjá, eins og um brautarstöð
væri að ræða!
Fjórða sýningin var eiginiega sú
sýning, sem var fyrsta rétta og
fullmótaða sýningin. Að vísu er
þriðja sýningin eftirminnileg fyrir
þær sakir að þá kom inn hin fræga
gríska mezzósópransöngkona,
Agnes Baltsa og hún syngur áfram,
það sem eftir er. Við náðum and-
skoti góðum töktum saman og það
var virkilega mikill hiti, átök og
drama eftir að hún var komin inn,
enda voru viðtökurnar alveg frá-
bærar.“
Neyðarkall upp í Alpa
— En hvar koma skíðin og Lech
inn í myndina?
„Eftir að ég var búinn að syngja
í fjórðu sýningu, þann 27. janúar,
hafði ég ákveðið hlé, áður en ég
syng í þeim tveimur sýningum sem
ég á eftir að klára, og við hjóna-
kornin ákváðum að taka okkur viku
skíðafrí í Lech í Austurríki. Við
ákváðum að hittast í Innsbruck, ég
keyrði héðan frá Múnchen og hún
kom ásamt strákunum frá Italíu.
Við fórum síðan saman þaðan upp
til Lech. Þetta var einmitt þegar
þetta bijálaða veður gekk yfir hér
um daginn. Ég er nú búinn að aka
ósjaldan á milli Akureyrar og
Reykjavíkur, bæði yfir Öxnadals-
heiði og Holtavörðuheiði, í blindbyl,
þar sem maður ekur með hausinn
út um gluggann og fer fetið og
þetta var bara alveg eins. Veðrið
var gjörsamlega snælduvitlaust.
Við vorum fyrst á tveimur bílum,
en skildum svo Benzinn minn eftir
og fórum áfram á hinum bílnum.
Strákunum fannst þetta hreint
ævintýri, því þeir hafa aldrei lent
í slíku veðri og raunar fannst mér
þetta líka ofsalega gaman, ekki síst
vegna þess að okkur tókst að ná á
leiðarenda heil á húfi.
Strax næsta dag var veðrið orðið
yndislegt og við bara renndum okk-
ur á skíðum og nutum hreina lofts-
ins og útiverunnar — þetta var
bara dýriegt. Svo var það seinni-
partinn á sunnudag, svona um fjög-
urleytið, þá erum við enn uppi í
fjalli að renna okkur á skíðum,
þegar ég fæ skilaboð um að koma
þegar í stað í símann á nærliggj-
andi veitingastað. Þar voru þeir frá
Bayerische Staatsoper. Laugardeg-
inum á undan voru þeir með loka-
æfíngu á Grímudansleik og þar
átti vinur minn og kollegi, Dennis
O’Neiil, breskur tenór að syngja
hlutverk Gústafs III. Dennis missti
bara röddina á generalprufunni og
komst ekki nema fram í miðjan
annan þátt. Þeir höfðu upp á mér
í Lech, voru alveg miður sín og
báðu mig um að koma, því Dennis
var búinn að fá þá niðurstöðu úr
læknisskoðun á sunnudeginum að
hann væri kominn með blöðrur á
raddböndin, og því fyrirsjáanlegt
að hann gæti ekki sungið á frum-
sýningunni í gær.
Ég brunaði því af stað aftur til
Múnchen og var kominn á æfíngu
hér í g^rmorgun (mánudag) um
kl. 10 og æfði til kl. 13 með ieik-
stjóra og aftur frá kl. 16 til 18 með
hljómsveitarstjóra og svo renndi
maður sér bara beint inn í frumsýn-
inguna sem var kl. 19 í gærkvöldi."
Enginn tími til að vera
stressaður
— Og hvað? Hvernig gekk þetta
hraðaupphlaup þitt?
„Þetta var ofsalega gaman. Ég
hafði engan tíma til þess að vera
stressaður. Auðvitað þekki ég verk-
ið út og inn. Við fluttum þessa svo-
kölluðu sænsku uppfærslu, sem er
ekki ósvipuð þeirri sem við gerðum
með Sveini Einarssyni í Þjóðleik-
húsinu, sællar minningar. Nema
sviðsmynd og búningar í þessari
uppfærslu eru mjög „modern" og
það var greinilegt að leikhúsgestun-
um líkaði sú umgjörð misvel.“
Eins og api í búri
„Það eina sem segja má að hafi
valdið mér smáerfíðleikum á frum-
sýningunni var þegar spákonan var
að spá fyrir mér. Sá þáttur fór fram
í svona litlum skáp á miðju sviði,
sem var úr hvítu plasti og halogen-
ljós lýstu hann upp, þannig að hann
varð svona eins og glóandi hnöttur
af himnum ofan sendur. Hann var
lokaður á alla kanta og þykkt fílt
fyrir framan. Ég var eiginlega eins
og api í búri, en af því að þetta var
úr harðplasti, með þessari filtein-
angrun, þá hljómaði röddin þarna
inni allt að því með ólíkindum,
þannig að það hefði líklega nægt
að hvísla, eða eitthvað nálægt því.
Fyrri hluta aríunnar söng ég þar
inni og svo kom ég út aftur og
söng bara af sviðinu. Þá fannst
mér ég allt í einu vera orðinn radd-
laus, því ég heyrði ekki í sjálfum
mér á sama hátt og inni í klefan-
um. En ég áttaði mig fljótt á því
að ég þurfti bara að bæta svolítið
við raddstyrkinn og þá gekk þetta
alveg glimrandi og til að gera langa
sögu stutta, þá var þetta bara það
sem hægt er að kalla „Grand Succ-
ess“. Raunar ætlaði allt af göflun-
um að ganga í sýningarlok."
Kristján segir að það ráðist í dag
eða á morgun, hvort Dennis O’Neill
hafi náð sér nægilega til þess að
taka við hlutverkinu, en ef svo reyn-
ist ekki, muni hann líklega syngja
nokkrar sýningar í þessu gamal-
kunna hlutverki sínu hjá Bayerische
Staatsoper.
Held mig við konubrekkurnar
á skíðum!
— Kristján, nú er ég sannfærð
um að ég er ekki ein um að eiga
bágt með að ímynda mér þig renna
þér á skíðum. Þjóðin hlýtur að vilja
svar við þeirri spurningu sem
brennur á vörum mér: Getur þú
eitthvað á skíðum!
Nú heyrist-hinn dillandi hlátur
Kristjáns og hann svarar:_ „Þú ætt-
ir bara að sjá mig núna! Ég er orð-
inn voðalega sætur! Búinn að vera
í strangri megrun og losa mig við
fímm kíló. Bít bara á jaxlinn og
segi: Enga helvítis græðgi lengur!
Mér finnst ég vera í andlegu og
líkamlegu toppformi.
En veistu, ég druilast alveg
þokkalega á skíðum, já, já, það eru
ábyggilega engar ýkjur. Ég er held
ég megi segja þokkaiegur skíða-
maður, en ég hef þó ekkert skíðað
síðan heima í Hlíðarfjalli fyrir
mörgum árum. Jóna er náttúrlega
fædd á ísafirði og pabbi hennar var
og er mikill skíðamaður, þannig að
þaðan hefur hún grunninn.“
— En hvað? Þú heldur þig við
rauðu og bláu brekkurnar, eða
Kristján Svíakonungur
KRISTJÁN Jóhannsson í hlutverki Gústafs III Svíakonungs á sviði
Bayerische Staatsoper í Munchen í fyrrakvöld, á frumsýningu
Grímudansleiks eftir Giuseppe Verdi. Með Kristjáni á myndinni
er Juiia Varadin, í hlutverki Amegiiu.
hættir þú þér í þær svörtu í Ölpun-
um?
„Jú, ætli megi ekki segja að ég
haldi mig við þær rauðu og bláu.
Ég sleppi þeim svörtu alveg. Það
má segja að ég haldi mig við konu-
brekkurnar!“ Og hér beinlínis ískrar
hláturinn í tenórnum.
— Áður en við kveðjumst, Krist-
ján. Við segjum frá því á forsíðu
Morgunblaðsins í dag (þriðjudag)
að Liceo-óperuhúsið í Barcelona,
frægasta óperuhús Spánar og eitt
hið frægasta í heimi, eyðilagðist
af eldi í fyrradag. Hefur þú sungið
í þessu húsi?
„Nei, ég hef ekki sungið þar
enn, en ég er með samning við
húsið um að syngja í II Trovatore
á næsta ári. Reyndar var ég með
samning við Liceo-óperuhúsið um
að syngja í II Trovatore í fyrra, en
ég varð því miður að falla frá þeim
samningi, vegna of mikilla anna.
Þetta er auðvitað mjög sorglegt,
en þó er ánægjulegt að ákveðið
hefur verið að endurbyggja þetta
virta hús, þar sem svo margir
heimsfrægir listamenn hafa þreytt
frumraun sína. Listamenn eins og
José Carreras, en þetta er í raun
hans heimahús, því hann er ættað-
ur úr grennd Barcelona."
Að þessum orðum mæltum kveð-
ur Kristján, því hann segist hafa
komið frá Lech til Múnchen sl.
sunnudag á skíðagallanum, aðeins
með nærbrækur til skiptanna! Nú
þurfi hann að nota.þær stundir sem
gefist til þess að fara aftur til Lech
— renna sér með Jónu, sonum
þeirra, þeim Víkingi og Sverri,
a.m.k. nokkrar salíbunur, og vera
síðan til taks að bruna uppábúinn
og skíðagallalaus til baka til
Múnchen, hafí raddbönd Dennis
O’Neil! ekki náð umtalsverðum
bata, þegar líða tekur á daginn í
dag.
Tenór á heimsmælikvarða
ÞEGAR Agnes Baltsa mezzósópransöngkonana
heimsfræga kom inn í hlutverki Santuzza sem
mótsöngvari Kristjáns Jóhannssonar á þriðju
sýningu á Cavalleria Rusticana fjölluðu gagn-
rýnendur á nýjan leik um sýninguna og veittu
Baltsa frábæra dóma, en luku jafnframt lofs-
orði á Kristján.
I Múnchener Abendzeitung segir m.a. þann 1.
febrúar (í gær): „Baltsa er frábær... Röddin er
með sópranískum glans... Leikræn tjáning og radd-
beiting fullkomin, einnig á hinum hættulega háu
tónum.“ Um Kristján segir í sama dómi: „Á engan
hátt stóð Kristján Jóhannsson í skugga Baltsa og
í þessu samspili og samsöng með Baltsa hafði
hann fullkomið vald á Turudu. Tenór á heimsmæli-
kvarða.“
Slæmar
fréttir,
góðar
fréttir
„DÖMUR mínar og herr-
ar. Ég færi ykkur slæmar
og góðar fréttir. Um há-
degisbil í dag var skammt
í það að við aflýstum þess-
ari frumsýningu,“ sagði
Peter Jonas, óperuhús-
stjóri Bayerische Staats-
oper í Munchen við upphaf
frumsýningar á Grímu-
dansleik eftir Verdi í
fyrrakvöid.
„Dennis O’Neill,
„Gustavo" okkar, fékk nú
um helgina skyndilega heift-
arlega raddbandasýkingu.
Þrátt fyrir mikla umönnun
lækna varð læknir hans að
tilkynna okkur í dag að
Dennis O’Neill gæti ekki
sungið á frumsýningunni í
kvöld,“ hélt Jonas áfram, og
kvaðst harma það bæði hans
vegna og frumsýningar-
gesta.
„Til allrar hamingju tókst
okkur að ná símasambandi
við Kristján Jóhannsson og
fá hann til þess að koma
hingað til Múnchen. Hann
prufusöng í morgun, og er
reiðubúinn til þess að taka
að sér þetta erfiða titilhlut-
verk í kvöld, undir þessum
erfiðu kringumstæðum, og
bjarga þar með frumsýning-
unni.
Ég vona að þið ásamt mér
þakkið honum hug hans til
okkar og kjark. Þökk fyrir
og þrátt fyrir allt sem á
undan er gengið óska ég
ykkur dásamlegs kvölds.“