Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994 Karlímyndin Myndlist Eiríkur Þorláksson Staða kynjanna hefur undan- farna tvo áratugi skapað dijúga umræðu í þjóðfélaginu, sem hefur blandast inn í menningarmál, fé- lagsmál, efnahagsmál og stjórn- mál, þar sem hún hefur leitt af sér miklar breytingar. Öðru frem- ur hefur þó verið fjallað um stöðu konunnar, og má þar síðast nefna athyglisverða sýningu sem var haldin í Mokka í nóvember undir heitinu „Tvískinnungur kven- holdsins"; en hinn stóri, þögli hóp- ur venjulegra karlmanna hefur sjaldan verið talinn verður skil- greiningar. Nú er hafin í ýmsum löndum nokkur umíjöllun um þennan hóp, og fyrir stuttu kom út skýrsla nefndar á vegum Fé- lagsmálaráðuneytisins um stöðu íslenskra karlmanna. Það var því orðið tímabært að komið yrði upp listsýningu sem væri helguð þessu viðfangsefni, en nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í Reykjavík sýning sem hefur hlotið yfirskriftina „Karlí- myndin", en þar leitast íslenskir listamenn við að komast að per- sónulegri niðurstöðu um hvað felst í því að vera karlmaður. Á boðskorti og sýningarskrá getur að líta verk Marcel Duc- hamp/R. Mutt, „Gosbrunn" frá 1917, og þannig gefið í skyn með því að velja orðtakið „það er mun- ur að vera maður og míga stand- andi“ skipti mestu. Slíkt byggir á seinni tíma mistúlkun; Duchamp var með þessu einfalda verki að reyna á þolrif umburðarlyndis og frelsis listamanna, en kom vart til hugar að hann væri með því að skapa „karlmannlega" ímynd. Samsvarandi mistúlkanir hafa gjarna ráðið ferðinni í umræðu um karlmenn, þar sem skilgrein- ingar hafa byggst upp á ósk- hyggju („mjúki maðurinn") eða ímynduðum eða raunverulegum fjandskap einstakra karla í garð kvenna („karlrembusvín"). Karlmennirnir tólf, sem eiga verk á sýningunni, forðast alhæf- ingar af þessu tagi og leitast að- eins við að bregða upp persónuleg- um ímyndum,- sem þeim þykir annað hvort segja eitthvað um hugmyndir karlmannsins um sjálf- an sig eða um samskipti hans við hitt kynið. Bragi Ásgeirsson, Hannes Sigurðsson, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Hlynur Hallsson, ívar Val- garðsson, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Jónsson, Óskar Jón- asson, Sigurður Guðmundsson, Sverrir Ólafsson og Þorvaldur Þorsteinsson auk persónugervings staðarins, Gerðubergs, setja hver um sig upp eitt eða tvö verk í þessu skyni. Þessi verk eru misjafnlega áleit- in. Þorvaldur Þorsteinsson bendir hnyttilega á litla drenginn, _sem býr inn í hverjum karlmanni, Ósk- ar Jónasson sýnir í „sjálfsmynd" sinni að karlmenn leitast ósjálfrátt við að samsama sig hetjum sög- unnar, hversu valtar sem þær kunna að hafa reynst, Sverrir Ólafsson tengir karlmannsímynd- ina dularfullum helgidóm, sem ber aðvörunarorðin „Snertið ekki“; Magnús Kjartansson bendir á að lífið er hverfult og eilíft líf aðeins tengt Einum, og Helgi Þorgils Friðjónsson telur að í hveijum manni leynist bæði púki og engill, og þá ræður væntanlega hending, hvor hliðin snýr upp. ívar Val- garðsson líkir ímynd karlmannsins við „eina umferð" grámans, sem er þrátt fýrir allt ófullnægjandi, þar sem hún hylur ekki ójöfnur eða galla undir yfirborðinu, en Bragi Ásgeirsson telur þessa ímynd best afmarkaða af kynlífinu og samskiptum karla við konur, þar sem þeir telja sig gjarna í hlut- verki „sigurvegarans". - Hér svip- ár viðhorfum tveggja því sjaldnast saman, og þannig verða karlí- myndir sýningarinnar jafn ólíkar listamönnunum, en í sýningu sem þessari dregur þessi íjölbreytni óneitanlega nokkuð úr krafti heildarinnar. Auk þeirra sem eiga föst verk á sýningunni birtast þar yfir sýn- ingartímann 29 „gesta“-lista- menn, þ.e. einn á hveijum degi sem sýningin stendur. Flestir þeirra eru nýlega útskrifaðir úr myndlistarnámi, og af þeim vitnis- burði sem getur að líta af því sem á þegar hefur verið sett upp (ljós- myndum), eru þetta oft metnaðar- full verk, gerð af mikilli hug- kvæmni, og mikið lagt í þau, mið- að við að þau eru aðeins til staðar einn dag hvert. Hér má nefna verk Ómars Smára Kristinssonar, Erlings Klingenberg og Þórodds Bjarnasonar, og þess má vænta að fleiri skemmtileg verk birtist á þessum vettvangi allt til síðasta sýningardags. Þessi sýning er að nokkru sett upp sem andsvar eða hliðstæða við sýninguna á Mokka fyrr í vet- ur, og býður því upp á beinan samanburð. Þrátt fyrir ágæt til- þrif næst hér ekki sama ögrun og þar, því heildin er sundurlausari, e.t.v. vegna þess hversu ólíkar skilgreiningar einstakir listamenn leggja fram. Helsti munur sýning- anna liggur þó væntanlega í hinu fræðilega baksviði. „Tvískinnung- ur kvenholdsins" byggði á áratuga langri umræðu á ýmsum sviðum um stöðu konunnar og reyndi síð- an að leggja sitt til málanna; „Karlímyndin“ markar nánast upphaf íslenskrar umræðu um stöðu karlmannsins. Hin ólíku svör listamannanna sýna líkast til betur en flest annað þörfina fyrir hana. Sýningin „Karlímyndin" í menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur til sunnudagsins 13. febr- úar, og er rétt að benda sem flest- um á að líta við. f m Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. Dúótónleikar í Kirkjuhvoli BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari leika saman á tónleikum Tónlistarskólans í Garðabæ sem haldnir verða í Ki^kjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 6. febrúar kl. 15.30. Verkin á efnisskránni eru eftir Beethoven, Schumann og Shjostakovitsj. Tónleikarnir eru í röð miðdegistón- leika sem haldnir eru á vegum skólans og er áheyrendum boðið upp á veitingar fyrir tónleikana Bryndís Halla Gylfadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1984 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún stundaði framhaldsnám við N.E.C. í Boston og nam þar hjá Colin Carr og Lawrence Lesser. Þaðan lauk hún meistaragráðu 1989 og tók við stöðu leiðandi sellóleikara við Sinfóníuhljómsveit íslands árið eftir. Bryndís vann fyrstu verðlaun í keppni útvarpsins „Tónvakan- Nýjar bækur SITJI Guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur er komin út á fær- eysku í þýðingu Martins Næs. Myndir eru eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin nefnist í þýðingunni Bið Guðs einglar. Útgefandi er Böka- deild Foroya Lærarfelags. Áður hafa komið út eftir Guð- rúnu í færeyskri þýðingu I afa- húsi og bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna. Þær síðarnefndu hafa verið lesnar í barnatíma færeyska útvarpsins. og í hléi og er aðgangur ókeypis. um“ 1992 og hefur komið víða fram sem einleikari og þátttakandi í kammertónlist. Þá hefur hún leik- ið á mörgum geislaplötum og nú síðast einleiksverk fyrir selló eftir íslensk tónskáld. Steinunn Birna Ragnarsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1981, þar sem kennari hennar síðustu 6 árin , var Árni Kristjánsson. Hún lauk meistaragráðu frá N.E.C í Boston undir handleiðslu Leonard Shure árið 1987. Hún starfaði um tíma á Spáni þar sem hún kom fram á ýmsum tónlistarhátíðum bæði sern einleikari og flytjandi kammeitón-' listar. Hún hefur auk þe3S komið fram á tónleikum í Þýskalandi, Iættlandi og í Bandaríkjunum þar sem hún kom m.a. fram sem ein- leikari og kynnti íslenska tónlist í þættinum „A note to you“ fyrir WGBH. Þær Bryndís Halla og Steinunn Bima hafa starfað saman í 10 ár og komið víða fram auk þess að leika saman á upptökum fyrir út- varp. Píanó og selló í Bústaðakirkju Tónlist Ragnar Björnsson Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari minntust tuttugu ára samstarfs með tónleikum í Bústaðakirkju sl. sunnudag. Ekki er auðvelL. eftir nokkuð slitrótt samstarf, að koma aftur fram á hljómleikapallinn vit- andi það að áheyrendur ætlast til að vera töfraðir strax frá og með fyrsta tóni þar sem um viðurkennda og þroskaða listamenn er að ræða. En sem betur fer er listamaðurinn ekki orðinn eins og tölva sem bregst ekki fyrirfram kveðnum uppskrift- um um leið og sett er í gang, og vonandi verður maðurinn aldrei slík maskína. Hér mætti víst halda áfram vangaveltum sem hafa marga þreifara, marga áhangendur og marga andmælendur, gæti og vakið upp marga drauga og segi því stopp. Þeir Gunnar og Gísli eru framúrskarandi listamenn, hvor á sínu sviði. Gísli teknískur og vand- aður píanóleikari, sem allt of sjald- an lætur í sér heyra, og Gunnar á óvenju fallegan tón og sterka tján- ingu, sem nauðsyn er hveijum lista- manni, en um leið jafnhættuleg. Tilbrigðin sjö, sem Beethoven skrif- aði um stef úr Töfraflautunni, var byijunarverk tónleikanna. Einhvern veginn náði flutningurinn ekki að fanga mig, þrátt fyrir falleg augna- blik. Merkilegt er að Beethoven skyldi skrifa tvær tilbrigðatónsmíð- ar fyrir selló og yfir stef úr Töfra- flautunni, en undirstrikar um leið hug Beethovens til Mozarts. Stefið í tilbrigðunum sem þeir félagar fluttu er fyrstu taktarnir úr dúett Pamínu og Papagenons, blítt og einfalt stef. Mjög litaður flutningur tilbrigðanna getur því fljótlega orð- ið um of, einfaldleikinn hverfur og rómantíkin treður sér þar sem hún kannske á ekki heima. E-moll són- ötu Brahms hentaði betur ástríðu- þrungið spil Gunnars. Sérlega vel héldu þeir fyrsta þætti sónötunnar, löngum og erfiðum í samspili. Margt var og glæsilega gert í síð- asta þættinum, en við brá að Gísli yfirspilaði sellóið, sérstaklega á neðra sviðinu. Myndir á þili, frá 1992, eftir Jón Nordal voru fluttar fyrir ekki löngu í Listasafni íslands af Bryndísi Höllu og Snorra Birgi. Forvitnilegt var að heyra aftur þessar flórar myndir í flutningi Gísla og Gunnars, en myndirnar fengu. aðra lýsingu nú en þá, slík er listin. Sónatan op. 40, eina selló- sónata Sjostakovítsj, var lokaverk tónleikanna og hér reis leikur þeirra félaga kannske hæst í fjórum þátt- um þessarar gríðarmögnuðu són- ötu. Of löng yrði þessi umfjöllun um tónleikana ef ég hætti mér út í að lýsa flutningi hvers þáttar fyr- ir sig, en öll verk efnisskrárinnar, utan verk Jóns Nordais, spilaði Gunnar utanað og er það afrek út af fyrir sig. Til hamingju með sam- starfið, Gunnar og Gísli. Gömul leikhúsverk á Háskóla- tónleikum í Norræna húsinu Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag miðvikudaginn 2. febr- úar koma fram þau Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Darius Milhaud og Igor Stravinsky. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að lengd. Verkin sem flutt verða á þessum tónleikum eiga það sameiginlegt að vera upphaflega skrifuð fyrir ieik- hús. Verk Milhaud, Svíta fyrir fiðlu, klarínettu og píanó, er skrifað árið 1936. í þessu verki hljómar m.a. glaðværð Parísarkaffihússins, sveitastemmning Provence-héraðs og danstaktur frá Ríó. Stravinsky samdi ballettinn Sögu dátans í félagi við svissneska tón- skáldið C.F. Ramuz undir lok fyrra stríðsins. Síðar útsetti Stravinsky fimm kafla fyrir fiðlu, klarínettu og pfanó og verður það verk leikið á tónleikunum. Ballettinn lýsir við- skiptum dáta eins við kölska og minnir söguþráðurinn á söguna um Fást. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason. Guðný, Sigurður og Anna Guðný léku síðast saman sem tríó í And- stæðum Bartóks á tónleikum Tríós Reykjavíkur í maí síðastliðnum og varð kveikjan að frekara samstarfi. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra um 300 kr. i i ' L i L' I i H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.