Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
SAMSTAÐA TIL SIGUES
eftirJón Víking
Hálfdánarson
Nú liggja fyrir úrslit í prófkjöri
Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Menn hafa tekist á innan flokks og
utan, átt í rökræðum um menn og
málefni, stefnu og skoðanir. Fólk
hefur stutt sína frambjóðendur og
fengið fleiri í lið með sér þeim til
stuðnings.
Eins og í íþróttum og allstaðar
þar sem tekist er á, standa uppi
„Við skulum öll fylkja •
liði á fundinn í kvöld í
Valhöll kl. 18 og sýna
samstöðu okkar í
verki.“
sigurvegarar, svona er lýðræðið og
um það skál standa eilífan vörð.
Nú er brýnt að allir sjálfstæðis-
menn í Reykjavík standi sameinaðir
að baki frambjóðendum þeim sem
valdir hafa verið í stærstu próf-
kjörskosningum sem sögur fara af.
Allir sem þátt tóku í þessu próf-
kjöri hafa stefnt að einu sameigin-
legu markmiði, styrkum og sterkum
lista frambjóðenda til borgarstjórn-
arkosninga í Reykjavík. Að mínu
mati hefur það markmið náðst.
Við skulum öll fylkja liði á fund-
inn í kvöld í Valhöll kl. 18 og sýna
samstöðu okkar í verki.
Framundan er mikil og erfið
kosningabarátta. Mótheijar okkar
hafa gripið til neyðarúrræða með
Jón Víkingur Hálfdánarson
því að ætla að breiða yfir þann
mikla málefnaágreining, sem hefur
verið svo djúplægur, en samt sýni-
legur öllum borgarbúum. Þeir láta
ekki blekkjast. Það að sveipa sig
þvílíku dulargerfi dugar þeim aldr-
ei.
Sjálfstæðismenn munu í komandi
borgarstjórnarkosningum ganga til
sigurs sem samstilltur og sterkur
flokkur, þar sem unnið er af víð-
sýni að umbótum á grundvelli ein-
staklingsfrelsis og athafnafrelsis
með hagsmuni allra stétta að leiðar-
ljósi.
Höfundur er markaðsstjóri.
ATVINNlMAUGL YSINGAR
Þjónn
Vantar faglærðan þjón og vant þjónustufólk
á Glóðina í Keflavík.
Upplýsingar gefur Örn Garðarsson, á staðnum
eða í síma 92-11777.
Lögfræðingur
Snjall og úrræðagóður lögfræðingur óskast
til að taka að sér mál. Um er að ræða u.þ.b.
viku vinnu. Mjög góð laun í boði.
Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 7. febrúar merktar: „Verkefni - 13072“.
Garðabær
Fóstra
Fóstra óskast sem fyrst í 50% stöðu f.h. á
leikskólann Bæjarból.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
656470.
Leikskólastjóri.
Garðyrkjumaður
Egilsstaðabær óskar hér með eftir að ráða
garðyrkjumann til starfa frá og með 1.5. ’94.
Jafnframt því að sjá um gróðursetningu og
garðyrkju verður hann líka yfirumsjónarmað-
ur vinnuskólans.
Umsóknarfrestur er til 14. febrúar ’94.
Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist tii
skrifstofu Egilsstaðabæjar, Lyngási 12, 700
Egilsstaðir.
Egilsstaðabær áskilur sér rétt til að taka
hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.
F. h. Egiisstaðabæjar,
bæjarstjóri.
RAÐAUG/. YSINGAR
Til sölu
Til sölu eru eftirtalin tæki: Frystiborð Royal
IMF 300, frystiborð Royal IMF 200, frysti-
borð Levin MFG 119/f 2 metrar, kæliborð
Royal DXF 300, kæliborð Husquarna KSMB
827, kæliborð Levin með pressu KOPM 521
2 metrar, frystiskápur UPO TYP 40901,
frystipressa Prescold I 400/0062 vatnskæld,
Kælipressa Dorin 3 VT-M 4 ha. mótor, mjólk-
urfrontur, rafmagnstafla og lagnir.
Tilboð óskast.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Sigurður Eiríksson, hdl.,
Kolgerði 1,
600 Akureyri,
sími og fax 96-22925.
KENNSLA
Leiklistarskóli íslands
auglýsir inntökupróf 1994 sem munu fara
fram í mars og apríl nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans
Sölvhólsgötu 13. Opið frá kl. 9-15.
Umsóknarfrestur er til 16. mars nk.
Skólastjóri.
Vörubifreiða-
stjórafélagið
Þróttur
Reykjavík
Félagsfundur verður haldinn í húsi félagsins
Borgartúni 33, fimmtudaginn 3. febrúar nk.
kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Atvinnumál.
3. Önnur mál.
Fjárfestar óskast
Framleiðslufyrirtæki með mikla þróunar-
möguleika fyrir útflutning óskar eftir fjárfest-
um. Útflutningur er þegar hafinn.
Þeir, sem áhuga hafa, sendi nöfn sín til aug-
lýsingadeildar Mbl. merkt:
„Góð fjárfesting - 13071 “ fyrir laugardaginn
5. febrúar næstkomandi.
B 0 0 )))
Eftirfarandi útboð eru til sölu á skrifstofu
Ríkiskaupa, Borgartúni 7, Reykjavík, og
eru viðbót við listann í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins þann 30.1.1994.
17. Útboð 4066-4 ræktunarskálar.
Opnun 21. febrúar 1994 kl. 14.00.
18. Útboð 4061-4 seymi. Opnun 23.
febrúar 1994 kl. 11.00.
Gögn seld á kr. 1.000,-.
W RÍKISKAUP
Ú t b o & s k i I a árangril
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
Laugardagsfundur með
landbúnaðarráðherra
Laugardagsmorguninn, 6. febrúar er boöað
til fundar meö landbúnaöarráðherra, Hall-
dóri Blöndal, í Valhöll. Fundurinn hefst kl.
10.00 árdegis og stendur til hádegis. Á
fundinum mun landbúnaöarráöherrra flytja
stutt ávarp og svara síöan fyrirspurnum
og taka þátt í umraeðum.
Allt áhugafólk um landbúnaöarmál velkom-
ið á fundinn.
SHIQ auglýsingor
□ HELGAFELL 5994020219
VI 2 Frl.
□ GLITNIR5994020219 III - 1.
I.O.O.F. 7 = 175228'/2 =
□ GIMLI 599420219 I
= 2 (aukafundur)
UTIVIST
Rf.GLA MIISTERISRIDDARA
RM Hekla
2.2. - VS - FH
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerlndlsins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
I.O.O.F. 9 = 17522872 = M.A.
SAMBANO ISLENZKRA
KRISTTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Almenn kristniboðssamkoma í
Kristniboössalnum í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður verður sr.
Frank M. Halldórsson.
Frá Sálar-
rannsókna-
félagi íslands
Breski miðilinn Ann Caup starfar
á vegum félagsins til 6. mars.
Ann er mjög góður sambands-
miöill og vinnur á öllum hærri
tíðnisviðum.
Bókanir í sfmum 618130 og
18130.
Stjórnin.
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Helgarferð 4.-6. feb.
Gist verður í Félagsheimilinu á
Brúarási, gönguferðir og sam-
eiginlegt þorrahlaðborð á laug-
ardagskveldi. Fararstjóri Lovísa
Christiansen. Nánari upplýs-
ingar og miðasala á skrifstofu.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12
ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Mike Fitzgerald.
Allir hjartanlega velkomnir.
lífi þínu
Meðferð-
armiðillinn
og sjáand-
inn Jean
Murton frá
Kent heldur
námskeið
helgina 5.
og 6. feb.
Persónuþroskaprógram, upp-
götvun og skilningur á innra sjálfi,
litameðferð, skynjun á litum og
áru. Hvað er hinn andlegi heimur?
Hugleiðsla.
Nánari upplýsingar og pantanir í
síma 91-11626.
Taktu ábyrgð á
Meðal efnis:
Stjórnin.
Landsmálafélagið Vörður.