Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
Mistökin með Jan Mayen
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Þegar þrætan um landgrunnið
við Jan Mayen stóð yfir fyrir rúm-
um áratug, benti undirritaður á
að íslendingar ættu að gera kröfu
til þess að eiga Jan Mayen í
óskiptri sameign með Norðmönn-
um, líkt og á sér stað um Spits-
bergen, sem er í sameign margra
þjóða. Sigurður Líndal prófessor,
hefur bent á að nafnið Svalbarði,
haft sennilega verið upphaflega
nafn á Jan Mayen og gefi útlit
eyjarinnar það sjálf til kynna, en
Norðmenn hafa fært það yfir á
Spitsbergen.
Ráðherrar sem stóðu á verði
Á árinu 1927 spurðust þau tíð-
indi til ríkisstjórnar • íslands að
Norðmenn væru að vinna að því
að inniima Jan Mayen í norska
ríkið en þrem árum áður höfðu
þeir reist þar veðurathugunarstöð.
Vegna þessara athafna Norð-
manna beindi Jón Þorláksson, þá-
verandi forsætisráðherra, því með
bréfi til utanríkisráðuneytisins í
Kaupmannahöfn, dags. 27. júlí
1927, að norsku ríkisstjórninni
yrði gerð grein fyrir að Island
ætti vissra hagsmuna að gæta
varðandi Jan Mayen. Danir fóru
þá með utanríkismál íslands. Fyr-
irvara þennan ítrekaði Tryggvi
Þórhallsson forsætisráðherra 25.
október sama ár.
Dönum stóð stuggur af
Norðmönnum
Innlimun Jan Mayen í norska
ríkið 8. maí 1929 hefði átt að
gefa íslendingum tilefni til þess
að halda fram kröfu um eignar-
hluta íslands í eyjunni. í því sam-
bandi er þess að gæta sem fyrr
segir að Danir fóru með utanríkis-
mál íslendinga, en einmitt þá var
stjórnmálasamband Dana og
Norðmanna á Austur-Grænlandi.
Líklega hefur dönskum stjórnvöld-
um þá þótt hyggilegt að styggja
ekki Norðmenn meira en nauðsyn
bæri til, én Norðmenn voru þá
farnir að færa sig ískyggilega upp
á skaftið á Austur-Grænlandi, sem
þeir hugðust leggja undir sig.
Deilu sem reis út af Austur-Græn-
landi lauk með því að málið var
lagt fyrir Alþjóðadómstólinn í
Haag 1931, en þar unnu Danir
málið 1933. Vegna þess hvernig
á stóð hefur danska utanríkisráðu-
neytið, sem fyrr segir, líklega ekki
talið hyggilegt að stugga frekar
við Norðmönnum, þegar þeir inn-
limuðu Jan Mayen í norska ríkið
8. maí 1929, því þá var og enn
von um samkomulag vegna Aust-
ur-Grænlands, en það tókst ekki.
„Mér finnst fáránleg sú
skoðun sem komið hef-
ur fram í Noregi, að
Islendingar eigi engan
sögulegan rétt til fisk-
veiða við Spitsbergen
eða í Barentshafi, sem
mér er tamara að kalla
Hvítahafið. Vitað er að
íslenskir togarar stund-
uðu þar veiðar að stað-
aldri 1930-1940 og
einnig eftir það allt til
1970 og síldveiðar á
árunum 1960-1970.“
Árveknina frá 1927 skorti
Greinilegt er að embættismenn
utanríkisráðuneytisins skorti bæði
festu og hörku í viðræðum við
Norðmenn þegar samningarnir
vegna Jan Mayen voru gerðir á
árunum 1980 og 1981 og því tókst
eftir Ásbjörn
Björgvinsson
Að undanförnu hefur mikið ver-
ið rætt um húsbruna þá sem átt
hafa sér stað á síðastliðnum mán-
uðum.
Þessir húsbrunar eiga það sam-
merkt að þar hefur fólk misst all-
ar sínar eigur og jafnframt hefur
einn bruninn því miður kostað líf
ungra barna. Það er því ekki að
undra að þjóðfélagsumræðan
snýst mikið um brunavamir í íbúð-
arhúsnæði nú sém stendur.
Það er jákvætt að taka á þessum
málunum eftir að alvarleg slys
hafa átt sér stað og reyna að upp-
lýsa fólk um viðbrögð og varnir
gagnvart þessum vágesti, eldin-
um.
Undanfarin ár hafa orðið mjög
margir alvarlegir brunar bæði í
atvinnu- og íbúðarhúsnæði sem
koma af stað umræðu um bruna-
varnir og brunamál, síðan er eins
og allir missi áhugan á þessu
málefni því jú, það kviknar aldrei
í hjá mér.
Áð mínu mati þarf stöðugt að
hamra á hættunni af völdum elds
ekki að tryggja rétt íslendinga
sem skyldi. Staðan var nefnilega
þá sú að formenn samninganefnd-
anna voru góðkunningjar og sér-
staklega mun Jens Evensen, sem
nú á sæti í Alþjóðadómstólnum í
Haag, hafa notið einhverra óskilj-
anlegra yfirburða í stöðunni sem
varð málstað íslands til hnekkis.
Það var skoðun mín þá að ís-
lendingar ættu að gera kröfu til
hluta í Jan Mayen og þar með í
landgrunni eyjarinnar og hafsvæð-
isins umhverfis. Sú skoðun mín
er óbreytt.
Það er og álit mitt að enn .er
íslendingum kleift að fá viður-
kennda ótilgreinda hlutdeild í Jan
Mayen fyrir alþjóðadómstólnum,
ef vel er á málum haldið. I það
minnsta er rétt að minna á yfirlýs-
ingar forsætisráðherranna tveggja
frá 1927, sem af framsýni vildu
gæta hagsmuna íslands.
Nú hefur frést að hótanir hafi
komið fram í Noregi að segja beri
upp samningum sem gerðir voru
milli þjóðanna, annars vegar 1980
um fiskveiðilögsöguna við Jan
Mayen og hins vegar 1981 um
nýtingu á litlum hluta hafsvæðis-
ins við Jan Mayen. Með samning-
í íbúðar- og atvinnuhúsnæði, það
er skylda opinberra aðila að sjá
svo um að allir séu meðvitaðir um
þá hættu sem stafað getur af
óbeisluðum eldi. Hvað ef ljós-
vakamiðlarnir notuðu sambærileg-
an tíma í fræðslumál um bruna-
varnir og þann tíma sem fer í frétt-
ir af eldsvoðum?
Ég vil í þessari grein lítillega
fjalla um val og staðsetningar á
reykskynjurum í íbúðarhúsnæði.
Markmiðið með uppsetningu
reykskynjara er að vart verði við
eld strax á byijunarstigi þannig
að hægt verði að bjarga fólki í
tæka tíð og gera ráðstafanir til
þess að slökkva eldinn áður en
hann verður óviðráðanlegur skað-
valdur. Með öðrum orðum þýðir
þetta að reykskynjari á að láta
vita um eld tímanlega en ekki fara
loksins í gang þegar húsið stendur
í ljósum logum!
Þeir heimilisreykskynjarar sem
settir hafa verið upp á síðastliðn-
um áratugum eru flestir af svo-
kallaðri ,jónískri“ gerð þ.e. skynj-
arinn skynjar örfínar reykagnir
'sem jafnvel eru svo smáar að við
greinum þær ekki, s.s. reykur frá
brauðrist, lökk og málningarefni
gefa einnig frá sér þessar agnir
eins og hitablásarar dúklagninga-
manna og fl.
Nokkur umræða varð um
geislavirkni þessara skynjara fyrir
nokkrum árum, sú umræða varð
heldur stutt enda kom í ljós að
nánast engin hætta stafar af
geislavirka efninu í þessum skynj-
urum. Eftir sem áður-beinist öll
umræða um geislavirk efni í þá
átt að minnka notkun þeirra sem
mest, dæmi eru um að framleið-
endur reykskynjara séu farnir að
skoða alvarlega að hætta fram-
leiðsiu jónískra reykskynjara
vegna umræðunar um að allt þurfi
að vera umhverfisvænt.
Síðastliðin ár.hefur „ný“ gerð
reykskynjara, þ.e. „optískir“
skynjarar, verið að ryðja sér til
rúms á markaðinum. Þessir skynj-
arar eru með innbyggðan Ijósnema
(„photósellu") sem skynjar ein-
göngu reykagnir sem okkur eru
vel sýnilegar þ.e. reykmassa.
Skynjarar þessir eru seinni í gang
við hreinan bruna sem veldur litl-
um reyk heldur en ,jónísku“ skynj-
ararnir. „Optísku" skynjararnir
Gunnlaugur Þórðarson
um þessum var horft skammt til
framtíðar og að mínu viti er rétt
að svara slíkum hótunum með því
að gera kröfu til hlutdeildar í eyj-
unni og fylgja því máli eftir með
málsókn, ef sú eignarhlutdeild
Ásbjörn Björgvinsson
„Ekki staðsetja reyk-
skynjara í eða nálægt
eldhúsi.“
þurfa nokkuð magn af sýnilegum
reyk til að valda útkalli og sérstak-
lega eru þeir góðir þar sem lítill
eða enginn eldur er til staðar en
reykmagn verulegt t.d. af völdum
glóðarbruna s.s. í rafmagnsbún-
aði, glóð í húsgögnum, ofhitnun á
matvælum í eldunarpottum eða
pönnum og fl.
Samkvæmt rannsóknum sem
gerðar hafa verið erlendis er nú
talið að „optíski" reykskynjarinn
sé í raun allt eins góður eða jafn-
vel betri vörn en ,jónísku“ skynj-
ararnir. Niðurstaða mín er sú að
með skynsamlegu samspili þessara
tveggja reykskynjara ásamt réttri
staðsetningu þeirra sé hægt að
fækka „óþarfaboðum" verulega
frá því sem nú er og jafnframt
tryggja að annar hvor skynjarinn
fari í gang þegar raunveruleg
ástæða er til. Áð auki eru til sam-
byggðir jónískir og optískir reyk-
skynjarar þ.e. báðar gerðirnar i
sama skynjarahúsinu og best væri
að allir notuðu þessa gerð reyk-
skynjara til að tryggja hámarksör-
yggi sitt.
Þegar staðsetning fyrir reyk-
skynjara er ákveðin er nauðsyn-
fæst ekki viðurkennd með sam-
komulagi. Það er illt þegar til þess
er hugsað hve slælega var búið
um hnútana í samningunum að
mögulegt skuli vera að hóta upp-
sögn þeirra nú. Það er þó bót í
málinu að það er nú í fastari hönd-
um en áður.
Sögulegur veiðiréttur við
Spitsbergen
Mér finnst fáránleg sú skoðun
sem komið hefur fram í Noregi
að íslendingar eigi engan söguleg-
an rétt til fiskveiða við Spitsbergen
eða í Barentshafi, sem mér er tam-
ara að kalla Hvítahafið. Vitað er
að íslenskir togarar stunduðu þar
veiðar að staðaldri 1930-1940 og
einnig eftir það allt til 1970 og
síldveiðar á árunum 1960-1970.
Okkur er skylt að tryggja þessi
réttindi og til þess að gera það,
ætti Fiskistofa eða sambærilegir
aðilar að safna gögnum um þessar
veiðar.
Fyrir mörgum árum benti ég á
að rétt væri að íslendingar lýstu
yfir aðild að milliríkjasamningum
um sameign að Spitsbergen
(Parísarsamn. frá 9. febrúar
1920). Eftir gerð þess samnings
lýstú mörg ríki aðild sinni að hon-
um og ekki verður séð að neitt sé
slíkri yfirlýsingu til fyrirstöðu.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
legt að taka tillit til eftirfarandi
atriða:
A. Ekki staðsetja reykskynjara
í eða nálægt eldhúsi.
B. Setjið optískan reykskynjara
á ganga eða opin svæði.
C. Setjið optískan reykskynjara
nálægt rafmagnstöflu.
D. Æskilegt er að setja reyk-
skynjara í öll svefnherbergi.
E. Best er að samtengja alla
reykskynjara í húsinu.
F. Ef húsið er fleiri en ein
hæð, setjið reykskynjara á allar
hæðir.
G. Ekki staðsetja reykskynjara
nær vegg en 50 sm.
H. Skiptið um rafhlöðu í reyk-
skynjaranum árlega.
I. Endingatími reykskynjara er
u.þ.b. 10 ár.
Það eru sjálfsagt ekki margir
sem vilja fara í siglingu eða á sjó
með engan eða ónýtan björgunar-
bát. Segja má að reykskynjari sé
eins og björgunarbátur á skipi,
engum til gagns nema skipið sé
að sökkva og þá er betra að þeir
séu til staðar og í lagi.
Hvað er langt síðan þú prófaðir
reykskynjarann þinn eða skiptir
um rafhlöðu??
Reykskynjarar eiga að vera ör-
yggisbúnaður sem hægt er að
treysta á þegar til kastana kemur!
Rétt staðsetning og gerð skynjara
getur tryggt öryggi þitt og fjöl-
skyldu þinnar.
í eldsvoða. Munið!
Að tilkynna öllum í húsinu um
hættuna og fara út! (Ekki aftur
inn.)
Að aðstoða þá sem ekki geta
bjargað sér sjálfir ef mögulegt er.
Að tilkynna slökkviliði.
Að reyna að bjarga því sem
mögulegt er eða slökkva eldinn ef
áhættan er lítil.
Ábending um frekara öryggi
heimilisins:
Gerið flóttaáætlun og æfið hana
á hverju ári.
Æfið ykkur í að skríða blind-
andi um húsið.
Handslökkvitæki og eldvarna-
teppi eru góð viðbót við öryggi
heimilisins.
Að lokum.
Hafið hugfast að það er nánast
alltaf þrennt sem veldur öllum
óhöppum, þ.e. menn, konur og
börn og í þessari röð.
Höfundur starfar á
Verkfræðistofu Snorra
Ingimarssonar m.a. við hönnun og
úttekt A brunaviðvörunarkerfum.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum?
Viltu lesa góða bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra
spurninga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar-
námskeið sem hefst fimmtudaginn 17. febrúar nk.
Skráning f símum 642100 og 641091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
Víða liggja hættur!