Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
43
SKIÐI / OLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER
Asta
fánaberi
í annað
sinn
Fimm íslenskir kepp-
endur og níu aðstoðar-
menn í Lillehammer
ÍSLENSKU ólympíufararnir
fimm voru kynntir á blaða-
mannafundi Ólympíunefndar
íslands í gær, en aðeins tveir
þeirra voru á fundinum, en hin-
ir eru erlendis. Júlíus Hafstein,
formaður Óí, sagði að
kostnaður nefndarinnar vegna
leikanna væri ekki mikill, án
þess að nefna neinartölur í
því sambandi. Ásta' S. Hall-
dórsdóttir verðurfánaberi ís-
lands við opnunarhátíðina eins
og í Albertville fyrir tveimur
árum.
Eins og fram hefur komið áður
eru fimm íslendingar sem
keppa í Lillehammer; Ásta S. Hall-
dórsdóttir (23 ára), Kristinn
Björnsson (21) og Haukur Arnórs-
son (22) keppa í svigi, stórsvigi og
risasvigi. Göngumennirnir Daníel
Jakobsson (20) og Rögnvaldur Ing-
þórsson (25) taka þátt í öllum fjór-
um göngugreinunum; 10, 15, 30
og 50 km göngu. Meðalaldur ís-
lensku keppendanna er aðeins 22,2
ár.
Níu verða í íslenska fylgdarlið-
inu; Sigurður Einarsson, formaður
SKI, verður fararstjóri. Aðrir eru:
Svein Bye frá Noregi, sem er yfir-
þjálfari alpaliðsins en honum til
aðstoðar er Hans Ottoson frá Sví-
þjóð, en hann hefur þjálfað Ástu í
Ostersund. Svíinn Bo Eriksson er
aðalþjálfari göngumanna og honum
til aðstoðar er Hans Anders Isaks-
son frá Svíþjóð. Ólafur Björnsson,
sem býr í Lillehammer, verður
göngumönnunum til aðstoðar. Sig-
urveig Gunnarsdóttir frá ísafirði
er sjúkraþjálfari liðsins og síðan
verða þeir Júlíus Hafstein og Ari
Bergmann Einarsson fulltrúar
Ólympíunefndar íslands við opnun-
arhátíðina.
Iseikarnir verða settir laugardag-
inn 12. febrúar. Keppendurnir búa
í Ólympíuþorpinu. Ásta og Kristinn
héldu utan í dag og ætla að und-
irbúa sig í Östersund og Geilo fyr-
ir leikana. Haukur er á Ítalíu en
ætlar síðan yfir til Austurríkis og
æfa þar áður en hann kemur til
Lillehammer. Daníel og Rögnvald-
ur eru báðir við æfingar í Svíþjóð
og verða þar fram að leikum.
VISA ísland færði Ólympíunefnd
íslands 500 þúsund króna styrk í
gær vegna Vetrarleikanna, en
VISA hefur verið helsti styrktarað-
ili síðustu Ólympíuleika. Mörg önn-
ur fyrirtæki hafa styrkt Óí myndar-
lega vegna þátttöku í leikunum.
STAÐAN
A-RIÐILL
Fj. leikja u T Stig Stig
ÍBK 17 12 5 1685: 1450 24
SNÆFELL 17 7 10 1414: 1485 14
SKALLAGR. 16 I 6 10 1328: 1354 12
lA 16 4 12 1330: 1530 8
VALUR 17 4 ' 13 1475: 1649 8
B-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
NJARÐVIK 17 15 2 1551: 1349 30
GRINDAVIK 17 13 4 1509: 1424 26
HAUKAR 16 10 6 1346: 1219 20
KR 16 8 8 1467: 1423 16
TINDASTOLL 17 4 13 1233: 1455 8
Morgunblaðið/Kristinn
Slegid á létta strengi
ÓLYMPÍUFARARNIR Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði og Ásta S. Halldórsdóttir frá ísafirði segjast í góðri æfingu
og tilbúin í slaginn í Lillehammer. í gær mátuðu þau fötin sem þau klæðast við opnunarhátíðina 12. febrúar.
Erum nánasl
á heimavelli
- segja ólympíufararnirÁsta Halldórsdóttir og Kristinn Björnsson
ÁSTA S. Halldórsdóttir og Kristinn Björnsson keppa bæði á
Ólympíuleikum í annað sinn og þekkja því vel þá tilfinningu sem
því fylgir. Þau sögðust vera vel upplögð og til í slaginn. „Við
erum reynslunni ríkari frá því í Albertville og eins þekkjum við
aðstæður mun betur en í Frakklandi fyrir tveimur árum — erum
nánast á heimavelli í Lillehammer," sagði Ásta, en þau hafa æft
f Noregi og Svíþjóð undanfarin ár.
Kristinn sagði að undirbúningur-
inn hjá sér hefði gengið vel.
„Ég byijaði reyndartímabilið frekar
brösótt, var meiddur í baki í fímm
vikur fyrir jólin. En eftir að ég
komst á fætur aftur hefur þetta
gengið vel. Ég er að koma úr mán-
aðar keppnisferðalagi um Evrópu
og var orðinn frekar þreyttur á að
búa í ferðatöskunni. Ég tók þátt í
14 mótum á þessum tíma og gekk
svona upp og ofan. Ég bætti mig
verulega í risasvigi en er á sama
stað og áður í svigi og stórsvigi.
Ólympíuleikarnir leggjast vel í mig.
Ég ætla mér að nota tækifærið og
keyra á fullu — grípa gæsina með-
an hún gefst. Vonandi hitti ég á
það. Ég geri mér vonir um að ná
minnsta kosti 20. sæti í svigi,“ sagði
Kristinn.
Ásta sagði að undirbúningurinn
hefði gengið vel hjá sér í haust en
síðan hefði komið smá lægð strax
eftir áramótin, en var komin aftur
á gott skrið núna síðustu daga. „Ég
HANDBOLTI
Danir vildu fa
íslendinga
Handknattleikssamband íslands
varð að hafna boði frá Dan-
mörku, um að karlalandsliðið tæki
þátt í fjögurra þjóða móti um miðjan
mars. Ástæðan fyrir því er að síð-
ustu umferðirnar í 1. deildarkeppn-
inni fara fram á sama tíma hér á
landi. Danir ætla að bjóða Króötum
í stað íslendinga. Landslið S-Kóreu
tekur þátt í mótinu og Danir bíða
eftir svari frá Egyptum.
er mjög ánægð með árangurinn það
sem af er vetri. Ég hef bætt mig
verulega í svigi og er komin vel
innfyrir hundrað á styrkleikalista
FIS og er í fyrsta ráshópi í Evrópu-
bikarmótum. Besti árangurinn í
vetur er 11. sæti í svigi í Evrópubik-
armóti og fékk ég fyrir það 22,48
stig,“ sagði Ásta.
Hún segist gera sér vonir um að
vera á meðal tuttugu fyrstu í svig-
inu, sem er hennar sérgrein. „Eg
stefni á 15. sætið í sviginu, það
ætti ekki vera fjarlægur draumur."
Hún segist fara á þessa leika miklu
öruggari með sjálfan sig en í Albert-
ville. „Ég fraus nánast í startinu í
stórsvigskeppninni í Albertville
vegna taugaspennu. Nú veit ég að
hveiju ég geng og það ætti að hjálpa
mér,“ sagði Ásta.
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
Þrettándi sigurinn í röð
BIKARMEISTARAR Keflavíkur
lentu í kröppum dansi að Hlíð-
arenda í gærkvöldi þegar þeir
mættu neðsta lið úrvaldsdeild-
arinnar, Val. Valsarar voru yfir
þegar nokkrar mínútur voru til
leiksloka, en urðu síðan að játa
sig sigraða, 101:107. Þar með
voru Keflvíkinar búnir að leika
sinn þrettán sigurleiki í röð í
deild- og bikarkeppni.
Gestirnir notuðu alla sína menn
þrátt fyrir erfiðan bikarleik
um helgina og pressuðu stíft í byij-
un en Valsmenn
voru sýnd veiði en
ekki gefin, ef miðað
er við stöðuna í
deildinni, og komust
yfir um miðjan fyrri hálfleik. Kefl-
víkingar skiptu byijunarliðinu að
mestu útaf en það þurfti tíu stig í
röð frá Sigurði Ingimundarsyni til
Stefán
Stefánsson
skrífar
að jafna leikinn. Bikarmeistararnir
voru að ná yfirhöndinni eftir hlé
þegar Franc Booker lenti í útistöð-
um við nokkra leikmenn Keflavíkur
og tók þá við sér svo að þegar sjö
mínútur voru til leiksloka hafði
Valur yfir 79:77. Endaspretturinn
var síðan Suðurnesjarnanna.
„Við áttum alveg eins að geta
unnið en þeh' eru samt með betra
lið,“ sagði Svali Björgvinsson þjálf-
ari Valsmanna. Bragi Magnússon
lék jafnbest þeirra en Franc Boo-
ker, Brynjar Karl Sigurðsson og
Gunnar Zöega áttu góða spretti. I
Keflvíkingar gátu leyft sér þann
munað að skipta fjórum úr bytjun-
arliðinu útaf og fá fjóra leikreynda
óþreytta í staðinn. „Það er erfitt
að ná stemmingu eftir góðan bikar-
leik en við lögðum allt í leikinn
enda töpuðum við hér síðast. Það
var samt visst vanmat en þetta
hafðist þó og sigur er alltaf sigur,“
Björn
Bjömsson
skrifar
DIEGO Maradona var í gær
rekinn frá Newell’s Old Boys, eftir
að hafa ekki mætt á æfíngar hjá
féiaginu í viku. Við þetta minnka
líkurnar á að kappinn leiki með
Argentínu í HM í Bandarikjunum.
Maradona hefur átt við meiðsli að
stríða. v.
OSSIE Ardiles, framkvæmda-
stjóri Tottenham, snaraði pen-
ingabuddunni á borðið í gær og
keypti Kevin Scott, varnarleik'-^
mann, frá Newcastle á 850 þús.
pund. Scott var fyrirliði Newcastle,
þegar Ardiles var stjóri á St. James
Park.
RUEL Fox, sóknarleikmaður
Norwich, skrapp til Newcastle í
gær, til að ræða við Kevin Keegan,
framkvæmdastjóra félagsins, sem
er tilbúinn að borga 2,2 millj. pund
fyrir Fox, sem yrði dýrasti leikmað-
ur félagsins. Keegan keypti Andy
Cole frá Bristol City fyrir ellefu
mánuðum á 1,75 millj. punda.
IRINA Privalova frá Rúss-
landi, setti heimsmet í 50 m hlaupi
innanhúss í Moskvu í gær, er hún
hljóp vegalengdina á 6,03 sek.
URSLIT
sagði Albert Óskarsson sem ásamt
Raymond og Jóni Kr. Gíslasyni, var
bestur Keflvíkinga.
Grindvíkingar sterkir
Leikmenn Tindastóls máttu þola
tap, 70:89, fyrir Grindvíking-
um. Leikurinn bauð strax upp á
mikinn hraða og var varnarleikur
liðanna öflugur.
Grindvíkingar voru
sterkari á loka-
sprettinum og
tryggðu sér þá ör-
uggan sigur. Nökkvi Már Jónsson
og Pétur Guðmundsson léku mjög
vel fyrir Grindvíkinga og þegar
heimamenn reyndu að stöðva þá,
opnaðist svæði fyrir Wayne Casey.
Páll Kolbeinsson var bestur heima-
manna, en þeir Robert Buntic og
Ingvar Ormarsson áttu góða
spretti.
Valur-IBK 100:107
fþróttahúsið Hlíðarenda, Orvalsdeildin í
körfuknattleik, þriðjud. 1. febrúar 1994.
Gangur leiksins: 0:2, 9:8, 22:22, 29:24,
36:38, 40:43, 42:47, 42:50, 42:53, 53:61,
74:74, 79:77, 90:95, 98:107, 100:107.
Stig Vals: Franc Booker 29, Bragi Magnús-
son 24, Ragnar Þór Jónsson 19, Brynjar
Karl Sigurðsson 15, Guðni Hafsteinsson 4,
Gunnar Zöega 4, Bergur Már Emilsson 3,
Bjarki Guðmundsson 2.
Stig ÍBK: Raymond Foster 27, Sigurður
Ingimundarson 22, Albert Óskarsson 16,
Guðjón Skúlason 14, Kristinn Friðriksson
14, Jón Kr. Gíslason 8, Brynjar Harðarson
4, Böðvar Þ. Kristjánsson 2.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Héðinn
Gunnarsson.
Áhorfendur: Um 180.
UMFT-UMFG 70:89
Sauðárkrókur:
Gangur leiksins: 6:12, 14:19, 33:31, 36:26,
39:41. 44:48, 50:56, 58:68, 62:74, 70:89.
Stig UMFT: Robert Buntic 16, Páll Kol-
beinsson 16, LárusPálsson 15, IngvarOrm-
arsson 12, Hinrik Gunnarsson 7, Sigurvin
Pálsson 2, Ómar Sigmarsson 2.
Stig UMFN: Nökkvi Már Jónsson 24, Wa-
yne Casey 19, Pétur Guðmundsson 17,
Guðmundur Bragason 12, Hjörður Harðar-
son 9, Marel Guðlaugsson 4, Ingi K. Ingólfs-
son 2, Bergur Eðvarðsson 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Árni
Freyr Sigurlaugsson, vægast sagt slakir.
Áhorfendur: 350.
1. deild karla:
Höttur - Þór..................53:75
1. deild kvcnna:
ÍR-ÍS.........................61:49
Knattspyrna
England
1. deild:
Crystal Palace — Peterborough..3:2
Grimsby — W.B.A................2:2
Spánn
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Real Madrid — Tenerife..........0:3
■Einn svartasti dagur I knattspyrnusögu
Real Madrid var i gær þegar liðið var slejjfc—.
ið út úr bikarkeppninni af Tenerife, sem
vann samanlagt 5:1. Þremur leikmönnum
Real Madrid var vikið af leikvelli áður en
flautað var af. Áhangendur Real voru æfir
og köstuðu öllu lauslegu úr stúkunni niður
á völlinn til að mótmæla leik sinna manna.
Enn hitnar undir hjá Benito Floro fram-
kvæmdastjóra sem mátti varla við þessu
áfaili. Ranion Mendoza, forseti félagsins,
var að vonum óánægður en vildi ekkert
segja um það hvort þetta hafi veri siðasti
leikur Floro.