Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 r Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Úrslit prófkjörs •• Markús Orn Antonsson borgarstjóri segir að þátttakan í Fagna þessu svari samkrulli og hræðs MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þátttakan í prófkjöri flokksins í Reykjavík væri ákaflega sterkur vitnisburður um stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni í upphafi kosninga- baráttu fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég er mjög ánægður með þennan lista og fagna þessu svari Sjálfstæðisflokksins sem fram kemur í prófkjörinu við þessu samkrulli og stofnun hræðslubandalags á vinstri væng. Það er greinilegt að sjálfstæðismenn hafa brugðist skjótt við og hafa sýnt ótvírætt styrk síns flokks með prófkjörinu. Vonandi verður framhaldið eftir því.“ Morgunblaðið ræddi í gær við frambjóðendur um niðurstöðu prófkjörsins og fara syör þeirra hér á eftir. Meginniðurstaða prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna. borgar- stjórnarkosninganna í vor er sú, að flokkurinn gengur til þessara kosninga með sterk- an framboðslista. Tæplega níu þúsund Reykvíkingar hafa valið framboðlista, sem endurspeglar annars vegar þá breidd í skoðunum, sem er að finna innan Sjálfstæðis- flokksins og hins vegar þá hófsemi og umburðarlyndi, sem lengst af hefur einkennt störf og stefnu sjálfstæðis- manna. Þegar á heildina er litið er hér á ferðinni fram- boðslisti, sem líklegur er til að vekja traust hjá kjósend- um. I tíu efstu sætum fram- boðslistans, eins og hann lítur út skv. útslitun prófkjörsins, er fólk með mikla reynslu í borgarmálum. Þar eru þijár konur, þar eru fulltrúar laun- þega og þar eru fulltrúar ungs fólks. I raun og veru er nán- ast ótrúlegt að prófkjör skili framboðslista, sem einkennist af slíku jafnvægi á milli ólíkra hópa í stórum flokki. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, hlaut afdráttar- lausa traustsyfirlýsingu í þessu prófkjöri. Hann á að baki langan feril í borgarmál- um, en hafði starfað utan borgarstjórnar í nokkur ár er hann var kallaður til starfa sem borgarstjóri í Reykjavík, þegar Davíð Oddsson tók við embætti forsætisráðherra vorið 1991. Borgarstjóri hlaut í þessu prófkjöri um 88% gildra atkvæða. í því felst, að honum hefur með ótvíræð- um hætti verið falin pólitísk forysta Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum og gengur til borgarstjórnarkosninga í vor með sterkan bakhjarl, þar sem er stuðningur þúsunda sjálfstæðismanna. Að öðru leyti hefur Sjálf- stæðisflokkurinn fengið til starfa að borgarmálum öfluga nýja liðsmenn á borð við Ingu Jónu Þórðardóttur og Gunnar Jóhann Birgisson, þannig að saman fer reynsla þeirra, sem fyrir eru og sá kraftur, sem fylgir nýjum frambjóðendum. Ekki fer hjá því í prófkjör- um, að einhverjir lenda utan garðs. Fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á yfir- standandi kjörtímabili náðu ekki kosningu í tíu efstu sæti listans. Við því geta menn alltaf búizt, sem á annað borð gefa kost á sér til framboðs, hvort sem er til sveitarstjórn- ar eða á Alþingi. Slíkur ósigur getur verið sár, en fyrir þá, sem kunna að taka ósigri, kemur dagur eftir þennan dag. Að öllu óbreyttu stefnir í sameiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu til- greinds borgarstjóraefnis. Slík staða hefur ekki áður komið upp í borgarstjórnar- kosningum og augljóst, að vígstaða Sjálfstæðisflokksins verður erfiðari en þegar minnihlutaflokkarnir hafa boðið fram hver fyrir sig og atkvæði dreifst á milli þeirra og ekki nýtzt til fullnustu. Fyrstu skoðanakannanir hafa gefið til kynna, að sameigin- legur listi minnihlutaflokk-' anna hefði möguleika á að ná meirihluta í borgarstjórn. Sá framboðslisti sjálfstæð- ismanna, sem við blasir eftir þetta prófkjör, er hins vegar líklegur til þess að vekja traust og tiltrú meðal reyk- vískra kjósenda. Augljóst er, að listinn verður skipaður frambjóðendum, sem höfða til fylgis kjósenda á miðju stjórn- málanna, frambjóðendum, sem eru þekktir af allt öðru en öfgakenndum skoðunum. Þetta eru athyglisverð úrslit og umhugsunarverð og gefa tilefni til bjartsýni. Með úrslitum þessa próf- kjörs hefur Sjálfstæðisflokk- urinn fengið sterka viðspyrnu. Áherzla á þau málefni, sem nú brenna mest á hinum al- menna borgara og drengileg kosningabarátta mun duga flokknum vel í þeim kosning- um, sem framundan eru. Meirihluti sjálfstæðis- manna hefur haldið vel á málefnum borgarinnar á því kjörtímabili, sem nú er að líða. En í borgarmálum eins og í öðrum málefnum lands og þjóðar hafa viðhorf breytzt verulega á þeim krepputím- um, sem við nú lifum. Reykja- víkurborg hefur ekki eins mikil fjárráð og áður. í rekstri borgarinnar þarf að leggja áherzlu á aðhald og sparnað eins og í öðrum rekstri. Þessi breyttu viðhorf munu áreið- anlega móta baráttumál Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórnarkosningunum í vor. Þeim framboðslista, sem nú hefur verið valinn, er vel treystandi til þess að fylgja slíkri stefnu eftir í fram- kvæmd. Borgarstjóri sagði að þúsundir manna hefðu skráð sig í flokkinn síð- ustu daga og þannig gengið til liðs við flokkinn í þeirri baráttu sem í hönd fer. „Þátttakan í prófkjörinu hefur verið með afbrigðum góð,“ sagði Markús. „Það er vissulega góðs viti fyrir okkur sem stöndum í barátt- unni. Þessi niðurstaða hvað mig varð- ar er ákaflega mikils virði og ég þakka þann stuðning sem þátttakend- ur í prófkjörinu hafa sýnt mér með þessari niðurstöðu. Ég hef marg oft tekið það fram að ég tel það höfuðatr- iði að maðurinn í efsta sætinu fái afgerandi og eindregna traustsyfir- lýsingu. Það er afar biýnt út frá hags- munum Sjálfstæðisflokksins vegna kosningabaráttunnar sem framundan er. Þegar litið er yfir listann eins og menn raðast í sætin þá sýnist mér að þetta sé sigurstranglegur listi frambjóðenda og að við megum vænta mikils af öflugu samstarfi og sókn þessara frambjóðenda okkar.“ Konur mega vel við una Markús sagði það staðreynd að konur hefðu átt erfitt uppdráttar í prófkjöri flokksins. Vera kynni að einhverjum fyndist sem þeirra hlutur hefði átt að verða enn betri. Miðað við aðstæður teldi hann að niðurstað- an hvað þær varðaði væri góð og að þær mættu vel við una að hans mati. Margir um sömu sæti „Ég tel að ástæðan fyrir að nokkr- ir borgarfulltrúar náðu ekki árangri sé sú að margir kepptu um sömu sætin og það getur valdið því að ein- hverjir hrapi niður eftir listanum eins og raunin varð á,“ sagði Markús. „Þetta fólk sem þarna um ræðir og hefur starfað með okkur í borgar- stjórnarflokknum hefur unnið mjög vel að þeim málefnum sem þeim var falin forsjá fyrir. Auðvitað saknar maður þess að sjá þau ekki í þessari fylkingu sem verður í aðalsætunum. Hins vegar vænti ég þess að við megum eiga gott samstarf við þau áfram og að þau muni koma að kosn- inga- og málefnaundirbúningi með okkur. I prófkjöri með svona mikilli þátttöku er alltaf viðbúið að ákveðin endurnýjun eigi sér stað. Ymsir mundu telja að til þess væri leikurinn gerður að svona fjöldahreyfing hefði áhrif þar á. Það hefur verið séð til þess núna og það eru ákaflega hæfir nýir frambjóðendur sem koma til liðs við okkur sem við væntum mikils af,“ sagði Markús Örn Antonsson. Skýr niðurstaða „Þetta Ieggst mjög vel í mig,“ sagði Árni Sigfússon, sem er í 2. sæti list- ans. Árni var í 7. sæti í síðasta próf- kjöri árið 1985 og í 6. sæti listans á síðasta kjörtímabili, en þá var listan- um stillt upp. „Ég átti von á að ná árangri þar sem markið var sett á annað sæti en mér sýnist niðurstaðan vera skýrari en ég bjóst við. Það voru jú fimm nefndir í annað sætið þannig að ég bjóst við talsverðri dreifingu í það sæti.“ Árni sagði, að niðurstaðan sýndi að sjálfstæðismenn treystu honum og að hann ætlaði að reyna að verða traustsins verður. Þeim hlyti að líka þau verk sem hann hafi unnið og það sem hann stæði fyrir. Sagði hann að endurnýjun á listanum væri talsvert meiri en menn hefðu búist við. „Þeg- ar tæplega 9 þúsund manns taka þátt í prófkjöri og þetta er niðurstaða þeirrar röðunar þá hlýtur maður að dást að því hvað hægt er byggja sterkan lista með þessari aðferð," sagði hann. „Ég held að listinn sé sterkur en auðvitað getur maður horft til einstaklinga sem maður hefði viljað sjá á listanum." Árni sagðist vera fylgjandi próf- kjöri og taldi að nú hefði verið kom- ist hjá persónulegu níði, en oft væri hætt við því í prófkjöri. Þá væri próf- kjör sæmilegur kostur þegar þátttaka væri mikil þar sem val væri alltaf flókið þegar nokkrir kostir bjóðast. Sjálfstæðismenn í sókn „Ég er mjög ánægður með þá traustu kosningu sem Markús Örn Antonsson borgarstjóri fær,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem er í 3. sæti. Hann bauð sig fyrst fram árið 1981 og varð þá í 8. sæti að undangengnu prófkjöri, í 5. sæti árið 1985 eftir prófkjör og í 4. sæti list- ans á síðasta kjörtímabili. „Þá er mjög ánægjulegt hversu mikil þátt- taka var í prófkjörinu. Það segir mér einfaldlega að sjálfstæðismenn í Reykjavjk eru komnir í mikinn sókn- arhug. Ég er sjálfur mjög sáttur við þessa niðurstöðu. Ég sóttist eftir einu af efstu sætum listans og greinilegt að kjósendur hafa svarað þeirri ósk minni.“ Vilhjálmur sagðist fagna því að vera áfram í forustusveit borg- arstjórnarflokksins. Þessi kosning gæfi honum tækifæri til að sinna borgarmálum með sama hætti og síð- astliðin ár. „Ég óska þessu nýja fólki sem greinilega hefur hlotið bindandi kosn- ingu til hamingju með þennan ágæta árangur sem það nær,“ sagði hann. „Sérstaklega finnst mér athyglisverð- ur góður árangur Gunnars Jóhanns Birgissonar og Ingu Jónu Þórðardótt- ur. Ég sakna góðra félaga og sam- starfsmanna sem ekki hafa náð bind- andi kosningu inn á listann, en það er nú einu sinni svo að það er allra veðra von í prófkjöri. Þetta er vilji kjósenda. Þátttakendur í prófkjöri hafa kveðið upp sinn úrskurð og það er sú lýðræðislega leið sem við höfum kosið að viðhafa. Ég h’eld að þessi listi sé gríðarlega sterkur og vil ég sérstaklega þakka stuðningsmönnum mínum og þeim sem unnu fyrir mig. Ég er þeim mjög þakklátur." Kraftur í flokknum „Ég er mjög ánægð með minn árangur og tei mig geta vel við un- að,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir, sem er í 4. sæti. „Ég kem inn í þetta mjög seint. Þetta er rúmlega tveggja vikna barátta, sem er að baki. Úrslit- in eru á ýmsan hátt óvænt en engu að síður tel ég að þarna sé á ferðinni sigurstranglegur listi. Það sem mér finnst skipta miklu máli er þátttakan sem sýnir kraftinn í flokknum núna. Hann bregst mjög vel við þegar á reynir. Eins og komið hefur fram er þetta metþátttaka í prófkjöri af þess- ari gerð. Það finnst mér skipta miklu og sömuleiðis hvað efsti maður listans fær góða og afdráttarlausa kosn- ingu.“ Þrjár konur eru á meðal efstu átta manna á listanum og sagði Inga Jóna það vera mjög góðan árangur. „Vissu- lega hefði ég kosið jafnræði og að fjórar konur væru í átta efstu sætun- um, en ég tel að við höfum náð þarna töluverðum árangri og að sjálfstæðis- menn hafi skynjað að þetta var það sem kallað var eftir,“ sagði hún. „Ég fer ekki dult með það að ég held að skoðanakönnunin um fylgi flokksins og fylgi við vinstri bræðinginn og þann svip sem sá listi hefur á sér í fljótu bragði hafi ýtt töluvert mikið við mönnum. Menn hafi viljað breyt- ingar með kosningarnar í vor í huga. Þátttakan sýnir það. Þetta er líka í takt við það sem er að gerast annars staðar. Mér finnst við sjá það í þeim prófkjörum sem eru í gangi hjá Sjálf- stæðisflokknum að það er mikil sveifla og þróttur í flokknum. Mikil þátttaka á Akranesi, í Hafnarfirði, Njarðvík og á Isafirði. Þetta á ekki eingöngu við um Reykjavík. Mér finnst það vera að skila sér að sjálf- stæðismenn láta mjög mikið finna fyrir sér og ryðjast fram.“ Gæti ekki verið betra „Ég er mjög ánægður með minn árangur. Hann getur ekki verið betri,“ sagði Hilmar Guðlaugsson, sem er í 5. sæti. Hilmar tók fyrst þátt í prófkjöri árið 1982 og var þá fyrst kjörinn borgarfulltrúi, en þá voru borgarfulltrúar 21 en ekki 15 eins og núna og þá var hann í 9. sæti. Árið 1985 varð hann í 6. sæt.i og á síðasta kjörtímabili var hann í 12. sæti þegar listanum var stillt upp. „Ég hef sagt að við þyrftum að huga að þremur þáttum. I fyrsta lagi að réttur kvenna yrði tryggður inni á listanum. í öðru lagi að góð breidd væri á listanum og í þriðja lagi að þó svo að þarna væru menn með reynslu þá þyrfti ákveðna endurnýj- un. Þetta hefur allt komið fram að mínu áliti," sagði hann. „Ég er því mjög ánægður með listann ef fyrstu átta sætin verða óbreytt Þessi listi leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði mjög sterkur listi." Hilmar sagðist vera hlynntur próf- kjöri en að þau ættu ekki aþtaf við. Stundum ættu menn að hvíla sig á þeim. „Ég var hiynntur því að ekki var prófkjör síðast en nú var það nauðsynlegt eins og á stóð að mínu áliti,“ sagði hann. Öflugri listi „Ég er mjög ánægður með minn árangur,“ sagði Gunnar Jóhann Birg- isson, sem er í 6. sæti listans, en þetta er í fyrsta sinn sem hann býður sig fram í prófkjöri. „Ég er líka ánægður með útkomuna í þessu próf- kjöri. Ég held að listinn sé mjög sigur- stranglegur og miklu öflugri en hann var. Mín tilfinning er sú að breyting- arnar í þessu prófkjöri séu meiri en sjálfstæðismenn hafa áður upplifað í prófkjörum. Það eru mikiu meiri sviptingar, sem sýna að sjálfstæðis- menn vildu breytingar. Þeir vildu nýjan lista og þétta þannig raðirnar fyrir kosningarnar í vor.“ Gunnar Jóhann sagðist vera undr- andi á að Júlíus Hafstein skuli ekki hafa náð betri kosningu. „Ég hélt að hann yrði öruggur meðal tíu efstu manna,“ sagði hann. Sagði hann að prófkjör hefðu bæði kosti og galla. Kostirnir væru þeir að þetta væri lýðræðisleg aðferð við val á framboðslista og gæfi fleirum tækifæri til að hafa áhrif en þegar uppstillingarnefnd réði listanum. „Hins vegar er þetta dýrt fyrirtæki og kannski allt of dýrt,“ sagði hann. „Þetta er náttúrlega ofboðsieg vinna. Hjá nær öllum frambjóðendum voru þrír til fjórir menn í stanslausri sjálf- boðavinnu í vinnu í heilan mánuð. Þetta er rosaleg vinna að baki en líka skemmtileg. Prófkjör skapar ákveðna stemmningu." Gunnar sagðist vera ánægður með listann og þá niðurstöðu sem Markús Orn Antonsson borgarstjóri fékk. Raddir hafi verið uppi um að hann mundi ekki fá afgerandi kosningu í fyrsta sæti. Þetta væri því mikill sig- ur fyrir hann. „Hann er í raun í fyrsta sinn að sækja umboð til sjálfstæðis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.