Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
„ þu vúst oi ÞaÚ írrtiAtsöU/skaiur her
Á fyrstu hae&LnrtO
£
Er ég ekki búin að segja þér
nógu oft að ég er orðin hund-
leið á að borða alltaf fisk?
BEÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hver er þessi kona?
Frá Berg Thorberg:
í dag er hátíð í bænum. Einn
af nafntoguðum yngri listamönnum
þjóðarinnar opnar sýningu á verk-
um sínum. Staður: Musteri lista í
miðri Reykjavík.
Fréttin hefur borist út um
byggðina í formi boðskorta og
blaðatilkynninga. Útvaldir streyma
að til að sýna sig og sjá aðra og
vonandi einhverjir til að beija list-
ina augum.
Það er gott veður. Nánast logn,
en fremur kalt. Ég tek eftir tveim-
ur konum er koma gangandi yfir
svellbunkann á lóðinni. Það er eitt-
hvað í fari þessara kvenna er vekur
athygli mína. Skrefin stutt, til að
storka undirlaginu ekki um of.
Klæðnaður beggja hæfir vel ís-
lenskri veðráttu, þykkar kápur og
höfuðbúnaður í stíl.
Nú má greina andlitin. Greini-
lega mæðgur. Sterkur svipurinn
leynir sér ekki. Góðleg augu beggja
verða sú mynd sem ég geymi með
mér, er þær ganga hjá.
Ég flýti mér inn úr kuldanum
og er næstum dottinn um gerðar-
lega snót með glasabakka. „Má
ekki bjóða þér hressingu?" Jú takk,
þetta ljósa. Er það sprite? Mér líst
ekki á dekkri kostinn. Hann minnir
of mikið á gamlárskvöld. Nú eru
aðrir tímar og öðrum tímum fylgja
aðrir drykkir.
Ég olnboga mig áfram gegnum
mannþröngina, kinka kolli tvisvar,
en þekki fáa. Enn er ekki búið að
opna sýningasalina. Listfræðingur-
inn talar um list, umhverfi, menn
og vitnar í listamanninn sjálfan.
Pöbullinn skaldrar. Mikið assgoti
hefur maður annars lítið vit á list.
Nú jæja. Hver hefur sitt bíó að
bera, eins og vinur minn sagði þeg-
ar ljóð sem hann hafði dreymt um
nótt hvarf burtu frá honum með
morgunverkunum.
Fólkið myndar smáhópa í saln-
um. Samræður í fullum gangi. Til-
tölulega frítt meðfram veggjunum
þar sem verkin hanga. Níu talsins.
Þeir kunna að koma á óvart þessir
listamenn. Ólíkt öilu sem hann hef-
ur gert áður, heyri ég sagt. Enginn
naivismi, engar ljósmyndir í bland
við málun. Afturhvarf til raunsæis.
Hvar eru allir sterku litirnir? Þetta
er eitthvað fyrir listamafíuna, segir
grannholda karlmaður í alltof stór-
um jakkafötum. Þetta kaupir Bera.
Nú kem ég auga á þær aftur.
Móðirin, sem er greinilega eldri en
ég hélt í fyrstu, stendur teinrétt
og skoðar.
Ég renni augum mínum að aug-
unum góðlegu og nú leikur dauft
bros um varirnar. Ég skynja sam-
stuhdis ró og frið. Eitthvað segir
mér að þetta sé ekki í fyrsta skipti
sem hún stendur í svipuðum spor-
um. Forvitni mín rekur mig í fót-
mál þessarar gömlu konu. Hún
gengur að málverkunum og virðir
þau fyrir sér vandlega. Vökul aug-
un vandra yfir myndflötinn, frá
einu horni til annars. Sé ég tár?
Gleði? Söknuð yfir genginni tíð?
Hóparnir verða æ háværari og
tómu glösunum fjölgar. Listamað-
urinn og kona hans standa við
dyrnar og taka við hamingjuóskum
fjöldans.
Hver hef ég séð þessa konu áð-
ur? Kannski í gömlu dagblaði sem
er löngu hætt að koma út?
Enginn virðist veita henni at-
hygli. Og þó. Nú rýkur að henni
myndarlegur roskinn maður með
grásprengt hár og skegg í svörtum
frakka. Hann faðmar hana að sér
og kyssir á báða vanga.
Þarna er kominn einn af sér-
stæðustu listamönnum þessarar
þjóðar. Listamaður sem kannski
mun vinna sín mestu stórvirki á
listasviðinu innan skamms. Stöðugt
Frá Gunnari Ólafssyni:
Til lesenda Morgunblaðsins.
Hvað er að ykkur? Hafa ekki
sést teikningar þar sem menn eru
sýndir í konulíki og hafa ekki sést
teikningar þar sem konur eru sýnd-
ar í skessulíki?
Hafa ekki sést teikningar þar
sem konur eru sýndar í „manns“
líki?
Hafa ekki sést teikningar þar
áræðinn og miklir sigrar í nánd.
Hann þekkir þessa gömlu konu.
Þau spjalla saman dágóða stund.
Vottar fyrir hreim hjá henni? Þung-
ar hugsanir mínar hlaðast upp eins
og mjölpokar á bretti. Ég er engu
nær um hver þessi kona er.
Þau kveðjast innilega. Gamla
konan heldur áfram göngunni.
Fleiri virða hana ekki viðlits. Hún
er á einhvern hátt liðin tíð í augum
þessarar samkundu. Kannski ald-
ursforseti hennar líka.
Dóttirin kemur aðvífandi. Hún
hefur greinilega erft glæsileika
móðurinnar, en er, eðli málsins
samkvæmt, léttari á tánni. Hún
grípur undir arm gömlu konunnar
og leiðir hana út úr salnum. Mér
fínnst á einhvern óskiljanlegan hátt
að samkundan og salurinn allur
standi snauðari eftir.
Ég fer út sömuleiðis. Á gangin-
um hitti ég gamlan kunningja og
get ekki stillt mig um að spyija.
Þekkir þú þessa gömlu konu? Þessa
þarna? Þetta er ekkjan hans... Ég
þurfti ekki að heyra meira. Ég vissi
hver hún var.
Skömmu síðar, er ég geng niður
Flókagötuna, sé ég hana hverfa inn
í hús með fallegum garði.
Ég held áfram göngunni, þakk-
látur almættinu fyrir að hafa gefið
mér „eitt augnablik" að muna, og
kannski líka örlitla innsýn í lista-
sögu þessa funheita en jafnframt
frostkalda lands.
BERGUR THORBERG,
myndlistamaður í Reykjavík.
sem menn eru sýndir í dýralíki?
Hafa ekki sést teikningar þar
sem toppar þjóðarinnar eru sýndir
„vel við skál“ svo vægt sé til orða
tekið?
Hvað er að þessari teikningu af
Amal Rún, þar sem hún velgir
Markúsi Erni undir uggum?
Spyr sá sem ekki veit.
GUNNAR ÓLAFSSON,
Miklubraut 68,
Reykjavík.
Hvað er að ykkur?
HÖGNI HREKKVÍSI
ENÞU&NAR.! "
Víkverji skrifar
Góðkunningi Víkveija þurfti
austur á firði í síðustu viku,
sem er í sjálfu sér ekki í frásögur
færandi. Það sem er þó forvitnilegt
við för kunningjans er hverskonar
meðferð hann þurfti að sæta af
hálfu Flugleiða. Hann flaug á
þriðjudegi til Egilsstaða og átti
bókað far með Flugleiðum aftur til
Reykjavíkur síðdegis á miðviku-
degi, en þann dag reyndist ófært,
þannig að hann var veðurtepptur á
Egilsstöðum til fimmtudags. Þann
dag reyndist flugfært austur um
miðjan dag, en meðan gaf, hafði
félagið enga flugvél til þess að
senda til Egilsstaða. Kunninginn
fékk þá vitneskju um að Islandsflug
sendi vél austur og átti þess kost
að fá far með véi félagsins til baka
til Reykjavíkur. Hann hugðist nýta
sér það og ætlaði að fá flugmiða
sinn endurgreiddan, hvað ekki-
fékkst. Hver var skýring Flugleiða?
Jú, hún var sú, að einungis væri
um endurgreiðslur að ræða, ef flug
væri fellt niður, en þar sem reyna
átti flug undir kvöld á fimmtudegin-
um, yrði miðinn ekki endurgreidd-
ur. Svo var vél send í loftið undir
kvöld, en henni snúið aftur til
Reykjavíkur, án þess að lent væri
fyrir austan, þar sem orðið var
ófært á nýjan leik. Kunninginn
mátti því nauðugur dúsa til föstu-
dags á Egilsstöðum. Er þetta boð-
legt!
xxx
Kannski var það svo að hin róm-
aða og lofaða kvennalista-
kona, Ingibjörg Sólrún, sem í nafni
sameinaðrar sundrungar sækist nú
eftir því að verða borgarstjóri okkar
Reykvíkinga hafi i hugsunarleysi
sýnt sitt rétta andlit f útvarpsvið-
tali í síðustu viku. Stjórnandi morg-
unþáttar Bylgjunnar fékk borgar-
stjóraframbjóðandann til þess að
raða saman óskalista sínum um
niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins. Þetta var í sjálfu sér ein-
kenniieg bón útvarpsmannsins og
enn einkennilegra að frambjóðand-
inn skyldi láta sig hafa að svara
spurningunni, en látum það nú vera.
Hitt var öllu undarlegra og verra
að mati Víkveija, að þegar
frambjóðandinn var spurð þeirrar
spurningar hvort hún ætlaði ekki
að leyfa neinum ungum sjálfstæðis-
manni að fá sæti á óskalistanum,
er hún hafði skipað „sínum mönn-
um“ í efstu sæti listans, valdi hún
Gunnar Jóhann Birgisson, með
þeirri athugasemd að hún ætlaði
ekki að veita „Sveini Klandra" neitt
brautargengi. Ekki verður betur séð
en draugur úr fortíðinni, sem iðu-
lega mátti sjá á síðum Þjóðviljans,
þegar kalda stríðið var í algleym-
ingi, dúkki hér upp í munni kvenna-
listakonunnar. Uppnefni og níð voru
meðal fastra liða í’ því stríði, og
töldust sjálfsagt sjaldnast til tíð-
inda. Þótt þingmanninum hafi orðið
að ósk sinni, varðandi slakt gengi
Sveins Andra Sveinssonar í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins nú um
helgina, er Víkveiji þeirrar skoðun-
ar að ummæli þingmannsins eigi
eftir að hitta hana sjálfa fyrir, og
að hún hafi með þeim tapað mörg-
um vonaratkvæða með þessu eina
orði.