Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
23
í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sé sterkur vitnisburður um stöðu flokksins í borginni
flokksins við
slubandalagi
Talning í fullum gangi
MIKIÐ verk var að telja atkvæðin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og lauk talningn ekki fyrr en seint í gær.
manna og því mikilvægt fyrir hann
og okkur öll að hann næði góðum
árangri," sagði Gunnar. „Þá vil ég
þakka öllum þeim sem aðstoðuðu
mig. Þeir voru fjölmargir og vil ég
þakka þeim stuðninginn og vinnuna.“
Vel sátt
„Ég er vel sátt við þessa niður-
stöðu,“ sagði Guðrún Zoéga, sem er
í 7. sæti. Guðrún tók þátt í síðasta
prófkjöri flokksins árið 1985 og varð
þá í 19. sæt.i en á síðasta kjörtíma-
bili skipaði hún 9. sæti. „Mér skilst
að við séum mjög jöfn í 5., 6. og 7.
sæti og þetta er vel við unandi. Próf-
kjör eru ósköp hvimleið en mér sýnist
sem þetta prófkjör hafi komið heil-
mikilli hreyfingu á flokkinn og flokks-
menn. Þetta er metþátttaka og marg-
ir hafa gengið í flokkinn. Þannig að
þegar á heildina er litið þá held ég
að þetta sé gott fyrir flokkinn. Það
eru þijár konur í fyrstu efstu sætun-
um og það er meira en gerst hefur
í prófkjörum áður. Við erum að vísu
í neðri hlutanum við Jóna Gróa.“
Gott að fá 3 konur í efstu sætin
Jóna Gróa Sigurðardóttir húsmóðir
og varaborgarfulltrúi varð í 8. sæti
prófkjörsins, en það sæti er svokallað
baráttusæti í kosningunum, því til
þess að halda meirihlutanum í borgar-
stjórn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að
fá átta menn kosna. Jóna Gróa náði
9. sæti listans í síðasta prófkjöri, sem
var fyrir átta árum og var kosin í
borgarstjórn. Við röðun á framboðs-
listann fyrir síðustu kosningar var
hún færð niður í 11. sætið og er nú
1. varaborgarfulltrúi flokksins.
Jóna Gróa sagði að margir sterkir
einstaklingar hefðu boðið sig fram í
prófkjörinu og sagði að hún mætti
vel við una að hafa náð 8. sætinu.
Sjálf hefði hún búist við að lenda á
þeim slóðum.
Hún sagðist alltaf hafa fengið
þokkalega útkomu úr prófkjörum en
þó aldrei betri en nú. Bjóst hún við
að vinna hennar að atvinnumálunum
með formennsku í atvinnumálanefnd
borgarinnar hefði átt þátt í árangrin-
um. _
„Útkoman er að mínu mati mjög
sterkur framboðslisti. Það er gott að
þrjár konur skuli vera í átta efstu
sætunum eins og að var stefnt. Inga
Jóna Þórðardóttir er til dæmis mjög
hæf kona og sterkur frambjóðandi,"
sagði Jóna Gróa.
Framar björtustu vonum
Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari
íslenska landsliðsins I handknattleik,
varð í 9. sætinu. „Ég er nýliði í stjórn-
málum og prófkjörið er frumraun mín
á þessu sviði. Maður kunni ekki alveg
á prófkjörsbaráttu og þurfti því að
reka sig á margt. Ég gat því gert ráð
fyrir því að lenda aftarlega á listan-
um. Þessi niðurstaða er framar öllum
mínum björtustu vonurn," sagði Þor-
bergur.
Hann sagði að stór hópur fólks
hefði tekið þátt í prófkjörsbaráttunni
með honum síðustu tvær vikurnar og
hefði markviss vinna þess skilað þess-.
um árangri. Sagðist hann vilja þakka
þessu fólki sérstaklega fyrir.
Fólk lætur málefnin ráða
Olafur F. Magnússon læknir og
varaborgarfulltrúi varð í 10. sæti í
kosningunum, en hann var í 17. sæti
listans við síðustu borgarstjórn-
arkosningar. Sagðist Ólafur vera
ánægður með þennan árangur.
„Ég var með litla sem enga svokall-
aða kosningavél í kringum mig í þess-
ari baráttu. Ég tel að ég fái þessa
kosningu fyrst og fremst út á þá sér-
stöðu sem ég hafði í áherslum á
málefni þó hún hafi farið fram hjá
mörgum frétta- og blaðamönnum.
Mér finnst að sjálfstæðisfólk hafi
sýnt að það lætur málefnin ráða miklu
í valinu, sem betur fer, og vil ég þakka
því fyrir stuðninginn í þessu próf-
kjöri,“ sagði Ólafur.
Aðalatriðið að halda
meirihlutanum
Páll Gíslason læknir og borgarfull-
trúi sagðist hafa vonast eftir betri
útkomu en væri þó sáttur við ellefta
sætið. „Maður verður að viðurkenna
að kjósendur hafi alltaf rétt fyrir sér
og taka þeirra dómi,“ sagði hann.
Páli hefur verið borgarfulltrúi í 20
ár og þar áður í 8 ár bæjarfulltrúi á
Akranesi. í prófkjöri flokksins fyrir
átta árum varð hann í 4. sæti og tók
8. sætið við uppstillingu listans fyrir
síðustu kosningar. Páll verður sjötug-
ur síðar á árinu. Sagðist hann ekki
sjá eftir því að hafa boðið sig fram
í prófkjörinu. Hann hefði gjarnan vilj-
að vinna meira að borgarmálunum
en einhvern tímann yrðu menn að
hætta.
Páll sagði að sér litist vel á list-
ann, þarna væri meðal annars nýtt
fólk sem hann þekkti af öllu góðu.
„Aðalatriðið er þó að halda meirihlut-
anum, það skiptir meira máli en hveij-
ir komast að,“ sagði Páll.
Góður varnarsigur
Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræðingur
og borgarfulltrúi, varð í 12. sæti próf-
kjörsins. Hún var í 13. sæti í prófkjör-
inu fyrir átta árum en var færð upp
í 5. sæti framboðslistans við síðustu
borgarstjórnarkosningar og hefur
verið borgarfúlltrúi á yfirstandandi
kjörtímabili.
Hún sagðist hafa verið með erfiða
málaflokka, meðal annars dagvistar-
málin, og hafa fengið ósanngjarna
og ranga umfjöllun, bæði um hluta
þeirra mála sem hún hefði haft með
að gera og í prófkjörsbaráttunni
sjálfri. Því hefði mátt búast við slakri
útkomu. Sagðist húri~líta svo á að
miðað við það hvernig mál hefðu ver-
ið rekin væri það góður varnarsigur
að ná 12. sætinu. Nefndi hún í því
sambandi að talað hefði verið um að
hún félli á svipaðan hátt og Sveinn
Andri Sveinsson, en hann hefði farið
niður fyrir 15. sætið.
„Ég tók ákvörðun um framboð á
síðustu stundu og byrjaði mjög seint
á prófkjörsbaráttunni. Það var hins
vegar unnið af krafti og ég fann að
starf okkar skilaði þeim árangri að
ég var á sækja á hægt og bítandi þó
það hafi ekki dugað," sagði Anna.
Deilan við Ornólf skaðaði
Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri
og borgarfulltrúi, var í sjöunda sæti
framboðslistans við síðustu kosning-
ar, var þá færður upp um eitt sæti
frá próikjörinu fyrir átta árum, og
hefur þennan tíma verið borgarfull-
trúi. Hann féll niður í 13. sætið í
prófkjörinu nú og sagðist hann ekki
telja það viðunandi útkomu.
Júlíus sagði erfitt að skýra þessa
breytingu. „Það er ljóst að deilan við
Örnólf Árnason og Rithöfundasam-
bandið sem kom upp skömmu fyrir
prófkjörið hefur skaðað mig verulega.
Mikill darraðardans varð vegna þessa
í sumum ijölmiðlum og er það sér-
stakt mál þegar maður horfir á þetta
mál eftir á. Fram að þessari deilu
hafði kosningabaráttan gengið mjög
vel, ég var í fremstu röð í öllum könn-
unum sem gerðar voru eftir að ég
hóf baráttuna. Ég tel að þetta mál
hafi ráðið úrslitum," sagði Júlíus.
Júlíus sagðist nú endurmeta stöðu
sína. Taldi hann ólíklegt að hann
tæki 13. sætið þó honum yrði boðið
það. Aðspurður hvort hann hygðist
reyna fyrir sér í borgarmálunum á
öðrum vettvangi sagði hann að ekki
væri tímabært að segja neitt um það.
„Ég vil sem minnst segja um þetta
nú, vil láta daginn líða og fá niður-
stöðuna," sagði Júlíus Hafstein.
Geld fyrir breytingu á SVR
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
og borgarfulltrúi, hefur ekki áður
tekið þátt í prófkjöri. Við ákvörðun
um framboðslista fyrir síðustu borg-
arstjórnarkosningar var honum stillt
upp í 10. sætið og náði hann kosn-
ingu. Hann var ekki meðal 15 efstu
í prófkjörinu nú.
„Ég tel að skýringin sé sú að ég
tók að mér erfið verkefni og var í
fararbroddi við umdeildar ákvarðanir
flokksins," sagði Sveinn Andri og vís-
aði til breytingar á rekstrarfyrir^
komulagi Strætisvagna Reykjavíkur,
þar sem hann var formaður. „Ekki
gafst nægur tími til að fá reynslu á
þessa breytingu og ekki var haldið
uppi nægum andsvörum við því íjöl-
miðlafári sem þyrlað var upp vegna
þessa máls. Ég er að gjalda fyrir
það, taka út fyrir þetta mál sem sjálf-
stæðismenn hafa greinilega ekki með-
tekið. Reynslan verður að skera úr
um hvort þessar breytingar voru
skynsamlegar," sagði Sveinn Andri,
en sagðist sjálfur vera sannfærður
um að svo væri.
Sveinn Andri sagði að úrslit próf-
kjörsins væri tímabundið baksiag hjá
sér. „Ég ætla aftur inn í borgarmál-
in. Ég hef þá trú að störf mín verði
metin að verðleikum þegar verkin
sanna sig,“ sagði hann.
Hann sagði gott að Markús Örn
Antonsson borgarstjóri hefði fengið
nokkuð örugga kosningu og eins
væri ánægjulegt að sjá yfirburði Árna
Sigfússonar í öðru sætinu, enda biði
listans erfitt verkefni í vor.
REYKJAVIK
Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins
Atkvæði
Alls Hlut-
1. 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8. 1.-9. 1.—10. 1.—11. 1.-12. fall %
1. Markús Örn Antonsson 6.329 7.452 88,3
2. Árni Sigfússon 762 3.401 6.721 79,6
3. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 563 1.813 2.890 6.066 71,9
4. Inga Jóna Þórðardóttir 106 1.433 2.423 2.992 5.681 67,3
5. Hilmar Guðlaugsson 44 171 438 2.130 2.680 5.308 62,9
6. Gunnar Jóhann Birgisson 60 302 712 1.964 2.623 3.147 5.249 62,2
7. Guðrún Zoega 42 266 1.462 1.978 2.529 2.981 3.500 5.109 60,5
8. Jóna Gróa Sigurðardóttir 13 147 986 1.386 1.876 2.365 2.859 3.367 4.853 57,5
9. Þorbergur Aðalsteinsson 36 102 243 442 741 2.066 2.571 .3.028 3.532 4.556 54,0
10. Ólafur F. Magnússon 47 172 361 826 1.307 1.846 2.396 2.946 3.442 3.890 4.379 51,9
11. Páll Gíslason 73 593 960 1.233 1.630 1.961 2.367 2.797 “''8.245 3.732 3.978 4.177 49,5
12. Anna K. Jónsdóttii' 38 225 558 838 1.332 1.724 2.158 2.649 3.112 3.535 3.779 4.000 47,4
13. Júlíus Hafstein 68 804 1.242 1.510 1.819 2.080 2.410 2.723 3.033 3.305 3.462 3.595 42,6
14. Helga Jóhannsdóttir 8 37 122 242 454 711 1.351 1.788 2.225 2.713 3.021 3.294 39.0
15. Björgólfur Guðmundsson 77 205 409 597 1.165 1.502 1.874 2.243 2.590 2.909 3.106 3.264 38,7
Röð annarra frambjóðenda: 16. Amal Rún Qase. 17. Katrín Gunnarsdóttir. 18. Sveinn Andri Sveinsson. 19. Sigurjón Á. Fjeldsted.
20. Sigríður Sigurðardóttir. 21. Þórhallur Jósepsson. 22. Axel Eiríksson. 23. Haraldur Blöndal. 24. Einar G. Guðjónsson. 25. Þorleif-
ur Hinrik Fjeldsted.
Tíu efstu með bmdandi kosningu
TÍU efstu frambjóðendurnir í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík hlutu bindandi
kosningu á lista flokksins við borgarstjórnar-
kosningarnar í vor. Til þess þurftu þeir að
fá helming gildra atkvæða í prófkjörinu.
Markús Orn Antonsson borgarsljóri hlaut
flest atkvæði í prófkjörinu, 7.452 talsins, sem
er 88,3% af gildum atkvæðum. Hann fékk
6.329 atkvæði i fyrsta sætið, eða 75%. Árni
Sigfússon fékk 762 atkvæði í fyrsta sæti og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk 563 atkvæði
i það sæti, en aðrir mun minna.
Á kjörskrá þegar kjörfundur hófst var 13.771
flokksbundinn sjálfstæðismaður og á meðan kjör-
fundur stóð bættust á kjörskrá 797 Reykvíkingar
sem undirrituðu inntökubeiðni í Sjálfstæðisflokk-
inn, þannig að við lok kjörfundar voru 14.568 á
kjörskrá. Alls greiddu atkvæði 8.845, eða 60,7%
þeirra sem á kjörskrá voru. Gild atkvæði voru
8.440, en auð og ógild alls 405.
Sjálfstæðisflokkurinn gefur upplýsingar um
röð og atkvæði 15 efstu þátttakendanna en ekki
þeirra tíu sem neðar urðu.
Endurnýjun
Fjórir borgarfulltrúar flokksins, Anna K. Jóns-
dóttir, Júlíus Hafstein, Páll Gíslason og Sveinn
Andri Sveinsson, féllu niður fyrir tíu efstu sætin.
Er því útlit fyrir töiuverða endurnýjun í röðum
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins því þar að
auki gáfu þrír borgarfulltrúar ekki kost á sér til
endurkjörs, en það eru Davíð Oddsson, Magnús
L. Sveinsson og Katrín Fjeldsted.