Morgunblaðið - 08.02.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 08.02.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 11 Ciceró um vináttuna Bókmenntir Sigurjón Björnsson Marcus Tullius Cicero IJm vináttuna íslensk þýðing eftir Margréti Oddsdóttur með inngangi eftir Svavar Hrafn Svavarsson. Hið íslenska bókmenntafélag Reykjavík 1993, 142 bls. Rit það sem hér birtist í ís- lenskri þýðingu er frægt rit og mörgum kunnugt. Meðan latína var og hét í menntaskólum hér á landi var ýmist lesið [Laelius] de Senectute eða [Laelius] de Amicit- ia eftir Ciceró. Þessi tvö systurrit Um ellina og um Vináttuna hafa nú bæði verið gefin út í vönduðum þýðingum ásamt inngangi og skýringum sem Lærdómsrit Bók- menntafélagsins. Ciceró fæddist árið 106 f.Kr. og var „myrtur á flótta undan fjandmönnum sínum árið 43 f.Kr.“ Löngum hefur hann verið frægast- ur fyrir stílsnilld sína og mælsku sem fram kemur í þeim ræðum hans sem varðveist hafa. Minna hefur verið haldið á lofti að hann var einhver lærðasti heimspeking- ur síns tíma og skrifaði margt um þau efni. Árin 45-44 f.Kr. voru mikil gróskuár hjá Ciceró í þessu tilliti. Þá skrifaði hann hvorki meira né minna en „ellefu rit um þekkingarfræði, siðfræði og trúar- heimspeki. Þetta eru ritin sem öðrum fremur eru vitnisburður okkar um helleniska heimspeki. Ritin Um ellina og Um vináttuna urðu til á þessu tæplega tveggja ára gróskutímabili. Annars má geta þess að þau ritverk Cicerós sem varðveist hafa eru hreint ekk- ert smáræði. Hin svonefnda Loeb- útgáfa af verkum hans (þar er raunar ensk þýðing á annarri blaðsíðunni en latneski textinn á hinni) er hvorki meira né minna en 28 bindi. Raunar eru sjö bind- anna sendibréf Cicerós. En þeim eiga menn það að þakka að þeir vita meira um Ciceró en flesta aðra fornmenn, enda þótt margur misskilningurinn hafí einnig af því sprottið. Um vináttuna þykir á marga lund merkt verk þó að ekki sé það stórt í sniðum. Fyrir utan það að vera afar vel skrifað er það mikils- vert heimspekilegt og siðfræðilegt framlag. Þar er t.a.m. tekin af- staða til kenninga Stóumanna og Epikúringa. William Armstead Falconer sem þýddi ritið á ensku Háskólatónleikar í Norræna húsinu Lagaflokkur eftir Roger Quilter Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudaginn 9. febrúar, koma fram þau Ingibjörg Gpðjóns- dóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftimi að lengd. Aðalefni tónleikanna er lagaflokkur eftir enska tónskáldið Roger Quilter. Þessi lagaflokkur var saminn 1908, en textarnir eru frá tímum Elísabetar I. Einnig verða flutt lög eftir Rossini og Rachman- inov. Ingibjörg Guðjónsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskóla Garða- bæjar árið 1983 og lauk burtfarar- prófi frá þeim skóla í maí 1986. Kennari hennar þar var Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Hún vakti fyrst verulega athygli á sér er hún sigr- aði í Söngkeppni SJónvarpsins árið 1985, aðeins 19 ára gömul og vann sér þannig rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales sumarið 1985. Ingibjörg stundaði svo framhalds- nám í Bandaríkjunum og lauk BM-prófi frá Indiana Háskóla, þar naut hún m.a. leiðsagnar hinnar virtu rúmensku söngkonu Virginiu Zeani og prof. Roy Samuelsen. Sl. sumar tók hún þátt í námskeiði hjá sópransöngkonunni Ileanu Co- trubas, sem haldið var í Vínarborg. Ingibjörg hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína í Garðabæ 1991. Síð- an þá hefur hún komið fram, bæði hér á landi og erlendis, m. a. söng hún hlutverk Mimiar í uppfærslu Óperusmiðjunnar í Borgarleikhús- inu í La Boheme. Kristinn Örn Kristinsson hóf sjö ára gamall píanónám við Tónlistar- skólann á Ákureyri og lauk þaðan lokaprófí 1977. Eftir einn vetur í í gamla góða vesturbænum Parhús, grunnflötur rúmir 60 fm, með 5 herb. glæsi- legri íbúð á tveimur hæðum. Geymsla í risi. í kjallara er mjög góð sér eins herb. íbúð auk þess geymsla og þvottahús. Húsið er mikið endurnýjað. Glæsileg ræktuð eignarlóð. Almenna fasteignasalan sf., LaugavegilS, símar 21150 og 21370. Ingibjörg Guðjónsdóttir Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Margréti Einarsdóttur hélt Krist- inn til Bandaríkjanna þar sem hann lauk BM-prófi við Southern Illinois University, Edwardsville undir handleiðslu Ruth Sclenczynska. Að því loknu stundaði hann fram- haldsnám hjá Joseph Kalichstein við St. Louis Conservatory of Music. Árið 1982 hóf Kristinn kennslu við Tónlistarskólann á Akureyri og gegndi þar einnig starfi yfirkennara hin síðari ár. Kristinn starfar nú sem píanóleik- ari í Reykjavík og skólastjóri Tón- listarskóla íslenska Suzukisam- bandsins. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 300 krónur. Ciceró fyrir Loeb-útgáfuna og ritaði inn- gang að þýðingunni, lætur svo ummælt: „Certainly no other aut-. hor of ancient or modern times has discussed the subject of fri- endship with so much complete- ness and charm as Cicero discus- ses it in his Laelius“. Þetta er áreiðanlega ekki ofmælt. A.m.k. ér víst að sá sem les þetta ágæta rit af athygli eyðir ekki tíma sínum til ónýtis. Það er í fullu gildi enn í dag þó að rúm tvö þúsund ár séu síðan það var samið. Eins og ekki var fátítt meðal höfunda fornaldar er Um vinátt- una með samræðusniði. Þátttak- endur samræðunnar eru þrír: Ga- ius Laelius og tengdasynir hans tveir, Gaius Fannius og Quintus Mucius Scaevola. Laelius gerir að umræðu vináttu sína og Scipíós Minors sem þá var nýlátinn. Þetta átti að hafa gerst árið 129 f.Kr. Ciceró segist hafa heyrt Scaevola endursegja samræðuna löngu síð- ar. Og síðan skráir Ciceró hana „á minn hátt“. Svavar Hrafn fjallar vendilega um þetta allt í inngangi sínum auk þess sem hann rekur æviferil Cicerós að nokkru, gerir grein fyr- ir heimspekiverkum hans svo og kenningum Stóumanna og afstöðu Cicerós til þeirra. Þetta er hinn vandaðisti og gagnlegasti inn- gangur. Ef til vill er hann fremur þungur á köflum og krefst góðrar athygli við lesturinn. Þýðing Margrétar Oddsdóttur er að stofni til lokaverkefni hennar til BA-prófs í latínu við Háskóla íslands. Síðan hefur þýðingin verið rækilega endurskoðuð bæði af þýðandanum og öðrum latínu- mönnum. Hún er því hin traust- asta í alla staði. Málið er vandað, lipurt og auðlesið. Hinar löngu og oft margfleyguðu setningar Cice- rós eru einatt brotnar upp í styttri setningar. Við það breytist að sjálfsögðu stíllinn, en öðruvísi verður það varla haft. Mér þykir þýðingin oft hafa verið fundvís á góð íslensk orð þar sem ekki varð í fljótu bragði séð hvað best átti við. Þýðingin í heild sinni lýsir traustum skilningi á textanum og góðum málsmekk. Aftan við textann eru skýring- ar. Fremur hefði ég kosið að þær væru neðanmáls, því að leiðigjamt er að fletta sífellt aftur fyrir. Að ósekju hefðu skýringarnar mátt vera fleiri og sumar ítarlegri. Bókin er gefin út í hinu smekk- lega og handhæga broti Lærdóms- ritanna. Ánægjulegt er að bækur þessa merka ritaflokks skuli nú bundnar í samstætt band. Er þetta svo sannarlega orðið eigulegt rit- safn bæði að efni og umbúnaði. Hjallabraut 33 - Hf. - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu eina af þessum vinsælu íbúðum fyrir 60 ára og eldri. íbúðin er ca 70 fm og er á 3. hæð, snýr í suður. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni Grétar Finnsson hrl., JBm Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., ■I Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., sfmar 51500 og 51601. Atvinnutækifæri Til sölu einstök umboðsvörusala með nýja og notaða hluti. Skiptir um söluhluti eftir árstíma. Þetta er ekki innflutningur. Góð staðsetning. Mjög góð kjör. Upplýsingar á skrifstofunni. FYRIRTÆKIASALAIM SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 911 91 97fl '-ÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori . (m I I vU'fc I 0 / V KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra athyglisverðra eigna: Nýtt einbýlishús - hagkvæm skipti Glæsilegt timburhús á útsýnisstað við Fannafold með 6 herb. rúmg. íbúð á tveimur hæðum. Snyrting á báðum hæðum. Bilskúr (verk- stæði) um 40 fm. 40 ára húsnæðislán kr. 3 millj. Mikið útsýni - bílskúr - eignaskipti Endurnýjuð sólrík 5 herb. íbúð í suðurenda á 4. hæð við Háaleitis- braut. Skipti mögul. á minni eign. Við Dvergabakka - gott lán - gott verð Mjög góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í suðurenda. Parket. Ágæt sam- eign. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Miklabraut - Hlíðar - nágrenni Á söluskrá óskast 2ja herb. góð íbúð á hæö. Skipti mögul. á góðri 4ra herb. hæð með miklu rými í risi. Frábært tækifæri - lítiisháttar útborgun Rúmgóð og sólrík 3ja herb. íbúð á 3. hæð í reisulegu steinhúsi j gamla austurbænum. Parket á gólfum. Eldhús og bað þarf að endurn. Laus strax. Mjög gott verð. Lítilsháttar útb. Nánari uppl. á skrifst. Einbýlishús óskast f Smáíbúðahverfi. Góðar eignir óskast ívesturborginni. Al M ENNA FASTEIGNASAl AN LAUGAVEGi 18 SflMAR 21150 - 21370 51500 Hafnarfjörður Hvassaberg Glæsil. ca 220 fm tvíl. einbh. auk bílsk. Mögul. á tveimur íb. Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,8 millj. Skipti mögul. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. ítr. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Drangahraun Til sölu og/eða leigu bifreiða- verkstæði i eigin húsnæði. Nán- ari uppl. á skrifst. Áml Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., iVB Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., II sfmar 51500 og 51601. 26600 allir þurfa þak yfir höfudid Áshoit Falleg 2ja herb. íb. ásamt stæði í bílgeymslu í nýl. lyftuh. Hús- vörður. Laus. Verð 6,5 millj. Laufásvegur Mjög góð 2ja herb. íb. á jarðh. Allt nýtt. Ekkert áhv. Laus. Verð 5,9 millj. Vesturgata - risíb. Samþ. einstaklíb. í fjölbh. Þarfn. stands. Verð 2,9 millj. Vantar Höfum kaupanda að góðri 3ja-4ra herb. íb. Bflsk. skil- yröi- Verðhugm. 8-9 m. Njálsgata 3ja herb. 67 fm íb. á 1. hæð í steinh. Nýtt eldh. Lagt f. þvottav. Laus. Verð 5,5 millj. Engihjalli Falleg 4ra herb. íb. á 8. hæð í nýviðg. lyftuh. Parket. Fallegt útsýni. Verð 7,5 millj, Hraunbær 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sameign endurn. og utanhússviðgerð lokið. Góð íb. Laus fljótl. Verö 7,3 millj. Stelkshólar 4ra herb. 96 fm íb. á 1. hæð í lítilli blokk. Góð lán áhv. Verð 7,6 millj. Kelduhvammur Vönduð 117 fm sérhæð í þríb- húsi ásamt bílsk. Mikið áhv. Gerðhamrar Vönduð 137 fm neðri sérh. f tvibh. Sérsuðurgarður með potti. Áhv. 5,8 millj. Verð 10,5 millj. Smáíbúðahverfi 140 fm efri hæð í steinh. Bein sala eða skipti á 3ja herb. íb. gjarnan í lyftuh. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Skúlagötu 30 3.h. Lovísa Kristjánsdóttir, Ig. fs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.