Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR .15. FEBRÚAR 1994
* ___________________________
Ráðuneyti á Islandi og í Noregi vinna að lausn deilunnar um fiskiimflutning tíl Frakklands
Unnið að tillögnm um ein-
faldara landamæraeftirlit
UNNIÐ er að tillögum um einfaldara landamæraeftirlit á vegum sjávar-
útvegsráðuneytanna á íslandi og í Noregi til lausnar innfiutningsdeil-
unni í Frakklandi. Tillögurnar verða lagðar fram á vettvangi EFTA
og Evrópubandalagsins í Brussel síðar í vikunni að sögn Kristjáns
Skarphéðinssonar, fiskimálafulltrúa Islands í Brussel. Fiskinnflutning-
ur til Frakklands er í biðstöðu og hefur ekkert breyst frá því fyrir helgi.
í sjónvarpsþætti í Frakkiandi í
gærkvöldi sagðist Balladur forsætis-
ráðherra ekki sjá neina ástæðu til
að hitta sjómenn á fundi, hann hefði
þegar boðið það sem hann gæti boð-
ið og sagðist vera forsætisráðherra
allra Frakka. Hann sagði eina helstu
ástæðuna fyrir vandamálum í frönsk-
um sjávarútvegi vera innflutning frá
öðrum EB-löndum og frá löndum
utan bandalagsins og talaði um
óheiðarlegan innflutning án þess að
útskýra það frekar.
Tillögur þær sem leggja á fyrir
Evrópubandalagið síðar í vikunni
felast m.a. í að reglum sem leyfa
sýnatöku úr hverri einustu vörusend-
ingu við landamæri hvers EB-lands
verði breytt í þá veru að sýni verði
aðeins tekin úr ákveðnu úrtaki. Að
sögn Kristjáns tekur afgreiðsla slíkra
tillagna talsverðan tíma og miða þær
í raun ekki að því að leysa vanda
þann sem fiskinnflytjendur eru i nú
heldur að því að koma í veg fyrir
að hægt verði að beita innflutning
slíkum tæknihindrunum í framtíð-
inni.
Birgir S. Jóhannsson, forstjóri
Nord Morue í Jonzac í Frakklandi,
segir að sjómenn hafí unnið skemmd-
ir í nágrannabæ Jonzacs og hafi
hótað að ráðast á verksmiðju fyrir-
tækisins. Lögregluvörður var um
hana um helgina. Þá segir Birgi’r að
æ erfiðara sé að fá flutningabíla til
að flytja físk fyrir fyrirtækið, flutn-
ingafyrirtækin vilji ekki ábyrgjast
varninginn af hættu við að ráðist
verði á bílana. Á föstudaginn var
ráðist á bíl frá fyrirtækinu sem var
á leið til Ítalíu og stolið úr honum
um tveimur tonnum af fiski.
Nord Morue á fískbirgðir í Ant-
werpen í Belgíu og sagði Birgir að
hann ætlaði að fá fjóra flutningabíla
með físk yfír til Frakklands í dag.
„Fiskinum verður vísað til heilbrigð-
isskoðunar hér í Frakklandi og þá
kemur í ljós hvort þeir hleypa honum
í gegn. Það á að vera allt í lagi með
merkingar og skjöl og annað tengt
sendingunni." Birgir sagðist hafa
fengið franska vöruflutningabíla til
ferðarinnar, enda taldi hann minni
líkur á að sjómenn réðust á franska
bíla heldur en útlenda.
Birgir sagði að á miðvikudag yrði
lögð fram áætlun um hvernig starfs-
fólki verksmiðjunnar yrði fækkað í
samræmi við minnkandi hráefni. Hún
er unnin í samvinnu við starfsmanna-
félag og atvinnuyfírvöld í héraðinu.
Pétur Einarsson hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna í París sagði að
ekki myndi reyna á neinn innflutning
hjá fyrirtækinu fyrr en á morgun en
að vonir væru bundnar við að for-
sætisráðherrann myndi gefa ein-
hveijar yfírlýsingar sem skýrðu stöð-
una. Pétur sagði að forsætisráðherra
kæmi ekki fram undir þessum kring-
umstæðum nema þegar um væri að
ræða stór hitamál L«þjóðfélaginu.
Pétur sagði að ekkert hefði heyrst
frá hinu opinbera síðan á fimmtudag
um málið og því væri það í algjörri
biðstöðu.
Morgunblaðið/Áki
Fálki fannst
á víðavangi
Bakkafirði.
FÁLKI fannst við Steinatún yið
Digranesvita við utanverðan
Bakkafjörð í gær. Víðir Her-
mannsson fann fálkann þegar
hann var að leika sér á fjór-
hjóli. Fálkinn flögraði lítið og
átti Víðir ekki erfítt með að
hlaupa hann uppi. Hann barðist
þó nokkuð um þegar búið var
að handsama hann og náði Víð-
ir í kassa og flutti í hús. Var
fálkanum gefíð að éta og át
hann nærri heilan svartfug! sem
skorinn var ofan í hann. Hann
fór síðan flugleiðis í bæinn og
verður til skoðunar hjá Ævari
Petersen fuglafræðingi.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 15. FEBRUAR
YFIRLIT: Skammt norður af Melrakkasléttu er 1.000 mb lægð á leið
norðnorðaustur ogfrá henni liggur lægðardrag suður um austanvert land-
ið og hreyfist það austur í bili, en fer að hreyfast til vesturs í nótt. Yfir
Grænlandi er 1.020 mb hæð en1.007 mb smálægð á vestanverðu Græn-
landshafi.
SPÁ: Norðlæg átt og snjókoma eða stydda vestast á landinu með hita
nálægt frostmarki, en suðaustankaldi eða stinningskatdi og rigning eða
súld annars staðar, þó yfirleitt úrkomulaust í innsveitum á Norður- og
Norðausturlandi oghiti á bilinu 4 til 8 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðaustanátt, rign-
ing eða slydda sunnan- og suðaustanlands, éljagangur á Vesturlandi,
en úrkomulítið um landið norðanvert. Hiti2-4 stig suöaustantil, en ann-
ars nálægt frostmarki.
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FOSTUDAG: Suðaustan- og austanstrekk-
ingur. Dálítil rigning eða slydda, síst þó norðanlands. Hiti verður viöast
á bilinu 2-5 stig á láglendi.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu (slands — Veðurfregnir: 990600.
•a & m
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
v .Ý 'ý
Skúrir Slydduél Él
r r r * r *
r r * /
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
Súld
= Þoka
V
itig..
FÆRÐA VEGUM: vx.™***
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni linu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að fsl. tíma
hiti veður
Akureyri 1 skýjað
Reykjavik 0 mistur
Björgvin +3 heiöskírt
Helslnki +7 alskýjað
Kaupmannehöfn -r4 heiðskírt
Narssarssuaq +19 léttskýjað
Nuuk vantar
Ósló +12 léttskýjað
Stokkhólmur +10 léttskýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Algarve 12 léttskýjað
Amsterdam +2 heiðskírt
Barcelona 10 þokumóða
Berlín +5 heiðskírt
Chicago 4 iéttskýjað
Feneyjar 0 heíðskírt
Frankfurt +1 léttskýjað
Glasgow 1 snjóél
Hamborg +3 heiðskirt
London 0 mistur
LosAngeles 18 léttskýjað
Lúxemborg +3 heiðskírt
Madríd 8 skýjað
Malaga 14 skýjað
Mallorca 12 skýjaö
Montreal +15 skafrennlngur
NewYork heiðskirt
Orlando 20 léttskýjað
París 0 snjókoma
Madelra 16 skýjað
Róm 5 heiðskirt
Vín -r-6 léttskýjað
Washington vantar
Winnipeg +3 hálfskýjað
IDAG kl. 12.00 *
Heimild: Veöurstofa íslands
(Byggt ó veöurspó kl. 16.30 í gær)
Margir vildu fræðast um ferðatilboð
Yerð hefur staðið
í stað og fólk leit-
ar í styttri ferðir
MARGAR ferðaskrifstofur kynntu sumaráætlun sína á sunnudag og
voru forsvarsmenn þeirra sem Morgunblaðið ræddi við ánægðir með
viðtökurnar. Verð á utanlandferðum hefur staðið í stað eða lækkað
frá síðasta sumri. Forsvarsmennirnir segja að fólk fari nú gjarnan í
styttri ferðir og einnig séu Islendingar að verða ferðavanari og óski
þá gjarnan eftir svokölluðum ævintýraferðum.
Einar Sigurðsson, upplýs-
ingafulltrúi Flugleiða, segir
að talsverður fjöldi fólks hafi
mætt á kynningu Flugleiða á
sumaráætlun félagsins í
Kringlunni. Hann segir að
ekki sé hægt að segja til strax
hvernig bókanir verða í sum-
ar, það komi í ljós í mars.
Félagið stefnir á að auka
farmiðasölu héðan um 2% og
er mest áhersla lögð á ferðir
til Bandaríkjanna og hefur
verð á flug og bíl þangað lækkað
um allt 20-25% frá síðasta ári.
Sumarleyfisfargjöldin til Evrópu
hafa hins vegar hækkað að meðal-
tali um 1.000 krónur frá síðasta
sumri og segir Einar að markmiðið
sé að halda fjölda farþega þangað
svipuðum og í fyrra. Hann segir að
einna helst megi merkja að fólks
sækist eftir styttri ferðum nú en'
fyrir nokkrum árum. Nú sé algengt
að fólk vilji fara í 1-2 vikna ferðir.
„Fólk virðist taka hluta sumarleyfis
hér og hluta erlendis," segir hann.
Ævintýraferðir vinsælar
Um 7.000 manns komu á sölu-
skrifstofur Úrvals-Útsýnar á sunnu-
dag til að kynna sér sumarleyfisferð-
ir segir Goði Sveinsson, sölu- og
-markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar.
Hann segir að þróunin sé í átt til
styttri ferða og í sumar verða fleiri
tveggja vikna ferðir í boði en áður.
Einnig segir Goði að meiri sókn sé
í ýmiss konar ævintýraferðir og
skemmtisiglingar. Hann segir að
verð ferða sé svipað og í fyrra.
Helgi Pétursson, markaðsstjóri
Samvinnuferða/Landsýnar, segir að
ferðaskrifstofan hafí dreift um
10.000 bæklingum á sunnudag sem
hafí verið svipað og í fyrra. Hann
segir erfítt sé að segja til um hvern-
ig sumarið verði, nú þegar hafi
meira verið bókað af aðildarfélags-
ferðum verkalýðsfélaganna en á
sama tíma í fyrra. „Ég veit ekki
hvort þetta er fyrirhyggja eða hvort
fólk muni ferðast meira erlendis í
sumar," segir hann. Verð á ferðum
hefur lítið breyst frá í fyrra og jafn-
vel lækkað segir Helgi. Til dæmis
hafi dvöl í sumarhúsum í Hollandi
hefur lækkað um 20% segir hann.
Fólk vill komast í sumarskap
íslaug Aðalsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur, segir að kynningin hafí
gengið vel á sunnudag og alls hafi
verið dreift um 1.000 bæklingum.
Hún segist vera bjartsýn á sumarið
þrátt fyrir atvinnuleysi og samdrátt
í þjóðfélaginu. „Fólk vill komast í
sumarskap og fara úr vetrinum og
vandamálunum," segir hún og að
fólk spyiji meira um ferðir á fram-
andi slóðir með leiðsögn. Hún segir
að verð á ferðum hafi lítið breyst í
þijú ár nema þær ferðir sem séu
verðlagðar í Bandaríkjadölum, þær
hafi hækkað vegna gengisbreytiriga.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri
Heimsferða, segist hafa orðið hissa
og glaður þegar hann sá ösina á
ferðaskrifstofunni á sunnudag og
segist hafa dreift um 800 bækling-
um. „Þetta er meira en ég átti von
á,“ segir hann. „Við gerðum ekki
það mikið úr þessu." Andri Már seg-
ist bjartsýnn á sumarið, margir hafí
setið heima síðasta sumar vegna
veðurblíðu hér og þeir skili sér þá
núna. Einnig sé oft dýrara að fara
í frí hér heldur en erlendis og verð
á ferðunum hafi haldist svipað á
milli ára. Hann hefur litið orðið var
við þá þróun að fólk fari í styttri
ferðir, og segir að um 65% af við-
skiptamönnum Heimsferða kjósi að
dvelja erleridis í 3 vikur.