Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
11
ísland við aldahvörf
Tempest Anderson: Heimilisfólkið í Reykjahlíð við Mývatn með
ýmis verkfæri.
________Myndlist_____________
Eiríkur Þorláksson
Á þessu ári verður hálfrar aldar
afmæli lýðveldisins minnst með
margvíslegum hætti, og verða við-
burðir sem dreifast á allt árið til að
minna á þessi tímamót, þó hátíð-
arhöldunum á Þingvöllum 17. júní í
sumar sé skiljanlega ætlað að marka
þau best. En fleiri tilefni gefast til
hátíðahalda. 1. febrúar voru níu ára-
tugir liðnir frá því ísland fékk heima-
stjórn og fyrsti íslenski ráðherrann
tók við embætti, og í tilefni þess var
þann dag haldin umtöluð (en líkast
til auðgleymanleg) hátíðardagskrá í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Við sama
tækifæri var einnig opnuð í Ráðhús-
inu umfangsmikil ljósmyndasýning,
sem ber yfirskriftina „ísland við
aldahvörf", og unnin hefur verið af
Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar,
með stuðningi lýðveldishátíðar-
nefndar Reykjavíkur.
Þessi sýning er þess fyllilega verð
þess að vekja nokkra athygli. Þama
hefur kunnáttufólki tekist að setja
saman skýra, fróðlega og um leið
skemmtilega sýningu, sem auðvelt
er að nálgast; það er ekki lítill árang-
ur þegar litið er til þeirra ólíku mögu-
leika, sem eru fyrir hendi við að fjs "
um ákveðin tímabil í sögu þjóðarii
a.m.k. ekki frá tímum Skaftárelda.
Hér hefði mátt finna heppilegri
dæmi.
Sýningarskrá liggur frammi, þar
sem nokkuð er fjallað um þau tíma-
mót, sem voru mörkuð fyrir níutíu
árum. Miðað við stærð er í skránni
að finna of mörg ávörp frammá-
manna, sem segja lítið; greinar Lýðs
Bjömssonar kveikja vissulega þorsta
eftir meiri fróðleik, og sýningin gef-
ur fyllilega tilefni til slíks. Ágætar
myndir prýða skrána, og bæta þenn-
an missi upp að nokkru.
Sýningin „Aldahvörf" í Ráðhúsi
Reykjavíkur við Tjörnina stendur til
sunnudagsins 27. febrúar, og geta
jafnt yngri sem eldri kynslóðir lands-
manna þar fræðst um ýmislegt er
varðar hina stuttu framfarasögu
þjóðarinnar; er rétt að hvetja fólk
til að líta inn.
911 RH 91 970 LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmoastjori
■ I I vU'L I 0 I W KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna:
Góð eign - hagkvæm skipti
Á söluskrá óskast góð 3ja-4ra herb. íb. m. bílsk. Skipti möguleg á
góðu einbhúsi í Vogunum m. 5 svefnherb. Nánari uppl. á skrifst.
Stór og góð á góðu verði
4ra herb. íb. á 1. hæð v. Hraunbæ. Nýtt eldhús, nýtt parket. Gott
herb. fylgir í kj. m. snyrtingu. Verð aðeins kr. 7,3 millj.
Vesturbærinn - Skerjafj. - nágrenni
Góð 3ja herb. íb. óskast f. traustan kaupanda. Skipti mögul. á góðu
einbhúsi á kyrrlátum stað í Skerjafirði á góðu verði.
Hlíðar - Norðurmýri - nágrenni
Á söluskrá óskast 2ja herb. góð íb. á 1. eða 2. hæð. Skipti mögul. á
4ra herb. rúmg. hæð m. miklu rými í risi.
Hagkvæm skipti möguleg
Til sölu gott einbhús v. Borgarheiði um 120 fm m. 4 rúmg. svefnherb.
Bílskúr. Ræktuð lóð. Skipti mögul. á lítilli íb. á höfuöbsvæðinu.
Fyrir smið eða laghentan
Nokkrar eignir á skrá sem þarfn. standsetn. og endurbóta. Hentar
t.d. þeim sem vilja skaffa sér atvinnu. Nánari uppl. aðeins á skrifst.
• • •
Gott atvinnuhúsnæði
100-150 fm ___________________________
óskast íborginni. LAUGAVEG118 SlMAR 21150-21370
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
Metsölublað á hverjum degi!
Myndefni er vel valið, og flokkast
í þijá meginhluta; sá fyrsti fjallar
um tímann frá því Island fékk stjóm-
arskrá 1874 og til aldamóta; í mið-
hlutanum er minnt á ýmsar af þeim
miklu breytingum sem hafa orðið á
íögum lands og þjóðar frá þessum
tíma, og þar gengið út frá nokkrum
kjarnyrtum ljóðlínum Hannesar Haf-
steins og Einars Benediktssonar; í
síðasta hlutanum getur að líta mynd-
ir frá tímabilinu frá aldamótum til
1918, og bera þær vitni þeirri miklu
framkvæmdagleði, sem gagntók
landsmenn á þessum tíma og hefur
haldist nær óslitið til þessa dags.
Myndatextar eru upplýsandi og
öll uppsetning þægileg fyrir sýning-
argesti. Lýður Björnsson sagnfræð-
ingur lagði grunninn að sýningunni
og samdi texta, en Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir, Örn Halldórsson og
Alfreð S. Böðvarsson sáu um hönn-
um, uppsetningu og skipulag lýsing-
ar, en þessi atriði vinna vel saman
og mynda þægilega heild. Ljósmynd-
irnar eru þó skiljanlega þungamiðja
sýningarinnar, og þar hafa Eyjólfur
Halldórs og annað starfsfólk Ljós-
myndasafns Reykjavíkurborgar
unnið mikið starf.
Það verður flestum staldrað við
einstakar myndir, og hér skal bent
á nokkrar. Ljósmynd af kvöldlestri
á Víðum í Reykjadal sýnir 14 manns
í heimili, og má lesa úr umhverfinu
erfiða ævi þess; verbúð í Árnessýslu
ber einnig með sér það harðbýli, sem
þjóðin mátti sætta sig við. Aðrar
bera þó vott um stórhug og bjart-
sýni; stór mynd úr Kirkjustræti í
Reykjavík sýnir að miðbærinn tók
snemma á sig núverandi mynd, og
húsfreyjan á Skútustöðum er afar
hreykin á svip með rokk sinn og
saumavél.
Hér kemur stéttaskipting þjóðar-
innar einnig óvænt fram; heimilis-
fólkið í jólakaffinu að Haganesi við
Mývatn er ef til vill ágætur fulltrúi
bændasamfélagsins, þar sem þijár
kynslóðir eru samankomnar í hrein-
legri stofu bæjarins, með auglýsingu
um þvottasterkju sem myndskreyt-
ingu á vegg; rétt hjá getur að líta
mynd úr stássstofu heldra fólks í
Reykjavík. Þessir tveir heimar virð-
ast ekkert eiga sameiginlegt, þó
þeir séu til í sama landinu.
Það er örlítill skuggi á annars
ágætri sýningu að í miðhluta hennar
eru andstæðurnar stundum of sterk-
ar, og jafnvel rangar. Fornt og fall-
ið kot er borið saman við stórbýli
samtímans; krambúð er borin saman
við verslanamiðstöð, og yfir ljóðlín-
unum „sárin foldar gróa“ er grá-
móskuleg mynd af manni standandi
við rofabarð borin saman við litmynd
ofan úr öræfuir. (Grænufjöll við
Langasjó?), þar sem sennilega hefur
aldrei verið neinnLgróður sem heitir,
OSKUDAGUR
' er hefðbundinn fjáröflunardagur Rauða kross deildanna. Á hvegu ári
síðan 1925 hafa börn og unglingar aðstoðað Rauða krossinn við landssöfnun þennan dag.
í ár bjóða sölubörnin áletraða penna til sölu sem kosta 200 krónur og stendur salan
fram að næstu helgi.
Fénu sem safnast er varið til mannúðar- og þjóðþrifamála á vegum
Rauða kross deildanna sem eru 50 talsins.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum og styrkja þannig
innanlandsstarf Rauða kross Islands á sjötugasta afmælisári hans.
Rauði kross Islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722