Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 12

Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 Ivan Klánský Tónlist Jón Ásgeirsson Fyrrum höfðu menn á orði, að Bæheimur væri tónlistarskóli Evrópu og þaðan komu margir mætir tónlistarmenn, hljóðfæra- smiðir og tónskáld. Eftir hálfrar aldar innilokun hefur þessi skóli verið opnaður og þá gefur að heyra, að enn kunna menn nokk- uð fyrir sér í þeirri list að leika á hljóðfæri og að nærvera Tékka, á því svæði þar sem meginhluti vestrænnar tónlistar var sköpuð, er geirnegld í menningu þeirra og tilfinningu fyrir innviðum tón- listarinnar. Tékkneski píanóleikarinn Ivan Klánský lék á vegum Tónlistar- félagsins sl. laugardag í íslensku óperunni verk eftir J.S. Bach, Mozart, Janacek og Chopin. Fyrsta verkið var Krómatíska fantasían og fúgan í d-moll, eftir meistara Bach og var leikur Klánský í einu orði sagt stórfeng- legur, fantasían með sterkum andstæðum og fúgan gædd þeim hrynþrótti, sem býr í kontrapúnk- tískum rithætti Jóhanns Sebast- ians. F-dúr sónatan, K.332, eftir Mozart er elskulegt verk og stundum má heyra á píanósnill- ingum, eins og þeir séu að leika niður fyrir sig og ofleika þá gjarnan. Sónatan í heild var leik- in með svipuðum hætti og hún hugsanlega gæti hafa hljómað á „hammerklavíerið“ á tímum Moz- art, þó „vinstri pedallinn“ geti aldrei fyllilega dugað til þess, að ná fram þeim blæbrigðum. Hvað um það, var leikur Klánský mjög fallegur og í hæga kaflanum mátti _ heyra margt sérlega vel gert. I lokakaflanum var hraðinn einum of mikill og í raun óþarfi fyrir Klánský, að sýna tækni sína með þeim hætti, sem oft hánn gerði, þó á milli mætti heyra sér- lega fallega mótaðar tónhending- ar. í þokunni eftir Leo Janacek var vel leikið og eins og í fyrri viðfangsefnunum, lætur Klánský mjög vel að leika sér með fínleg- an vefnað og hann mótar tónmál verkanna með mjög skýrum hætti, stundum ívið um of, sem þýðir að mótun hans verður þá aðalatriðið. Þessi leikur Klánský með fín- gerð tónmynstur var ekki eins áberandi í h-moll sónötunni eftir Ivan Klánský Chopin, enda er tónvefnaðurinn hjá Chopin nærri aldrei einfaldur eða eitthvað til að leika sér með. Hvað sem segja má um túlkun og útfærslu Klánský á Chopin, var leikur hans vel útfærður en án þess þó að vera hrífandi eða gæddur þeim háska, sem oft vill vera fjarri, þegar allt leikur í hendi. Það fer ekki á milli mála, að Ivan Klánský er frábær píanó- leikari og af viðfangsefnum hans að þessu sinni ber hæst Ieikur hans í fantasíunni eftir Bach, sérstaklega fúgunni, hæga þætt- inum í sónötu Mozart og lo- kakafla sónötunnar eftir Chopin, sem á köflum var kynngimagn- aður og óvenjulega skýrt mótað- ur. Barokktónleikar _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Listvinafélag Hallgrímskirkju stóð fyrir barokktónleikum sl. sunnudag og voru flutt verk eftir Mr. de Lavigne, Handel, frænd- urna J.B. Loeillet og J.B. Loeillet de Gant og Telemann. Flytjendur voru Camilla Söderberg, sem lék á ýmsar gerðir blokkflautu, Peter Tompkins, er lék á barokkóbó, en samfelld fylgirödd var leikin af Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur og af Herði Áskelssyni er lék á lítið orgel. Tónleikarnir voru rammaðir inn með tvíleiksverkum eftir La- vigne, fyrir blokkflautu og óbó. Lögin bera blómanöfn, heita Fjól- an, Sóleyjarnar, Rósin, Geita- toppur og Túlipanar og minna þessi nöfn á venju, sem Couperin „hinn mikli“ iðkaði gjarnan við gerð sembalverka sinna. Camilla og Peter léku þessi skemmtilegu verk mjög vel. Á milli glaðlegra „blómaverk- anna“'voru leiknar fjórar sónöt- ur. Sónata fyrir altflautu, í F- dúr, op. 1, nr. 11, eftir Handel, en lokakafli þessa verks er álíka frægur og konsert kafli fyrir flautu eftir J.S. Bach. Camilla lék verk þetta af snilld og naut góðr- ar aðstoðar Ólafar og Harðar í samfelldu fylgiröddinni. Tríósón- ata, op. 11, nr. 6, eftir Loeillet, var mjög vel leikin af Camillu og Peter en hann sýndi það svo að ekki verður um villst, að hann er frábær óbóleikari, í sónötu eftir Loeillet de Gant. Tríósónata í a moll, eftir Telemann, var bragðbesta verkið á tónleikunum, sérlega fyrsti (Largo) og þriðji (Cantabile) kaflinn, sem báðir eru frábærar tónsmíðar, þar sem fal- legt samspil einleikara var ein- staklega gott við sérlega vel mótaðan undirleik. Þessum skemmtilegu tónleik- um lauk með túlipanalagi eftir Lavigne. Á næstu tónleikum List- vinafélagsins mun Hörður Áskelsson leika á stóra orgelið, m.a. c-moll passakaglíuna eftir J.S. Bach, sem margir tónlistar- sagnfræðingar vilja kalla „Dóm- kirkju“ orgeltónlistarinnar, fyrir rismikinn hljómbálk og mikilleik verksins. /V\ fMcDonaid's ■ ■ ■ TM • • OSKUDAGS- TILBOÐ Gegn afhendingu þessa mida. SJÓR ljúffengur Big Mac STÓR skammtur McFranskar STORkók Öskudagsverd aðeins kr. Klippið út og afhendið við kassann 595,- VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 'kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiimiiMiiiaiiiiiniimi Kolbeinn Bjarna- son í Gerðubergi Ragnar Björnsson { viðtali í Mbl. 12. febr. gefur Kolbeinn í skyn áhyggjur sínar ef svo kynni að fara að hann sjálfur yrði jafnánægður og gagnrýnand- inn. Þetta hlýtur að setja gagnrýn- endur í nokkurn vanda, því vilji maður segja eitthvað fallegt um flautuleik Kolbeins verður maður að leita uppi eitthvað neikvætt um leik Kolbeins og vilji maður nefna það neikvæða verður að reyna að finna orð til að hæla honum. Gagn- rýni ætti nefnilega ekki aðeins að vera skrifuð fyrir áheyrendur held- ur og, og ekki síður, fyrir flytjand- ann, ef rétt er á haldið. Efnisskráin var samansett af nýlegum verkum, skulum við segja nútímaverkum, sem segir ekki margt, svo óljóst er hugtakið og mundi orðið nútímaleg litlu breyta þar um, svo margvíslegt er skrifað í dag. Það sem sameigin- legt var öllum verkum tónleikanna var að þeim fylgdu langar skýring- ar frá hendi höfunda, skýringar sem annaðhvort voru sóttar í eðlisfræði, vitnað í gríska goðafræði eða gamla kínverska speki, sögur sem ekki á nokkurn hátt vitna til tónlistar. Manni verður fyrst á að spyrja: Hvers vegna þessar löngu stór- merku frásagnir af gn'skum guðum, Lao Tzu, Konfúsíusi o.s.frv.? Er tónlistin ekki fær um að standa ein og standa fyrir sínu, eru þessar gömlu sagnir, sem erfitt er að tengja tónlistarflutníngnum, fram settar til að slá ryki í eyru og augu áheyrandans? Er þetta kannske ballett-músík? Þar fylgir oft saga, en þá vantaði dansarana. Mér er það ljóst að lausnin á tengingarörð- ugleikum getur legið í eigin heimsku, og vona ég eiginlega að svo sé. Sögurnar í efnisskránni og þar með líklega skýringar á verkun- um, las ég fyrst eftir að ég kom heim og spjalla því eingöngu um áhrif þeirra tóna sem bárust um tónleikasal Geröubergs, án tillits til gömlu sagnanna og birtist í 1. Density 21.5. eftir Edgard Varése, samið vegna vígslu nýrrar flautu úr platínu og 21.5. mun vera eðlis- þyngd efnisins platína. Stef fárra nótna innan fimmundartónbils, fær á sig nokkrar myndir, það er allt og sumt, hvorki slæm né sérlega merkileg tónsmíð. Þorsteinn Hauks- son átti cho fyrir flautu og segul- band. Þytur frá segulbandinu, síðan kemur flautan inn, átti kannske að lýsa hektísku lífi nútímans, segul- bandið mun hafa verið unnið við einhverjar bestu aðstæður sem fyr- ir finnast, þó fannst mér bandið Kolbeinn Bjarnason. nokkuð einhliða og erfitt veittist mér að finna form í hljóðbandinu. The Flight of Icarus eftir Hafliða Hallgrímsson byijaði nokkuð spennandi, stemmning í öðrum þættinum, en einhveija uppgjöf fann ég fyrir í síðasta þættinum. Brian Ferneyhough átti Mnemo- syne fyrir bassaflautu og segulband sem sett var sex bassaflautum og Kolbeinn sjálfur hafði hljóðritað fyrir tveim árum. Eftirtektarvert verk, sem varð þó orðið nokkuð langdregið í lokin, gat minnt á heið- arstemmningar eða á málfar þess sem er að glata málinu. Lethe fyr- ir bassaflautu eftir Atla Heimi gæti verið hugleiðing eða tiívera milli lífs og dauða, langar þagnir, sem hvergi máttu vera of langar né of stuttar. Heyra hefði mátt saumnál detta meðan verkið var leikið og sýndi Kolbeinn feikna vald sitt hér yfir tónmyndun hvað hann gerði reyndar í öllum verkefnum tónleikanna. Kolbeinn er sannar- lega listamaður í flutningi þessarar tegundar tónlistar og kannske fáum líkur, en til að vega eitthvað upp á móti þessari yfirlýsingu má vera að klassíkin sé honum ofviða, von- andi sannar hann þó sem fyrst að svo er ekki. Harvey Sollberger átti síðasta verkið á efnisskránni, Rid- ing the Wind, þijú atriði sem lýsa skulu vindinum og þar sem Kol- beinn mátti hafa sig allan við að koma öllu til skila, m.a. að leika á ínnsoginu auk flestra annarra kúnsta. Það má öllum ljóst vera að hér er um þroskahefta umfjöllun að ræða, sem las efnisskrána allt of seint og spjallar eingöngu út frá því sem honum heyrðist. Tónlist Caput-hópurinn á Háskólatónleikum FÉLAGAR úr Caput-hópnum hafa tekið að sér umsjón með Háskóla- tónleikum á morgun, miðvikudag. Það eru Sigurður Halldórsson sellóleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari og Valur Pálsson kontrabassaleikari sem koma fram. Á efnisskránni eru fjögur verk, samin á síðustu tveimur árum: ein- leiksverk fyrir selló eftir Hollend- ingana Maartein Altena og Andries van Rossem, einleiksverk fyrir klarínett eftir danska tónskáldið Bent Sorensen og tríó fyrir klarin- ettu, selló og kontrabassa eftir Hauk Tómasson. Verkin eru öll samin á síðustu tveimur árum af yngri kynslóð tón- skálda. Hollensku tónskáldin hafa lítið verið flutt hérlendis en Andries van Rossem skrifaði kammerverk fyrir Caput-hópinn 1991 sem Caput frumflutti á tónleikaferð um Evrópu í árslok 1991. Bent Sorensen var á síðasta ári tilnefndur til Norrænu tónskálda- verðlaunanna fyrir hönd Danmerk- ur. Hann vinnur nú að stóru verki fyrir Caput-hópinn sem pantað er fyrir tilstuðlan Norræna tónlistar- ráðsins, NOMUS. Haukur Tómasson lauk' við tríó fyrir klarinettu, selló og kontra- bassa á sl. ári og var verkið frum- flutt á Kjarvalsstöðum í júlí sl. og heyrist nú í annað sinn. Þetta er kraftmikið verk fyrir sérstæða hljóðfæraskipan og verður að telja með því athyglisverðasta sem fram kom í íslenskum tónbókmenntum á sl. ári. Tónleikarnir eru haldnir í Nor- ræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 300 kr. (Fréttat ilkynning) i i i i í € < < < < í I <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.