Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 16

Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 Byg’gingamál Hæstaréttar eftir Hrafn Bragason i. Fimmtudaginn 10. febrúar sl. varð enn ein uppákoman á Alþingi íslendinga. í þetta sinn var það nýbygging húss yfir Hæstarétt ís- lands sem varð fyrir barðinu á skipuleggjendum slíkra sviðs- færslna. Uppákoman var að vísu ekki eins vel upp sett og venjulega þegar formaður Alþýðubandalags- ins sviðsetur með hvíslvinum sínum hjá fjölmiðlunum. Mikið skorti á að frummælandinn þekkti til verksins og forsætisráðherrann, sem lék annað aðalhlutverkið, kunni ekki rulluna sína. Þingmenn í aukahlutverkum sýndu hins vegar góða takta og ræddu um hugmynd- ir sínar að byggingu eins og ekk- ert heföi áður verið unnið að verk- inu. Áhorfendur hafa þrátt fyrir þessa augljósu galla á sýningunni tekið þessari uppákomu fremur vel og klappað sviðsetjurum lof í lófa. Líklega virt frummælandanum til vorkunnar að hann hafði ekki reynslu hinna færustu fagmanna í uppákomufræðum. Uppákoman var þannig sett á svið að fyrst var haft samband við þáttagerðarmann á ríkisútvarpinu og hann beðinn um að hafa þátt um bygginguna og kalla til hans fyrrverandi forstöðumann borgar- skipulags og núverandi vara- borgarfulltrúa ásamt ýmsum þeim sem að byggingunni hafa komið. Af þættinum varð fljótlega ljóst að þáttagerðarmaðurinn var ekki með öllu hlutlaus til verkefnisins og ætlaði hinum fyrrverandi for- stöðumanni að leika þama aðal- ' hlutverkið þótt það misfærist nokkuð þar sem aðrir voru betur að sér um það. Næst var dustað rykið af þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna frá því í haust, sem sofið hafði svefni hinna réttlátu allt frá því að frummæ- landa hafði verið boðið að kynna sér málið og öðrum þingmönnum, sem skrifað höfðu upp á víxilinn hjá honum, skýrt frá því að ekki væri verið að lauma byggingunni í gegnum kerfið, eins og þeim hafði verið sagt. Meðan þessi þingsálykt- unartillaga hefur sofið svefni hinna réttlátu hafa þingmenn samþykkt fjárveitingar til byggingar hússins á fyrirhuguðum stað. Bygginga- nefnd var því í góðri trú um að þessir úfar væru afstaðnir. Frum- mælandinn bað hins vegar um að tillagan yrði sett á dagskrá og hagaði því svo til að deginum áður hefði birst áskorun valinkunnra sæmdarmanna um að hætta við bygginguna. Við þessu var orðið þótt nokkuð sé það merkilegt að Alþingi íslendinga telji sig geta hagað störfum sínum á þann veg að eitt eigi að gera í dag og annað á morgun. Menn verða að virða óvinsælum embættismönnum það til vorkunnar að þótt þeir séu allir af vilja gerðir að þóknast hinu háa Alþingi þá verður framkvæmd fyr- irmælanna dálítið skrykkjótt og tilviljanakennd með þessu móti. Á meðan á þessu stóð létu ritstjórar Dagblaðsins hið landsfræga 600 manna úrtak sitt segja sér að þeir sjálfir hefðu hárréttar skoðanir á málinu. Umræða Alþingis fór svo sem öllum er kunnugt fram með hefð- bundu sniði allt þar til forsætisráð- herrann tók sig til og úthlutaði nýrri lóð undir húsið þarna úr ræðustólnum. Þetta hefði auðvitað getað verið snjall leikur í stöðunni ef ekki hefðu verið þeir gallar á úthlutuninni að lóðin við Skúlagöt- una er samkvæmt skipulagi ætluð miklu hærri og voldugri byggingu en Hæstiréttur íslands mun nokkru sinni þurfa á að halda. Áframhaldið verður svo líklega að Alþingi samþykkir þingsályktun- artillöguna og forðar þar með „menningar- og skipulagsslysi", eins og segir í tiliögunni. Áður hefur maður að vísu heyrt slík umhverfisslys tengd við eyðingu regnskóga Amason og eyðilegg- ingu menningar indíana þar, en alltaf má nú brydda upp á ein- hvetju nýju. Ég á þó bágt með að sjá hvaða orð alþingismenn ætla að nota ef raunverulega þarf að ræða alvarlega atburði. Þótt þennan formála verði að hafa er það ekki ætlun mín að skattyrðast við stjómmálamenn og þótt hér sé farið með nokkuð óhóf- lega gamansemi er mér meira í hug. Þeir sem að byggingamálum Hæstaréttar standa hvorki vilja eða hafa aðstöðu til að standa í deilum um þetta mál, síst af öllu má það gerast að byggingamál Hæstaréttar verði gerð að bitbeini í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég hefði haldið að sátt ætti að ríkja um málefni Hæstaréttar. Stjórn- málamönnum sem öðrum ætti að vera kunnugt að Hæstiréttur býr við það bágborinn húsakost að það stendur starfsemi hans fyrir þrif- um. Allir ættu að telja það skyldu sína í lýðræðisþjóðfélagi að hlúa að þessari æðstu stofnun einnar af þremur greinum ríkisvaldsins og grundvallarstofnun lýðræðis okkar. Öllum á að vera ljóst að stofnunin hefur ekkert með pólitik að gera. Engum ætti að líðast að gera málefni stofnunarinnar að pólitísku bitbeini hvorki í kosning- um né í annan tíma. Ekki á að þurfa að brýna frambjóðendur í næstu borgarstjórnarkosningum á þessum atriðum. Tilgangur þess- ara lína er hins vegar að kynna fólki þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til undirbúnings bygging- arinnar sem fyrirhuguð er á Ióð Lindargötu 2 og upplýsa menn um hvers vegna sá er þessar línur rit- ar, en hann hefur verið annar af fulltrúum Hæstaréttar í bygg- ingarnefndinni, er þess mjög fýs- andi að þama verði byggt og er þess fullviss að húsið muni falla mjög vel að umhverfinu og að borgarbúar verði ekki aðeins sáttir við bygginguna heldur muni hún gleðja augu þeirra og þeirra niðja ef af framkvæmdum verður. II. Dómhús það við Lindargötu sem nú hýsir starfsemi Hæstaréttar var reist á árunum 1946-1948. Dómar- ar voru þá fimm og aðrir starfs- menn þrír. Á þeim tíma var erfitt að sjá fyrir hveijar gjörbreytingar yrðu á þjóðlífsháttum á næstu ára- tugum og hvaða áhrif þær breyt- ingar mundu hafa á starfsemi dóm- stóla. Nú fjórum áratugum síðar hefur dómsmálum fjölgað marg- falt, starfstækni tekið gjörbreyt- ingum og nýir siðir gera miklu meiri kröfur til dómstóla. Dómur- um hefur því verið fjölgað um þijá svo og öðrum starfsmönnum. Auk- inni húsnæðisþörf hefur verið mætt með því að stúka niður fund- STORUTSALA 10-60% AFSUITUR Byrjar í dag BORGARLJOS K Ð N AKRANESI - AKUREYRI - EGILSSTÖDUM - HÖFN - ÍSAFIRDI - KEFLAVÍK ■ REYKJAVÍK - SELFOSSI Árvirkinn Selfossi s. 98-23460, Borgarljós Reykjavík s. 91-812660, Lónið Höfn s. 97-82125, Radiovinnustofan Akureyri s. 96-22817, R.Ó. Rafbúð Keflavík s. 92-13337, Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi s. 93-12156, Straumur ísafirði s. 94-3321, Sveinn Guðmundsson Egilsstöðum s. 97-11438. Hrafn Bragason „Verðum við ekki að slíðra sverðin, halda sýningu að nýju á öllum teikningum og á líkani og fá skýringar arki- tekta og hönnuða á byggingunni og skipu- lagsforsendum henn- ar.“ arsal, breyta móttökuherbergi for- seta réttarins í fundarherbergi, geymslum og eldhúsi í herbergi fyrir starfsmenn. Þessar breyting- ar hafa að litlu haldi komið, því húsið sjálft er illa byggt og illa við haldið og langt er síðan að bygg- ingin hætti að hæfa starfseminni á nokkurn máta. Er nú svo komið að byggingin er farin að há starf- seminni verulega. Hinn 22. apríl 1986 samþykkti alþingi tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að kanna hvort Safnahúsið geti hentað Hæstarétti sem dómhús er starf- semi Landsbókasafns og Þjóð- skjalasafns flyttist úr húsinu. Til- lögu þessari var tekið fegins hendi af þáverandi dómurum Hæstarétt- ar. Fram fór könnun á því hvernig Safnahúsið mundi henta starfsemi réttarins. í ljós kom að húsið er líklega eina eldri byggingin í Reykjavík sem nothæf er sem dóm- hús Hæstaréttar. Dómarar réttar- ins hafa síðan stutt þessa tillögu. Fljótlega fóru að heyrast raddir um að Alþingi hefði hrapað að þessari ályktun sinni. Skiptist sú andstaða i tvo hópa. Mun annar hópurinn hafa viljað breyta Safna- húsinu í óljóst skilgreint sýningar- og móttökuhús en hinn að Þjóðar- bókhlaða héldi húsinu. Byggingin á Melunum dróst og dróst og hörmulega horfði um starfsaðstöðu Hæstaréttar. Þegar loks fór að sjást fyrir endann á framkvæmd- um við Þjóðarbókhlöðu fóru dóm- arar að knýja á um endanlega ákvörðun um flutning í Safnahús. Fór svo árið 1992 að ríkisstjórnin ákvað að Hæstiréttur skyldi ekki flytja í húsið heldur yrði byggt yfir starfsemi hans. Var síðan far- ið að huga að lóð. Sá er þessar línur ritar fylgdist að vísu ekki með þeim aðgerðum þar sem hann hafði leyfi frá störfum á haustmán- uðum 1992, en veit þó að dómarar voru sammála um að dómhús Hæstaréttar ætti sem aðrar stjórn- arbyggingar að vera miðsvæðis í höfuðborginni. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík voru þessu sammála og stungu upp á nokkrum möguleik- um á lóðarvali, þar á meðal öllum þeim lóðum sem síðar hafa verið nefndar af einstökum áhugamönn- um um staðarvalið. í ljós kom að engar þessara lóða hentuðu slíku húsi, voru ýmist of þröngar eða þurftu samkvæmt skipulagi og umhverfi að hýsa miklu stærri byggingu en þurfti að byggja fyrir Hæstarétt. Þá segir sagan að einn hæstaréttardómarinn hafi bent út um gluggann á bílaplanið hinu megin götunnar og spurt hvort þarna mætti ekki reisa húsið. Hvort sem þessu var mætt með miklum eða litlum áhuga varð það að ráði að þetta yrði kannað. Ég skal viðurkenna að þegar mér var sagt þetta hafði ég enga trú á þessu staðarvali. Taldi eins og ýmsir þeir er nú meira en ári síðar eru fyrst að þessu að koma og láta frá sér heyra, að of þröngt yrði um húsið, það skyggði á Safnahúsið og þrengdi að aðkomu p fyrir Þjóðleikhús. Ég og starfsfé- lagar mínir höfum því fullan skiln- ing á vantrú þeirra sem nú eru að p koma að þessu máli og berum virð- ingu fyrir skoðunum þeirra en þær hefðu mátt vera á ferðinni árinu fyrr. Þar sem allir voru sammála um að forsendur þess að þarna yrði byggt, væru þær að bygging- in færi vel að umhverfi sínu varð það að ráði að dómsmálaráðherra fékk Ingimund Sveinsson arkitekt til að kanna hvort koma mætti fyrir húsi á lóðinni sem hentaði starfsemi Hæstaréttar og þrengdi ekki að aðliggjandi byggingum. Ingimundur vann vel að þessu og setti upp ýmsa möguleika á stað- setningu húss á þessum bygging- arreit, en eins og fram hefur kom- |) ið hefur alltaf verið áformað að reisa þarna byggingu. Var það samdóma álit þeirra sem að þessu | komu að unnt væri að koma þarna fyrir húsi svo vel færi, en fyrst yrði að kanna nánar framtíðarþarf- P ir réttarins fyrir húsnæði. Starfs- menn húsameistara ríkisins unnu síðan þessa könnun ásamt fulltrú- um Hæstaréttar í bygginganefnd og í samráði við annað starfsfólk réttarins. Var þessi könnun mjög nákvæmlega og ítarlega unnin og miðuð við að starfsfólki réttarins fölgaði í framtíðinni og umsvif rétt- arins ykjust. Gerður var fjöldi upp- drátta og líkön sett upp. Að því loknu ákvað ríkisstjórnin að velja byggingunni þennan stað og var síðan í maí 1993 efnt til sam- keppni um nýbyggingu Hæstarétt- ar í samráði við Arkitektafélag íslands. Leitað skyldi að hugmynd p að sjálfstæðri og hagkvæmri bygg- ingu sem félli vel að skilgreindri þörf æðsta dómstóls þjóðarinnar. Sérstaklega var tekið fram að byggingin ætti að vera virðuleg en látlaus og hún mætti ekki á P nokkurn hátt skerða eða hafa nei- kvæð áhrif á þær byggingar sem eru í næsta nágrenni. Ég hafði þá ánægju að taka þátt í störfum dómnefndar sem fulltrúi Hæsta- réttar. Okkur dómnefndarmönnum til ánægju reyndist gífurlegur áhugi á þessari samkeppni meðal arkitekta og margar snjallar lausn- ir komu fram þótt mjög væri mis- jafnt hversu vel þær uppfylltu markmið sámkeppninnar. Að lok- inni ítarlegri yfirferð um allar til- lögunrar var það samdóma álit dómnefndar að þótt nokkrar til- lagnanna uppfylltu ágætlega markmið okkar væri þó ein sem W ætti það skilið að vera flokkuð fremst. Hafi á einhveiju tímaskeiði . hvarflað að einhveijum nefndar- P manna að staðarvalið væri mis- heppnað hurfu nú þær áhyggjur w eins og dögg fyrir sólu. Meirihluti P keppenda hafði komist að þeirri sömu niðurstöðu að leggja ætti húsið í götulínu með Lindargötu. Þeir höfðu uppgötvað það sem mér hafði a.m.k. verið hulið að arkitekt- ar aðliggjandi bygginga höfðu ætl- að byggingu að rísa þama. Að samkeppni lokinni voru allar tillög- ur til sýnis fyrir almenning í and- dyri Borgarleikhússins. Að lokinni þessari samkeppni hefur byggingarnefnd átt mjög ánægjulega samvinnu við það unga j og hæfileikaríka fólk sem hreppti verðlaunin. Mikil vinna hefur farið fram við hönnun byggingarinnar |, og hefur byggingin verið lögð fyr- ir skipulagsyfirvöld bæði borgar og ríkis svo og byggingayfirvöld J| borgarinnar og loks borgarráð og borgarstjórn og alls staðar mætt velvilja flestra og verið samþykkt. | Það er enda viðurkennt að öll lög og reglur hafa verið uppfyllt. Var svo komið að rúm vika var til þess að hafist skyldi handa við gröft fyrir byggingunni þegar mótmæ- L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.