Morgunblaðið - 15.02.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.02.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 VIÐSKIFn AIVINNULÍF Bankamál Útskriftargjald verður tekið hjá öllum bönkum BÚNAÐARBANKINN og íslandsbanki hafa ákveðið að feta í fót- spor Landsbankans og hefja innheimtu á 45 króna gjaldi fyrir hverja útskrift á tékkareikningi. Þá liggur fyrir tillaga hjá Sam- bandi íslenskra sparisjóða um að hefja slíka gjaldtöku hjá spari- sjóðunum. Á sama hátt og hjá Landsbank- anum geta viðskiptavinir íslands- banka, Búnaðarbankans og spari- sjóðanna valið milli þess að fá tékkareikningsyfirlit eftir hveijar 45 færslur, yfirlit tvisvar í mánuði, mánaðarleg yfirlit, yfirlit á þriggja mánaða fresti eða um hver áramót. Ekkert gjald verður hins vegar tekið fyrir aðgang að þjónustusíma banka og sparisjóða en þar er hægt að fá yfirlit yfir stöðu tékkareikn- inga og upplýsingar um 20 síðustu færslur. Áukið verður við þá þjón- ustu á næstunni þannig að unnt verður að millifæra á milli tékka- reikninga og sparireikninga með sömu kennitölu. Jafnframt verður hægt að greiða afborganir af skuldabréfalánum gegnum þjón- ustusímann. Þá er í undirbúningi að gera viðskiptavinum banka og sparisjóða kleift að afla upplýsinga gegnum þjónustusímann um greiðslukortaúttektir og stöðu kortareikninga á hveijum tíma. „Ástæðan fyrir því að þessu er hrint í framkvæmd núna er minnk- andi vaxtamunur og menn hafa ekki lengur sömu möguleika og áður til þess að greiða niður aðra þjónustu af vaxtamun," sagði Björn Björnsson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka. „Þetta er einföld að- gerð til hagræðingar og sparnaðar. Við gerum ráð fyrir því að það muni verulega draga úr útskriftum í kjölfarið á þessu. Auk auglýsingar sem birtum í blöðunum núna mun- um við jafnframt senda til reikn- ingshafa bréf með næstu yfirlitum þar sem greint er frá þessari breyt- ingu. Þar verður þeim gefið færi á að biðja um breytingar á þeim út- skriftum sem þeir fá í framtíðinni." Fjöldi yfirlita hefur farið vaxandi ár frá ári og reyndar svo með ósköp- um er, að sögn Björns. Jafnframt hefur notkun á þjónustusímanum einnig farið vaxandi. „Sú þjónusta kostar ekkert og er einföld og þægi- leg,“ sagði hann. Eggjabakkar Söluskrifstofa í Suður-Ameríku ÞORSKKVOTAR I DEIGLUNNI Kenningar um hrun þorskslotna REUTER Þorsk- stofnar 200m 200 Fiskveiöiráð Noröur- Atlantshafsins (NAFO) heldur neyöarfund í Brússel 15.-17. febrúar þar sem tekin veröur fyrir beiöni Kanada- manna um aö minnka þorskkvóta og heröa reglur um fiskveiöar á Miklabanka. Kanadamenn segja fiskstofnana hafa minnkað verulega og eru að endurskoða kvóta yfirstandandi árs. Áætluö heildarþyngd þoskstofnsins Þúsundir tonna 400 350- 300 250 200- 150 - 100 - 50- 1987 1990 1992 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Rándýr Yfirvöld í Kanada segja rándýr á borö við seli eiga sök á hruninu Ofveiöi Betri tækni þýðir aukinn afla Mengun Vísindamenn segja mengun hafa gert hluta sjávarbotnsins lífvana Sjóræningjaveiöar Skip undir hentifána láta sig kvóta- heimildir engu varða Heimildir: The Times Atlas og Encyclopaedia of The Sea Heildarveiöi Þúsundir tonna SILFURTÚN hf. í Garðabæ stefnir að því að flytja út vélar til eggja- bakkaframleiðslu fyrir um 400 miHjónir króna til Asíu og Suður-Amer- íku á þessu ári. Þá ætlar fyrirtækið að opna söluskrifstofu í ein- hverju landa Suður-Ameríku á árinu. Þetta kemur fram í viðtali við Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóra Silfurtúns í nýútkomnum Iðnlána,- sjóðstíðindum. Silfurtún hefur framleitt eggja- bakka fyrir innanlandsmarkað um árabil með vélbúnaði sem þróaður var innan fyrirtækisins. Friðrik komst að raun um það ,á árunum 1982-1984 að skortur var á minni vélbúnaði til framleiðslu á eggja- bökkum á fjarlægari mörkuðum utan Evrópu og Bandaríkjanna. Hann byijaði að þreifa fyrir sér með út- flutning árið 1986 en markaðssetn- ing hófst fyrir alvöru árið 1992. Fyrst seldi fyrirtækið einkum til Mið- austurlanda en núna er megináhersl- an lögð á Asíu og Suður-Ameríku. Átta manns vinna hjá fyrirtækinu sjálfu, tíu hjá Garðasmiðju í Garðabæ sem sér um mestalla smíðina auk verktaka víða um bæinn, að því er fram kemur í Iðnlánasjóðstíðindum. Fyrirtækið fékk markaðsstyrk frá Iðnlánasjóði á síðasta ári sem gerði því kleift að hefja markaðssókn í löndum Suður-Ameríku. FileMaker námskeið 94027 Tölvu- og verkfræöibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Evrópusamband Fjármálaráðh errar Evrópu- sambandsins ræða atvinnuleysi Brussel, Reuter. VAXANDI atvinnuleysi og ófullkominn efnahagsbati verða efst á baugi á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í vikunni. Heldur hefur dregið úr samdrætti í Bretlandi, Danmörku og írlandi, en ástandið er enn bágborið í flestum öðrum löndum sambandsins og fátt bendir til þess að þar verði áþreifan- legur hagvöxtur, að minnsta kosti á fyrra árshelmingi. Því er spáð að atvinnulausum í Evrópusamband- slöndunum muni fjöiga úr 18,6 millj- ónum í 20 milljónir. Á fundi sínum munu fjármálaráð- herrarnir einbeita sér að því hvemig hrinda skuli í framkvæmd stefnu þeirri sem mælt var með í hvítbók um atvinnu og hagvöxt, sem sam- komulag varð um á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í des- ember. Grikkir hafa einsett sér að gera hvítbókina og áherzlu hennar á sköp- un atvinnutækifæra og réttsýni í efnahagsmálum að kjarna stefnu sinnar þá sex mánuði er fulltrúi þeirra gegnir starfi forseti Evrópu- bandalagsins. Ein helzta skrautfjöð- ur hvítbókarinnar er áætlun um opin- berar framkvæmdir upp á 20 millj- arða ecu (evrópsku mynteiningarinn- ar) á ári. Evrópusambandið mun greiða átta milljarða kostnaðarins á ári. „Það sem þarf að gera þangað til leiðtogafundurinn á Korfu hefst (í júní),“ segir stjórnarerindreki nokk- ur, „er að vega og meta hvernig gengur og að hve miklu leyti hægt er að hrinda ráðstöfununum í hvít- bókinni í framkvæmd." En fjármála- ráðherramir eru klofnir í afstöðu sinni og þeim hrýs hugur við kostnað- inum. Fjármagn til framtíðar hagstœð kjör, langur lámtími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar |||| IÐNÞROUNARS JOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.