Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 27

Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 4- í 3H*f0tniÞ(fifeÍfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur-Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. ó mánuði innanlands.'í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Samkeppni á kjötmarkaði "TTerðstríð er hafíð á kjötmark- V aðnum neytendum til mik- illa hagsbóta og ánægju. Þeir eru í ekki vanir slíkri samkeppni í hefð- íbundinni landbúnaðarfram- l leiðslu, þótt öðru hveiju hafi verð I á einstökum kjötvörum verið 1 lækkað til að losna við umfram- birgðir. Það sem er óvenjulegt | að þeesu sinni er að verðstríðið nær til allra helztu kjötvara, 1 dilkakjöts, nautakjöts, svínakjöts og kjúklinga. Lögmálið um fram- boð og eftirspurn ræður ríkjum, . a.m.k. tímabundið, á kjötmark- aðnum. Verð á íslenzkum landbúnað- arvörum hefur verið mjög hátt, ekki sízt þegar miðað er við verð- lag í nálægum löndum og reynd- ar einnig þegar tillit er tekið til kaupgetu alls almennings. Þann- ig hefur þetta verið lengi, þrátt fyrir gífurlegan opinberan stuðn- ing við landbúnaðinn. Ekki er að sjá, að hann hafi skilað sér i vöru- verðinu né til að skapa bændum í hefðbundinni framleiðslu góð lífskjör. Nú er myndin breytt, ; tjárframlög ríkisins hafa verið skorin niður, fyrst og fremst út- flutningsuppbætur, og fram- leiðslustýring eða kvótakerfi ^þrengir mjög að bændum. Þrátt fyrir framleiðslustýring- una er enn offramleiðsla á kjöt- vörum. Birgðir hlaðast upp með i tilheyrandi kostnaði og ekki er 'i lengur hægt að flytja þær út á ábyrgð ríkissjóðs. Vandann verð- ur því að leysa á innanlandsmark- aði og við þær aðstæður er það lögmálið um framboð og eft- irspurn sem kemur til skjalanna. Birgðirnar eru svo miklar, að veruleg verðlækkun er óhjá- kvæmileg. Á sumum framleið- endum er ekki að heyra, að þeir fagni sérstaklega lækkun verðs- ins til neytenda heldur hafi áhyggjur af því, að einhveijir þeirra verði að hætta starfsemi. Þessi afstaða lýsir sér vel í ummælum eins kaupmannsins, þegar hann var að útskýra verð- lækkunina. Hann spurði hvað framleiðendur gætu gert, ríkis- styrkir væru að hverfa, engar útflutningsbætur greiddar lengur og birgðir söfnuðust upp. Þá væri engin önnur útleið en að lækka verð til neytenda. Þessi ummæli lýsa þeim hugsunar- hætti, sem alltof lengi hefur ver- ið við lýði varðandi framleiðslu og-sölu á búvöru. Neytandinn var afgangsstærð og ekki litið á það sem raunverulegan kost að auka söluna með lækkun vöruverðsins. Sem betur fer er þessi hugsunar- háttur nú á undanhaldi. Æ fleiri búvöruframleiðendum er orðið ljóst, að hagsmunir þeirra og neytenda fara saman að því leyti, að jöfn og stöðug sala afurða eigi sér stað og bezta leiðin til þess er hagstætt verð og vöru- gæði. Miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði síðustu árin og enn meiri breytingar eru framundan. Aðild landsins að Evrópska efna- hagssvæðinu og GATT-sam- komulaginu kallar á opnun mark- aða og þar á meðal á búvörum. Afleiðingin verður aukin sam- keppni á ýmsum landbúnaðaraf- urðum hér á landi. Þetta hafa bændasamtökin óttast, en það virðist hafa gleymst í umræðunni þar tii nýlega, að opnun markaða erlendis veitir íslenzkum bændum líka mikil tækifæri. Til að þau nýtist þarf áð losa bændur úr viðjum kvótakerfisins þannig að þeir geti nýtt sér sérkenni ís- lenzkra landkosta og náttúru og dugnaður og þekking þeirra sjálfra fái notið sín. Bændur þurfa frelsi til athafna til að geta snúið vörn í sókn. Þeir þurfa að ráða framleiðslu sinni sjálfir og bera á henni ábyrgð. Stækkun búa og sérhæfing leiðir til auk- innar hagkvæmni og þar með lægra vöruverðs, bætir sam- keppnisstöðuna heima og erlend- is. Að sjálfsögðu þurfa bændur að fá aðlögunartíma til að bregð- ast við þessum nýju aðstæðum, jafnt erlendri samkeppni sem þeim tækifærum sem opnun markaða býður upp á. Gæði íslenzkrar búvöru eru tvímælalaust mikil og almennt eru þær heilnæmari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru og þess, að bændur nota lítið af lyfj- um eða efnum við framleiðslu sína. í þessu eru fólgnir miklir möguleikar fyrir íslenzkan land- búnað þar sem kröfur neytenda um hollustu færast sífellt í vöxt. Viðurkenning bandarískra yfir- valda á íslenzku lamba- og nauta- kjöti sem „hreinni" vöru er mikil- vægur áfangi og veitir ekki að- eins möguleika á útflutningi held- ur einnig á mun hærra verði en ella. Tilraunir á markaðssetningu íslenzkra búvara erlendis eru þegar hafnar eða í undirbúningi. Verðlækkun á kjöti síðustu daga hefur verið mjög mikil og numið allt að þriðjungi. Kostnað- inn bera bændur og aðrir fram- leiðendur og loks kaupmenn. Samkeppnin er svo mikil í stór- mörkuðum, að verðið er jafnvel lækkað undir innkaupsverð. Samkeppnin í matvöruverzl- uninni hefur komið neytendum til góða og er óhætt að fullyrða, að fátt hefur aukið kaupmátt launþega meira undanfarin ár. Vinna þarf að því, að almenning- ur njóti áxaxta fijálsrar sam- keppni á sem flestum sviðum og þar á verzlun með búvörur ekki að vera undanskilin. Skeljungur hf. hefur sent samkeppnisráði lögfræðiálit Flutníngsjöfnun stríðir gegn markmiðum samkeppnislaga SKELJUNGUR hf. hefur farið þess á leit við samkeppnisráð að það taki til athugunar ákvæði laga um flutningsjöfnunarsjóð og innkaupa- jöfnun olíu og bensíns í þeim tilgangi að ganga úr skugga um hvort þau stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldi frjálsa sam- keppni í viðskiptum. I lögfræðiáliti sem fyrirtækið hefur látið vinna kemur fram það álit að ástæða sé til að ætla að bæði inntak laganna og formleg framkvæmd þeirra stríði gegn markmiðum samkeppnislag- anna og jafnframt að seta forsljóra Samkeppnisstofnunar í stjórn flutn- ingsjöfnunarsjóðs geti beinlínis skort lagastoð. Telur lögmaðurinn að nauðsynleg endurskoðun laganna styðji afnám þeirra. Olíufélögin þijú greiða ákveðna krónutölu af hveijum lítra bensíns og olíu í flutningsjöfnunarsjóð. Gjald þetta er nú til dæmis ein króna á bensínlítrann og 95 aurar á lítra gasolíu. Peningarnir eru notaðir til að endurgreiða olíufélögunum flutn- ingskostnað. Upphaflegur tilgangur laganna var að tryggja að olíu- og bensínverð hjá hveiju félagi væri það sama til sömu nota hvar sem er á landinu. Tekjur flutningsjöfn- unarsjóðs námu rúmum 600 milljón- um árið 1990 og 1991, 742 milljón- um kr. árið 1992 og er talið að tekj- urnar hafi verið svipaðar á síðasta ári. Félögin fá mismikið úr sjóðnum vegna mismunandi staðsetningar birgðastöðva og dreifingarstaða. Skeljungur og Olíuverslun íslands greiða meira í sjóðinn en þau fá úr honum en Olíufélagið hf. (ESSO) fær meira úr honum en nemur inn- greiðslum þess. Þannig námu greiðslur Skeljungs umfram endur- greiðslur 34-38 milljónum kr. 1990-91 ogtæpum 50 milljónum á árinu 1992. Olís greiddi á sama hátt 18 milljónir til sjóðsins hvort ár 1990 og ’91 og 28 milljónir 1992. Aftur á móti fékk Olíufélagið hf. nálægt 50 milljónum kr. úr sjóðnum hvort ár 1990 og ’91 umfram greiðslur í hann ogtæpar 25 milljón- ir árið 1992. Styður afnám laganna í álitsgerð sem Hallgrímur B. Geirsson hrl. hefur unnið fyrir Skelj- ung hf. er dregin sú ályktun af greinargerð með frumvarpi til sam- keppnislaga að þó tekið sé fram að lögin ryðji ekki sjálfkrafa úr vegi samkeppnishömlum samkvæmt öðr- um lögum standi vilji löggjafans tii þess að ‘ sérstök endurskoðun fari fram á öðrum lögum og reglum sem fela í sér opinberar samkeppnis- hömlur til samræmis við yfirlýst markmið samkeppnislaganna. í samkeppnislögunum kemur fram að ef samkeppnisráð eða Samkeppnis- stofnun telja að ákvæði laga eða stjórnvaldsfyrirmæla stríði gegn markmiði laganna og torveldi fijálsa samkeppni í viðskiptum skuli þau vekja athygli ráðherra á því áliti og birta það almenningi. Sýnist Hallgrími full ástæða til að vakin sé athygli Samkeppnisstofnunar á þeirri stöðu sem upp er komin varð- andi lögin um flutningsjöfnun með gildistöku samkeppnislaga með það fyrir augum að stofnuninni gefist kostur á að bregðast við. í lögfræðiálitinu er einnig fjallað um hvort samkeppnishömlur lag- Morgunblaðið/Sverrir Isnjónum ÞAÐ var víða fjör í skíðabrekkum í góðviðrinu í gær og þurftu ekki allir að fara langt eftir þeirri skemmtun. Heiða Ingvadótt- ir, Thelma Osk Jóhannesdóttir og tíkin Táta voru ánægðar með skíðafærið í Breiðholtinu. anna um flutningsjöfnun á olíu og bensíni stangist á við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Kemst Hallgrímur að þeirri niður- stöðu að lögin falli ekki undir banná- kvæði EES. Hins vegar telur hann að aðild íslands að EES þrýsti sjálf- stætt á um endurskoðun laganna eða eftir atvikum afnámi þeirri og megi telja að sá þrýstingur fari vaxandi. Það er niðurstaða lögmannsins að nauðsynleg endurskoðun laga um flutningsjöfnunarsjóð og inn- kaupajöfnun olíu og bensíns styðji afnám þeirra enda vandséð hvernig inntak þeirra um verðmyndun og verðstýringu verði yfirleitt fellt að anda og markmiðum samkeppnis- laga. Setu forstjóra skortir lagastoð Samkvæmt lögum skal verðlags- stjóri vera formaður flutning- sjöfnunarsjóðs. Með gildistöku sam- keppnislaga breyttist heiti Verð- lagsstofnunar í Samkeppnisstofun og yfírmaðurinn varð forstjóri Sam- keppnisstofnunar. í lögfræðiálitinu til Skeljungs kemur fram að ekkert beint ákvæði í samkeppnislögunum mæli fyrir um að forstjóri Sam- keppnisstofnunar taki sæti verð- lagsstjóra eða gegni hlutverki hans samkvæmt eldri sérlögum, til dæm- is í stjórn flutningsjöfnunarsjóðs. Ekki hafi heldur verið gefnar út reglugerðir þessa efnis né að ráð- herra hafi haft atbeina að sérstakri skipan forstjórans til starfans sem út af fyrir sig mætti draga í efa að teldist fullnægjandi í stöðunni. Út frá þessu telur lögmaðurinn þá ályktUn nærtæka að setu forstjóra Samkeppnisstofnunar í stjórn flutn- ingsjöfnunarsjóðs skorti lagastoð. Hann vekur athygli á breyttu hlutverki Samkeppnisstofnunar í kjölfar nýju laganna og þeirri áherslu sem lögð er á stjórnsýslu- legt sjálfstæði, óhlutdrægni og trú- verðugleika þeirra sem sitja í sam- keppnisráði og öðrum nefndum samkvæmt samkeppnislögum. Segir Hallgrímur að það sýnist skjóta nokkuð skökku við, alveg burtséð frá lagasjónarmiðum, að forstjóri Samkeppnisstofnunar taki sæti verðlagsstjóra samkvæmt eldri samkeppnishamlandi sérlögum vegna þess eðlismunar sem er á starfi verðlagsstjóra og forstjóra Samkeppnisstofnunar. Sú ráðstöfun sýnist til þess fallin að draga úr nauðsynlegum trúverðugleika Sam- keppnisstofnunar, samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála til að vinna að framkvæmd og markmiðum samkeppnislaganna með þeim breyttu áherslum sem rætt sé um. Nauðasamningur Borgeyjar staðfestur FRUMVARP að nauðasamningi sjávarútvegsfyrirtækisins Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði var staðfest í Héraðsdómi Austurlands í gær. Þar með er kominn á sá samningur milli Borgeyjar og allra lánar- drottna félagsins um greiðslu skulda þess sem unnið hefur verið að frá því síðla hausts. Lánardrottnar Borgeyjar hf. sam- þykktu nauðasamninginn fyrir mán- uði. Eftir að fyrirtækið hafði sent frumvarp að samningum og greinar- gerð umsjónarmanns þeirra til hér- aðsdómara þurfti hann að auglýsa eftir andmælum í Lögbirtingarblað- inu. Við þinghaldið í gær mætti eng- inn og staðfesti Ólafur Börkur Þor- valdsson héraðsdómari Austurlands samninginn. Kröfum breytt í hlutafé í samningnum felst að kröfuhafar breyta um 200 milljóna kr. kröfum í hlutafé í fyrirtækinu, þar á meðal bæði Landsbankinn og Olíufélagið hf. Byggðastofnun og Atvinnutrygg- ingasjóður skuldbreyta lánum sínum til tólf ára. Er nú hægt að fara að framkvæma nauðasamninginn, með- al annars með grpiðslu þeirra skulda sem eftir standa. Sjálfstæðismenn í Eyjum hætta við prófkjör Bæjarstjórinn í fjórða sætinu GUÐJON Hjörleifsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum mun skipa fjórða sætið á iista sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum við sveitarsljórnar- kosningarnar í vor. Honum verður jafnframt stillt upp sem bæjarstjóra- efni flokksins. Hætt hefur verið við að halda prófkjör sem ráðgert hafði verið aðra helgina í mars til að velja á framboðslistann. Að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, hafði verið stefnt að þátttöku 18 frambjóðenda í prófkjöri en þegar ekki bárust fleiri en sjö tilkynningar um framboð var ákveð- ið að fela uppstillingárnefnd að stilla upp framboðslista. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú sex af níu bæjarfulltrúum í Eyjum en við kosningar í vor verður bæjarfulltrú- um fækkað í sjö. Að sögn Arnars hafa sjálfstæðis- menn í Eyjum haldið prófkjör fyrir hverjar kosningar allt frá 1978 og gætti ákveðinnar þreytu í garð þeirr- ar aðferðar og ljóst að erfitt yrði að fá fólk til framboðs með þeim hætti. Þegar Ijóst var að einungis sjö gæfu kost á sér í prófkjör, þar sem kjósa átti um sex sæti, hafi verið ákveðið að fara þá leið að láta uppstillingaij- nefnd um að velja framboðslistann og var það í samræmi við fyrri sam- þykkt fulltrúaráðsins. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt áskorun á Guðjón Hjörleifsson um að taka baráttusæti fyrir áfram- haldandi meirihluta flokksins og verða stillt upp sem bæjarstjóraefni flokksins og tók hann þeirri áskorun. Þetta verður, að sögn Arnars Sigur- mundssonar, í fyrsta skipti í yfir þijá- tíu ár sem ákveðnu bæjarstjóraefni verður stillt upp við sveitarstjórnar- kosningar í Vestmannaeyjum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 27 AF INNLENDUM VETTVANGI HALLUR ÞORSTEINSSON Miklar hræringar á íslenska kjötmarkaðinum undanfarnar vikur Túnabimdinn titringur eða viðvarandi verðlækkun? MIKLAR hræringar hafa verið a íslenskum kjötmarkaði undan- farna daga og vikur, en þar hefur hver verðlækkunin fylgt í kjölfarið annarrar í hefðbundnum kjöttegundum, og um síðustu helgi kom svo mikil verðlækkun á kjúklingum í nokkrum stór- inörkuðum að því er virtist öllum á óvart. Kjúklingaútsalan var þó aðeins tímabundin þar sem nánast engar birgðir voru til í landinu. Allt það magn sem á útsölu var boðið seldist upp, en það voru samtals 30-40 tonn, og því er spáð skorti á kjúklingum í næstu eina eða tvær vikur. Nánast öruggt þykir að verðið fari aftur í það sem verið hefur undanfarið ár, eða um 600 kr. kíló- ið. Verðlækkun á svínakjöti verður hins vegar viðvarandi eitt- hvað áfram, en svínakjöt lækkaði í verði til bænda um 20% frá síðastliðnu sumri til áramóta og eftir áramótin hefur heildsölu- verðið síðan lækkað um 10% til viðbótar. Nautakjöt hefur einnig iækkað verulega í verði og er því spáð að sú verði þróunin áfram, en nautgripabændur, sem upp til hópa byggja nánast alla lífsaf- komu sína á mjólkurframleiðslu, eru einu kjötframleiðendurnir sem geta tekið á sig frekari verðlækkanir. Sauðfjárbændur taka svo sinn þátt í verðstríðinu með því að bjóða 400 tonn afdamba- kjöti á tilboðsverði sem er um 20% lægra en skráð verð, en það er um helmingur þeirra dilkakjötbirgða sem til eru í landinu. Sauðfjárframleiðslan hefur ekki meira svigrúm til að taka þátt í samkeppni af þessu tagi þar sem hún er eina kjötgreinin sem er njörvuð niður bæði hvað varðar framleiðslurétt og verðlagn- ingu. Astæðan fyrir því verðstríði /em verið hefur á •kjötmarkaðinum er einfaldlega offramleiðsla. Síðustu áratugina hefur landbúnaðurinn verið í tiltölulega stöðugu umhverfi þar sem framleiðslustjórnun hefur verið í flestum greinum og opinber verðlagning. Með auknu fijálsræði undanfarin ár hefur offramleiðsla svo vaxið mun hraðar en búist hafði verið við og að sama skapi hefur verðið lækkað hraðar. Gísli Karlsson, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að reiknað væri með enn frekari framleiðsluaukningu á kjötmarkað- inum á þessu ári. Ef öllu væri slátr- að fengjust um 18 þúsund tonn af kjöti samanlagt, en hins vegar tæki markaðurinn varla við nema 16 þúsund tonnum. Hann sagði að síð- astliðið haust hefðu verið framleidd um 850 tonn af kindakjöti umfram greiðslumark sem miðað er við inn- anlandsneyslu, en samkvæmt bú- vörusamningi verður að selja þetta kjöt úr landi, og auk þess taldi hann líklegt að hægt væri að flytja út um 350 tonn til viðbótar. Þá væru eftir um 850 tonn á kjötmark- aðinum, eða um 5% heildarmagns- ins, og þau geta hæglega orðið til þess að koma verðinu niður úr öllu valdi ef ekkert væri að gert. „Salan í heild verður ekki aukin með því að lækka verðið heldur er aðeins um tilflutning milli tegunda að ræða, þannig að tegundirnar lækka til skiptist. Niðu.rstaðan verð- ur eftir sem áður um 16 þúsund tonna kjötneysla, en hún hefur að mestu leyti staðið í stað undanfarin ár í kjúklingum, nautum og svínum. Sá samdráttur sem hefur orðið hef- ur nánast eingöngu verið í kinda- kjöti, eða um 2% á ári, og menn spá því að samdrátturinn verði 3-4% á þessu ári,“ sagði Gísli. Nautgripabændur með sérstöðu Nautgripabændur eru þeir kjöt- framleiðendur sem minnst eru háð- ir sveiflum á kjötmarkaðinum þar sem kjötframleiðsla er innan við 10% af tekjum hefðbundins kúa- bónda. Undanfarið hafa þeir tekið á sig miklar verðlækkanir, eða um 40% á einu og hálfu ári. Þeir hafa hins vegar margir hveijir kvartað yfir því að þessar lækkanir hafi ekki skilað sér alla leið til neyt- enda, og því sjái þeir ekki tilgang í því að keyra verðið frekar niður. Verð til nautgripabænda hefur ekki breyst frá því í september 1992, og hefur það verið nokkuð stöðugt þar til í desember síðastliðnum, en síðan þá hefur lækkunin orðið alllt að 25% í viðbót við 15% lækkun sem bændur tóku á sig í september 1992. Björn Jónsson hjá Samstarfshópi um sölu á lambakjöti sagði eina orsök verðþróunarinnar undanfarið vera þá miklu breytingu sem orðið hefði á smásölumarkaðinum undan- farin ár, en öfugt við það sem áður hefði tíðkast væru nú margir heild- söluaðilar að keppa um að selja afurðirnar fáum og stórum aðilum í smásöluverslun. Hlutverk afurða- stöðvanna væri nú orðið þríþætt, en auk þess að sjá um sláturheild- söluna væru flestar þær stærri einn- ig með kjötvinnslur þar sem þær hefðu yfirburðastöðu. Slátrunin væri nokkurn veginn rekin á núlli, heildsalan væri rekin með tapi vegna bundinnar heildsöluálagning- ar, kostnaðarsams birgðahalds og aukinna afslátta, ogtil þess að jafna tapið hefði því verið meira lagt á vinnsluvöruna, en það hefði síðan orðið til þess að kjötneysla liefði farið minnkandi og neysla á pasta og annarri skyndivöru hefði aukist. Þær samkeppnisreglur sem ríkja á kjötmarkaðinum eru sauðfjár- bændum í óhag og eru þeir að margra áliti hreinlega dæmdir til að verða undir í samkeppninni. Væntanlega þýðir verðlækkun á öðrum kjötvörum minnkandi sölu kindakjöts, sem síðan þýðir minna greiðslumark og lægri beingreiðsl- ur, en það leiðir af sér flata skerð- ingu á framleiðsluheimildum. Af þessum sökum verður óhægt um vik að ná fram frekari hagræðingu í greininni, og sauðfjárbændur verða því enn verr í stakk búnir til að taka á sig frekari verðlækkanir. Þess vegna er það álit margra sem nálægt sauðfjárframleiðslu koma Dilkakjöt, heilt læri Nautakjöt, hakkað Kjötframleiðsla og sala 1992-93 í tonnum Framleiðsla Kindakjöt Nautakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Hrossakjöt Samtals 1992 8.596,6 3.378.1 2.644.2 1.595,5 830,6 1993 9.464.9 3.398,4 2.861,1 1.500.9 822,3 1.7045,0 18.047,6 S a I a % 1992 1993 % 52 7.976,1 8.087,8 48 19 3.339,6 3.124,0 19 16 2.645,3 2.849,0 18 8 1.627,7 1.541,4 10 5' 673,1 666,4 4 16.261,8 16.268,6 Framleiðsla umfram sölu 1992 1993 620.5 1.377,1 38,6 274,4 -1,1 12,1 -32,1 -40,4 157.5 155,9 Verð fjögurra kjötafurða 1988-94 Heimild: Hagtiðindi 1988-93. Meðaverö í þrem stórmörkuðum í Reykjavík 14. feb. 1994. r~ feb. 1993 1.200 kr./kg Svínakjöt, kótelettur 1.100 000 796,67 762,67 701,00 599,17 "srÞ' y<m% :ý\ ’88 1989 1990 1991 1992 1993 ’94 að gefa verði framleiðsluna fijálsa ogtengja beingreiðslurnar, sem séu ekki annað en byggðastyrkir, við eitthvað annað en kjötframleiðsl- una. Þetta hljóti óumflýjanlega að verða þróunin nái kjötframleiðend- ur ekki valdi á offramleiðslunni. Hvíta kjötið að ná jafnvægi Bjarni Ásgeir Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda, sagði kjúklingamarkaðinn hafa verið I þokkalegu jafnvægi undanfarið, og um áramótin hefðu birgðir verið minni en mörg undanfarin ár, eða 30-40 tonn, en meðalsala á mán- uði er um 130 tonn. Hann segir þau 30-40 tonn sem fóru á útsölu urn helgina hafa að mestu leyti verið til í verslunum, og þegar séu pantanir á nýjum birgðum farnar að berast, og verðið á kílóinu út úr búð yrði væntanlega uni 600 kr. eins og það hefði verið undanfarið, en staðan í greininni væri einfaldlega þannig að ekki væri svigrúm til að lækka verðið. Flestir telja að svínabændur geti ekki til frambúðar haldið því lága verði sem nú er þar sem þeir séu farnir að framleiða undir kostnaðar- verði. Franileiðsla svínakjöts hefur farið vaxandi undanfarin ár, og sagði Kristinn Gylfi Jónsson, for- maður Svínaræktarfélags íslands, að von væri á því að framleiðslan myndi aukast enn um 8-10% á þessu ári. Verðið á svínakjöti hefur lækkað um 30% frá síðastliðnu sumri, og sagði Kristinn augljóst að það gæti ekki lækkað meira, og væntanlega færi það upp á nýjan leik eftir einhverja mánuði. Ilann sagði alveg ljóst að margir framleið- endur væru að reka búin sín með tapi í dag og svo hefði verið undan- farna mánuði, og ómögulegt væri að sjá fyrir hveijar afleiðingar þess yrðu. Hagur neytenda Verð sem bændur fá greitt fyrir framleiðslu sína liggur ljóst fyrir í flestum kjötgreinum, en erfiðara er hins vegar að gera sér grein fyrir hvað afurðastöðvarnar fá greitt fyrir kjötið. Afurðastöðvar eru að vísu með skráð verð á öllum kjöttegundum, en afslættir sem þær veita viðskiptavinum og greiðslu- kjör sem kaupmenn fá er hins veg- ar viðskiptaleyndarmál. Oft hefur verið bent á fákeppni í verslun hér á landi og hafa margir forvígismenn bænda verið uggandi yfir því að jafnvel einn aðili sé farinn að ráða miklu um verð og greiðslukjör í sölu á kjöti. Þessir aðilar séu því farnir að gera rusk á kjötmarkaðin- um sem hafi veruleg áhrif á afkomu íslensks landbúnaðar. Með offram- boði gefa framleiðendur því högg- stað á sér og því hafa augu þeirra beinst í vaxandi mæli að möguleik- um á útflutningi til að losna við þær birgðir sem eru umfram innan- landsneysluna, og hafa verið ýmsar blikur á lofti í því bæði í lamba- kjöti og nautakjöti. Hver sem framvindan á kjöt- markaðinum kann að verða á næstu vikum eða mánuðum er ljóst að það eru neytendur sem hagnast á öllum hræringum af því tagi sem verið hafa undanfarið, en framleiðend- urnir, eða sá hluti þeirra sem stend- ur hvað höllustum fæti, sitja í súp- unni ef tilhneigingin verður áfram í þá átt sem verið hefur. Ef afurða- stöðvarnar leggja upp laupana vegna samkeppninnar endar það með að þær geta ekki gert upp við bændut' sem verða að taka skellinn á sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.