Morgunblaðið - 15.02.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.02.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 31 Héraðsskógar skíla sér I eftir Helga Gíslason -+ Nú í ársbyijun 1994 þykir mér rétt að segja frá því helsta sem hefur í raun verið gert í Héraðs- skógaverkefninu síðastliðin 5 ár. Má núna segja að við séum búin að slíta barnsskónum. Árið 1994 er þriðja árið í röð sem verkefnið hefur svipaða fjárveitingu og skap- ar það grundvöll fyrir stöðugleika og ekki síður möguleika til hag- ræðingar. Einnig er þetta fyrsta árið sem fjárveitingar fást án þeirr- ar miklu baráttu sem hefur þui-ft að viðhafa á undangengnum árum. Það er engu líkara en að íjárveit- ingarvaldið hafi loks sætt sig við tilvist Héraðsskóga og vona ég að svo verði áfram. Undirbúningur Á árinu 1989 hófst undirbúning- ur sem fólst í því að kortleggja Fljótsdalshérað og var gróðurnýt- ingardeild Rala fengin til þess, einnig var vilji bænda til þátttöku í skógrækt kannaður og haldin voru skógræktarnámskeið fyrir bændur. Á árinu 1990 fór fram mikil undirbúningsvinna. Það ár byrjaði í raun frekar illa því okkar ágæta stjórnsýsla á suðvesturhorninu veitti þessu ekki fjárhagslegan stuðning. M.ö.o. fjárveitingar brugðust og á fjárlögum þess árs fengust ekki nema 18 milljónir (allar tölur eru á núvirði) til að hefja undirbúning og framkvæmd- ir, en óskað hafði verið eftir um 70 milljónum. Þó ákváðu menn að gefast ekki upp og var á útmánuð- um 1990 unnin heildarskógrækt- aráætlun á 36 þúsund hektara undirlendi Fljótsdalshéraðs innan- verðs. Út frá því var síðan áætluð árleg ijármagnsþörf miðað við að verkefnið stæði í 40 ár. Samhliða voru lagaframvarp og drög að samningum við bændur gerð. Þessu var slegið saman í Frumvarp til laga um Héraðsskóga og var það fyrst lagt fyrir Alþingi vorið 1990 en ekki samþykkt fyrr en 11. mars 1991, þá eftir nokkrar breytingar og heilmikið stapp. Á fyrri hluta ársins 1990 var jafn- framt barist fyrir viðbótarfjárveit- ingu og fékkst hún um vorið. í kjölfar þess var ákvörðun tekin um byggingu gróðrarstöðvar til að mæta væntanlegri plöntuþörf. Ákveðið var að velja henni heppi- legan stað þar sem aðgangur væri að heitu vatni og er flestum kunn- ugt um staðsetningu hennar nú á Egilsstöðum. Einnig varð veruleg stækkun á gróðrarstöðinni á Hall- ormsstað í þá átt að mæta plöntu- þörf Héraðsskóga. Þessar tvær stöðvar framleiða nú dýrustu að- föngin, plöntur sem notaðar eru til skógræktar á Héraði. Oft brest- ur menn skilning á tilgang og starfsemi gróðrarstöðva í þá veru að þar sé stunduð skógrækt. Gróðrarstöð er hinsvegar fram- leiðslutæki á vörum sem notað er til skógræktar og skipta þá gæði vörunnar mestu máli og að verð sé sanngjarnt. Skógræktin sjálf fer hinsvegar fram hjá bændum eftir ýtarlegu skipulagi áætlanadeildar Skógræktar ríkisins. Inn í það skipulag eru vegnar flestar land- fræðilegar forsendur og er mark- miðið að fá fram skóg með heil- brigðu og sterku vistkerfi með fjöl- breyttri flóru sem skili af sér arði. Við skipulagsvinnuna er sérstak- lega tekið tillit til náttúruminja og mannvistarleifar kortlagðar. Fjárveitingar Fjárveitingar til Héraðsskóga hafa fengist nokkurnvegin í sam- ræmi við áætlun ef litið er burt frá árinu 1990 þegar óskað var eftir rúmum 70 milljónum á verðlagi ársins í ár en ekki fengust nema 18 milljónir af fjárlögum. En eftir nokkra baráttu fengust rúmar 12 „Gróðursettur skógur á vegum Héraðsskóga er nú orðinn um 15 fer- kílómetrar að flatar- máli.“ milljónir í viðbót það ár. Eftir þetta, þegar áætlanir höfðu verið gerðar og Alþingi sett lögin, fóru fjárveit- ingar að verða sambærilegar áætl- unum og eru heildarijárveitingar með þessu ári orðnar um 232 millj- ónir. Rétt er að geta þess hér að áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um 2,6 milljarðar. Stjórn og hlutverk Núverandi stjórn Héraðsskóga, sem er þriðja stjórnin frá byijun, er skipuð af landbúnaðarráðherra. í henni eiga sæti Sigurgeir Þor- geirsson formaður, sem jafnframt er aðstoðarmaður ráðherra, Jón Loftson, skógræktarstjóri frá Skógrækt ríkisins, sem er einnig að meiru eða minna leyti höfundur Héraðsskóga, og Jónas Magnús- son, bóndi á Uppsölum, tilnefndur af Félagi skógarbænda á Héraði. Hlutverk Héraðsskóga fyrir utan að stjórna framkvæmdum er fyrst og fremst að halda í jafn- vægi þeim ijóram stoðum sem verkefnið hvílir á: 1. Flatarmál lands þess, sem tekið er til skógræktar sé nægjanlegt. 2. Landið sé skipulagt. 3. Nægjanlegur fjöldi plantna sé tryggður. 4. Fjárveitingar séu í samræmi við áætlanir. Samið hefur verið um 5.000 ha landsvæði til skógræktar Gerðir hafa verið vel á sjötta tug samninga við bændur um skóg- ræktarsvæði sem eru samtals rúm- ir 5.000 ha að flatarmáli. Á árun- um 1990-1993 voru gróðursettar tæpar 4 milljónir plantna á þessum jörðum og áætlað er að gróður- setja 1,4 milljónir plantna á árinu 1994. svæðinu með tilkomu Héraðs- skóga. Á ári hveiju vinna að ein- hveiju leyti um 100 manns við verkefnið. Hér er ekki átt við árs- verk heldur tímabundin störf. Má geta að störf við gróðrarstöðvar og skógrækt bæði hjá Skógrækt ríkisins og Héraðsskógum auk margvíslegra þjónustustarfa s.s. skrifstofustarfa við skógrækt á Héraði eru tímabundið langt á annaðhundrað störf sem gera lík- lega um 60 ársverk. Þannig að skógrækt skiptir Héraðsbúa veru- legu máli út frá atvinnusjónarmið- um. Aðalstöðvar Skógræktar ríkisins voru fluttar á Hérað um líkt leyti og Héraðsskógar voru að stíga sín fyrstu spor og verður það að telj- ast nokkur heppni því styrkur af því er nánast ómældur. Þar hafa Héraðsskógar haft aðgang að fag- mönnum skógræktarinnar, ýmissi þjónustu þar að lútandi sérstakleg þó skipulagsvinnu áætlanadeildar- innar. Án hennar væri þetta verk- efni nánast óframkvæmanlegt, það væri svona eins og að byggja hús án teikninga og þeirrar verkfræði og arkitektúrs sem liggur þar að baki. Skógarafurðir Varðandi skógarafurðir er kannski ekki mikið að segja, þar sem við höfum lítið hráefni og skógur sá sem við eram að planta fer ekki að skila neinu viðarmagni fyrr en eftir 20 ár. Þó hefur verið framleitt nokkuð af girðingastaur- um, smíðavið og í litlum mæli eldiv- ið, parkett og panel úr þeim skóg- um sem fyrir vora. Til að auka möguleika í nýtingu þess viðar sem til fellur er verið að kaupa fletti- sög. Hún hefur þann eiginleika að geta sagað kónísk tré í borð, verk- stæði hér á svæðinu þurfa kantað tré til frekari vinnslu, þessi sög leysir þann vanda. Einnig er verið að leita að og reyna fleiri mögu- leika til nýtingar skógar. Er of snemmt að segja hvort einhver af þeim heppnast en niðurstöður af sumum þessarra verkefna ættu að [^öW^n6aurs«tt^tontn^99^l993j| Sumarið 1993 voru teknar út gróðursetningar fyrir árin 1991 og 1992 og kemur þar fram að afföll plantna eru um 22% sem verður að teljast nokkuð gott ef borið er saman við stóra skógræktarþjóð eins og Svía þar sem 25% afföll eru taliri eðlileg. Einnig hefði mátt reikna með meiri byijunarörðug- leikum við framkvæmdir þar sem öll vinnubrögð voru fyrir flesta ný af nálinni. Kannski er ástæðan fyrir velheppnaðri byrjun sú að bændur og búalið hafa að stærst- um hluta unnið verkin sjálfir, það eru jú þeir sem þekkja sínar jarðir best og eru vanir margvíslegum ræktunar- og bústörfum. 60 ársverk við skógrækt á Héraði Ekki er spurning um að atvinna hefur aukist allverulega hér á ilPl HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS |H KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 PowerPoint námskeið 94028 Tölvu- og verkfræðijijónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Helgi Gíslason innan girðingar á Hallormsstað. Þetta verður með tímanum gjöful hráefnisauðlind hér á Fljótsdals- héraði. Frekari úttbreiðsla skógar- ins mun þó minnka út áratuginn því á þessu ári verður byijað að bæta fleiri tegundum inn í þær gróðursetningar sem eru nú fyrir. Þessar gróðursetningar aukast út áratuginn þangað til um aldamótin að útbreiðsla nýrra gróðursetn- ingasvæða verður nánast stöðvuð ~ en sama magn plantna verður samt sem áður gróðursett á ári hveiju. Lokaorð f lokin vil ég segja að með sama framhaldi og verið hefur í skóg- rækt síðastliðin 5 ár á Héraði, mun ekkert koma í veg fyrir að hér vaxi stór hluti nytjaskóga íslend- inga framtíðarinnar. Ekkert er því eðlilegra en bændur, Skógrækt rík- isins og sjórnvöld skipuleggi og komi í framkvæmd fleiri áþekkum verkefnum og Héraðsskógar eru.' Það væri gert í þeim landshlutum sem henta. Árlegur kostnaður við Héraðsskóga er um 0,05% af fjár- lögum ríkisins. Ef bætt væri við, segjum. þremur áþekkum verkefn- um, væri heildarkostnaður innan við 0,2% af fjárlögum. Þetta er ekki mikill kostnaður miðað við hveiju nytjaskógrækt skilar bara í störfum og einnig er reiknað með að fjárfestingin skili 3% innri vöxt- um. Höfundur er framkvæmdastjóri Héraðsskóga. koma í ljós í lok þessa árs. 15 fkm af skógi Það sem eftir stendur og skiptir kannski mestu máli er að gróður- settur skógur á vegum Héraðs- skóga er nú orðinn um 15 ferkíló- metrar að flatarmáli og er það jafn stórt landsvæði og allur skógur Þeir eigfnast eleki sem eyöa re ða pemngfum sflulegfa! Leggðu heldur reglulega inn á Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra. Bakhjarl gaf 6,64% raunávöxtun í jan. - des. 1993 og gaf hæstu raunávöxtun á sérkjarareikningum í íslenska bankakerfinu árin 1991 og 1992. Þú kýrð Letur en áður meá reglulegfum spamaái á Bakkjarli Sparisjóás vélstjóra. n SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, sími: 628577. - Síðumúla 1, sími: 685244. - Rofabæ 39, sími: 677788. Wr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.