Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 33

Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 33 Þj óð fræúLsl oímm Norðurlanda eftir Ragnheiði H. Þórarinsdóttur Norræn samvinna hefur verið nokkuð til umræðu hér á landi, ekki síst með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins og auknum samskiptum við þjóðir utan Norð- urlanda. Undanfarið hefur Norður- landaráð haft uppi áætlanir um að breyta fyrirkomulagi samstarfsins, ekki síst á sviði menningarmála. Endurskoðun og mat á árangri norrænnar samvinnu er nauðsyn- leg og menn eiga auðvitað ekki að vera smeykir við að breyta til, ef það mætti verða til bættrar nýtingar á ráðstöfunarfé og leiða til betri árangurs. En hættan felst oft í því að menn vilja breyta, ein- ungis breytinganna vegna og á þann hátt getur árangur af margra ára starfi farið forgörðum, án þess að nokkur ætli það vilja þeirra sem með völdin fara. Meðal þeirra menningarstofn- ana sem Norðurlönd hafa haft samvinnu um er Þjóðfræðistofnun Norðurlanda eða „Nordisk Institut for Folklore" (skammst. NIF). Þessi stofnun hefur verið við lýði í hartnær 35 ár og er næstelst þeirra stofnana Norðurlandaráðs er að menningarmálum starfa. Eins og svo margt sem vel er gert er hljótt um þessa stofnun og þann mikla árangur sem þetta norræna samstarf hefur borið. Því langar mig að gera örlitla grein fyrir Þjóðfræðistofnuninni og starfi hennar, ef það mætti verða til að sýna fram á þýðingu hennar fýrir okkur íslendinga. Þjóðfræði telst til hinna menn- ingarsögulegu greina. Viðfangs- efni hennar er, í grófum dráttum, andleg og félagsleg þjóðmenning og þjóðminjar, meðan þjóðhátta- fræðin, sem er henni skyldust, íjallar um verklega þjóðmenningu, þ.e. menningu tengda munum (sýnd á minjasöfnum). Mörkin á milli þessara greina eru oft óljós, og fer það eftir viðfangsefninu og samhenginu hveiju sinni, hvort gerð eru skörp skil þarna á milli. Meðal menningarsögulegra vís- indagreina í víðari skilningi má einnig telja mannfræði, sagnfræði, bókmenntafræði og fomleifafræði, en viðfangsefni þeirra og rann- sóknaraðferðir eru mjög ólík að- ferðum þjóðfræðinnar, þótt mark- miðið sé svipað, þ.e. að kasta ljósi yfir menningu okkar og sögu. (Þessi munur skilst e.t.v. best með skírskotun til heilbrigðisgeirans, þar sem t.d. læknar, hjúkrunar- fræðingar, iðjuþjálfar og sál- fræðingar vinna allir innan sama sviðs og að svipuðu marki, sem er að bæta heilsufar okkar, en að baki liggur ólík menntun og mismunandi aðferðum er beitt til að ná settu marki!) Þjóðfræðistofnun Norðurlanda — Nordisk Institut for Folklore — var sett á laggimar árið 1959 með það að markmiði að efla rannsókn- ir á sviði þjóðsagnafræðinnar á Norðurlöndum. Seinna var við- fangsefnið aukið og látið ná yfir stærra svið þjóðfræðinnar, þ.e. ekki eingöngu- munnleg fræði s.s. þjóðkvæði og þjóðsögur, heldur einnig þjóðsiði og þjóðlíf. ísland tók ekki þátt í þessu starfi til að byija með, en við höfum átt aðild að þessari sam- vinnu frá árinu 1975. Frá árinu 1959 til 1972 hafði Þjóðfræðistofnun aðsetur í Kaup- mannahöfn, þó með þeirri undan- tekningu, að tvö ár (1966-1968) var hún í Stokkhólmi. Fyrsti fram- kvæmdastjórinn var einn þekktasti þjóðfræðingur Dana, Lauritz Bodtker, en frá 1968 var Bent Holbæk, sem einnig var mjög þekktur fræðimaður, í forsvari fyr- ir NIF. Árið 1972 urðu þáttaskil í starfí Þjóðfræðistofnunarinnar er Finninn Lauri Honko tók við starfi framkvæmdastjóra. __ Þá flutti NIF aðsetur sitt til Ábo í Finnlandi, þar sem stofnunin er til húsa enn þann dag í dag. Fram að þeim tíma höfðu fram- kvæmdastjórar NIF sinnt starf- inu í aukastarfi samhliða háskóla- kennslu, en fyrir tilstilli Lauri Honkos efldist stofnunin mjög. Starfsmönnum fjölgaði og sam- starf og tengsl milli fræðimanna víðs vegar á Norðurlöndum jókst að mun fyrir milligöngu NIF. Frá árinu 1978 hefur framkvæmda- stjóri NIF verið í fullu starfi og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir. „Þjóðfræði telst til hinna menningarsögu- legu greina.“ á skrifstofu stofnunarinnar vinna 3-4 starfsmenn að jafnaði. Árið 1990 lét Lauri Honko af störfum og við tók Norðmaðurinn Reimund Kvideland. Hann hefur einnig unnið af krafti að málefnum stofnunarinnar og undir hans stjóm hefur verið tekið sérstaklega á málefnum jaðarsvæðanna, s.s. íslands, Færeyja og hjá Sömum, þar sem ekki eru til öflugar þjóð- fræðistofnanir og rannsóknir skemmra á veg komnar en annars staðar á Norðurlöndum. Á síðustu stjórnarárum Honkos beindi NIF sjónum sínum æ meira út fyrir Norðurlöndin og notaði krafta sína til að efla þjóðfræði- rannsóknir og (jafnframt þjóðar- vitund) í löndum þriðja heimsins. Þessi þróun var mjög umdeild meðal norrænna fræðimanna og aðstandenda NIF, en Kvideland hefur snúið stofnuninni afturi - „heim“ til Norðurlanda, þar sem næg verkefni bíða úrlausnar. Yngri þjóðfræðingar hafa notið góðs af starfi NIF í enn ríkari mæli en fyrr. Sparnaður í þjóðar- búskapnum og fækkun starfa hef- ur sín áhrif á þessu sviði sem ann- ars staðar og með auknum fjölda fræðimanna sem ekki eru í föstum stöðum innan rannsóknastofnana, verður hlutverk þjóðfræðistofnun- ar Norðurlanda enn mikilvægara en áður. Hún er eina stofnunin á Norðurlöndum sem hefur yfirlit **' yfir starfandi þjóðfræðinga og eini aðilinn sem telur sér skylt að að- stoða og styrkja „stofnanalausu“ fræðimennina og efla tengsl þeirra við fræðimenn annars staðar. Það er með þjóðfræðinga eins og aðra fræðimenn að „enginn er ey- land“. í stjórnartíð Lauris Honkos og fyrir hans tilstilli hefur stofnunin öðlast alþjóða viðurkenningu og ekki síst fyrir tilurð fréttabréfsins NIF Newsletter, en útgáfa þess hófst árið 1972. Það kemur út 3-4 á ári og er gefið út á ensku. Það nær því langt út fyrir málsvæði Norðurlanda og'er í dag sent til um 2.500-3.000 aðila, bæði stofn- anan og einstaklinga, víðsvegar um veröldina. Framkvæmdastjóra NIF hefur einnig verið boðið að halda fyrir- lestra víða um álfur og hefur þann- ig stuðlað að því að norræn þjóð- fræði og þau vísindastörf sem unn- in eru á Norðurlöndum eru þekkt og virt á alþjóðavettvangi. Rei- mund Kvideland, núverandi fram- kvæmdastjóri, hefur verið formað- ur í alþjóðlegum samtökum þjóð- ' sagnafræðinga frá árinu 1989, en í því felst mikil viðurkenning á starfí norrænna þjóðfræðinga. Höfundur er magister í þjóðfræði. Oskudagshátíð haldin í Fjölskyldugarðinum Á ÖSKUDAGINN verður haldin hátíð í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum. Hátíðin hefst kl. 13.30. Kötturinn verður, sleginn úr tunnunni og hestar Húsdýragarðs- ins verða teymdir undir bömunum. Ef veður leyfír verða einhver af tækjum Fjölskyldugarðsins tekin út og rafmagnslest verður í ferðum um garðinn. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn. Ókeypis strætisvagnaferðir í garðinn verða frá Ingólfstorgi kl. 13.30 og 14.30. Fjölskyldugarður- inn verður opinn frá kl. 13-16 og er aðgangur ókeypis. skólar/námskeið ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 4 nemendur í hóp. Bæði dag- og kvöldtímar. Fagjærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. ■ Breytum áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC námskeiðið markviss málflutningur. Upplýsingar: Kristín Hraundal, sími 34159. ■ Námskeið í keramik 6 vikna keramiknámskeið hefjast í Hulduhólum, Mosfellsbæ eftir miðjan febrúar. Byrjendaflokkar, framhalds- flokkar. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Námskeið hjá Stjórnunarfélagi íslands: Hvað einkennir afburða- stjórnandann? 16. febrúar kl. 13.00-17.00. Sölunámskeið fyrir verslunarfólk 21. og 22. febrúar kl. 09.15-12.15. STJÓRNUNARFÉLAGS fSLANDS OG NÝHERJA 69 VV 69 6Z 1 □ 66 <Q> NÝHERJI ■ Tölvuskóli í fararbroddi. ÖÚ hagnýt tölvunámskeið. Hringdu og fáðu senda námsskrá. ■ Windows, WORD og EXCEL Ódýr og vönduð námskeið. Tónlist auð- veldar námið. Næstu námskeið: Windows 18. og 21. feb. Windows framhald 21.-24. feb. kl. 16.10-19.10. Word 21.-24. feb. kl. 13-16. Word framhald 22.-25. feb. kl. 13-16 eða 28. feb.-3. marskl. 16.10-19.10. Excel 22.-25. feb. kl. 9-12. Excel framhald hefst 28. feb. kl. 13. ■ Tölvunámskeið fyrir byrjendur Mjög gagnlegt námskeið. Hefst 1. mars. Kvöldnámskeið. ■ PageMaker framhald 28. feb.-3. mars kl. 13-16 eða 16.10- 19.10. Sérstök áhersla á ný atriði í útg. 5.0. ■ Barnanámskeið fyrir 5-6 ára og 7-9 ára. Námskeið, sem veitir baminu þínu verð- mætan undirbúning fyrir framtíðina. Námskeiðinu er m.a. ætlað að þroska rökhugsun bamsins, minni og sköpun- argáfu og hjálpa því við lestur og reikn- ing. Kennt er tvisvar í viku. Svona nám- skeið hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum og Kanada. Námskeiðin hefjast 28. febrúar (ath. breytta dagsetningu). Hringið og fáið sendar upplýsingar. STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS OG NYHERJA ______ 69 VV 69 <Q> 62 1 □ 66 NÝHERJI ■ Næstu námskeið Tölvu- og verk- fræðiþjónustunnar, s. 688090: ■ PowerPoint. 6 klsL námskeið um glærugerð, myndskyggnur og dr'eifirit 17.-18. feb. kl. 9-12. ■ Excel töflureiknirinn. 15 klst. nám- skeið um töflureikninn frábæra 28. fe- brúar-4. mars kl. 13-16. ■ FileMaker gagnagrunnur. 15 klst. um gagnagrunninn fjölhæfa fyrir Windows og Macintosh 21.-25. febrúar Leiðin til árangurs (Phoenix) 22., 23. og 24. febrúar kl. 16.00-22.00. ■ NOTES Námskeið 1.-3. mars kl. 13-16. Að fjarlægja algengustu hindranir 25. febrúar kl. 15.00-19.00. Nánari upplýsingar í síma 621066. ■ Prjónanámskeið. Næstu prjónanámskeið hefjast 21., 22. og 23. febrúar. Innritun stendur yfir. ■ Hagnýtt tölvubókhald Kvöldnámskeið (35 klst.) hefst. 22. feb. Hentar þeim, sem vilja'afla sér hagnýtr- ar kunnáttu í tölvubókhaldi. Upplagt fyr- ir aðila með sjálfstæðan rekstur. ÓpusAllt notað við kennsluna. Ókeypis skólaútgáfa af ÓpusAllt fylgir námskeiðinu. STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS AOG NÝHERJA 69 VV 69 <Q> .. 6Z I Q 6.6;;■ nýherji kl. 9-12. ■ Word ritvinnslan. 15 klst. fjöl- breytt ritvinnslunámskeið 21.-25. febr- úar kl. 9-12. ■ System 7.0 og Macintosh. ítar- legt stýrikerfisnámskeið fyrir þá, sem vilja kynnast stýrikerfi Macintosh betur. Gagnleg hjálparforrit fylgja. 28. feb,- 2. mars kl. 9-12. ■ Freehand teikniforritið. 15 klst. námskeið um þetta fjölhæfa teikniforrit 28. feb.-4. mars kl. 16-19. ■ Windows kerfisstjórnun. 12 klst. ítarlegt námskeið 21.-24. febrúar kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhanns- son í síma 811652 á kvöldin. T H E E N G L I S H S C H O O L Túngötu 5. * Hin vinsælu 7 vikna enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 nemendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. Einnig er í boói: Viðskiptaenska, rituð enska, umræðu- hópar, toefl-undirbúningur. ★ Enskir sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 25900. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - PC grunnnámskeið - Word fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect fyrir Windows - Excel fyrir Windows og Macintosh - PageMaker fyrir Windows/Macintosh - Paradox fyrir Windows - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel framhaldsnámskeið Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 616699, rgl Tölvuskóli Reykíavíkur ‘....1 Borflanúni 20, Fimi 6IS699 íslenska fyrir útlendinga. Markaðssetning. fslensk stafsetning. Franska, ítalska, spænska. Stærðfræði fyrir samræmt próf. Sendum ókeypis kynningarefni. Hlemmi 5, pósthólf 5144, 125 Reykjavík, sfmi 91-629750. ■ Candita - Sveppaóþolsnámskeið Hófst 14. feb., 4 skipti, uppselt. Hefst 15. feb., 4 skipti, uppselt. Hefst 28. feb., 4 skipti, uppselt. Hefst 1. mars, 4 skipti, laust. Sólveig Eiríksdóttir býöur upp á nám- skeið í matreiðslu grænmetisrétta úr ** hráefni sem er laust við sykur, hvítt hveiti, ger og óæskileg aukaefni. Leiðbeiningar frá ónæmissérfræöingi fylgja. Námskeiðin verða haldin á Matstof- unni á Næstu grösum, Laugavegi 20B. Uppl. og bókanir í síma 671812. ■ Barnfóstru- námskeið 1994 1. 16., 17., 21. og 22. mars. 2. 6., 7., 11. og 12. apríl. 3. 13., 14., 18. og 19. apríl. 4. 27., 28. apríl og 2. og 3. maí. 5. 4., 5., 9. og 10. maí. 6. 25., 26., 30. og 31. maí. 7. 1., 2., 6. og 7. júní. 8. 8., 9., 13 og 14. júní. Kennsluefni: Umönnun bama og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 688188 kl. 8-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.