Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 36

Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 36 Minning Elís Guðnason Fæddur 29. júlí 1926 Dáinn 5. febrúar 1994 Allir menn eru dauðlegir og það vissum við vel, vinir og skólabræður Elísar Guðnasonar, sem nú féll fyr- ir hinum bitra dauða. Fráfall hans er ótímabært og vekur söknuð en þó vissum við að hann barðist við sjúkdómsmein sem lék hann grátt. Og við undruðumst það fágæta æðruleysi og þá karlmennsku sem hann sýndi í þeirri baráttu. Erlend- ir læknar hans skildu heldur vart þennan íslending sem brá hvergi, þeir stóðu agndofa yfir hugarró og kjarki slíks manns sem veit að stundaglasið er að renna út. Elís fæddist 29. júlí 1926 á Ber- serkseyri í Eyrarsveit, sonur hjón- ann Guðna Elíssonar og Sigríðar Guðrúnar Haildórsdóttur er þar bjuggu þá og lengi síðar. Bæði voru þau af bændaættum af norðanverðu Snæfellsnesi. Þar eru söguslóðir þar sem land- ið fær líf og mál og ef til vill var þar kveikjan að fræðaþörf og fróð- leiks- og vísindahyggju sem ætíð var eitt einkenni Elísar. Á Snæfells- nesi má heyra stef úr samhljómi alheimsins og fegurðin ríkir þar. Elís hafði heyrt þessi stef og hneigðist til söngs og lista. Þessum eiginleikum kynntumst við félagar hans á skólaárunum. Við bjuggum saman í fjóra vetur á Laugarvatni við nám til stúdentsprófs, undic handaijaðri Bjarna Bjarnasonar sem þá vann að því að stofna menntaskóla í sveit. Þetta voru æskuglöð ár og þá var morgunn um himin og lönd. Þarna kynntumst við elju, vinnu- semi og trúmennsku Elísar. Við sáum líka að í vandvirkni hans og þrautseigju birtust hæfileikar vís- indamanns. Þessir eiginleikar Elís- ar, hjálpsemi hans og góðvild mót- uðu allt hans starf og framgöngu alla tíð. Þess nutu börn hans og vandamenn en líka vandalausir. Heima hjá Elísi var fræða- og menntasetur og húsbóndinn ótrú- lega ijölfróður. Hann lauk kennaraprófi 1953 og stundaði nám í heimspeki og þýsku í Þýskaiandi. Síðan kenndi hann lengst í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu en stofnaði síðan og rak til dauðadags feldskurðarfyrirtæki og verslun í Reykjavík. Eiginkona Elísar er Steinunn Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru Guðni, f. 2. nóv. 1964, Filippía Ingi- björg, f. 14. júlí 1969, og Elísa Kristjana, f. 5. nóv. 1971. Þau hafa öll misst mikið. Við bekkjarfélagar Elísar sendum þeim innilegar sam- úðarkveðjur. En í hóp okkar stend- ur nú ófyllt, opið skarð. Eftir lifir minningin um mætan dreng. Á.S. Elís Guðnason frá Berserkseyri, Eyrarsveit, Snæfellsnesi, er látinn. Hann hafði um nokkurn tíma átt við erfíð veikindi að stríða. Honum var ljóst, að það stríð mundi ekki enda nema á einn veg, en æðru- laus, með jafnaðargeði gekk hann síðustu sporin. Elís var fæddur að Berserkseyri. Þar bjuggu foreldrar hans, Guðni Elísson, bóndi þar, og konan hans Sígríður Guðrún Halldórsdóttir. Faðir Guðna, Elís Guðnason, afi Ella og nafni hans, hafði búið að Berserkseyri, en Sigríður Guðrún var dóttir hjónanna Halldórs Péturs- sonar og Kristjönu Guðmundsdóttur frá Kothvammi í Helgafellssveit. Guðni og Sigríður brugðu búi um 1960 og fluttust þá í Grundarfjörð. Bræður Elísar eru þrír og lifa allir bróður sinn. 1) Halldór Guðnason trésmiður og sjómaður, fæddur 1922. 2) Jón Guðnason, sem rekur fatahreinsunina Úðafoss. 3) Bern- harð Guðnason, sem lengi hefur starfað hjá Olíufélaginu hf. Ég hef líklega verið 15 ára, þeg: ar ég kynntist. Elísi Guðnasyni. í byggingarvinnu starfaði ég með honum og bróður hans Jóni. Vinnan var við að moka möl í steypuhræri- vél allan liðlangan daginn. Þetta var oft erfítt og mannaskipti því tíð. Þeir bræður unnu störf sín af seiglu og stillingu, höfðu greinilega tekið til hendinni áður og voru vanir að vinna. Mér var það mikill styrkur að vinna með þessum raungóðu mönn- um, og smám saman eignaðist ég vináttu þeirra bræðra, vináttu sem var mér mikils virði, jafnvel síðar á ævinni, þegar þeir hurfu mér sjónum um hríð, hæðir og hóla bar á milli í baráttu hversdagsins. Elís bauð mér heim að Bcrserks- eyri, og þar dvaldi ég nokkra daga og kynntist Benna bróður hans og foreldrum þeirra. Enn minnist ég þeirra daga með hlýhug. Þar sá ég, upp úr hvaða jarðvegi Elís, vinur minn, var sprottinn. Á þessu sveita- heimili var gott að vera. Heimilis- bragur var allur með þeim hætti að öllum leið vel. Hjónin voru samhent og gagnkvæm umhyggja ríkti. Bæj- arstæðið fallegt undir fjallinu, fjörð- urinn fyrir framan, heyskapur í gangi og sól á lofti. Umhverfi og atburðir mótuðu samræmda heild, mynd sem hugurinn kallar fram löngu síðar. Elís Guðnason ólst upp, sem fyrr segir, á Berserkseyri. Mig minnir að hann hafi sagt mér, að hann hafí verið þijár vikur samfellt í barnaskóla, en naut auk þess tilsagnar móður sinnar. Fyrir tilviljun fór hann 19 ára gamall í skólann í Reykholti og ætlaði upp- haflega að vera þar einn vetur. Það æxlaðist hins vegar svo, að Elís lauk landsprófí og fór þaðan að Laugar- vatni. Þar var hann í hópi þeirra sex, sem fyrstir þreyttu stúdents- próf og þá utanskóla við Mennta- skólann í Reykjavík. Seinna fékk Laugarvatn leyfi til að útskrifa stúd- enta, og var þá við leyfisveitinguna horft til ágæts árangurs þessa hóps. Eftir stúdentspróf fór Elís í Kennáraskólann, stúdentadeild, og útskrifaðist sem kennari. Hann stundaði um tíma nám við háskól- ann í Heidelberg í heimspeki og þýsku. Með námi og milli námsvetra vann Elli alla vinnu, sem til féll. Síðar stundaði hann kennslu í sjö ár, meðal annars við Lindargötu- skólann í Reykjavík, og síðustu árin starfaði hann í fyrirtæki þeirra hjóna að feldskurði við Laufásveg. Elis giftist Steinunni Guðmunds- dóttur feldskera frá Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Guðna Elísson, cand. mag. í íslensku og doktor í bókmenntum, f. 1964. 2) Ingibjörgu Elísdóttur, stúdent og nema í kjólasaumi, f. 1969, sonur Ingibjargar er Elís. 3) Elísu Elís- dóttur, hárgreiðslukonu, f. 1970. Steinunn bjó Ella gott heimili. Þar heimsótti ég hann, og mér fannst hann gæfumaður, átti góða konu og börn, sem honum þótti mjög vænt um. Elís Guðnason var fremur grann- vaxinn, meðalmaður á hæð. Hann bjó yfír ótrúlegri seiglu og var fyrir margra hluta sakir athyglisverður maður. Elli var í raun grúskari, bókaorm- ur og í honum blundaði vísinda- hyggja. Hann átti mikið af bókum og hafði vald á erlendum tungumál- um og mjög gott vald á þýsku. Ég las til dæmis af athygli þýð- ingu hans á Úlfinum eftir Hermann Hesse. Þar lagði Elli sig mjög fram um að ná stílbrögðum höfundar, og þýðingin er góð. Ég gríp hér niður í eina lýsinguna: „Hryggðarfullt augnaráð deyjandi dýrsins var fjötr- að við deyfðarlega ásjónu mánans, og aftur barst hryglukennt, veiklu- legt ýlfur, sársaukafullt og hljóm- laust, út í nóttina." Vald hans á íslenskri tungu var mjög gott. Um tíma fékkst hann talsvert við stærðfræðirannsóknir. Stærðfræðin virtist liggja mjög vel fyrir honum, og stundum undraði mig, að hann skyldi ekki hafa beint námi sínu inn á þá braut. Þegar hann sendi mér ritgerð sína: „Hugleiðingar um kerfi talningartalna, sem fræðilegan kost, kerfí, er væru í megindráttum gædd sams konar innviðum og vort eig- ið“, mátti verkfræðingurinn hafa sig allan við að skilja. Um þetta kerfi sagði Elli í bréfí til mín: „Sérhvert kerfi talningar- talna er ferli án enda, og hið sama er upp á teningnum varðandi mynd- un þeirra, að líta má á hana sem ómælisferli. En í hugtakinu ómælis- ferli felst ekki, að innan ferlanna séu til tölur óendaniega langar, heldur eru þær allar endanlegar, þar eð sérhver stærð er alltaf undanfari annarrar í ferlinu." Við aðrar aðstæður hefðu stærð- fræðihæfíleikar hans notið sín betur. Þegar ég lít aftur í tímann, fínnst mér mest einkennandi í skaphöfn hans, hversu traustur og hlýr hann var, fremur hlédrægur, vandvirkur, vinfastur og athugull. Elli talaði aldrei illa um neinn, hann vildi vel. Þá koma mér í huga orð skáldsins: Svo dylst oft lind und bergi blá og brunar táhrein, skugga falin. Þótt veröld sjái ei vatnslind þá, í vitund guðs hver dropi er talinn. Þannig var Elli, hreinlyndur og heill. Þegar ég kom til þeirra Steinunn- ar á Laufásveginn, röbbuðum við um allt milli heima og geima yfír kaffibolla. Umhyggja þeirra hjóna fyrir börnunum sínum var mikil og Elli hafði gaman af að ræða um þau. Einkum sá hann í Guðna margt, sem hann hafði langað til að verða sjálfur. Athugunareðlið og rannsóknaþráin, sem var eins og dálítil lækjarsytra í fari föðurins, varð að sterkum straumi í fari og lífi sonarins, og mér fannst eins og glampi í augum Ella, þegar hann var að lýsa fyrir mér doktorsritgerð Guðna um Byron. En veikindin komu óvænt, eins og svo oft. Það lýsir Ella, að þótt taka yrði af honum annan handlegg- inn við öxl, sá enginn að honum væri brugðið. Sá sálarstyrkur kom jafnt á óvart ættingjum, vinum, hjúkrunarfólki og læknum. En veik- Kristmundur Guð- mundsson Fæddur 18. desember 1905 Dáinn 6. febrúar 1994 í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju útför Kristmundar Guðmundssonar, sem lengst af bjó á Reykjavíkurvegi 29 í Hafnarfirði. Alltaf fínnst mér einhvern veginn að þegar upp er staðið, þá sé það hinn óbreytti verkamaður sem hafi, eins og sagt er, pálmann í höndun- um. Maðurinn sem kunni hverskon- ar meðhöndlun á heyi og fiski, vann sómasamlega fyrir sinni fjölskyldu og sýndi trúmennsku í öllu. Haustið 1905 varð ungur maður, Kristmundur Magnússon frá Goð- hóli á Vatnsleysuströnd, úti í fjár- leitum. Maður um þrítugt, komandi austan úr Holtum, fann lík piltsins, þar sem hann lá á bakinu, kominn niður undir byggð og hafði sjálfur krosslagt handleggi á bijósti sér. Þótt fínnandinn væri orðinn þetta gamall, var hann sífellt að eignast fleiri hálfsystkini. Þau urðu alls fjórtán. Um þetta leyti ól stjúpmóð- ir hans eitt þessara mörgu barna. Dreymir hana þá stjúpson sinn, á - þann hátt að hún telur að hann sé að vitja nafns fyrir hönd látna pilts- ins áðurnefnda. Við þessu var orðið og var hér þá kominn Kristmundur sá sem að nú er hér kvaddur. For- eldrar hans áttu þá heima að Arnar- stöðum í Flóa. Ungur að aldri hóf hver ættliður störf ti) nytja áður fyrr og ekki »mun hinn áðurnefndi stóri systkina- hópur hafa látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Kristmundur fluttist —Minning til Hafnarfjarðar frá Eyrarbakka 1928 og áratug síðar gekk hann að eiga Ragnhildi Magnúsdóttur frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þar hallaðist áreiðanlega ekki á um röskleika og ráðdeild. Kristmundur vann hjá Bæjarútgerð Hafriarfjarð- ar í hálfa öld. Guðmundur, bróðir Kristmundar hafði lengi nokkurn fjárbúskap og heyrði ég hann hafa það orð yfir vinnubrögð mágkonu sinnar við heyskapinn að þau væru ekkert „tros“. Fyrrum var eiginleikinn nægju- semi talinn fremur til kosta, en ég efast um að svo sé lengur. En hvað sem um það er, þá kom þessi eigin- leiki í ljós hjá þeim hjónum, m.a. í því hve lítið húsnæði þau gerðu sér að góðu. Það var á Reykjavíkurvegi 29, eins og áður er sagt. En ekki var að því að spyija, að ekki var öðrum húsum „í öllum bænum“ haldið betur við en þessu. Öll þijú börn þessara hjóna hafa sem að líkum lætur, stofnað heim- ili og eiga afkomendur. Þetta eru: Örlygur, fæddur 1941, Guðný, fædd 1947, og síðasten ekki sízt „hlaupa- ársbarnið", Guðlaug, fædd 29. febr- úar 1956. Dæturnar búa í Hafnar- firði, en sonurinn lítið eitt fjær. Sumarið 1958 fór ég á stutt nám- skeið í Danmörku. Er ekki að orð- lengja það, að ég hóf að blanda geði við danska stúlku þar sem ég gat vel hugsað mér sem lífsföru- naut. Ég fór einar þrjár ferðir til Danrherkur, meira og minna í þessu sambandi, og líka réðst ég í húsa- kaup í Hafnarfírði. Þegar þetta stóð sem hæst, stöðvar Kristmundur mig einu sinni á götu, og ég sé að hann hefur eitt- hvað ákveðið í huga. Og hvað skyldi það hafa verið? Jú, hann spurði mig hvort ég þyrfti ekki peninga- lán, á meðan að þetta stæði yfir! Þess þurfti ég ekki, en sama var hans gerðin. Síðustu fjórtán mánuði ævi sinn- ar var Kristmundur á Sólvangi í Hafnarfirði. Nokkur kvíði mun hafa gert vart við sig hjá þeim sem að þessu stóðu, því að hér kom sterkur persónuleiki, sem kannski var ekki allra. En þetta fór vel og raunar batnandi eftir því sem að Krist- mundur dvaldist þarna lengur. Já, þá voru allir ánægðir. Mig minnir að eftirfarandi hug- leiðingar hafi upphaflega heyrst á Indlandi: Þú komst grátandi í heim- inn, en þeir sem umhverfís þig voru brostu og voru glaðir. Lifðu lífinu þannig að þetta snúist við: Að þú getir kvatt heiminn með bros á vör, en þeir sem næstir þér standa hafi ástæðu til að tárfella. Ég held að lífsferill Kristmundar hafi líkst þessu. Magnús Jónsson. Kristmundur Guðmundsson fæddist að Arnarstöðum í Flóa. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Ólöf Árnadóttir. Þau eignuðust 14 börn, þar af fimm sem létust ung. Eins og svo víða á fyrstu áratugum aldarinnar bjuggu þau við kröpp kjör og þurftu börnin ung að ganga til hvers konar starfa og sum þeirra fóru kornung að heiman til fósturs á öðrum bæjum. Þeir sem ólust upp á þessum tím- um vöndust því flestir að baráttan fyrir daglegu brauði var hörð, og var Kristmundur engin undantekn- ing þar á. Hann vann af dugnaði og samviskusemi að öllum þeim störfum til sjávar og sveita sem til féllu. Skömmu eftir tvítugt hélt hann að austan og settist að í Hafn- arfirði til frambúðar. Þar vann hann almenna verkamannavinnu og kom sér strax vel fyrir með dugnaði og ósérhlífni. Á þessum tímum kynnt- ist hann stefnu jafnaðarmanna sem hann studdi af alhug allar götur síðan. Meðal baráttumála jafnaðar- manna í Hafnarfirði í byijun krepp- unnar var að koma á fót bæjarút- gerð og það hefur vafalaust glatt Kristmund þegar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var stofnuð skömmu eftir 1930. Hjá því fyrirtæki hóf hann störf við stofnun þess og helg- aði því starfskrafta sína í hálfa öld. Hann bar hag Bæjarútgerðarinnar ávallt fyrir bijósti, og var stoltur af því að mega leggja henni lið með sínu vinnuframlagi. Snemma á fjórða áratugnum festi Kristmundur kaup á húsinu á Reykjavíkurvegi 29, þar sem hann átti heima hátt í sex áratugi. Nokkrum árum síðar, 1938, gekk hann að eiga Ragnhildi Magnús- dóttur frá Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd. Á heimili þeirra hjóna ríkti hvort tveggja í senn ráðdeild og rausn. Þeim fylgdi sú dyggð að hafa fyrirhyggju í fyrirrúmi, eins og þau höfðu bæði vanist í uppvext- inum, en á sama tíma voru þau rausnarlegir gestgjafar og greiðvik- in við vini og ættingja. Kristmundur og Ragnhildur eignuðust þijú börn. Þau eru: Ör- lygur, kvæntur Sigríði Jakobsdótt- ur; Guðný, gift Magnúsi Guð- mundssyni og Guðlaug, gift Guð- mundi Sveinssyni. Með Kristmundi Guðmundssyni er genginn einn af fulltrúum þeirr- ar kynslóðar sem mestar þjóðfé- lagsbreytingar hefur upplifað hér á landi og skóp grunninn að þeirri velferð sem við búum við í dag. Eins og aðrir alþýðumenn af þeirri kynslóð þurfti hann að leggja hart að sér til að geta séð sér og sínum farborða. Þá þætti lífsgæða, sem nútímafólk leggur hvað mest ofur- kapp á, skildi hann aldrei. Hann var fastheldinn á venjur og skoðan- ir sinnar kynslóðar og sínar eigin, en flíkaði sjaldan sínum tilfinning- um. Undir niðri blunduðu hins veg- ar góðvild og samkennd með þeim sem minna mega sín. Best sást undir hijúft yfirborðið þegar barna- börnin hjúfruðu sig í fangi hans eða skriðu til hans upp í legubekkinn, eða þegar hann heimsótti Guðmund bróður sinn í fjárhúsin á vorin og fékk að fylgjast með sauðburðinum. Með þessum orðum kveðjum við Kristmund Guðmundsson hinstu kveðju með virðingu og þakklæti fyrir árin sem við áttum samleið með honum. Tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.