Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
KENNETH BRANAGH
ROBERT SEAN LEONARD
EMMA THOMPSONjÆ^
NOTHINC.:
Arísa* A*x«rrt
Ys og þys ut af engu
Stórkostleg mynd sem hefur hlotiö'
mikiö lof gagnrýnenda.
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Addams
fjölskyldugildin
Sönn ást
ANGEL
Grín- og spennumynd meö CHRISTOPHER LAMBERT og
MARIO VAN PEEBLES í aðalhlutverkum.
Fíkniefnalögreglumaður handtekur glæpamann og í Ijós
kemur, aö hvor þeirra um sig býr yfir helmingi af leyndar-
máli sem mun gera þá forríka, ef þeir dreþa ekki hvor
annan fyrst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
Mbl
★★★ DV
★★★ Rás 2
llrlr*
★★★★ EMPIRE
Háskölabíö
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HASKOLABIO
SÍMI22140
Barnakórar Selfosskirkju og kórskóla Langholtskirkju
NEIL JORDAN
Myndin sem gerði leikstjóra og aöalleikara
Undirbúa flutning Gloriu Yivaldis
The Crying Game
fyrst þekkta. Stephen Rea í hlutverki manns sem
hefnir ástkonu sinnar sem var á röngum stað á
röngum tíma.
Selfossi.
KÓRAR barna og ungl-
inga frá Selfosskirkju og
kórskóla Langholtskirkju
undirbúa af kappi flutn-
ing verksins Gloria eftir
Vivaldi. Verkið hefur ver-
ið raddsett og gert að-
gengilegt fyrir börn. Ráð-
gert er að flytja verkið
19. mars í Langholts-
kirkju og 20. mars í Sel-
fosskirkju við undirleik
hljóðfæraleikara úr Sin-
fóníuhljómsveitinni.
Gloria tekur hálfa
klukkustund í flutningi og
verður flutt með einsöngv-
urum úr Langholtskirkju.
Það eru Glúmur Gylfason
organisti og kórstjóri Sel-
fosskirkju og Jón Stefáns-
son kórstjóri Langholts-
kirkju sem annast undirbún-
ing tónleikanna í mars.
„Þetta er lífsreynsla fyrir
ævina hjá krökkunum að fá
að syngja þetta verk. Það
er álíka og þau ynnu í lottói
og fengju líka bónusvinn-
inginn að vera með í þessu,“
sagði Glúmur.
Frá árinu 1988, þegar
bömin voru 8 og 9 ára, hef-
Gloría sungin af innlifun á
æfingu.
Glúms Gylfasonar búið að
biðja um kórinn til að syngja
ættjarðarlög á landsmóti
ungmennafélaganna á
Laugarvatni í sumar.
- Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Barnakórar Selfosskirkju og kórskóla Langholtskirkju á
æfingu í Sólvallaskóla á Selfossi 13. febrúar.
ur átt sér stað markvisst
barnakórstarf hjá Selfoss-
kirkju. Segja má að það
starf blómstri nú í þessu
samstarfí kóranna. Á næsta
ári verða sex árgangar í
kórstarfínu. Starfíð fær
dyggan stuðning frá virku
foreldrafélagi sem starfar
með krökkunum og styður
starfíð með ráðum og dáð.
Barnakórinn syngur alít-
af eitthvert kórverk í hverri
viku frá aðventu og fram
að föstunni. Kórinn syngur
í fermingarmessum og við
ýmsar athafnir í kirkjunni.
Starf kórsins hefur þannig
skapað nýja vídd í því starfí
sem fram fer í kirkjunni.
Vetrarstarfí kórsins lýkur
síðan á vorin með tónleikum
og nú í vor syngur kórinn
inn á plötu. Þá er að sögn
Skotveiðifélag Austurlands
Flutningur veiðistj óraembættisins
rústar rannsóknum margra ára
STJÓRN Skotveiðifélags Austurlands gagnrýnir flutn-
ing veiðisljóraembættisins frá Reykjavík til Akureyrar
sem hún telur orka tvímælis í bréfi sem félagið hefur
sent Össuri Skarphéðinssyni, umhverfisráðherra.
Þar segir m.a.: „Sam-
kvæmt upplýsingum úr fjöl-
miðlum virðist því miður
vera ljóst að ákvörðun þín
heimili landsins!
fltargtmMitMfr
um þennan flutning sé tekin
í skyndi og af einhverjum
öðrum hvötum en þeim að
auka og bæta náttúru- og
dýrafræðirannsóknir sem
vissulega er mikil þörf fyrir
að verði auknar.
Eins og þér er kunnugt
um, þá er starfssvæði Skot-
félags Austurlands á því
svæði landsins þar sem m.a.
hreindýrin halda sig. Þess
vegna bendum við á það
tjón sem yfirstandandi
rannsóknir á hreindýrum og
aðrar rannsóknir verða fyr-
ir, því samkvæmt okkar
upplýsingum munu allir
núverandi starfsmenn veiði-
stjóraembættisins hætta
störfum ef til flutnings
kemur. Það er og hefur ver-
ið viðurkennt af öllum þeim
sem að hreindýramálum
koma að alvöru rannsóknir
á þessari tignarlegustu teg-
und veiðidýra á íslandi hafí
skort og nú þegar þær eru
loks nýhafnar þá kemur
eins og skrattinn úr sauða-
leggnum ákvörðun sem við
teljum að rústi með öllu eða
tefji ofangreindar rann-
sóknir til margra ára.
Stjórn Skotfélagsins tel-
ur að það eigi að geta verið
fagnaðarefni þegar ákveðið
er að flytja ríkisstofnun út
á landsbyggðina, Akureyri
er ekkert verri staður en
hver annar. En þegar
ákvörðun er tekin með þess-
um hætti og það af manni
sem auk þess að vera með
ráðherravald er menntaður
í náttúrufræðum þá liggur
einhvers staðar fískur undir
steini.“
Skálmöldin á Norður Irlandi
séö með augum heimamanns.
Sýnd kl. 9.
Athugasemdir um
vínveitingahús
MORGUNBLAÐINU hafa
borist nokkrar athugasemd-
ir frá Áfengisvarnarráði:
„1. Evrópudeild Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar (WHO)
samþykkti 17. september 1992
að hvetja til átaks gegn tjóni
af völdum áfengis. Samþykkt-
in var gerð samhljóða af full-
trúum ríkisstjóma í öllum 45
aðildarríkjunum. í áætluninni
er m.a. gert ráð fyrir að keppt
verði að því marki að draga
úr áfengisneyslu um fjórðung
átímabilinu 1980-2000. Lögð
er áhersla á að heillavænleg
áfengismálastefna sé grund-
völluð bæði á fræðslu og laga-
setningu enda hafi hár Iögald-
ur til áfengiskaupa, hátt verð
og hömlur á framboði (að-
gengi) reynst hafa mikil
áhrif til góðs. í þessu felst
m.a. að áfengisveitingatími sé
styttur. Sé hann aftur á móti
lengdur gengur það þvert gegn
tilmælum Heilbrigðisstofnun-
arinnar.
2. Hverju meðalgreindu
barni mun ljóst að því víðar
sem vara er á boðstólum og
því lengur sem hún er höfð til
sölu dag hvern þeim mun
meira er af henni keypt að
öðru jöfnu. í ljósi þessa er
skiljanlegur áhugi þeirra sem
leitast við að hagnast á
drykkju fólks á því að hafa
sölustaði sína opna sem allra
lengst.
3. Áfengisveitingamenn
leggja ofuráherslu á að fá að
selja þetta eina lögleyfða
vímuefni sem allra lengst jafnt
á nóttu sem degi — og hefur
í því efni orðið undarlega og
óeðlilega mikið ágegnt undan-
farin misseri. Það þarf dálítið
sérstæða greind eða vafasama
dómgreind til að leggjast á
árar með þeim. Augljóst er að
kröfur þeirra stjórnast af
hagnarðavon en ekki áhuga á
velferð almennings.
4. Samkvæmt rannsókn
Hagfræðistofnunar Háskóla
Islands er kostnaður vegna
áfengisneyslu hérlendis meiri
en þær tekjur sem sameigin-
legir sjóðir okkar hafa af sölu
þess. Þann mismun greiðir al-
menningur í landinu. Áfengi-
sveitingamenn gjalda síst
meira í þá hít en aðrir þótt
þeir hagnist á drykkjuskap
manna. Og þeir eru ekki —
eins og til að mynda starfs-
bræður þeirra í Bandaríkjun-
um — ábyrgir fyrir því tjóni
sem ölvaðir viðskiptavinir
þeirra valda er þeir halda brott
úr húsum þeirra. Ef svo væri
hefði það að líkindum áhrif til
góðs.
5. Diykkjusiðir íslendinga
eru svipaðir drykkjuvenjum
annarra norrænna þjóða,
ýmissa Austur-Evrópuþjóða
og ekki mjög ólíkir siðum Eng-
ilsaxa í Bandaríkjunum og
Kanada og jafnvel Bretá
sjálfra. Hins vegar eru þeir
gjörólíkir drykkjuvenjum Mið-
og Suður-Evrópubúa. Þær
þjóðir, sem líkastar okkur eru
og nánast á sama menningar-
svæði og við, leyfa flestar mun
styttri áfengisveitingatíma en
tíðkast á Islandi um þessar
mundir. Svo er um þær þjóðir
allar sem Norðurlönd byggja
nema Dani og einnig íbúa
Bretlandseyja. í Kanada og
flestum ríkjum Bandaríkjanna
er áfengisveitingatími styttri
en hér, sums staðar miklu
styttri. Meðal suðrænna þjóða
og í mörgum þróunarríkjum
er hins vegar leyfílegt að selja
áfengi allan sólarhringinn.
Norræn menningarþjóð, sem
slíka skipan mála tæki upp,
yrði fljótlega að athlægi. Hætt
er við að hún yrði ekki lengi
í hópi þeirra þjóða í Evrópu
og Norður-Ámeríku sem
minnst drekka."