Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994
47
BANVÆN MÓDIR
Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma. Hún er hættuleg -
hún heimtar fjölskylduna aftur með góðu eða illu.
Jamie Lee Curtis frábær í hlutverki geðveikrar móður.
Sýndkl. 5,7,9 og 11 . Bönnuö innan 14 ára.
HX
ÚR DAGBOK
LÖGREGLUIMIMAR í REYKJAVÍK:
11.-14. febrúar
Um helgina var tilkynnt
um 56 umferðaróhöpp. í
þremur tilvikanna var um
að ræða meiðsli á fólki.
Heimilisófriðir eru skráðir
8 talsins og 18 sinnum
þurfti að hafa afskipti af
ónæði og hávaða. Innbrot-
in eru 6 og þjófnaðirnir
eru 7. Tólf ökumenn eru
grunaðir um ölvun við
akstur á tímabilinu, en
einn þeirra hafði lent í
óhappi áður en til hans
náðist. Líkamsmeiðing-
arnar eru „einungis" 4, en
samtals þurfti að vista 29
einstaklinga í fanga-
geymslum, flesta vegna
ölvunarháttsemi. Ails eru
406 færslur í dagbókinni,
en það er undir meðaltali
helganna.
A'föstudag varð vinnu-
slys í verksmiðju á
Höfðanum. Þar slasaðist
maður á hendi og var flutt-
ur á slysadeild til aðhlynn-
ingar. Meiðsli hans voru
talin minniháttar.
Skömmu eftir miðnætti
varð árekstur tveggja bif-
reiða á Bústaðavegi við
Litluhiíð. Flytja þurfti
ökumann annarrar bif-
reiðarinnar á slysadeild,
en hann virtist hafa meiðst
á hálsi.
Skömmu síðar var til-
kynnt um innbrot í verk-
smiðjuhús í Iðnvogunum.
■--------------i----------
Þar hafði ýmsu verið stolið
og annað skemmt. Þrír
menn, sem grunaðir voru
um verknaðinn, voru
handteknir og færðir á
stöðina.
Síðar um morguninn
var tilkynnt um að maður
hefði náð að stela vindlin-
gapökkum úr söluturni í
austurborginni. Þjófurinn
hvarf á braut, en hann
mun vera þekktur.
Seinnipart laugardags
lenti bifreið á ljósastaur
við Vesturlandsveg gegn
Blikastöðum. Flytja þurfti
farþega og ökumenn á
slysadeild. Bifreiðin var
óökufær eftir óhappið.
Aðfaranótt sunnudags
var piltur handtekinn eftir
innbrotstilraun í söluturn
í Árbæjarhverfi. Skömmu
síðar komu lögreglumenn
í veg fyrir innbrot í hús
við Túngötu.
Um miðjan dag á
sunnudag varð árekstur
þriggja bifreiða á Breið-
holtsbraut. Farþegi úr
einni bifreiðinni þurfti að
leita á slysadeild. Meiðsli
munu hafa verið minni-
háttar.
Tiltölulega fátt fólk var
í miðborginni að kvöld- og
næturlagi. Unglingar und-
ir 16 ára aldri sáust þar
ekki og er það góðs viti.
Tveir sendibílstjórar voru
staðnir þar að því að aka
fólki gegn gjaldi aðfara-
nótt laugardags. Margir
notfærðu sér þjónustu
strætisvagnanna, en þeir
sem ekki náðu síðasta
vagninum virtust ekki
hafa kynnt sér nægilega
vel tímaáætlunina eða
hvar hægt væri að nálgast
næturvagnana. Sam-
kvæmt upplýsingum SVR
fer síðasti strætisvagninn
frá stöð neðst á Hverfis-
götu gegnt Stjómarráðinu
kl. 3 aðfaranætur laugar-
dags og sunnudags.
Töluvert var um akstur
vélsleða í og við Mos-
fellsbæ um helgina. Þess
skal sérstaklega getið af
þessu tilefni að samkvæmt
umferðarlögum er akstur
slíkra tækja óheimill í þétt-
býli, nema í undantekn-
ingartilvikum. Þá bannar
lögreglusamþykkt Mos-
fellsbæjar akstur vélsleða
á götum bæjarins nema
með leyfi lögreglu. Og að
sjálfsögðu er allur akstur
vélsleða á gangstéttum og
göngustígum óheimill,
enda beinlínis hættulegur
öðrum vegfarendum.
Sameiginlegt umferð-
arátak lögreglunnar á
Suðvesturlandi hefst nk.
.miðvikudag. Athyglinni
verður að þessu sinni sér-
staklega beint að ökurétt-
indum þeirra, sem eru við
stjórn vélknúinna öku-
tækja, ástandi ökumanna
og búnaði tengitækja, s.s.
hestakerra, vélsleðakerra
og annarra slíkra. Allt
miðast þetta að því að
auka öryggi vegfarenda.
SÍMI: 19000
KRYDDLEGIN HJÖRTU
Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi.
„Drífið ykkur. Þetta er hnoss-
gæti, sælgæti, fegurð, ást,
losti, list, matarlyst, þolgæði
og snilld..."
„...Gerið það nú fyrir mig að
sjá þessa mynd og látið ykkur
líða vel...“
„...Fyrsta flokks verk, þetta
er lúxusklassinn..."
★ ★ ★ hallar í fjórar,
Ólafur Torfason, Rás 2.
★ ★ ★ ★
Hallur Helgason, Pressan.
★ ★ ★
Júlíus Kemp, Eintak
★ ★ ★
Hilmar Karlsson, D.V.
★ ★ ★ 1/2
Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
★ ★ ★ 1/2 B.J., Alþýðubl.
Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Clnema Paradiso) og Lumi Cavazos.
Leikstjóri: Alfonso Arau.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna
M.a. besta mynd, besti leikstjóri,
besta aðalleikkona og
besta aukaleikkona.
PÍAINJÓ
Sigurvegari Cannes-hátíðarinnar 1993
„Píanó, fimm stjörnur af fjórum mögulegum." ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan
Aðalhlutverk: Holly Hunter, (Golden Globe verðlaunin, besta aðalleikkona), Sam Neill,
Harvey Keitel og Anna Paquin. Leikstjóri: Jane Campion.
Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 og 11.10.
MAÐUR ÁIM ANDLITS
★ ★ ★ A.l. MBL. Aðalhlutv.: Mel Gibson.
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10.
Miðav. kr. 350.
Stepping Razor
HVfTATJAIDlBÍ Stórbrotin mynd um reggímeistar-
■ ann Peter Tosh.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. lAltÍViBftt-'Í'fl
„Hrifandi, spennandi og erólísk.“
(Aiþýðubl.)
★ ★★1/2„MÖST“, Pressan
„Yngslu leikararnir fara
á koslum.“
(Morgunbl.)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
íslenskt - Já takkl
Þjófar stela þjófum frá
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Undir vopnum („Gunm-
en“). Sýnd í Háskólabíói.
Leikstjóri: Deran Saraf-
ian. Aðalhlutverk:
Christopher Lambert,
Mario Van Peebles, Den-
is Leary, Brenda Bakke
og Patrick Stuart.
Undir vopnum er svona
spræk gaman-spennu-
mynd sem hefst á því að
meginbófinn lætur jarða
svikula eiginkonu sína lif-
andi og maður tekur strax
að undrast dularfullan hú-
mor kvikmyndagerðar-
mannanna. Þetta er
ómerkileg B-mynd til síð-
asta ramma sem þeir Gol-
an og Globus hefðu verið
hreyknir af fyrir nokkrum
árum en maður hélt reynd-
ar að væru liðnar undir
lok, í það minnsta í kvik-
myndahúsum.
Með aðalhlutverkin í
myndinni, sem best er að
taka skýrt fram að er
hvorki fyndin né spenn-
andi en með ódýrum of-
beldisatriðum, fara franski
leikarinn Christopher
Lambert og bandaríski
leikarinn Mario Van Pee-
bles' sem lítur út eins og
ófrumleg Camel-auglýs-
ing, nema hann hafi ekki
tímt að henda gallanum
sínum úr rappvestranum
„Posse“. Þessir vita hvar
400 milljón dollarar eru
faldir en hafa hvor um sig
aðeins helming vitneskj-
unnar og verða því að
hanga saman þótt þeir
þoli ekki hvor annan. Það
er þó léttvægt miðað við
hvað áhorfandinn þarf að
þola í samvistum við þá
tvo.
Það er ekki mikið lagt
í handrit og leikstjórn og
annað slíkt og þýðingin er
að sama skapi bagaleg því
í henni er upp sama og
niður og 400 milljónir geta
aldrei orðið meira en .400
þúsund sama hvað þær
reyna. Lambert á að vera
trúðurinn í félagasam-
bandinu óg ferst það af-
leitlega úr hendi með ger-
samlega ófyndnum fífla-
látum og einhverju aula-
■brosi sem þó fer honum
ekkert illa. Peebles er aft-
ur sá alvarlegi en um leið
sá leiðinlegi. Bófarnir eru
svo hópur af skítugum
aukaleikurum sem óvart
verða fyndnir þegar þeir
eiga að virka hvað mest
ógnandi.
Sjálf atburðarásin er
grautur úr gömlum Tony *
Curtis/Yul Brynner ævin-
týramyndum og einhveiju
úr „Butch Cassidy and the
Sundance Kid“: Stökkið
fram af klettunum er svo
þjófstolið hér að maður
grípur ósjálfrátt eftir
seðlaveskinu. (Það er ekki
í fyrsta og ekki síðasta
skipti sem minni spámenn
ljósrita atriðið.) Kaflar úr
nýlegum ævintýramynd-
um úr S-Ameriku fylla svo
uppí restina.
Svo hvað er þá eftir
þegar handritið er léleg
og klisjukennd eftiröpun
íjöida annarra mynda,
leikstjórnin fálmkennd í
besta falli og leikurinn af-
leitur? Það liggur í augum
uppi. Léleg skemmtun.