Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
49
Hvað varð um samvinnu-
hugsjónina?
Frá Árna Helgasyni:
Ég var að hlýða á útvarpið þar
sem sagt var frá fundi borgarstjóm-
ar Reykjavíkur og lokaafgreiðslu
fjárhagsáætlunar borgarinnar. Sér-
staklega tók ég eftir hversu borgar-
stjórnin lætur sér annt um að hlúa
að atvinnumálum borgaranna og
mættu þar margir af læra. En það
sem skar sig úr og vakti sérstak-
lega athygli mína var „framsóknar-
röddin“ sem átti ekki nógu sterk
orð til að víta fjármálastjórn borgar-
innar og sá ekkert nema skuldir —
allt svart. Grét. Það virtist sem
þessi rödd kynni ráð við öllu. Ósjálf-
rátt þaut um huga minn hinn stór-
kostlegi rekstur þeirra framsóknar-
manna á málgagni sínu, sem loks
sá enga færa leið aðra en biðja
„íhaldið" að annast fjárreiður blaðs-
ins og forða þeim frá gjaldþroti.
Auðvitað varð mér á að hugsa hvar
„samvinnuhugsjónin“ væri nú nið-
urkomin? Hennar er nú lítið minnst
í dag. Það fer lítið fyrir henni. Bless-
uð sé minning hennar, stendur þar.
Mér datt í hug koma mín í Hólm-
inn fyrir rúmum 50 árum og það
sem vakti mest athygli mína var
hversu kaupmaðurinn og kaupfé-
lagsstjórinn höfðu mikla samvinnu
með sér, í raun. Ef annar átti ekki
vöru handa viðskiptavini sínum
leysti hinn það með gleði. Já og
hvernig þeir störfuðu saman. Það
er sú einlægasta samvinna sem ég
hefí kynnst. Þetta þekkist ekki fyr-
ir austan, í hinni svæsnu kaupfé-
lagspólitik sem sá ekkert annað en
framsóknarflokkinn, og vann hon-
um. En Adam var ekki lengi í para-
dís hér í Hólminum, samvinnan fyr-
ir sunnan mun hafa séð til þess að
sá góði og elskulegi drengur yrði
hér ekki mosavaxinn og er það saga
út af fyrir sig.
Það er ekki nema von að fram-
sóknarröddin hg.fi hátt í sölum höf-
uðborgarinnar, tali digurbarkalega,
svo vel stjórnuðu þeir SÍS á sinni
tíð, sællar minningar. Þar var ekki
haft hátt um skuldasöfnun.
Þvi miður fer lítið fyrir „sam-
vinnuhugsjóninni“ í dag. Því hafa
þeir blessaðir séð fyrir og þarf eng-
an að undra þegar litið er yfir svið-
ið. Nú er verið að streitást við að
koma á annarri „samvinnu" sem
fólgin er í að setja fyrir ágæta stjórn
Reykjavíkurborgar fótinn. Já, að
setja fótinn fyrir er aðall þessarar
raddar í dag. Öfundin hlýtur að
vera aflið sem undir kyndir. Nú er
klifað á skuldum, svo trúlegt sem
það nú er, en hvað sé á bak-við
þessar skuldir og hvernig þær eru
tryggðar, á það er forðast að minn-
ast.
Ég hef fylgst með samvinnufé-
Svar við fyrirspurn
Leifs Sveinssonar
Frá í MORGUNBLAÐINU 11.
febrúar sl. bar Leifur Sveinsson
fram þá fyrirspurn hvenær leg-
steinninn á leiði Muggs hafi verið
reistur.
Einar Torfason, fyrrverandi toll-
vörður frá Vestmannaeyjum, hafði
samband og sagði að Júlíana
Sveinsdóttir hafi komið með leg-
steininn frá Kaupmannahöfn sum-
arið 1936. Minnisvarðann gerði
danskur listmálari, Elof Riseby, og
leitaðist hann við að gera myndina
í anda Guðmundar og sem næst
svipbrigðum listar hans. Frásögn
og mynd af legsteininum er í Morg-
unblaðinu 6. september 1936 og
segir þar m.a.: „Legsteinninn er úr
steyptum steini. En á hann hefir
gefandinn sett mynd, fangamark
Guðmundar heitins og nafn hans í
gler-„mosaik“. Er „mosaik“-mynd-
in af fugli, sem mist hefir flugið
og er að sökkva í hafi. Hugmyndin
að mynd þessari er tekin úr teikn-
ingu Guðmundar, er hann gerði við
þulu frú Theodóru Thoroddsen,
„Fuglinn í fjörinni - hann heitir
Hvenær var legsteinninn
á leiði Muggs reistur?
Crt UUUhnutpx
Li«i »<: 'w kfll*A*i
iOKtUMt.
Nck>rv» Uvm tttít MUí.
Tii tr <**w trfná ■nö «u*
tirM. txa Vrtjt Stotwwm
fy.j- sKmúvumA
'•* ' Sio-Ax Cu#.
*« kywti gn* (tft)
»*k*w vKttbk.tr» ♦«-«,.
*<*?«*«*» *r. n 22 • l f i> »y«l LttlVS iViXxSSOív.
tr Xííxíu WaMw tf Kryl;«vk.
tr.t:M.-mvx# »« tf'tfr. rkú libl
már“ ... Svo vel hefír honum tekist
með legstein þennan, að allir sem
hann hafa sjeð, ljúka upp einum
munni um, að hann sje bæði sjer-
kennilegur og fallegur, að hann ein-
mitt sje sem skapaður á gröf Guð-
mundar."
VELVAKANDI
Veski tapaðist
SVART veski tapaðist í ná-
grenni við Svarta svaninn föstu-
dagskvöldið 4. febrúar sl. í því
voru m.a. dýrmæt skilríki. Upp-
lýsingar í síma 75566. Góð fund-
arlaun.
Föt í poka töpuðust
BUXUR og skór, glæný dren-
gjaföt, í plastpoka töpuðust fyr-
ir röskum hálfum mánuði í
strætisvagni, leið 8, eða í bið-
skýlinu við Hlemm. Hafi einhver
fundið fötin er hann vinsamlega
beðinn að hringja 686020.
Skór fannst
HVÍTUR kvenleikfimiskór,
fjólublár að innan, með litlu
blómi á hliðinni, fannst á bíla-
plani fyrir framan Breiðholts-
kirkju sl. miðvikudag. Upplýs-
ingar í síma 71722.
GÆLUDÝR
Tanja er týnd
TANJA er lítil svört læða með
bleika ól og hún hvarf frá Karla-
götu sl. þriðjudagskvöld. Væruð
þið, nágrannar, til í að athuga
skúra og kjallara? Upplýsingar
í síma 12713 eða 92-46713.
Læða í heimilisleit
BRÖNDÓTT átta mánaða læða
óskar eftir góðu heimili. Upplýs-
ingar í síma 73834.
lögunum um allt land sem áttu svo
auðveldlega að leysa allan vanda
og leiða landsmenn inn í fyrirheitna
landið. Ef til vill var það þeirra
ógæfa að binda trúss við Framsókn-
arflokkinn, enda uppskeran eftir
því. Reykjavík hefir borið gæfu til
þess gegnum árin að hafa farsæla
forystu og það hefir hún enn og
þar þarf ekkert að fela. En hvernig
er svo samviska þeirra sem reyna
að setja fótinn fyrir en koma ekki
með neitt bitastætt. Markús Örn
hefir þegar sýnt að hann er til for-
ystu fallinn og þeir sem vilja borg-
inni vel, óska honum og Reykjavík
allrar blessunar. Og þótt framsókn
líki það illa, þá er forystan góð.
ARNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Pennavinir
SAUTJÁN ára fínnskur piltur sem
safnar frímerkjum vill eignast ís-
lenska pennavini:
Mika Pohjanen,
Ponkalantie 4,
95450 Tornio,
Finland.
EINHLEYP 24 ára Ghanastúlka
með áhuga á ferðalögum, ljósmynd-
un, matargerð:
Abigal Kobbinah,
P.O. Box 1167,
Oguaa,
Ghana.
SAUTJÁN ára ísraelskur piltur með
áhuga á íslandi:
Michal Ozias,
105 Derech Áco St.,
Kiryat Motzkin,
26373 Israel.
TVÍTUG fínnsk stúlka með áhuga
á kvikmyndum, ferðalögum, bréfa-
skriftum, ljósmyndun og íþróttum:
Kirsi Tolvanen,
Kuohutie 2 F 47,
80160 Joensuu,
Finland.
FERTUGUR íslenskur karlmaður
búsettur í Svíþjóð:
Jón Karlsson,
PL 1172,
38294 Mybo,
Sverige.
LEIÐRÉTTING
Nafnabrengl
Aðastandendur auglýsinga fyrir
breyttri staðsetningu Hæstaréttar-
húss sendu Morgunblaðinu í gær
eftirfarandi leiðréttingu:
„Síðastliðinn sunnudag birtist
auglýsing í Mbl. þar sem 156 ein-
staklingar skora á stjórnvöld að
endurskoða staðsetningu fyrirhug-
aðs Hæstaréttarhúss. Þau leiðu
mistök áttu sér stað við vinnslu
auglýsingarinnar að nafn brenglað-
ist þannig að í henni birtist nafn
Þórsteins Gunnarssonar leikara í
stað Þorsteins Guðmundssonar leik-
ara. Þetta leiðréttist hér með og
eru þeir nafnar innilega beðnir vel-
virðingar á þessari misritun."
Vinningstölur
laugardaginn
FJOLDl
VINNINGSHAFA
UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGSHAFA
1.
2.
2.320.762
100.598
106
6.548
4.
3.143
515
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.035.887 kr.
HRADLESTRARNÁMSKEIÐ
Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum?
Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra
spurninga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar-
námskeið sem hefst fimmtudaginn 24. febrúar nk.
Skráning í símum 642100 og 641091.
TÍSKUVERSLUN
KRINGLUNNI • SÍMI 33300
ára afmœlistilboð
‘TótvuskóCi ístands er um þessar mundir 5 ára
o£ Býður af því tiCefni einstaC^t afnuefístiC6oð:
Skrifstofutækninám
med 20% afslætti
• Bókfærsla
• Ritvinnsla, Word fyrir Windows
'j? 5^ t' • Tölvubókhald
• Tölvureiknir, Excel
1, . Á™ J • Verslunarreikningur
jjjp • Gagnagrunnur
• Tollskýrslugerð
• Windows og stýrikerfi
....aðeins
kr. 3990 á mánuði
Tölvuskóli íslands
Sími 67 14 66 • opið til kl. 22
Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði