Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 52
'símGmmASmBRÉFN69lm, 'pósthólf^Íow^/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Ráðherra opnar
Y estfj arðagöng
Isafirði.
VESTFJARÐAGÖNG opnast til Súgandafjarðar á morgun fef ekkert
óvænt hendir. Fimm sentímetra víð hola var boruð á milli á sunnudag-
inn til að kanna hvort mælingar stæðust. Þá voru eftir 37,5 metrar
eins og mælingar gáfu til kynna og keppast nú bormennirnir við
að hafa allt tilbúið fyrir Halldór Blöndai samgönguráðherra sem
mun sprengja síðasta haftið um hádegisbil á morgun, miðvikudag.
Komnir í g'eg'n Morgunblaðið/Úlfar
STÓRA stundin runnin upp. Borinn kominn í gegn. Mikael Myhre
og Steindór Óli Ólason, starfsmenn Vesturíss, undirbúa að mæla
þykktina á haftinu sem skilur göngin að.
Nú er mikill snjór í gangaopinu
að vestanverðu en þar á eftir að
byggja forskála. Að öðru leyti er
vegurinn frá göngunum að núver-
andi vegi að mestu snjólaus.
Mikil vinna er nú eftir við styrk-
ingar, lagna- og vegagerð en vonast
er til að hægt verði að hleypa
einhverri umferð þarna um á
næsta vetri. Eftir nokkra daga
verður haldið áfram með borun í
Breiðadalslegg þar sem vatnsæð-
in opnaðist í fyrra en þaðan eru
ógrafnir um þrír kílómetrar.
- Úlfar.
Árleg hátíð hljómplötuútgefenda í Bretlandi
Björk hlaut tvenn
helstu verðlaunin
Frá Árna Matthíassyni, fréttamanni Morgunblaðsins í London.
UM 3.000 manns, rjóminn af breska tónlistar-
heiminum, fylgdust með þegar Björk Guðmunds-
dóttir hlaut tvenn verðlaun á Brit-hátíðinni svo-
nefndu. Hátíð þessa halda hljómplötuútgefendur
í Bretlandi ár hvert. Hún fékk verðlaun sem
besti alþjóðlegi nýliðinn og sem besta alþjóðlega
söngkonan og voru það tvenn af helstu verðlaun-
um þessarar hátíðar.
Björk Guðmundsdóttir, sem var tilnefnd til tvennra
verðlauna, var greinilega taugaóstyrk áður en hátíð-
in bytjaði. Þegar verðlaunin fyrir besta alþjóðlega
nýliðann voru tilkynnt mátti sjá að töluvert kom á
Björk því hún kafroðnaði og óskaði þess greinilega
að hún væri annars staðar í smástund. Hún varð
þó að taka því að fara upp á svið í sviðsljósi kvik-
myndavéla og taka við verðlaununum. Þegar þangað
var komið var hún greinilega búin að jafna sig eft-
ir mestu geðshræringuna og þakkaði Bretlandi sér-
staklega fyrir góðar móttökur og síðan öllum þeim
sem hefðu unnið með henni að gerð plötunnar Debut.
Hún var rétt komin í sætið sitt og búin að' skála
í kampavíni við móður sína, Hildi, útgefanda sinn,
Derek Birkett, Dom T., sambýlismann sinn, og fleiri
viðstadda þegar lesið var upp að hún hefði hlotið
verðlaun sem besta alþjóðlega söngkonan og þar
með slegið við söngkonunum Tinu Turner, Mariah
Carey og Janet Jackson. Þegar hér var komið sögu
gat Björk fátt annað gert en haldið fyrir andlit sér
þar sem hún gekk upp að sviðinu, undir lófataki v Stuttu eftir þetta tróð Björk upp með bresku söng-
viðstaddra og húrrahrópum og tók í annað sinn við konunni PJ Harvey. Hátíðinni verður sjónvarpað í
silfurstyttunni sem er Brit-verðlaunin. Að þessu sinni kvöld í Bretlandi og búist er við að um tíu millj.
gat hún fátt annað sagt en stutt takk fyrir. manna horfi á.
Björk Guðmundsdóttir
Þorsteinn sagði að ástand loðnu-
stofnsins væri gott og þar sem loðna
sé aðalfæða þorsksins þá hafi þetta
haft þau áhrif að þorskur hefur
safnast saman á ýmsum miðum og
orðið auðveiðanlegri en oft áður.
Athugun á aldursdreifingu þorsks
í afla togara á Vestfjarðamiðum í
september-desember í vetur sýndi
að a.m.k. 70% aflans væru fjögurra
ára fiskur og yngri. Öll aukning í
veiðiheimildum um þessar mundir
myndi koma okkur í koll síðar og
nauðsynlegt væri að byggja þorsk-
stofninn upp. „Ekkert gæti komið
Vestfirðingum verr en ef stjórn-
málamenn létu undan tímabundn-
um þrýstingi, því þá fyrst mundi
byggðin á Vestfjörðum hrynja ef
við tækjum óábyrgar ákvarðanir af
þessu tagi,“ sagði hann.
Jóna Valgerður sagði að ástand
veiðistofnsins væri betra en sjó-
menn hefðu þorað að vona og
greinileg aukning hefði orðið á fisk-
gengd allt í kringum landið. Því
væri fullkomlega réttlætanlegt að
úthluta meiri veiðiheimildum á
botnfiski og sagðist taka undir til-
lögu Einars K. Guðfinnssonar,
Sjálfstæðisflokki, í blaðagrein að
auka mætti þorskkvóta í allt að 205
þúsund tonn.
Ágreiningur innan flokka
Kristín Astgeirsdóttir, flokks-
systir Jónu Valgerðar, var á ann-
arri skoðun og varaði eindregið við
að þorskkvóti yrði aukinn. Sama
sinnis var Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, Framsóknarflokki, sem
sagði þorskstofninn nú í lágmarki
en flokksbróðir hans Olafur Þ. Þórð-
arson. sagði að umhyggjan fyrir
þorskinum mætti aldrei verða meiri
en umhyggjan fyrir fólkinu í land-
inu.
Loðnan kom frá Þorlákshöfn úr
Faxa og Gullborgu en ekki fengust
upplýsingar um hversu mikið hefði
verið keyrt til Reykjavíkur. Að sögn
Teits Stefánssonar veiddust rúm-
lega 20 þúsund tonn yfir helgina
og er gert ráð fyrir rúmlega 12
þúsund tonnum til löndunar til við-
bótar. Þrír bátar lönduðu í Færeyj-
um; Guðmundur, Grindvíkingur og
Hólmaborg og voru samtals með
um 3.500 tonn, samkvæmt upplýs-
ingum Þórðar Jónssonar rekstrar-
stjóra SR-mjöls á Siglufirði.
Teitur Stefánsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra fiskimjöls-
framleiðenda segir að verið sé að
frysta um allt land þótt mest fari
í bræðslu, loðnuveiði hafi verið
ágæt um helgina og raunar síðustu
daga og ástæða sé til bjartsýni
með framhaldið.
V
Allir dóm-
arar van-
hæfir og
víkja sæti
ALLIR dómarar við Héraðsdóm
Reykjavíkur, 21 talsins, hafa vikið
sæti í máli Geirs Waage, formanns
Prestafélags Islands, gegn ríkinu.
Málinu hefur nú verið vísað til
dómsmálaráðuneytisins, með ósk
um að það skipi setudómara í því.
Dómsmálaráðherra segir að það
verði gert á næstu dögum.
Málið höfðaði Geir Waage til að
fá sér dæmdar þær launabætur sem
Kjaradómur úrskurðaði prestum
sumarið 1992 en voru síðar afnumd-
ar með bráðabirgðalögum. Kjara-
dómur úrskurðaði þá einnig um laun
opinberra starfsmanna, þar á meðal
dómara, og vinni Geir málið ættu
dómarar rétt á kjarabótum til sam-
ræmis við presta. Á þeim forsendum
eru héraðsdómararnir vanhæfir til
að fara með málið.
Ekki er gert ráð fyrir að unnt sé
að skipa setudómara nema allir starf-
andi héraðsdómarar við héraðsdóm
hafi áður úrskurðað sig vanhæfa.
Dómari á næstu dögum
Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið i gær, að lög stæðu til þess
að hann skipaði setudómara og það
myndi hann gera á næstu dögum.
„Sá dómari verður löglærður maður
sem starfar ekki við dómstóla. Hann
verður, eins og aðrir dómarar, óháð-
ur framkvæmdavaldinu og sjálfstæð-
ur í starfi sínu,“ sagði ráðherra.
Sjávarútvegsráðherra hafnar hugmyndum um aukmngu aflaheimilda
Abyrgðarleysi að láta iind-
an tímabimdnum þiýstingi
ÞORSTEINN Pálsson vísaði öllum hugmyndum um aukmngu afla-
heimilda algerlega á bug á Alþingi í gær í svari sínu við fyrirspurn
frá Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, Kvennalista, og sagði Þorsteinn
að stjórnmálamenn mættu ekki láta undan tímabundnum þrýstingi.
„Ekkert hefur komið fram sem breytir þeim forsendum sem lagðar
voru til grundvallar ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í maímánuði í
fyrra og ákvörðunum sljórnvalda. Sem betur fer reyndist klakmæl-
ingin síðastliðið haust betri en áður og gefur góða von en þorskur-
inn er ekki svo bráðþroska að það gefi tilefni til þesg, að auka afla-
heimildir nú. Það væri ábyrgðarleysi," sagði sjávarútvegsráðherra.
200 manns fá vinnu
við loðnufrystingu
ÁGÆTIS loðnuveiði var á miðunum um helgina og segir Teitur
Stefánsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleið-
enda að menn séu bjartsýnir á framhaldið. Byijað var að vinna
loðnu í Reykjavík í gær og að sögn Teits fengu um 200 manns
af atvinnuleysiskrá vinnu við loðnufrystingu í kjölfarið.