Morgunblaðið - 23.02.1994, Side 26

Morgunblaðið - 23.02.1994, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Bætum ímynd bæjarins eftir Kristján Guðmundsson Saga byggðar í Kópavogi er sérstæð. Fyrir ótrúlega skömmum tíma voru hér aðeins örfá bænda- býli og þau heldur rýr. í ársbyijun 1948 verður Kópavogur sjálfstætt sveitarfélag og kaupstaður 1955. Byggðin þenst út — fjölgunin er ótrúleg — það myndast borgarsam- félag við hlið sérstakrar sumarbú- staðabyggðar. En strax í upphafi kaupstaðaráranna eflist hér sam- kennd, félagasamtök dafna — sam- hjálpin er sterk og menningarþætt- ir blómstra. Að leggja grannanum lið verður lagboði margra og til forystu velj- ast stæltir fulltrúar sem missa aldrei sjónar á mannræktinni. Landsfræg samtök hér í bæ, Sunnuhlíðarsamtökin, eru afrakst- ur þessarar lífsafstöðu samvinnu og samhjálpar. Þau lyftu Grettis- taki og hlutu almenna aðdáun landsmanna. Nú um stundir finnst mér við hafa villst af íeið. Kópavogur er ekki sami eftirsótti bærinn — hvar er stoltið? Fyrst öldrunarþjónustan er nefnd — Hvað veldur því t.d. að ekki er leitað til Sunnuhlíðarsam- takanna um uppbyggingu öldrun- arþjónustu í Kópavogsdal? Þess í stað er einum utanaðkomandi byggingarmeistara falið það verk- efni að byggja íbúðirnar og ráð- stafa þeim. Því miður er Kópavogurinn ekki eins eftirsóttur tii búsetu nú og var um árabil. í mörgum grann- sveitum okkar hefur Ijölgað mun meir á yfirstandandi kjörtímabili. Hafnarfjörður siglir t.d. hraðbyri fram úr okkur, helmingi meiri fjölgun á sl. ári — 680 þar í stað 340 hér. Forysta okkar í mörgum menningar- og mannræktarmálum hefur minnkað. Leikskólinn fær ekki sömu um- hyggju, aldrei í sögu bæjarins hef- ur fyrr verið boðið upp á slíka skólaþjónustu og nú. Böm selflutt milli dala úr Kópavogsdal í Foss- vogsdal. Og í allri mammons- græðginni var bæjarlistamannin- um úthýst þótt nú eigi að reyna á nýjan leik að bjóða hann velkom- inn. Það er e.t.v. einkenni þessa tímabils — það hefur verið lokað á svo marga. Ég var svo lánsamur að fá tæki- færi til að taka nokkum þátt í þessari bæjaruppbyggingu á árun- um 1970-1990, undir forystu allra stjórnmálaflokkanna, mislengi. Ég sakna bæjarstoltsins sem þá var, samkenndarinnar og öflugrar mannræktar. Ég vil nú leggja mitt af mörkum á nýjan leik. Stolt mitt sem Kópavogsþúa er sært. Mögu- leikar hér eru fima miklir. Við erum landmeiri og landbetri en flestir grannanna. Við verðum að gæta þess vel að láta ekki stund- argræðgi ríða við einteyming. Nú geta allir — án tillits til getu — rokið til og fengið lóðir — byggt og braskað, íbúabyggðin mótuð að * Afram Hafn- arfjörður Kristján Guðmundsson „Nú um stundir finnst mér við hafa villst af leið. Kópavogur er ekki sami eftirsótti bærinn — hvar er sto!tið?“ þeirra vild og atvinnusvæðum út- hýst. Stoltinu um eflingu atvinnu- tækifæra í bænum er ýtt til hliðar. Er svefnbæjarhugtakið á næsta leiti? Ekki ætla ég núverandi ráða- mönnum annað en þeim gangi gott eitt til en við erum mismun- andi lánsöm og lífssýn okkar er misjöfn. Ég hvet Kópavogsbúa til að hugleiða hvert þeir vilja stefna í þróun bæjarfélagsins okkar. Mitt svar er maðurinn í öndvegi. Höfundur er fyrrum bæjarsljóri í Kópavogi og tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi. eftir Sigþór Ara Sigþórsson Með reynslusveitarfélagi er átt við að sveitarfélag fái til sín mála- flokk frá ríkinu til umráða ásamt íjárveitingu til reynslu. Hafnaríjörður er eitt þeirra sveit- arfélaga sem kemur vel til greina að gerast reynslusveitarfélag m.a vegna stærðar sinnar og hér eru margir málaflokkar í höndum ríkis- ins sem myndu henta vel í höndum sveitarfélags. Meðal verkefna sem bærinn gæti fengið eru heilsugæslan, öldrunar- mál, St. Jósepsspítali, framhalds- skólar, skipulags- og byggingarmál og svo mætti lengi telja. Ahuga- verðasta verkefnið og jafnframt eitt það mikilvægasta er flutningur framhaldsskólanna Flensborgar- skóla, Iðnskóla og Fiskvinnsluskóla. En með því yrði stjórnun þessara skóla í höndum sveitarstjórnar- manna í Hafnarfirði. Fiskvinnsluskólinn er einn þeirra skóla sem verið hafa í mikilli lægð á undanförnum árum í höndum rík- isins en með flutningnum opnast nýir möguleikar fyrir sveitarstjórn- armenn í nánum tengslum við sjáv- arútveginn í Hafnarfirði og jafnvel aðra framhaldsskóla að taka á hans málum. Við Hafnfirðingar höfum horft á nemendur svo hundruðum skiptir sækja framhaldsskólanám til næsta nágrannasveitarfélags, þ.e Fjölbrautaskólans í Garðabæ, á Við viljum Helga í bæjarstjóm eftir Katrínu Hrafnsdóttur Helgi Jóhann Hauksson mun gefa kost á sér til prófkjörs í Kópa- vogi sem verður haldið 26. og 27. febrúar næstkomandi. Fyrir hönd stuðningsmanna hans vil ég kynna hér nýjan talsmann „mannvænn- ar“ umhverfisstefnu í anda jafnað- arstefnunnar. Helgi Jóhann er fæddur í Hafn- arfirði árið 1956 og ólst þar upp. Hann er kvæntur Aðalheiði Einars- dóttur húsmóður og eiga þau fjög- ur böm. Málefni Alþýðuflokksins eru Helga í blóð borin en faðir hans, Haukur Helgason skólastjóri í Hafnarfírði, er fyrrum þinglóðs Alþýðuflokksins og Kristín H, Tryggvadóttir, skólastjóri í Reykjavík, móðir Helga, er fyrrum varaþingmaður Alþýðuflokksins. KRIPALUJOGA Jóga er líkamleg og andleg iðkun. Nómskeið fyrir byrjendur hefjast í byrjun mars. Kennd- ar verða teygjur, öndunaræfingar og slökun. Kennari: Áslaug Höskuldsdóttir. Kynning verð- ur laugardaginn 26. febr. kJ. 14. Verið velkomin Jógastððin Heimsljós Skeifunni 19,2.hæð,s. 679181 (kl. 17-19). „ Að fenginni reynslu vitum við að Helgi mun vinna að sínum baráttu- málum af fullri einurð óg heilindum, því hann er rökfastur og mjög fylginn sér.“ Systir Helga, Unnur A. Hauksdótt- ir, er einnig fyrrum varaþingmaður Alþýðuflokksins en afi þeirra systkina, Helgi Hannesson, var lengi bæjarstjóri Hafnarfjarðar og forseti ASÍ. Að loknu stúdentsprófi stundaði Helgi nám í 'verkfræði 1976-78 og seinna nám til kennsluréttinda 1988-90. Hann hefur starfað sem kennari og skólastjóri í 12 ár. Sam- hliða námi og kennslu hefur Helgi starfað við ljósmyndun, blaða- mennsku og við útgáfumál. Hann rekur nú útgáfuþjónustuna „Leik- ur að ljósi“ í Hamraborg 12 í Kópa- vogi. Sem fjögurra bama faðir og skólamaður hefur áhugi Helga vaknað á umhverfis- og skipulags- málum og hefur hann kynnt sér þau mál vel og beitt sér fyrir endur- bótum á þeim sviðum. Helga hefur sviðið sárt að sjá hve illa hefur verið hugsað um hinn mannlega Ný lækningastof a Hef opnaó lækningastofu í Læknasetrinu sf., Þönglabakka ó. Viðtalsbeiðnum veitt viðtaka í síma 677700 alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-18. Már Krisljánsson Sérgrein.- Lyflækningar og smitsjúkdómar. þátt og þá sérstaklega öryggi barna í skipulagi nýbyggðra hverfa í Kópavogi. Vegna áhuga síns og afskipta af þessum málum hefur hann smám saman mótað með sér hugmyndir um það sem hann vill kalla „mannvænt umhverfí“. Kjarninn í þessum hugmyndum er að umhverfið sé þroskandi jarðveg- ur fyrir vaxandi kynslóð og öruggt skjól fyrir þá sem minna mega sín, umhverfi sem laðar börn frá fyrstu bernsku til útivistar í heimagörðum og sameiginlegum útivistarsvæð- um í öruggu skjóli frá umferð. Fátt er hollara börnum en mikil útivist og hreyfing. Ýmsir þeir sem best til þekkja hafa vaxandi áhyggjur af atgervi bama þar sem myndbönd og tölvuleikir koma stöðugt meira í stað útivistar. Það er álit Helga að þessi þróun sé ekki síst að kenna þeim umhverfis- aðstæðum sem við höfum skapað og telur að við þessari þróun þurfi að bregðast með mannvænu skipu- lagi sem mætir grundvallarþörf barna og fullorðinna fyrir leiki og útivist við dyrnar heima. Helgi hefur einnig þá skoðun að taka þurfi nýja stefnu í skóla- málum, m.a. að bafa skólana litla, fleiri og nær hverju heimili en áð- ur, sem hluta af þeirri heild sem hvert lítið hverfi er. Helgi telur einnig nauðsynlegt að setja á stofn þróunarmiðstöð atvinnulífs í hverju bæjarfélagi til að skapa jarðveg fyrir nýsköpun og uppgötvanir. Mæðraleikfimi/Foreldrafræðsla i tilefni af 40 ára afmæli foreldrafræðslu á islandi, gefum við 40% afslátt af næstu námskeiðum, sem hald- in verða á gamla góða staðnum í Ingólfsstræti. Allir velkomnir, en einstæðar mæður sérstaklega velkomnar. Aðalleiðbeinandi Hulda Jensdóttir, Ijósmóðir. Upplýsingar í síma 12136/23141. Helgi Jóhann Hauksson Að fenginni reynslu vitum við að Helgi mun vinna að sínum bar- áttumálum af fullri einurð og heil- indum, því hann er rökfastur og mjög fylginn sér. Því skorum við á alla Kópavogsbúa að greiða at- kvæði í opnu prófkjöri Alþýðu- flokksins nú um helgina og setja Helga í 2. sæti. Höfundur er kennari. Sigþór Ari Sigþórsson „Þar mætti bæta ýmis- legt, t.d er óþarfi að teikningar af mann- virkjum sem falla aug- ljóslega undir settar reglugerðir fari fyrir byggingarnefnd. Með þessu mætti flýta fyrir og spara tíma flestra sem koma að þeim mál- um ekki síst hjá hinum almenna húsbyggjanda í Hafnarfirði.“ sama tíma og nemendum hefur fækkað svipað í Flensborgarskóla. Skólarnir tveir eiga að vera fyllilega samanburðarhæfír og vekur þessi þróun furðu. Þetta gerir það að verkum að nemendafjöldi í Flens- borgarskóla er ekki nægur til þess að fá fjárveitingar til að halda uppi viðunandi námskeiðafjölda. Með flutningi opnast sá möguleiki að snúa vörn í sókn, þ.e. hafnfirskir nemendur sem ætla í nám í sam- bærilegum skólum sæki í Flens- borgarskóla. Iðnskólinn í Hafnarfirði er ört vaxandi skóli þrátt fýrir að enn sæki menn sama nám til Reykjavík- ur. Þar mætti m.a fjölga kennslu- sviðum. Auk ofangreindra atriða varð- andi framhaldskólana opnast sá möguleiki að afnema skólagjöld í þessum skólum þar sem það á við enda andstætt stefnu jafnaðar- manna. ' Annar möguleiki er flutningur bygginga- og skipulagsmála. Þar mætti bæta ýmslegt t.d er óþarfi að teikningar af mannvirkjum sem falla augljóslega undir settar reglu- gerðir fari fyrir byggingarnefnd. Með þessu mætti flýta fyrir og spara tíma flestra sem koma að þeim málum ekki síst hjá hinum almenna húsbygéjanda í Hafnar- firði. í dag líður alltof langur tími frá því að teikningum er skilað inn fram að staðfestingu bæjarstjórnar. Byggingarnefndin virkar þá sem afrýjunardómstóll í málefnum hús- byggjenda og hefði því mun meiri tíma til að skoða vandlega þau vafa- mál sem upp kunna að koma. Hafnfirðingar geta að sjálfsögðu valið að taka við öðrum málaflokk- um frá ríkinu og jafnvel fleiri í einul En framhaldskóla- og byggingar- mál eru tvímælalaust að mínu mati áhugaverðustu og jafnframt brýn- ustu málaflokkarnir þar sem úrbóta er þörf í Hafnarfirði. Höfundur er verkfræðingur og stcfnirá 6. sætið í prófkjöri Aiþýðuflokksins í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.