Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
eftir Guðmund Guðjónsson
Aárunum 1966-71 vann ég
sem rútubflstjóri og leið-
sögumaður. Þá var allur
annar bragur á veitinga-
og gistihúsum en nú er. Aðalkjöt-
máltíðin sem ferðamanninum var
boðin var „schnitzel", en soðinn lax
var veislumaturinn. Oftar þurfti
að sinna viðgerðum á bílum en nú,
enda vegakerfið þá á allt öðru
plani. Ryk á þurrviðrisdögum og
holur í vætutíð voru höfuðvanda-
málin,“ segir Kjartan um fyrstu
árin.
Þegar Kjartan útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá HÍ fór hann
ekki strax til starfa hjá FR, sem
síðar varð FÍ. Hann var fyrst ráð-
inn í sérverkefni á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Hann segir að kalla
megi viðfangsefnið „ferðamála-
rannsóknir" og/stóð það yfir í hálft
vœsnpnfflviNNuur
ÁSUNNUDEGI
► Kjartan Lárusson var forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins
á árunum 1976-88 en síðasta árið var fyrirtækinu breytt í
einkafyrirtæki. Fékk það nafnið Ferðaskrifstofa íslands.
(FÍ) Engin breyting varð hins vegar á titli Kjartans, sem
hélt áfram sem forstjóri til þessa dags. Viðvera hans í ferða-
málum er því orðin löng, ekki síst er við er bætt, að fyrstu
afskipti hans á því sviði tengdust Surtseyjargosinu 1963
og hófust síðan alfarið, á ýmsum sviðum, árið 1967. Hann
segir að það hafi verið fyrir einskæra slysni að hann „datt
inn í“ ferðamálin, fyrst var hann fulltrúi ferðaskrifstofunn-
ar Lönd og leiðir um borð í flugvélum sem fóru með ferða-
menn í útsýnisflug yfir Surtsey. Síðar var hann rútubíl-
stjóri, síðan leiðsögumaður, þá vann hann hin og þessi störf
í ferðaþjónustu og loks situr hann í forstjórastólnum.
annað ár og hafði hann aðselur í
samgönguráðuneytinu. „Þetta var
ánægjulegur og lærdómsríkur tími,
enda fór ég í góðar fræðsluferðir
bæði til Evrópu og Bandaríkjanna
auk þess að vinna með mjög hæfum
ráðgjöfum og sérfræðingum sem
valdir voru af Sameinuðu þjóðun-
um úr stórum hópi. Niðurstaðan
var mikil og góð skýrsla sem lokið
var við árið 1973. Sú skýrsla var
e.t.v. 20 árum á undan íslenskri
samtíð. Af skýrslunni er það að
segja, að henni var stungið undir
stól eins og fjölmörgum öðrum
bæði fyrr og síðar. Margt af því
góða sem bryddað hefur verið upp
á í ferðamálum hérlendis allra síð-
ustu árin er eins og unnið beint
upp úr skýrslunni þótt ekki hafi
hún verið höfð til hliðsjónar,“ segir
Kjartan.
Hið mikla návígi...
Það virðist hæfa vel að biðja
Kjartan á þessu stigi að gera út-
tekt á stöðu ferðaþjónustunnar
sem kölluð hefur verið helsti vaxt-
arbroddurinn í íslensku atvinnulífi
og er orðinn sú atvinnugrein sem
aflar þjóðarbúinu næst mestu
gjaldeyristeknanna þrátt fyrir |
margs konar erfiðleika. Kjartan
segir: „Það hefur margt breyst síð-
ustu tuttugu árin eða svo. Flestir
hefðbundnir þjónustuþættir hafa
tekið miklum framförum og marg-
ir hafa bæst við. Allt er það af |
hinu góða þótt að í sumum tilvikum
hafi nokkrir veigamiklir þættir sem
snúa að heildarskipulaginu verið
útundan, þættir sem snúa að
menntun og þekkingu. Þetta er enn
ung atvinnugrein, hún er enn að
mótast og menn eru enn að læra.
Eitt er þó það sem íslendingar
verða að gæta sín á í þessum efn-
um og ég hef nokkrar áhyggjur
af því. Það er hvernig menn hlaupa
ætíð fram úr hver öðrum. Þetta
er íslenskt einkenni, menn fá grillu
um hvað sé mál málanna í það og
það skiptið og þá ætla menn að
græða milijón á einni nóttu. En
það er eitt að byggja eitthvað upp ,
pg annað að rækta það. Það sem
íslendingar hafa ekki ræktað sem
skyldi er þjónustulundin og þolin-
mæðin. Ef til vill er það þetta mikla
návígi, þetta litla samfélag, sem
veldur því að við erum ruðnings- (
fólk. Við ryðjumst áfram og ýtum
frá okkur. Þessi eiginleiki er reynd-
ar kannski ástæðan fyrir því að
þessi þjóð býr hér enn. En kapp
er alltaf best með forsjá. Tíma-
bært er að skoða vandlega upp-
byggingu ferðaþjónustunnar. Flýta
sér hægt, því engri einni kynslóð
er ætlað að leysa öll mál eða reyna
alla hluti.
Það gæti reynst okkur örðugt
að breyta með þessum hætti, því
þetta atferli ber keim af vissum
ótta. Rétt eins og í veiðimannaþjóð-
félögum ríður á að afla sem mest
á sem skemmstum tíma. Undir býr
ótti við að missa af öllu saman.
Tónninn er gefinn t.d. í loðnu- og
síldveiðum. Þegar allt er í gangi,
þá eru engin takmörk. Unnið allan
sólarhringinn, mokað upp físki og
verkaður þar til yfir lýkur. Enginn
millivegur. Við erum kannski að
tala um að breyta eðli íslendings-
ins.
Ef við höldum okkur við stöðu
þessara mála í dag, þá verður að
segjast eins og er, að allt of oft
er máluð glansmynd þegar ferða-
málin eru annars vegar. Sérstak-
lega hafa forráðamenn þjóðarinnar
orðið til þess að kalla ferðaþjón-
ustuna ljósið í myrkrinu og björt-
ustu von framtíðarinnar. Það er
allt saman ágætt, en staðreyndin
er, að það starfsumhverfi sem
greininni hefur verið sett er þann-
ig, að nær væri að tala um ljó-
stýru. í gamla daga var tæknilega
einfalt að breyta týru í skært ljós.
Svo lengi sem einhver olía var á
kútnum, en í dag er um hátækni-
legt, flókið mál að ræða. Tímabært
er, og nauðsynlegt, að helstu
burðarásarnir þrír í ferðaþjónustu,
ferðaskrifstofurnar, hótelin og
flugfélögin, finni leið til þess að
byggja upp einhveija festu í rekstri
sínum þegar til lengri tíma er litið.
Þótt ég hafi talað um flókið mál,
þá fer það í raun eftir því hvaða
hagstjórnartækjum er beitt. Að
nota til dæmis gengisskráningu
sem hagstjórnartæki hefur bæði
kosti og galla gagnvart gjaldeyris-
skapandi atvinnugreinum eins og
t.d. ferðaþjónustu. Til þessa dags
hefur það þó skapast af þörf
sjávarútvegsins hvernig hún er
notuð. Það er alls ekki tryggt að
þarfir hinna ýmsu greina geti farið
saman í þessum efnum og þannig
er það með sjávarútveginn og
ferðaþjónustuna."
Hlutverk gengisskráningar
Kjartan er ekki búinn: „Áður
hentaði það sjávarútveginum að
fella gengið, en nú íþyngir slíkt
honum, enda hefur genginu verið
haldið stöðugu síðustu 4-5 árin.
Við líðum fyrir stöðuna í þessum
málum eins og hún er. íslenskur
iðnaður á mjög í vök að veijast