Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 15
15
Skilaboð til forsetans?
r
En var skilaboðum komið til for-
seta íslands? „Maður heyrði eitthvað
niðri í þingi að menn voru famir að
velta þessu upp. Ég held að það
hafi ekki verið gert með neinum
formlegum hætti. Ég held að það
hafí ekki verið neinar þreifingar
formlega milli manna. Ýmsir lýstu
undrun sinni á því ef þetta væri
hægt, en aðrir töldu að þetta væri
rétt. Þetta voru svona vangaveltur
eftir að Ólafur flutti þennan boð-
skap,“ segir Steingrímur.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins segir að stjómarskrár-
breytingin þýði náttúrulega að hug-
myndir manna um þingrofsvaldið
sem byggðar eru á liðinni reynslu
þarfnist endurskoðunar. „í reynd er
breytingin fyrst og fremst sú að ef
þingið situr áfram eftir ákvörðun um
kosningar þá getur hæglega mynd-
ast nýr þingmeirihluti sem getur
komið fram vantrausti og haft í hendi
sér að mynda þingræðislega stjórn,
minnihlutastjóm, eftir atvikum
meirihlutastjóm. Síðan vaknar
spurningin: Ef meirihluti þings hefur
í aðdraganda slíkra atburða komið
þeim boðum til forseta lýðveldisins
að nýr meirihluti sé myndaður, verð-
ur þá þingrofsvaldi forsætisráðherra
fram komið?“ Jón Baldvin segir ekki
á sínu færi endanlega að kveða upp
úr með það. Sér þætti ekki óeðlilegt
að forseti kannaði áður en hann
skrifaði undir þingrofsúrskurð hvort
starfhæfur meirihluti væri á þinginu.
Við stjómarmyndun að loknum kosn-
ingum kanni forseti hvað búi að baki
yfirlýsingum flokksformanna um
stjómarmyndunaráform. „Er eitt-
hvað sem segir að það gerist ekki
líka á kjörtímabili?" Jón Baldvin er
spurður hvort þá sé ekki lítið eftir
af þingrofsvaldi forsætisráðherra?
„Það vakti á sínum tíma undrun
sumra stjómmálamanna að ekki
hefði verið samið um beitingu þin-
grofsvaldsins við myndun þessarar
ríkisstjórnar eins og ótal fordæmi
eru fyrir í samsteypustjómum. Að
því er mig varðar hef ég það eitt að
segja að ég ber mikla virðingu fyrir
embætti forsætisráðherra og tel að
það eigi að vera valdamikið. Persónu-
lega gekk ég ekki eftir því að fá
neitt slíkt samkomulag en mér var
náttúrulega fullkunnugt um þessar
breytingar."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kvennalista segir þingrofsheimildina
afskaplega vandmeðfarna þó það sé
kannski ekkert við því að segja að
það sé rofið þing þegar samstarfs-
flokkar í ríkistjóm sem styðst við
meirihluta Alþingis eru sammála um
það. „En það hefði getað legið fyrir
núna í þeim umræðum sem verið
hafa um að það væri hugsanlega
verið að stíla upp á þingrof að flokk-
amir sem eru í stjómarandstöðu
veittu Alþýðuflokknum hlutleysi.
Þeir hefðu getað tilkynnt Alþýðu-
flokknum það. Eða þá að Alþýðu-
flokkur og aðrir hefðu veitt Fram-
sókn hlutleysi. Auðvitað hefðu menn
getað verið búnir að tala saman um
slíka hluti og verið búnir að koma
því á framfæri við forseta eins og
Ólafur benti á í sínu erindi. Þá finnst
mér alls ekki sjálfgefið og kannski
alls ekki eðlilegt einu sinni að for-
seti veiti forsætisráðherra þingrofs-
heimild. Ef forseta er kunnugt um
að það er starfhæfur meirihluti á
þjóðkjörnu þingi sem getur myndað
starfhæfa ríkisstjóm finnst mér að
hann gæti ekki tekið þátt í því að
senda það heim vegna þess að for-
sætisráðherra fer fram á það. Fólk
er ekki kjósa sér ráðherra í kosning-
um heldur þing. Forseti er umboðs-
maður þjóðarinnar og verður að
gæta hagsmuna hins þjóðkjörna
þings en ekki stjómmálaflokka eða
ráðherra. Það er alvarlegra ef það
kemur upp ágreiningur milli forseta
og Alþingis en milli forseta og ráð-
herra. Mér finnst það í raun misbeit-
ing á þingrofsheimildinni ef forsætis-
ráðherra rýfur þing án þess að kanna
hvort aðrir möguleikar séu í stöð-
unni og alls ekki sjálfgefið að for-
seti, en hann er ekki valdalaus, þurfi
að hlíta því,“ segir Ingibjörg. Máli
sínu til stuðnings vísar hún til þin-
grofsins 1931 ogtelur að sjálfstæðis-
menn ættu að minnast afstöðu síns
flokks þá. „Það alvarlega 1931 var
ekki bara að þingið var sent heim
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
Steingrímur
Hermannsson
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Jón Baldvin
Hannibalsson
Davíð Oddsson
Ólafur Ragnar
heldur að Tryggvi rauf þing þegar
fyrir lá að Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur voru búnir að ná sam-
an um ákveðna hluti. Það er það sem
sjálfstæðismenn lögðu mikla áherslu
á 1931 að þetta væri óþingræðislegt
og ólýðræðislegt. Það hefði verið það
núna ef það hefði legið fyrir að þing-
ið gæti myndað starfhæfa stjórn."
Davíð Óddsson segist telja sjálf-
sagt að forsætisráðherra á hverjum
tíma athugi hvort meirihluti sé fyrir
öðru stjómarmynstri á þingi áður en
hann rýfur þing. Það sé ekkert keppi-
kefli að ijúfa þing áður en kjörtíma-
bili lýkur. Varðandi hlut forseta seg-
ist Davíð telja að stjómarskráin hafi
aldrei verið túlkuð svo að hann ætti
Á meðan bú-
vörudeilan stóð
sem hæst komu
upp vangavelt-
ur um að þing-
rof væri í aðsigi
og hvort stjórn-
arskrórbreyt-
ingarnar 1991
Grímsson þýddu OÖ for-
sætisróðherrann hefði
veikari hönd en ella
að leggja sjálfstætt mat á hvort leyfa
ætti þingrof nema ef til vill í þeim
tilvikum er aðilar samsteypustjórnar
hefðu samið um þingrofsréttinn, þá
væri forseta ekki skylt að taka tillit
til slíks samkomulags. „Mér hefur
fundist það sérkennileg kenning því
okkar stjórnskipun byggist ekki á
því að forsetinn leggi á þetta sjálf-
stætt mat. Því ábyrgðin hvílir hjá
ráðherranum. Um leið og forsetinn
leggur á þetta sjálfstætt mat tekur
hann ábyrgð á þessu en stjórnarskrá-
in gerir ekki ráð fyrir að forsetinn
sé ábyrgur fyrir stjórnarathöfnum."
Davíð segist álíta að þau tilvik
geti komið upp að nauðsynlegt sé
að forsætisráðherra hafi þingrofs-
valdið og þannig sé þetta í Dan-
mörku og Bretlandi. Hann telur þó
að hérlendis yrði það aldrei liðið að
valdinu yrði beitt jafnfijálslega og 5
Bretlandi til dæmis þar sem forsætis-
ráðherrann metur það eftir gengi
flokks síns í skoðanakönnunum hve-
nær rétt sé að efna til kosninga.
„Það yrði afskaplega erfítt að út-
skýra það fyrir Islendingum. Þó
menn hefðu lag í einhveijum skoð-
anakönnunum myndi það tapast á
tveimur mánuðum því mönnum
myndi fínnast það vera sérkennileg
notkun á þingrofsvaldinu." Ástæða
þingrofs hérlendis hljóti fyrst og
fremst að vera sú að stjórn hafi rofn-
að og ekki náist meirihluti á þingi.
Davíð er spurður hvort hann teldi
réttlætanlegt að forsætisráðherra
ryfi þing ef hann stæði frammi fyrir
því að stjómarsamstarf væri að
bresta, nýr meirihluti að myndast
og vantraustsyfirlýsing í aðsigi. „Það
er mjög erfitt að gefa eitt svar við
því en það er alltaf varasamt í sjálfu
sér að koma í veg fyrir það að það
myndist stjórnhæfur meirihluti á
þinginu. Ef hann er fyrir hendi á
hann að fá að njóta sín. Það er svona
meginreglan. Það fer eftir öllum að-
draganda og hvort menn eru að
tjalda til stutts tíma. Almennt er ég
þeirrar skoðunar að vilji meirihluti
þingsins mynda einhveija stjórn þá
eigi sá vilji að fá að njóta sín.“
Vindur um eyru þýtur
Hvað segja fræðimenn um dæmi
af því tagi sem Ólafur Hannibalsson
lagði upp? Gunnar G. Schram hefur
þetta að segja: „Forsetinn yrði settur
í mikinn vanda. Þingræðislega séð
ber forseta að fara að óskum ráð-
herra. Hann er ábyrgðarlaus og
framkvæmir störf sín á ábyrgð ráð-
herra. Hann hefur hins vegar alltaf
þetta neitunarvald. En það er ekki
almennt ætlast til þess í okkar þing-
ræðisskipulagi að hann beiti því. Til
dæmis var vitnað til hefða um þetta
efni í sambandi við undirritun for-
seta undir EES-samkomulagið. Al-
menna reglan er sú að forseti myndi
skrifa undir þingrofsúrskurð sem
forsætisráðherra legði fyrir hann.
Hitt er ekki hægt að útiloka."
Sigurður Lándal kveður fastar að
orði: „Stjómin situr á meðan ekki
hefur verið lýst vantrausti á hana.
Forseti er þá ekki bundinn af því sem
einhveijir stjórnmálaforingjar segja
honum. Hann gæti látið þetta sem
vind um eyru þjóta og sagt sem svo
að rétt skipaður forsætisráðherra
hefði ákveðið þingrof."
Niðurstaðan er sú að þingrofsrétt-
urinn hefur verið takmarkaður. Þin-
grof, í þeim skilningi að forsætisráð-
herra sendi þingmenn umboðslausa
heim, er ekki lengur mögulegt. í þin-
grofsheimildinni felst fyrst og fremst
að forsætisráðherra geti ákveðið
hvort gengið skuli til kosninga áður
en kjörtímabili lýkur. Sá réttur getur
vissulega verið beitt vopn. Það er
álitamál hvort forseti eigi í einhveij-
um tilvikum að grípa fram fyrir
hendumar á forsætisráðherra, hvort
hann eigi jafnvel að kanna sjálfstætt
hvort starfhæfur meirihluti sé á þing-
inu áður en hann skrifar undir þin-
grofsúrskurð. Ef menn telja að for-
setinn eigi ekki að leyfa þingrof
nema víst sé að ekki sé starfhæfur
meirihluti á þingi þá er næsta skref
að afhenda Álþingi alfarið þingrofs-
valdið. Sú niðurstaða er ekki endilega
rökrétt afleiðing stjómarskrárbreyt-
inganna 1991 sem slíkra heldur er
þar um að ræða sjálfstætt skoðunar-
efni — álitamál, þar sem svarið velt-
ur á hugmyndum manna um stöðu
forseta og jafnvægi milli forseta,
forsætisráðherra og Alþingis.
OPEL VECTRA GL'94
VERÐ KR. 1.497.000,-
TVÖFALDIR STYRKTARBITAR í HURÐUM
ER STAÐALBÚNAÐUR í ÖLLUM
OPEL BÍLUM.
OPEL ER EINN BEST BÚNl BÍLL í HEIMI
HVAÐ VARÐAR ÖRYGGISÞÆTTI.
LEITIÐ NÁNARl UPPLÝSINGA H]Á
SÖLUMÖNNUM OKKAR
OPEL - MEST SELDU BÍLARÍ EVRÓPU
- EKKIAF ÁSTÆÐULAUSU
BÍLHEIMAR
Fosshálsi 1 Reykjavík
Sími 634000
3;a ara
aby* gö