Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 29
stunda hugsa ég með þakklæti, þær
leystu úr ýmsum flækjum.
Helgi Már var mér skemmtilegur
félagi sem ég hafði mjög gaman
af að umgangast og því er margs
að minnast. Að þeim minningum
er gott að búa núna á erfiðum dög-
um.
Það er erfitt að kveðja kæran
vin. Hafsjór af góðum minningum
gefur þó mikið. Eg er mjög þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast ein-
stökum manni.
Fjölskylda Helga Más, unnustu
og vinum votta ég mína dýpstu
samúð._
Asta Björk Björnsdóttir.
Vorið 1992 auglýsti ég eftir
meðleigjanda í stórt hús sem við
mæðginin höfðum flust inn í. Og
viti menn að það leið ekki langur
tími þar til einn af fáum karlmönn-
um í KHÍ stoppaði mig á ganginum
og spurði hvort ég væri þessi Rósa
og sýndi mér auglýsinguna. Þetta
var upphafið að sambýli okkar
Helga Más, tímabili sem einkennd-
ist af lífsgleði og breytingum. Það
er ekki hægt að segja annað en
Helgi hafi sett svip sinn á tilveru
okkar Gunnars. Rauður kollurinn á
honum var alltaf þar sem eitthvað
merkilegt var að gerast í lífi okkar.
Þó að sambýlið hafi stundum verið
fjölmennt og ekki mikill tími þá var
alltaf nægur tími til umræðna og
bollalegginga um óskyldustu hluti.
Við eldhúsborðið urðu umræðurnar
oft heitar svo að á stundum rauk
úr þeim en þeirra var notið engu
að síður. Þú kunnir að njóta og
nýta stundir þínar, Helgi, og kennd-
ir mér margt í þeim efnum.
Það er ekki auðvelt að kveðja
mann sem með návist sinni og per-
sónu breytti lífi mínu, sáði fræi vin-
semdar í hjarta mitt og fyllti tilver-
una af rauðhærðu lífi. Eg get að-
eins kvatt á einn hátt.
Vinur
Vinur...
Fregn frysti hjarta mitt.
Vinur...
ljós blámans er kulnað.
Vinur...
Farinn,
hólpinn,
umvafinn
hlýjum örmum móður
sem huggar harmi gegn
við hlýjan barm.
'Vinur...
Rauð og svört,
skipulögð
paradís,
tekur á móti þér
Vinur...
Líf þitt gaf margt.
Öðru lífi tíma,
vinum hug og hönd
hvatningu, lof og hrós.
Vinur...
Lof mér að kveðja,
tárin segja ekki allt
því innra hvíla myndir
af lífi og orðum,
sem enginn fær endurgoldið.
Vinur... það er ánægja mín að
hafa átt með þér stundir sem geym-
ast í hjarta mínu það sem eftir lifir
tímans.
Ég þakka þér ... vinur...
Þín
Rósa.
Er sú sorgarfrétt barst okkur að
Helgi Már væri dáinn, urðum við
harmi slegin. Eitt er víst að hans
verður sárt saknað, hann var góður
vinur og félagi, og langar okkur
að minnast hans með örfáum orð-
um.
Efst í huga okkar eru allar þær
samverustundir sem við áttum með
Steinunni og Helga. Margar minn-
ingar koma upp í hugann. Helga
gat dottið svo margt sniðugt í hug.
Okkur er minnisstætt er við vorum
eitt sinn stödd á matsölustað hér í
bæ og leiddist eitthvað biðin eftir
matnum. Þá datt Helga það í hug
að kanna hvort spil væru á staðn-
um. Ekki var hægt að fá spil þarna
og var þá bara farið út í sjoppu og
keyptur spilastokkur. Þetta vakti
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
29
mikla kátínu og var Helga líkt.
Við fjögur gátum alltaf skemmt
okkur vel saman. Oft var farið sam-
an í útilegur, í sumarbústað eða
bara grillað saman heima. Þó að
sambandið á milli okkar og Helga
hafi verið orðið lítið síðastliðið ár,
var alltaf gaman að hitta hann og
var þá haft á orði að gaman væri
nú að fara einhveija ferðina fjögur
saman aftur og rifja upp gamla
tíma.
Og nú, þegar Helgi er fallinn
frá, verðum við að láta minninguna
eina nægja og kveðja þennan góða
vin með kærri þökk fyrir allt. Guð
blessi minningu hans.
Okkar dýpstu samúð vottum við
föður, syni, systkinum og öðrum
aðstandendum.
Guðný og Frosti.
í hverfulum heimi gerast hlutirn-
ir hratt og í dag kveðjum við skóla-
bróður okkar og góðan kunningja,
Helga Má Jónsson, hinstu kveðju.
A stundum sem þessari vakna
margar spurningar um lífið og hlut-
verk okkar hér á jörðu og hvað bíði
handan við dyr dauðans.
Þegar við horfum til baka ber
hæSt í minningunni óvenjulega af-
stöðu Helga Más til ýmissa mála.
Hann var maður með skoðanir,
skoðanir sem reyndar féllu oft í
misjafnan jarðveg. Hann lét þær í
ljós við hvern sem vildi og átti til
að hrista upp í hugarheimi skóla-
systkina svo og annarra og fékk
fólk til að sjá hlutina í öðru ljósi
en gengur og gerist.
Helgi Már var áberandi í félags-
starfi skólans og lét sig sjaldnast
vanta ef til stóð að gera sér glaðan
dag. Hann lýsti gjarnan furðu sinni
á áhugaleysi fólks gagnvart því sem
gefur lífinu gildi og virtist alltaf
tilbúinn að taka sér frí frá daglegu
amstri.
Við kveðjum Helga Má með sorg
í hjarta en gleðjumst þó yfir því
að hafa átt þess kost að kynnast
svo margbrotnum persónuleika sem
hann var. Okkur finnst vel við
hæfi að ljúka þessari stuttu kveðju
með ljóði sem Helgi Már orti og
heitir Værð, um leið og við vottum
ástvinum hans okkar dýpstu samúð:
Þetta eða hitt
er sagt um hina
allir hugsa bara um sitt
á meðal sinna vina
Betra þætti mér
að sjá á eftir hinum
því að mega gefa þér
og öðrum vinum
veitir mér værð...!
Klara og Steindóra.
Kveðja frá vinkonu
Þakka þér, Helgi Már, þann tíma
sem við áttum saman, ég græt yfir
því sem var gleði mín með þér. Þér
mun ég aldrei gleyma.
Ég votta aðstandendum Helga
Más, unnustu og vinum mína
dýpstu samúð.
Minningin um góðan vin lifir.
Gyða Guðmundsdóttir.
Okkar ástkæri vinur er horfinn.
Við hjónin vorum saman komin
hinn 19. febrúar sl. á heimili föður
Helga ásamt Helga sjálfum, öllum
systkinum hans og mökum þeirra.
í endurminningunni verður þessi
bjarta samverustund að dýrmætri
kveðjustund þar sem Helgi kvaddi
á sinn ljúfa hátt. Ekkert skyggði á
og Helgi spjallaði kátur og bjart-
sýnn um þau verkefni sem biðu
hans. Hann stefndi að því að ljúka
námi í Kennaraháskólanum í vor
og hlakkaði til að takast á við störf
að því loknu.
Þessi fallegi systkinahópur sem
faðir þeirra er svo stoltur af er
okkur hjónunum svo kær af mörg-
um ástæðum.
Örfáum dögum síðar er Helgi
allur. Skyndilega, óvænt, er þessi
fallegi ungi maður hrifínn burt.
Fregnin er slíkt reiðarslag að því
verður ekki með orðum lýst.
Helgi var sonur Helgu Finnsdótt-
ur frá Eskiholti í Borgarfírði og
Jóns Más Þorvaldssonar sem ættað-
ur er úr Hafnarfirði. Helgi missti
móður sína 1978, þá aðeins 16 ára.
Sár harmur var kveðinn að systkin-
unum fimm og föður þeirra. Hélga
var æskuvinkona okkar og því
fannst okkur við eiga hlutdeild í
lífi hver annars. Vináttan við böm-
in hennar og maka, Jón Má, var
okkur framhald og staðfesting á
djúpri væntumþykju til hennar,
þannig að þegar hún féll frá langt
fyrir aldur fram urðu böndin sem
tengdu okkur þessum yndislega
hópi ofin minningunni um okkar
kæru vinkonu.
Það er ekki auðvelt að lýsa mann-
kostum Helga. Öllum sem til hans
þekktu þótti vænt um þennan góða
dreng. Hann var glæsilegur, glað-
sinna og reglusamur, en hann var
líka mjög hugsandi og leitandi á
afar látlausan og hógværan hátt.
Þannig leitaðist hann við að fága
hugsun sína í form ljóðsins þar sem
tærleikinn og einlægnin var tak-
markið sem stefnt var að.
Þau orð, tærleikinn og einlægnin,
koma upp í hugann núna, óijúfan-
lega tengd mynd þessa ljúfa drengs.
Af hveiju fékk hann ekki að lifa
lengur? Svarið geymir almættið eitt,
en einhvern veginn trúum við því
að það svar gæti sætt okkur við
þennan sára missi.
Og jafnvel mitt í dauða sínum
minnir Helgi okkur á hrífandi hátt
á göfuglyndi sitt og manngæsku.
Hann hafði sjálfur látið þá ósk í
ljós að ef dauðinn myndi heimta
Sjá næstu síðu.
t
Dóttir okkar, móðir og systir,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Fannarfelli 10,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 7. mars kl. 13.30.
Helga Gísladóttír, Magnús Sveinsson,
Sigríður Amanda, Katrín Dögg,
Sigurjón Magnússon, Cecilia Magnúsdóttir,
Brynjar Mikaelsson, íris Magnúsdóttir,
Rafael Mikaelsson, Sveinn Snorri Magnússon.
t
Ástkær fósturfaðir okkar,
HJÁLMAR JÓN GUÐJÓNSSON,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
áðurtil heimilis
í Háagerði 11,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 8. mars kl. 13.30.
Elisabet Jónsson,
Eyþór Stefánsson,
Margrét Guðnadóttir.
t
Elskulegur sonur minn, faðir, bróðir,
mágur og unnusti,
HELGI MÁR JÓNSSON,
sem lést 28. febrúar, verður jarðsung-
inn frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánu-
daginn 7. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vildu heiðra minningu hans,
er bent á bankabók nr. 0532-18-480169
í eigu Sindra Hrafns Helgasonar 3 ára.
Jón Már Þorvaldsson, Sindri Hrafn Helgason,
Finnur Logi Jóhannsson, Oddný Halla Haraldsdóttir,
Þorvaldur Ingi Jónsson, Dis Kolbeinsdóttir,
Jóhanna Marín Jónsdóttir, Aurelio Ferro,
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Benedikt Oddsson,
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES FR. SIGURÐSSON
húsasmiður,
Löngumýri 57,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 7. mars kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Hlífarsjóð S.Í.B.S.
Hafsteinn Jóhannesson, Magnea Magnúsdóttir,
Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir,
Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir,
Haukur Jóhannesson, Eygló Björk Kristinsdóttir
og barnabörn.
Útför
t
KATRÍNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Laufásvegi 45,
verður gerð frá Dómkirkjunni 8. mars kl. 13.30.
Guðni Guðmundssgn,
Guðmundur H. Guðnason, Lilja I. Jónatansdóttir,
Guðrún Guðnadóttir,
Ólafur B. Guðnason,
Hildur N. Guðnadóttir,
Anna S. Guðnadóttir,
Sveinn G. Guðnason,
Sigurður S. Guðnason,
og barnabörn.
Jóhann S. Hauksson,
Anna G. Sigurðardóttir,
Friðrik Jóhannsson,
Gylfi Dýrmundsson,
Erna Jensen,
Margrét Gestsdóttir
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS S. HARALDSSON
áðurtil heimilis
á Álfaskeiði 27,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju þriöjudaginn 8. mars kl. 15.00.
Sigríður Magnúsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnason,
Haraldur Magnússon, Margrét Pálsdóttir,
Gunnar Magnússon,
Guðbjörg Magnúsdóttir, Sveinn Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS JÓNSSON
frá Hvammi, Höfnum,
Suðurgötu 12,
Keflavík,
sem lést 28. febrúar í Sjúkrahúsi Kefla-
vfkur, verður jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 14.00.
Helga Jónsdóttir,
Sigriður Magnúsdóttir, Jóhannes Guðmundsson,
Hilmar Magnússon, Jórunn Garðarsdóttir,
Sigurbjörg Magnúsdóttir, Guðmundur Hjörleifsson,
barnabörn og barnabarabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
MÓSES AÐALSTEINSSON
verkfræðingur,
verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 8. mars
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Breið-
holtskirkju, sími 71718, eða Námssjóð hjúkrunarfræðinga hjá
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sími 687575.
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Mósesdóttir, Matthew James Driscoll,
Kári og Katrin Þórdís Driscoll.