Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 21 Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrif- stofu íslands hefur haft góða yfirsýn yf ir ferðaþjónustu hér á landi um ára- bil. Hann ræðir hér um nútíð, þátíð og framtíð í greininni 18.809 Gistmætur á Edduhótelunum júní til ágúst '93 Hvaðan komu gestirnir? af sömu ástæðum. Segja má að síðustu árin hafi staðið hér yfir útsala á gjaldeyri, enda er með ólíkindum hvað flutt hefur verið inn og hvað íslendingar hafa getað lejrft sér á veraldlega sviðinu. En þrátt fyrir allt eru ljósir punktar. Ýmsir aðilar hafa bryddað upp á ágætum viðbótum við ferða- þjónustuna, þáttum sem lengja ferðamannatímabilið, nýta betur haust, vetur og vor. Við getum nefnt ferðir á jökla og ýmsar ferð- ir á sérútbúnum tækjum, sjó- stangaveiði, hvalaskoðun og hesta- ferðir. Samhliða þessu tekur ýmiss konar sérhæfð þjónusta kipp og hvað styður annað. Gisti- og veit- ingastaðiF stórir sem smáir hafa bætt sig mjög í gæðum undanfarin ár sem og samgöngutæki í lofti, á landi og láði. Aukin samkeppni hefur vissulega komið þarna við sögu þó svo að áhrif hennar séu stundum ofmetin og einnig getur samkeppni gengið of langt. Þetta sýnir viðleitni íslendinga og undir- strikar enn frekar þörfína á því að breyta týrunni í skært ljós. Gengisskráning má ekki lengur vera tæki fyrir aðeins eina atvinnu- grein. Það á að mæla raungengi hverju sinni. Það er ljóst að slíkt gæti komið sér illa fyrir sjávar- útveginn og.til yrði að koma önnur aðstoð í formi opinberra styrkja. En ferðaþjónustan myndi taka kipp. Með því að skrá gengið rétt munu atvinnuvegir almennt þrífast betur.“ — Þú ert að tala um fjöregg þjóðarinnar, Kjartan... „Ekki ætla ég að draga úr mikil- vægi sjávarútvegsins, en minni enn og aftur á að það kemur fleira til. Ef einhver atvinnugrein er í vanda í dag réttlætir það ekki björgun hennar að skaða aðrar. Nú er mik- ið atvinnuleysi og ferðaþjónustan er afar mannfrek. Ef hún fær tæki- færi til að vaxa og dafna munu margir fá atvinnu fyrir hennar til- stilli. Ég hef stundum sagt að ferðaþjónustan sé hið vænlegasta hagstjómartæki með tilliti til at- vinnutækifæra og byggðastefnu. Yfir 90 prósent af þeim útlending- um sem hingað koma gera svo vegna landslagsins, þessarar óvenjulegu náttúm. Viðskiptavin- urinn fer því aldrei burt með vör- una, heldur nýtur hennar á staðn- um án þess að á gæði hennar og magn gangi. Framleiðslu- og pökk- unarkostnaður er því í algeru lág- marki. Það eina sem þarf að gera er að- búa vel að gestunum, þá verða þeir ánægðir og koma ef til vill aftur.“ — En hvað með ríkisafskipti af greininni? „Þau hafa lengi verið fullmikil að mínu mati og hvort að þau eru nú á réttri leið er íhugunarefni." Hótel Edda — Vendum okkar kvæði í kross. Ferðaskrifstofa íslands hefur eink- um staðið fyrir innflutningi á er- lendum ferðalöngum og ferðum innlendra innanlands. Fyrirtækið rekur m.a. Eddu-hótelin, ekki satt? „Jú, það er rétt og hótelin eru 17 talsins um land allt. Öll utan eitt eru hins vegar sumarhótel. Aðeins á Kirkjubæjarklaustri er reksturinn allt árið. Þau mega heita einn af hornsteinum FÍ og þegar þau voru tekin í notkun fyrir 30 árum réðu þau úrslitum um ferða- lög innanlands. Þetta era ríkis- og sveitaskólar sem ella hefðu staðið auðir á sumrum. Fyrir 15 árum hófst nýtt tímabil, er markvisst var byrjað að endurbyggja húsin innan frá, bæta við þau nútímaþægindum sem kröfur eru gerðar um nú til dags. Annað tímabil í sögu þessara hótela hófst svo fyrir um 8 áram, er byijað var að byggja viðbótar- herbergi með öllu, eins og sagt er. Slíkt er komið í gagnið á Stóru- Tjörnum og á Klaustri og víðar. Þetta er dæmigerð þróunarsaga. Annars er starfsemi FÍ fjölþætt- ari en hótelrekstur. Einn þáttur er móttaka erlendra ferðamanna, bæði hópa og einstaklinga, annar þáttur er ráðstefnuhald, en við stöndum fyrir 25 til 35 stærri fund- um og ráðstefnum á hveiju ári. Þriðji þátturinn er utanlandsferðir, farseðlasala og skipulagning kynn- ingar- og menningarferða og ferða aðila úr viðskiptalífinu á ráðstefnur og sýningar. I þessu er starfsemin fólgin og verður væntanlega áfram á líkum nótum,“ segir Kjartan. Vandi fylgir vegsemd hverri... — Nú bar hátt í fréttum á dögunum samningur Flugleiða, samgönguráðuneytisins og Fram- leiðnisjóðs að slá saman í 100 millj- ón króna púkk til að auka við land- kynningu erlendis. Hvað myndir þú gera til að markaðssetja Island ef þér væru réttar hundrað milljón- ir á ári í 5 ár? „Fyrst vil ég segja, að Flugleiðir áttu þar góðan leik og margt sem Flugleiðir eru að gera og hafa gert er sannarlega af hinu góða. En Flugleiðir era óumdeilanlega móð- urskipið í ferðaþjónustunni og því fylgir mikil ábyrgð að leiða alla starfsemina. Það er mín persónu- lega skoðun að stærsta vandamál Flugleiða í dag sé ekki, eins og svo margir álíta, miklar skuldir vegna endurnýjunar flugflotans og harðn- andi samkeppni erlendis, heldur skortur á samkeppni heima fyrir. Það hefur sýnt sig síðustu 20 til 25 árin, að í hvert skipti sem fyrir- tækið hefur fengið samkeppni hef- ur það eflt þjónustu sína og getu. Þá tel ég að Flugleiðir eigi að ein- beita sér að því að vera flugfélag. Tími „altmúligmannsins" er liðinn og aukin sérhæfing blasir við. Ef ferðaþjónustan á að standast kröf- ur komandi ára verður að sérhæfa greinina betur. Nú, en spurningin var hvað ég myndi gera við hundrað milljónir. Því er til að svara að ég myndi kaupa íslandsferðir inn í bæklinga allra þeirra stóra og meðalstóru ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til norðlægra landa, en hafa einhverra hluta vegna ekki tekið ísland með. Það er fljótvirkasta leiðin til söluaukningar þó það sé skilyrt að því yrði fylgt fast eftir af starfsgreininni. Ég myndi ekki bijóta landið upp í einstaka mögu- leika, heldur selja landið sem það náttúraundur sem það er. Hesta- ferðir væru alls ekki eins vinsælar ef ekki væri þetta umhverfi. Gönguferðir, jeppaferðir og allt það. Það er landið sem gefur því gildi. Helstu markaðssvæðin sem ég myndi einbeita mér að era Mið- og Suður-Evrópa, austurströnd Bandaríkjanna og helstu markaðs- svæðin í Asíu, svo sem Japan, Sin- gapúr, Hong Kong, Taiwan og Suður Kórea. Þá myndi ég einnig vetja tals- verðu fé til að stuðla að umhverfis- vænni ímynd landsins. ísland hefur mjög sterka stöðu gagnvart þeim vaxandi þankagangi að áfanga- staðir skuli vera umhverfisvænir. En við verðum að vera á varðbergi og gæta þess að missa ekki fót- anna á því sviði. Þá á ég ekki ein- ungis við ímyndina, heldur einnig áþreifanlegri hluti eins og mengun- armál, sem þarfnast athygli og úrlausnar. Það er sannfæring mín að umhverfisvænt ísland sé væn- legasta framtíð okkar sem búum hér og þeirra sem vilja sækja okk- ur heim.“ HOTELIÐ 9 SMÁ HJEM Vika í Kaupmannahöfn með eigin baðherbergi og salerni, sjón- varpi, bar, ísskáp og morgun- mat, sameiginlegu nýtísku eld- húsi og þvottahúsi. Allt innréttað í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu verði við 0sterport st. Við byggjum á því að leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17. Verð fyrir herbergi: Eins manns.....1.764 dkr. á viku. Eins manns......325 dkr. á dag. Tveggja manna..2.415 dkr. á viku. Tveggja manna....445 dkr. á dag. Morgunmatur er innifalinn í verðinu. Hótel-íbúðir með sóreldhúsi, baðherbergi og salerni og að- gang að þvottahúsi. Eins herbergis íbúð, sem rúmar einn, 1.764 dkr. á viku. Eins herbergis íbúð, sem rúmar tvo, 2.415 dkr. á viku. Tveggja herbergja íbúð. Verð á viku........3.164 dkr. Tveggja herbergja ibúð. Hótel-íbúð sem rúmar fjóra. Verð á viku.............3.990 dkr. Morgunmatur er ekki innifalinn. [ okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kebenhavn N. 2 herbergja hótel-íbúöir sem rúma þrjá. Með sturtuklefa...2.198 dkr. 3 herbergja.............3.990 dkr. Sendum gjarnan upplýsingabaekling. HOTEL 9 SMÁ HJEM, Classensgade 40, DK-2100 Kebenhavn O. Sími: (90 45)35 2616 47 Fax: (9045) 35 4317 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.