Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 ATVINNUA UGL YSINGA R SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Laus staða Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir starfsmanni til að veita fötluðu fólki frekari liðveislu, skv. 25 gr. laga um málefni fatlaðra. Starfið felst í því að veita fötluðum einstakl- ingum, sem búa sjálfstætt í íbúðum, margvís- legan stuðning og miðar að því að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Starfið er í mótun og er kerfjandi og um leið uppbyggilegt og spennandi fyrir þá, sem vilja taka þátt í skipulagi á nýrri þjónustu við fatl- aða undir stjórn og handleiðslu fagaðila. Vinnutími er óreglulegur. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði uppeldis og fatlana og reynslu af starfi með geðsjúkum. Nánari upplýsingar gefur dr. Z. Gabriela Sig- urðardóttir, sálfræðingur, sími 621388. Umsóknir sendist sem fyrst til Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Nóa- túni 17. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu. Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæður til sumarafleysinga. í sjúkrahúsinu er 35 rúma blönduð deild, þar af eru 4 rúm ætluð sængurkonum. Einnig vantar hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða á langlegudeildina Ljósheima. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 98-21300. Æ. KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Laust starf Frá og með 15. ágúst 1994 er laust hálft starf verkefnastjóra tölvumála við kennslu- miðstöð Kennaraháskóla íslands á Lauga- vegi 166. í starfinu felst ráðgjöf, aðstoð og fræðsla um hugbúnað, tölvuvinnslu og gagnagerð, ásamt þróunarverkefnum á sviði fjarmiðlunar í skólastarfi. Þekking á tölvum og færni í notkun margs konar hugbúnaðar, ásamt kennslureynslu, er skilyrði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, berist til Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 30. mars nk. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 633911. Rektor. Sölumaður Fyrirtækið er framleiðslu- og innflutnings- fyrirtæki á sviði matvæla. Starfið felst í sölu á vörum fyrirtækisins, m.a. til mötuneyta. Leitað er að konu eða karli með þekkingu á matvælum og áhuga á sölustörfum. Um 50% starf er að ræða, vinnutími er f.h. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 11. mars nk. Umsóknareyðubiöð og nánari uppiýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 FYRIRTÆKIASALAN Uinri k Síðumúli 15 • PállBergsson YAIVJLA Sími812262 • Fax812539 Matvöruframleiösla Leitum fyrir fyrirtæki á sviði matvörufram- leiðslu að samstarfsaðila og/eða hluthafa. Fyrirtækið er ungt en í örum vexti og fram- leiðir ýmsar tegundir matvöru, aðalega undir eigin merki. Tíl greina kemur aðili sem lagt gæti fram fjármagn og starf í fyrirtækinu við stjórnun og markaðsstörf. Sala hlutafjár til fjárfestis vel möguleg. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. '&xuþ oy fonxntœ&jrz í 10 ón Dvalarheimili aldraðra Seljahlíð, Hjallaseli 55, 109 Reykjavík. Húsvörður Húsvörður óskast í 100% starf frá og með 1. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur María Gísladóttir, forstöðumaður, í síma 73633 milli kl. 10 og 12 virka daga. Umsóknarfrestur er til 14. mars nk. Umsóknum skal skilað til Seljahlíðar á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Jafnréttisfulltrúi Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að ráða jafnréttisfulltrúa til Reykjavíkurþorgar í hálfa stöðu. Jafnréttisfulltrúa er ætlað að vinna að framgangi jafnréttismála og veita fyrirtækjum og starfsmönnum borgarinnar ráðgjöf um jafnréttismál. Ráðið verður í stöðuna frá 1. maí nk. Umsóknir um stöðuna sendist borgarstjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. mars 1994. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson. Varnarliðið: Tölvunarfræðingur/ kerfisfræðingur Húsnæðisstofnun Flotastöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing til starfa tímabundið til 30. september 1994. Starfið felst í kerfisgreiningu á núverandi vinnuferli, gera tillögur um breytingar og stjórna og taka þátt í framkvæmd þeirra. Um er að ræða Novell-nettengd kerfi, nær- net og fjarvinnslu og stefnt að fullri tölvu- vinnslu allra verkþátta að svo miklu leyti sem eðlilegt getur talist. Yfirumsjón með verkinu verður í höndum tölvudeildar Varnarliðsins. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðing- ur með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þarf að geta unnið sjálf- stætt og að eiga gott með samskipti við annað fólk. Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarð- vík, sími: 92-11973, ekkl síðar en 14. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á sama stað auk þess sem starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur. Verslunarstjóri Óskum eftir að ráða verslunarstjóra til starfa hjá The Body Shop, ekki yngri en 30 ára. Um framtíðarstarf er að ræða. Við leitum að einstaklingi sem hefur: • Áhuga á náttúrulegum snyrtivörum. • Áhuga á umhverfis- og velferðarmálum. • Reynslu í sölustarfi. • Frumkvæði, þjónustulund og er sjálf- stæður. Vinsamlegast sendið ítarlegar skriflegar umsóknir fyrir 12. mars til: The Body Shop, pósthólf 1742, 121 Reykjavík. Sérhæfðir sölumenn Óskum að ráða vandaða starfsmenn til sölu á hljómtækjum, sjónvörpum og öðrum þeim vörum, sem við sérhæfum okkur í. Starfið krefst áhuga og kunnáttu á þeim tækjum, auk almennrar þekkingar á tónlist. Við æskjum stundvísi, góðrar framkomu og reglusemi. Æskilegt að viðkomandi geti haf- ið störf sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við Kolbein Blandon, Skipholti 21 (inng. frá Nóatúni), á milli kl. 10.00 og 13.00 mánudaginn 7. mars nk. Upplýsingar ekki veittar í síma. Tæknimenntaður sölumaður Fyrirtækið er innflutningsfyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu, sem m.a. flytur inn bygg- ingavörur. Starfið, sem er mjög sjálfstætt, felst í sölu á vörum fyrir byggingaiðnaðinn, m.a. til verk- taka, arkitekta og smiða. Vinnutími kl. 8-18. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu byggingatæknifræðingar eða með sambæri- lega menntun og hafi reynslu af sölustörfum. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 Mosfellsbær Vélamaður Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús bæjarins til aksturs vinnuvéla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl nk. Skilyrði fýrir starfinu er meirapróf bifreiðastjóra og vinnuvélapróf. Starfsreynsla áskilin. Nánari upplýsingar gefur yfirverkstjóri áhalda- húss Mosfellsbæjar, Völuteigi 2, Mosfellsbæ í síma 668450 milli kl. 10-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir skulu hafa borist undir- ritaðs fyrir 15. mars nk. Yfirverkstjóri áhaldahúss Mosifellsbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.