Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 33
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAi -'V ;/ YSINGAR Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri: Staða prófessors f rekstrarfræði - gæðastjórnun Sérsvið skal vera rekstur fyrirtækja og stofn- ana með áherslu á gæðastjórnun. Til greina kemur að ráða í stöðu dósents eða lektors í stað prófessors. Starfsvettvangur er aðal- lega við rekstrardeild. Staða lektors í iðnrekstrarfræði - gæðastjórnun Æskilegt sérsvið skal vera í hagnýtri notkun gæðastjórnunar í iðnaði og þjónustu. Starfs- vettvangur er aðallega við rekstrardeild. Staða lektors í uppeldisgreinum Æskileg sérsvið eru kennslufræði, kennsla í fámennum skólum eða vitsmuna- og sið- ferðisþroski barna. Starfsvettvangur er aðal- lega við kennaradeild. Hálf staða lektors f sögu Æskilegt sérsvið er íslandssaga eða íslensk skólasaga. Starfsvettvangur er aðallega við kennaradeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 30. mars nk. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn við- komandi deilda eða rektor í síma 96-30900. Framleiðslustjóri Kjötiðnaðarfyrirtæki í Reykjavík ósk- ar að ráða framleiðslustjóra Starfssvið: 1. Umsjón með innkaupum og birgðahaldi. 2. Skipulagning framleiðslu og framleiðslu- stjórnun. 3. Starfsmannastjórnun í framleiðsludeild. 4. Samstarf við söludeild. Vöruþróun og gæðaeftirlit. 5. Tæknimál. Þróun í framleiðslutækni, hag- ræðing, mat á tæknibúnaði, hönnun, skipulagning o.fl. Við leitum að manni með þekkingu og reynslu á framleiðslusviði. Verkfræði/tækni- menntun nauðsynleg. Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi. Frumkvæði og leið- togahæfileikar nauðsynlegir kostir. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Framleiðslustjóri 059“, fyrir 15. mars. Hagvangur hf 1 Skeifunni 19 1 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta 1 Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Ryðfrí smfði Óskum að ráða nú þegar starfsmenn, vana smíði úr ryðfríu stáli. Mikil vinna framundan. Góð vinnuaðstaða. Aðeins duglegir og reglusamir menn koma til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „R - 580". LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður BLOÐBANKINN Staða forstöðumanns Blóðbankans er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf aðvera lækn- ir og sérfræðingur í einhverri grein eða grein- um læknisfræði, sem blóðbankastarfsemi tengist. Með umsókn skal skilað ítarlegum upplýsingum um nám, starfsferil og stjórnun- arreynslu, ásamt skrá um fræðiritgerðir umsækjanda. Ennfremur greinargerð um rannsóknaviðfangsefni, sem umsækjandi hyggst vinna að. Umsóknin sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir 30. apríl 1994. Laun samkvæmt kjarasamningi sjúkrahús- lækna. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir for- stjóri Ríkisspítala og forstöðulæknir Blóðbankans. LYFLÆKNINGADEILD Deildarlæknar Stöður deildarlækna (reyndra aðstoðar- lækna) eru lausar til umsóknar við lyflækn- ingadeild Landspítalans frá 1. júlí eða eftir samkomulagi. Umsóknir berist til Þórðar Harðarsonar, pró- fessors, lyflækningadeild Landspítalans, fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson, prófessor, sími 601000, Erna Milunka Kojic og Gerður Gröndal, deildarlæknar, sími 601000 (kalltæki). VÍFILSSTAÐASPÍTALI Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast á Vífilsstaðaspítala frá 15. júní 1994 eða eftir samkomulagi. Ráðning er til ca 1 árs eða lengur. Um er að ræða sjúkraþjálfun á lungna-, öldrunar- og húð- sjúkdómadeildum. íbúð er í boði á staðnum. Mjög fallegt umhverfi. Nánari upplýsingar gefur Kristín F. Fenger, sjúkraþjálfari, í síma 602832. RÍKISSPÍTALAR Rikisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaöur á Islandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. Á DAGSKRÁ vikuna 7. - 11. mars: íþróttir í Víkinni viö Stjörnugróf Nú liggur fyrir fyrsta stundatafla fyrir fólk í atvinnuleit, sem vill stunda íþróttir og leik- fimi, sérað kostnaðarlausu. íþróttahúsið verður opið með eftirfarandi hætti næstu viku: Mánudag kl. 14-15: Badminton og blak. Einnig upphitun í litla sal. Þriðjudag kl. 9.30-11.30: Innanhússfótbolti. Kl. 13.40-14.40: Frjálsaræfingar, skokk og bolti. Miðvikudag kl. 15-16: Badminton og blak. Einnig upphitun ílitla sal. Fimmtudag kl. 9.30-11.30: Innanhússfótbolti og frjálsaræfingar. Lestrarhópur Hópurinn um lestur íslenskra fornbókmennta kemur saman á fimmtudaginn kl. 17, undir stjórn JónsTorfasonar, íslenskufræðings. Nýtt áhugafólk boðið velkomið. Blindrafélagið Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Blindrafélagsins og stofnana þess er laust til umsóknar. Blindrafélagið rekur Blindravinnustofuna, körfugerð og hljóðbókagerð. Starfið felur m.a. í sér umsjón með öllum rekstri, fjáröflun og starfsmannahaldi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stjórnun, rekstri, og búa yfir lipurð í mannlegum sam- skiptum. Áhugi á félagsmálum og vitneskja um málefni blindra og sjónskertra er æski- leg. Hlutastarf kemur til greina. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur Halldór S. Rafnar, framkvæmdastjóri, í síma 687333. Vinsamlega sendið ítarlegar umsóknir til skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, fyrir 24. mars nk. Rafvirki Stórt, deildaskipt fyrirtæki óskar að ráða rafvirkja eða einstakling, með hliðstæða menntun, til starfa frá og með 1. júní nk. Um er að ræða starf á Norðurlandi. Vakta- vinna. Skilyrði að viðkomandi hafi þekkingu á iðntölvum. Húsnæði er fyrir hendi. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Gijðnt Tónsson •RÁÐCJÖF & RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.