Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN frumsýna á næstu dögum bandarísku kvikmyndina Leikur
hlæjandi láns, The Joy Luck Club, sem gerð er eftir metsölubók Amy Tan, sem komið hefur
út á íslensku. I myndinni er sögð saga ijögurra mæðgna sem eiga það sammerkt, að mæðurn-
ar eru fæddar og uppaldar í Kína en hafa flust til Bandaríkjanna þar sem dætumar eru fæddar.
Tilfímiingar
og táraflóð 1
lífí mæðgna
SÉRHVER móðir þráir væntumþykju dóttur sinnar og
að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyr-
ir skilning þeirra hvor á annarri. A sama hátt má segja
að sérhverja dóttur dreymi um að öðlast ástríki og
viðurkenningu móður sinnar og að finna þau tengsl á
milli þeirra sem nauðsynlegt sé að varðveita. I kvik-
myndinni Leikur hlæjandi láns er sögð saga fjögurra
sérstæðra kvenna sem lifa viðburðaríku lífi sem bæði
ást og harmur setja mark sitt á, en vonir og draumar
sem þær hafa um framtíð dætra sinna halda þeim
öðru fremur gangandi. Sagan hefst þegar June (Ming-
Na Wen) er boðið að nýlátinni móður sinni, Suyuan
(Kieu Chinh), að gerast félagi í matar- og spilaklúbbn-
um hennar sem mæðurnar stofnuðu eftir að þær komu
til Bandaríkjanna. Þegar lífsferill „frænkanna" þriggja
í klúbbnum, Lindo (Tsai Chin), An Mei (Lisa Lu) og
Ying Ying (France Nuyen), verður June smátt og smátt
ljós, birtist henni sambland þeirra ógnvekjandi atburða
og aðstæðna sem hafa sett mark sitt á líf þeirra og
hinna ástfólgnu dætra þeirra.
Amy Tan, höfundur
skáldsögunnar Leikur
hlæjandi láns, sem komið
hefur út í ístenskri þýðingu,
er fædd í Bandaríkjunum
árið 1952, ekki löngu eftir
að foreldrar hennar fluttust
þangað frá Kína. Sextán ára
gömul fluttist hún með móð-
ur sinni og bróður til Evrópu,
og lauk hún menntaskóla-
námi í SvisS. Þegar hún hafði
snúið aftur til Bandaríkjanna
lauk hún háskólanámi í
ensku og málvísindum, og
áður en hún snéri sér að
skáldsagnagerð vann hún
sem talmálsráðgjafi við verk-
efni sem ætluð voni þroska-
heftum börnum. Árið 1983
varð hún svo sjálfstætfc starf-
andi textahöfundur fyrir
ýmis stórfyrirtæki og 1985
tók hún þátt í námskeiði í
skapandi skrifum, og á því
skrifaði hún smásöguna
Reglur leiksins, sem síðar
varð hluti af skáldsögunni
Leikur hlæjandi láns.
Leikur hlæjandi láns er
fyrsta skáldsaga Amy Tan,
en hún kom út árið 1989 og
vakti þegar mikla athygli.
Gagnrýnendur kepptust við
að hlaða hana lofi, en sagan
þótti þeim ákaflega vel skrif-
uð og skemmtilega vandaður
og sannur óður til uppruna
höfundarins, og um samband
mæðgna á öllum tímum og
hvar sem er í veröldinni. Á
síðustu árum hefur vaxtar-
broddurinn í bandarískri
skáldsagnagerð birst hvað
helst í skrifum höíunda úr
minnihlutahópum í samfé-
laginu, enda ekki óeðlilegt
að mikil geijun eigi sér stað
á mótum tveggja menning-
arstrauma. Amy Tan tilheyr-
ir þessum hópi og segist hafa
verið að reyna að átta sig á
uppruna foreldra sinna og
skilja sögurnar sem hún
heyrði í æsku. Saga hennar
var á metsölulistum mánuð-
um saman og hefur hún ver-
ið þýdd á rúmlega 20 tungu-
erlenda myndin við úthlutun
bresku kvikmyndaverðlaun-
anna.
Árið 1987 leikstýrði Wang
svo þriðju kvikmynd sinni,
en það var Slamdance, sem
Tvær kynslóðir
FLÓKIN saga tveggja kynslóða kínverskra kvenna og bandarískra dætra þeirra
er sögð í myndinni Leikur hlæjandi láns.
mál. Næsta skáldsaga Amy
Tan, The Kitchen’s God’s
Wife, kom svo út árið 1991,
og komst hún fljótlega í
fyrsta sæti á metsölulista
New York Times, en um
þessar mundir er hún að
vinna að þriðju skáldsögu
sinni.
Með kvikmyndaáhugann
í blóðinu
Leikstjóri myndarinnar
Leikur hlæjandi láns heitir
Wayne Wang og er hann
fæddur í Hong Kong. Hann
var skírður í höfuðið á leik-
aranum John Wayne, en fað-
ir Wangs, sem var ensku-
mælandi verkfræðingur og
kaupsýslumaður, var heill-
aður af kvikmyndum úr villta
vestrinu. Móðir Wangs var
listmálari og hvatti hún son
sinn til að leggja stund á list-
nám, og fór hann til Kalifor-
níu þar sem hann lauk námi
í listmálun og síðar meistara-
námi í kvikmynda- og sjón-
varpsfræðum.
Að fengnu prófskírteininu
hélt Wang aftur til Hong
Kong þar sem hann starfaði
við kvikmyndagerð, en þegar
hann fékk sköpunarþrá sinni
ekki fullnægt sem hann vildi,
hélt hann á ný til Kaliforníu
og settist að í Kínahverfi San
Francisco. Hann sökkti sér
ofan í sérvandamál innflytj-
enda og var virkur í félags-
málastörfum í hverfi sínu,
og af því leiddi 16 mm mynd
hans Chan is Missing, sem
sló í gegn 1982 bæði hjá
áhorfendum og gagnrýnend-
um. Önnur mynd hans, Dim
Sum, var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes árið
1984, en segja má að hún
hafi verið einskonar forleikur
að Leik hlæjandi láns, því
hún fjallar um tengslin á
milli kínverskrar móður og
dóttur hennar sem fædd er
í Bandaríkjunum. Myndin
var svo tilnefnd sem besta
Á flótta
EFTIR að hafa neyðst til að skilja eftir kornungar dætur sínar á flótta undan
Japönum flyst Suyuan (Kieu Chinh) frá ættlandi sínu Kína til Bandaríkjanna, en
þar dreymir hana stöðugt um að endurheimta dætur sínar.
Ást og grimmlyndi
MEÐAL sagnanna í myndinni Leikur hlæjandi láns er
örlagasaga Ying Ying (Yu Fei Hong), sem giftist hinum
grimmlynda Lin Xiao (Russel Wong), en hún fórnar
honum öllu.
Tom Hulce, Mary Elizabeth
Mastrantonio og Harry Dean
Stanton léku aðalhlutverkin
í, og var hún sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. í
kjölfarið fylgdi svo Eat a
Bowl of Tea, sem frumsýnd
var 1989 og einnig var sýnd
á Cannes, en það var einmitt
þá sem hann las skáldsögu
Amy Tan og áhugi hans
kviknaði á aðgera kvikmynd
eftir henni. Arið 1990 hélt
Wang til Hong Kong þar sem
hann gerði myndina Life is
Cheap ... But Toilet Paper is
Expensive, en henni var í
fyrstu ætlað að vera einskon-
ar fræðslumynd, en endaði
sem tilraunamynd þar sem
blandað var saman mismun-
andi stíltækni.
Flókin saga að
kvikmynda
Eftir að- hafa lesið bókina
í Cannes var Wang staðráð-
inn í að hitta Amy Tan og
bera undir hana hugmyndir
varðandi kvikmyndun sög-
unnar. Amy var í fyrstu frá-
hverf því að gerð yrði kvik-
mynd eftir sögu hennar, en
samþykkti þó að ræða málið
við Wang þar sem hún var
vel kunnug kvikmyndum
hans og því orðspori sem af
honum fór. „Ég hafði
áhyggjur af því að ef myndin
yrði ekki gerð á réttan hátt,
Leikstjórinn
WAYNE Wang, leikstjóri
kvikmyndarinnar Léikur
hlæjandi láns.
myndi ég bera ábyrgð á því
hvemig persónumar yrðu
túlkaðar og þá sérstaklega
gagnvart samfélagi Asíu-
Ameríkana. En eftir að hafa
hitt Wang var ég sannfærð
um, að hann ætti að vera
leikstjórinn ef kvikmynd yrði
gerð eftir sögunni,“ segir
Amy Tan.
Wang hreifst meðal ann-
ars af sögunni vegna þess
að hún var raunsæisleg og
dró ekki upp stereótýpur af
Asíufólki. Hann var á þeirri
skoðun að sagan byggi ekki
einungis yfir þeim eiginleika
að vera efni í góða kvik-
mynd, heldur gæti verkefnið
jafnframt orðið bandarískum
leikurum af Asíukyni til
framdráttar og einnig öðm'm
sem starfa að kvikmynda-
gerð. Það var því meira í
húfi í hans augum en einung-
is það að gera kvikmynd. Það
var hins vegar strax ljóst að
vegna byggingar sögunnar,
sem í raun er 16 sögur sem
fléttaðar em saman á snilld-
arlegan hátt, yrði mjög
vandasamt að koma sögunni
á hvíta tjaldið, en þrátt fyrir
að allir væru sammála um
að hún væri mögnuð skáld-
saga héldu margir aðLÓmögu-
legt væri að gera eftir henni
kvikmynd. -
Allir til í tuskið
Það barst Óskarsverð-
launahafanum og handrits-
höfundinum Ronald Bass,
sem gerði handritið að Rain
Man, fljótlega til eyma að
til stæði að gera kvikmynd
eftir sögu Amy Tan og þau
Wang hefðu augastað á hon-
um til að gera handritið að
myndinni. Hann var ekki
lengi að ánetjast verkefninu,
en gerði það að skilyrði fyrir
þátttöku sinni, að allar 16
sögurnar yrðu sagðar í
myndinni og að Amy Tan
myndi sjálf vinna að hand-
ritsgerðinni með honum, en
með því vildi hann tryggja
sig fyrir því að verða trúr
sögu hennar. Eftir nokkra
umhugsun samþykkti hún að
slá til og samstarf þeirra
hófst. Þau hófu svo fljótlega
samningaviðræður við Ósk-
arsverðlaunahafann Oiiver
Stone og félaga hans Janet
Yang um að fjármagna
myndina, og þrátt fyrir að
þau teldu að mörg ljón ýrðu
í veginum fyrir því að hægt
yrði að gera vinsæla kvik-
mynd eftir sögunni, ákváðu
þau að taka verkefnið að
sér. Sjálfur segir Oliver
Stone að hann hafi strax séð
að þetta væri einstakt verk-
efni og vissulega þess virði
að koma því á framfæri.
Að lokum fann svo kvik-
myndagerðarfólkið sálufé-
laga í Jeffrey Katzenberg hjá
Walt Disney Studios, sem
bauð þeim fullt sjálfsforræði
við gerð myndarinnar, og
þegar Amy Tan og Bass
höfðu lokið við gerð handrits-
ins komst framleiðandinn
Patrick Markey yfir handrit-
ið og sá samstundis að þar
var um meistaraverk að ræða
og tók hann framleiðslu
myndarinnar að sér.